Tíminn - 08.07.1994, Page 4
4
Wmmrn
Föstudagur 8. júlí 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Á botninum
Bjartsýniskastið, sem greip forsætisráðherra í síðustu
viku og opinberaðist á blaðamannafundi sem hann
hélt um batnandi efnahag og bjartari horfur, hefur við
haldlítil rök að styðjast. Hagfróðir menn og forystu-
menn á vinnumarkaði sýna hver af öðrum fram á að
engin teikn séu um að uppsveifla sé í vændum, en
telja aftur á móti aö líklegt sé að botninum sé náð í
efnahagskreppunni.
„Kreppan er ekki á undanhaldi, við erum bara
komnir niður á botn," sagði Árni Benediktsson, for-
maður Vinnumálasambandsins, í viðtali viö Tímann.
Hann bætir við að það sé engin óskastaða að vera niðri
á botni, þegar engar horfur eru á því að verið sé að
rétta úr kútnum.
Margir málsmetandi aðilar hafa bent á að ástandið
sé þessu líkt og að þjóðhagsspá sú, sem Davíð Oddsson
byggir bjartsýni sína á, sé full af fyrirvörum og að þeir
þættir, sem verða honum slíkir gleðigjafar að hann
þarf að fá útrás með því aö messa yfir blaðamönnum,
séu ofmetnir.
í spánni er til að mynda tíundað að atvinnuástand
muni ekki batna og atvinnuleysi standa í stað. Það er
staðfesting á því að kreppuástandið varir og þjóðin
sitji rígskorðuð á botninum.
Hagvöxtur og bjartsýni er að aukast í viðskiptalönd-
unum og á það að smita inn í íslenska hagkerfið. Árni
Benediktsson bendir aftur á móti á í tilvitnuðu viðtali,
aö verð á útflutningsvörum okkar hafi farið lækkandi
um langa hríð og hafi ekki hækkað enn sem komið er.
Efnahagsbati birtist stundum í ævintýraljóma og
hverfur kannski jafnharðan út í buskann. Íslandssíldin
birtist á nýjan leik eftir þrjátíu ára útlegð og gekk mik-
iö á í fjölmiðlum. En síldin sú synti rétt að 200 mílna
mörkunum og hvarf. Loðnuvertíðin fyrir noröan byrj-
aði vel og svo hurfu torfurnar og finnast vonandi brátt
aftur.
Veiðar úr Smugu og öðrum umdeildum hafsvæðum
eru lagðar til grundvallar batnandi hag. En þorskaflinn
er enn á niðurleiö á heimamiðum og sama er að segja
um margar aðrar botnfisktegundir.
Ný störf verða ekki til, þótt stöðugt bætist viö fólk á
vinnumarkað. Atvinnuleysi eykst því fremur en hitt,
en það virðist ekki valda stjórnendum þessa lands
minnstu áhyggjum. Þeir benda aðeins á að ástandið sé
jafnvel verra í öðrum löndum og eru góðir með sig.
Fjárfestingar eru hættulega litlar og þar sýnast litlar
breytingar verða á. Erlendir fjárfestar láta á sér standa
og virðast ekki hafa neinn áhuga á að hætta fé sínu til
uppbyggingar eða fjárfestingar hér á landi. Fyrir utan
geigvænlegt ástand þorskstofnsins er hér kannski að
leita orsakarinnar fyrir því aö við erum á botni efna-
hagskreppunnar og fátt bendir til að breyting verði þar
á í náinni framtíð.
Margir túlka bjartsýnisfund Davíðs Oddssonar sem
upphaf kosningabaráttu og hyggist hann rjúfa þing og
efna til haustkosninga. Sé það rétt, misreiknar hann
sig hrapallega, því rök hans fyrir uppsveiflu eru byggð
á óskhyggju einni saman og lögð fram til aö breiða yf-
ir hraklegan feril í stóli forsætisráðherra, þar sem allt
hefur verið á niðurleiö allt frá því að hann og Jón Bald-
vin stigu á land úr frægri Viðeyjarför.
Þar fyrir utan væri það þarfast verk Davíðs á stjórn-
arferli sínum að gefast upp og láta kjósa, svo aö þeir,
sem líklegri eru til að ráða viö verkefnin, taki við.
AA-samtök gegn Jóni Baldvini?
