Tíminn - 08.07.1994, Page 5
Föstudagur 8. júlí 1994
5
Alexandra, barnabarn Mussolinis, hlaut mikib fylgi í kosningu um borgarstjóra Napólí. Hún varb þó ab láta í
minni pokann fyrír kommúnista.
Fasisminn —
Orö og athafnir
s
fyrirlestri, sem bandaríski
sagnfræðingurinn Robert O.
Paxton flutti í Strasbourg
um miöjan júní sl., ræddi hann
um fasismann, hugmynda-
fræbi hans og framkvæmd. í
upphafi máls síns ræddi
Paxton um hve erfitt væri ab
skilgreina fasismann. Sú mynd,
sem flestir gerbu sér af honum,
tengdist leibtoga sem öskraði
yfir lýbinn, ungt fólk í skipu-
lögbum röðum, sveitir manna
klæddar brúnum eba svörtum
skyrtum berjandi vegfarendur.
Slíkur fasismi einkennist af
dýrkun á krafti, hreinleika
þjóðarinnar, hetjuskap og
stríði.
Paxton telur ab ekki sé auð-
velt aö skilgreina fasismann.
Var Stalin fasisti, eba Nkrumah
og einsflokkskerfi þau sem ríkj-
andi hafa verið í mörgum ný-
frjálsum ríkjum, eöa var stjórn-
arfarið í Japan á fjórða áratugn-
um fasískt? Eða hin þjóðlegu
starfsmannasamtök Peróns í
Argentínu?
Það er ekki heldur auðvelt að
flokka nasismann í Þýskalandi
Hitlers og fasismann á Ítalíu
Mussolinis saman. í kringum
Mussolini var fjöldi rábgjafa af
gyðingaættum og ástkona hans
var gyðingur. Hitler var hald-
inn ástríðufullu hatri á gyðing-
um. Þýskalandi var stjórnað af
hörku og með geðþóttaákvörð-
unum. A Ítalíu var allt langtum
vægara og letilegra.
Fjögur atriði telur Paxton að
geri stjórnmálafræðingum
erfitt fyrir um að skilgreina
fasismann. í fyrsta lagi hafi
hann komið öllum á óvart.
Flestir þeir, sem fjölluðu fræði-
lega um stjórnmál, töldu að
með almennum kosningarétti
mundi lýðræði eflast og Engels
taldi að kosningarétturinn
leiddi þjóðirnar inn á braut sós-
íalismans. Það tók tvær kyn-
slóðir vinstri manna að átta sig
á því ab fasisminn var fjölda-
hreyfing, en ekki verk aftur-
halds eða kapítalisma.
Annað vandamál er svo hve
óljós tengsl eru milli kenningar
fasismans og athafna. Er fas-
isminn eiginlegur „ismi"?
Heyrir hann til hinna stóru
kenninga um skipan og stjórn
ríkja? Fasisminn styðst ekki vib
neinar fágaðar kenningar hug-
suða eins og íhaldsstefnan,
liberalisminn eba sósíalisminn.
Ýmsir af vinstri væng verka-
lýðshreyfingarinnar höfðu á
sínum tíma áhrif á fasismann,
en menntamenn til vinstri
hurfu brátt frá fasismanum eft-
ir að hann hafði náb völdum
og fór að láta til sín taka. (Þó
var nokkur hópur vinstrisinn-
aðra menntamanna sem valdi
að styðja fasismann, en ekki
hinn marxíska sósíalisma).
Paxton telur ab allar fasískar
ríkisstjórnir hafi hegðað sér öf-
ugt við yfirlýsta stefnu um að
ganga milli bols og höfuðs á
borgarastéttinni og kapítalist-
um ef þær næðu völdum.
Algengt er að stjórnmála-
hreyfing fylgi ekki þeirri hug-
myndafræði sem hún boðar,
eftir að völdum er náð. Fasism-
inn er ekki eins og aðrar stjórn-
málahreyfingar. Fylgismenn
hans hafa afneitað skynsemi og
hugsun. Fasismi er ekki hreyf-
ing sem hægt er að flytja milli
ríkja. Siðakenning hans byggir
á kenningu um ágæti kyn-
stofnsins, þjóðarinnar, samfé-
lagsins. Fasistar styðjast í ræð-
um sínum og áróðri við hetju-
atburði úr sögu þjóbarinnar og
mikla fyrir sér ágæti eigin
menningar. Fasisminn verður
þarafleiðandi með ólíku sniði í
þeim löndum sem hann festir
rætur. Það, sem sameinar fas-
ista,- eru athafnir, ekki hug-
myndir.