Stjórnarmyndunartilraunir Ól-
afs Ragnars Grímssonar hafa
komið sem ferskur blær inn í
Evrópuveðrið, sem hér hefur
ríkt undanfara daga. Útspil
þetta, sem er tilkomið af „sögu-
legri nauðsyn og að kröfu rís-
andi kynslóða", eins og viö var
að búast hjá Ólafi, virðist þó lít-
ið hafa verið rætt við önnur fé-
lagshyggjuöfl í landinu. Þannig
er greinilegt á viðbrögbum
krata, kvennalistakvenna og
framsóknarmanna að málið hef-
ur ekki veriö orðað við þau. Það
breytir þó ekki því ab fjölmiðlar
hljóta núna í gúrkunni að fagna
þessu frumkvæði Ólafs, þó ekki
sé aö búast við miklum eða
merkilegum niðurstööum úr
hugsanlegum stjórnarmyndun-
arviðræðum fyrir hugsanlegar
haustkosningar að þessu sinni.
Sérfylkingarsinnar
En alls staðar eru menn aö spá í
pólitíkina, ekki bara Ólafur
Ragnar og samfylkingarsinnar,
heldur líka sérfýlkingarsinnar,
m.a. í Alþýöuflokknum. Eins og
allir vita þá er vandræðaástand
uppi hjá krötum eftir flokks-
þingið og enginn veit hvað Jó-
hanna ætlar að gera eftir að
henni var útskúfað úr forustu-
hópnum með sprengjuhótun-
um í Keflavík á dögunum. Fróö-
ir menn og innvígðir í Alþýðu-
flokknum segja Garra ab þar séu
einkum þrír kostir uppi á borð-
um, og að allir þessir kostir geti
með sínum hætti tengst, þegar
fram líða stundir, því útspili sem
Ólafur Ragnar er meö núna.
í fyrsta lagi er hugsanlegt ab Jó-
hanna vilji opið prófkjör í
Reykjavík, enda sýna kannanir
að almennir kjósendur Alþýðu-
flokksins treysta Jóhönnu mun
betur en Jóni Baldvini. Einmitt
af þeim sökum er talið fullvíst
að Jón Baldvin og aðrir „flokks-
eigendur" vilji ekki og muni
aldrei láta þaö henda sig að fram
fari opið prófkjör. Lokaö próf-
kjör sé þess vegna fyrirsjáanlegt.
GARRI
í öðru lagi á Jóhanna kost á að
kljúfa flokkinn.og fara í sérfram-
boð. Slíkt frambob gæti hugsan-
lega kallað sig sameiningarfram-
boð, en hefð er fyrir því meðal
jafnaðarmanna að slíkur klofn-
ingur komi upp og klofnings-
brotin geri tilkall til að vera vett-
vangur sameiningar þar sem
brotist er úr viðjum flokkakerfis-
ins. Slíkur málflutningur myndi
trúlega höfða sterkt til Ólafs
Ragnars í það minnsta.
jóhanna með samtök
um AA-lista?
í þriðja lagi — og Garra heyrist
sá kostur vera ofarlega á vin-
sældalistanum þessa dagana —
á Jóhanna möguleika á að fara
fram með sérstakan lista, en
undir merkjum Alþýðuflokks-
ins. Slík framboð eru vel þekkt í
íslenskum stjórnmálum og hafa
komið fram í mörgum flokkum.
Þá myndi listi Jóhönnu vera
merktur bókstöfunum AA og at-
kvæði greidd AA- samtökum Jó-
hönnu myndu nýtast Alþýöu-
flokknum.
Slík AA-samtök eru talin sér-
staklega góður kostur gegn Jóni,
því Jóhanna slyppi þannig viö
formlegan klofning og skapaði
sér í leiðinni sterka vígstöðu
gegn sitjandi formanni. „AA
gegn Jóni" segja menn líka aö
gæti orðið ásættanlegra en ann-
að fyrir almenna krata, sem sjá
fram á töluvert fylgishrun í
kosningum.
Garri
Nokkur orð um aga
Ert þú
félags-
iaður?
|f’rá Herdísi Brynjarsdóttun
JEG I£NTI I þeirri ógaefu að missa
■manninn minn í vinnuslysi. Hann var
I verkamaður og Ixrrgaði sln stéttarfé-
I lagsgjöld til Dagsbrúnar í nokkur
I ár samfleytt. Þvf hélt ég að hann
I vaeri skráður félagsmaður, en annað
■kom á daginn þegar hann féll frá
r>g ég fór að leita rcttar míps hjá
bagsbrún.
| Þar var mér sagt að hann hafði
lcki vcrið fullgildur félagsmaður
íegna þess að hann sótti ekki form-
■ega um félagsaðild á þar til gerðu
Iformi. Mér var neitað um dánarbæt-
■ur, þar sem Dagsbrún líftryggir ein-
Igöngu fullgilda félagsmenn, og
Istóðu forsvarsmenn félagsins fast á
|)vf að líta ekki á Siguijón, manninn
Vinn, sem fullgildan félagsmann —
jóUjmnjy^^jjjj^^il^félagsins
blöð, ásamt greinargóðum upplýs-
ingum um mismunandi rétt þeirra
sem eru fullgildir félagsmenn, þ.e.
þeirra sem sótt hafa um formlega
og þeirra sem ekki æskja þess að
vera í stéttarfélagi. Slíkar upplýs-
ingar höfðum við hjónin aldrei séð.
Það ætti ekki að vera crfitt fyrir
Fyrir nokkrum dögum birtust í
fjölmiblum stórar yfirlýsingar
um þann skort á aga, sem geri
íslendingum erfitt fyrir um að
ná árangri á mörgum sviðum og
hindri að þeir geti sest á bekk
með hinum fremstu þjóðum.
Það er hverjum manni hollt
að bent sé á galla hans. Af föð-
urlegum áminningum er alltaf
eitthvað aö læra. Auðvitað verð-
ur ekkert vel gert nema unnið sé
skipulega að því. Þó nokkur
hópur íslenskra unglinga sýnist
mér aö hafi unnið vel og skipu-
lega ab því að ná árangri í iðkun
tónlistar. Á þessu ári var valinn
hópur ungmenna á Norbur-
löndum til að mynda Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar. Voru
hljóöfæraleikararnir valdir
þannig að send voru hljóðbönd
með leik þeirra og valdi svo
hópur tónlistarfólks úr þá sem
bestir þóttu á hverju hljóðfæri
fyrir sig. Dómendur vissu að
sjálfsögðu ekki hvaöan hvert
band var komið né hverjir léku.
Svo fór að 17 íslenskir unglingar
voru á þennan hátt valdir í
hljómsveitina. Sumir þeirra
a.m.k. hafa hlotið þjálfun hjá
þeim ágæta tónlistarmanni og
kennara, sem svo margt hafði
að segja um agaskort á íslandi.
Svo orð hans hafa ekki meö öllu
fallið í grýttan jarðveg.
Öguö hugsun
Vafalaust stendur margt til
bóta hjá íslensku þjóðinni. Yfir-
lýsingar um ágæti þjóðarinnar
eru eins og hvert annab grín,
nema unnt sé að benda á það
sem vel er gert og ekki lakar en
það sem algengt er með hinu
fremstu menningarþjóðum. ís-
lenskur heimspekingur sagði
fyrir nokkrum árum, að menn-
ing væri að gera hlutina vel. Sá
maður þekkir gildi þess ab aga
hugsun sína og láta ekkert frá
sér fara nema það sé unnið eins
vel og honum er unnt. í staö
þess að velta fyrir sér hvort um-
mæli útlendra manna og
Á víöavangi
kvenna um þab, sem þeim þyk-
ir miður fara hjá íslendingum,
og jafnvel að snúa út úr því, ætti
það fremur að vekja okkur til
umhugsunar um gildi sjálfsálits
okkar. Þab er aubvitað fráleitt ab
unnt sé að telja heila þjóð
gædda einhverjum einstökum
eiginleikum, góbum eða slæm-
um. Þjób er langtum fjölbreytt-
ari en svo að vit sé í ab gefa
henni heildareinkunn. En
margt má læra af því sem góð-
viljabir gagnrýnendur segja um
okkur.
Hver er í verkalýös-
félagi og hver ekki?
í Mbl. í gær (7. júlí) er birt bréf
frá ekkju verkamanns. Hún seg-
ir að maöur sinn hafi greitt
stéttarfélagsgjöld sín til Dags-
brúnar, en er hann lést í vinnu-
slysi hafi ekkjunni verib neitað
um dánarbætur á þeirri for-
sendu að hann hafi ekki verið
fullgildur félagsmaður.
Þetta vekur spurningar um
rétt verkamanna og aðild þeirra
að stéttarfélögum. Borgi allir
sama gjald til stéttarfélags, sýn-
ist eðlilegast að þeir njóti sömu
réttinda. Ef svo er ekki, hví þá
að greiða til félagsins? Hver er
munurinn á því að vera „full-
gildur meðlimur" og að greiða
stéttarfélagsgjald eins og hinir
fullgildu, en njóta ekki sömu
kjara og þeir að því er varöar
tryggingar?
HÓ