Vitanlega skipta hugmyndir
máli í fasismanum og í upphafi
laða þær fjöldann að hreyfing-
unni og valda uppnámi innan
millistéttarinnar. En það er
ekki fyrr en hugmyndafræðin
hefur verið lögð á hilluna að
fasistahreyfing nær völdum.
Fasistar telja sig gjarnan vera
byltingarmenn og nútíma-
menn. Bylting þeirra er þó fólg-
in í því ab herða á siðareglum
og auka aga í þjóðfélaginu
fremur en að um sé að ræða að
byggja upp að nýju. Þeir telja
sig andvíga borgarastéttinni,
en sú andúð byggist ekki á því
að hún arðræni almenning,
heldur að hún sé of lin og
værukær.
Hið nútímalega, sem fasistar
hrósa sér af, er ekki auðvelt að
skilgreina. Hitler setti ferðir
sínar á svið. Hann elskaði að
fara um í Mercedes-Benz-glæsi-
kerrum, eða í flugvél. Hann fyr-
irleit hins vegar Bauhaus-hreyf-
inguna og þann arkitektúr sem
einmitt er talinn nútímalegur.
Mussolini hins vegar fannst
mikið til um fútúristana og var
þar á öndverðum meiði við
Hitler.
Umræða fasistanna um nú-
tímann snerist mest um tækni-
framfarir, einkum á hernaðar-
sviði, og þeir reyndu ab byggja
upp þungaiðnaö án þess að
hann hefði í för meö sér of
mikla röskun á búsetu, og þeir
voru andvígir stækkun borga.
Þriðja vandamáliö snertir
leikaraskapinn. Á fjórða ára-
tugnum tóku ýmsir stjórn-
málamenn í löndum, sem ekki
voru fasísk, upp ýmislegt af
hinni ytri umgjörð fasismans.
Búningar og fjöldasamkomur
eru ekki endilega merki um fas-
isma. George Orwell benti á ab
ekki væri unnt ab skilgreina
fasismann út frá klæðaburði.
Hann sagði ab næbi fasisminn
tökum á Englendingum,
mundu leiðtogarnir sennilega
ganga um í röndóttum buxum
og með kúluhatt á höfði og
regnhlíf í hendi.
Hin ytri umgjörð fasismans
var mismunandi, en athafnir
svipaðar.
Fjórba atriðið, sem Paxton
nefnir aö valdi erfiðleikum í
túlkun, er sjálft orðib „fasismi".
AD UTAN
SEINNI GREIN
Þetta er að verða merkingar-
laust orð vegna ofnotkunar og
rangrar notkunar. Hann segir
að bandarískur sjónvarpsmað-
ur hafi aflað sér mikillar hylli
með því að tala um „feminas-
ista". Og ungur Þjóðverji hefði
kallab áætlanir um takmörkun
barneigna í þriðja heiminum
fasisma. Og Paxton spyr:
„Hvernig er unnt ab nota svo
útjaskað orð í vísindalegri
rannsókn?"
En fram hjá því verður ekki
gengið ab um er að ræða fyrir-
bæri sem verður að taka alvar-
lega. Þetta er athyglisverðasta
nýjungin á stjórnmálasviði
tuttugustu aldarinnar. Þvert
ofan í þab, sem allir bjuggust
við, reis upp fjöldahreyfing r
nokkrum nútímaríkjum, hreyf-
ing sem studdi þjóðernissinnað
alræði, sem beitti hörku og of-
beldi og var andvígt frjálslyndi
og marxisma.
Paxton telur að ekki sé til
neins að kanna fasismann í
hverju landi fyrir sig, heldur
verði að leitast við að líta á
hann í heild. Að öbrum kosti
nái menn ekki að skilja eigin
tíma. Og ekki verði hjá því
komist að nota yfir fyrirbærið
þab heiti, sem Mussolini fékk
að láni hjá vinstrimönnum á
Ítalíu árið 1918, áöur en hreyf-
ing hans varb endanlega til, og
kalla þetta fasisma.
Hvað er það þá sem einkenn-
ir fasismann og veldur því ab
unnt er að flokka saman þau
ríki þar sem hann ríkti? Svar
Paxtons er, að fasisminn sé
stjórnkerfi þar sem boðað er ab
efld sé eining, kraftur og hrein-
leiki nútímasamfélags. Fasism-
inn geti túlkað þjóbarvilja
gagnvart öðrum samfélögum.
Til að ná markmiði sínu reyni
fasistar ekki að upplýsa al-
menning eftir leiðum skynsemi
og gagnrýninna raka, heldur
með því að höfða til tilfinninga
fjöldans. Fylgi við leiðtogann
er forsenda þess að trúa á skyld-
ur sínar gagnvart samfélaginu
og rétt þess gagnvart öðrum
samfélögum. Þessi tilfinning
fyrir rétti föburlandsins réttlæt-
ir aðgerðir gagnvart óvinum
þess, bæði hinum ytri sem hin-
um innri. Jafnframt er varað
við úrkynjun og hnignun eigin
þjóðar og áhersla lögð á að
mesta hættan stafi frá alþjóða-
hyggju vinstrisinna, sem og
einstaklingshyggju. Þjóðin á að
mynda fascio bindini þar sem
fjöldi kornaxa myndar þétta
heild. Sjálfsmynd einstaklings
á að styrkjast í tilfinningunni
fyrir mikilleik samfélagsins.
Leiðtoginn er holdtekja fram-
tíðar ríkisins. Vilji og ofbeldi
eru gædd vissri fegurð, þegar
þeim er beitt í þágu samfélags-
ins í baráttu fyrir gæðum lífs-
ins.
Fasisminn er stjórnmálakerfi
þar sem rík áhersla er lögð á
vald og yfirráð, og verður ekki
skilib öðru vísi en að kanna
hvernig það birtist í athöfnum
þeirra sem meb völdin fara.
En er fasisminn enn lifandi,
þrátt fyrir fall Hitlers og Mus-
solinis? Eftir að hafa orðið vitni
að þjóðahreinsunum á
Balkanskaga, uppgangi þjóð-
ernishyggju í Austur-Evrópu
eftir hrun kommúnismans,
hreyfingu nýnasista í Þýska-
landi og formennsku ítalska
fasistans Mirkos Tremaglia í ut-
anríkismálanefnd ítalska þings-
ins er vart unnt ab svara spurn-
ingunni öðru vísi en játandi.
En að mati Paxtons eru það
ekki einkennisbúningar fortíð-
ar sem eru forvitnilegir, heldur
hvað hinar nýju hreyfingar
boða sem máli skiptir. Raun-
verulegur fasisti í Bandaríkjun-
um væri guðhræddur og and-
vígur negrum. í Vestur-Evrópu
væri hann trúlaus, gyðingahat-
ari, og jafnvel andvígur
múslimum. í Austur-Evrópu
væri fasisti klerkavinur og
dýrkaði Slava meira en annaö
fólk.
Boða þær hreyfingar, sem ef
til vill eru fasískar, einingu rík-
isins, kraft og hreinleika? Segj-
ast þær munu koma í veg fyrir
hnignun og aubmýkingu?
Halda þær því fram að „kerfið"
sé sjúkt?
Þetta eru spurníngar sem rétt
er að spyrja. Hitt skiptir ekki
máli hvort skyrturnar eru brún-
ar eða svartar. ............■
FOSTUDAGS
PISTILL
HVERNIG FALSAR
MAÐUR SILFUR?
Á dögum Jóns Hreggvibssonar var
maður að nafni ími Arnórsson tek-
inn fastur subur á Nesjum fyrir aö
falsa peninga. íma var kennt um ab
hafa sótt hnefafylli af silfurdölum í
sjób náunga síns og skilið eftir þar
jafn margar plötur úr tini. Eftir þab
var hann kallaðurTindala-ími og
fylgdi sögunni ab hann væri hagur
eins og dvergur. Pistilhöfund minn-
ir ab afdrif Tindala-íma hafi verið
þau ab konungur sýknabi manninn
og skipaði hann fálkagæslumann
ríkisins.
Frá dögum Tindala-íma hefur
mikiö vatn runniö til sjávar um
hagkerfi þjóðarinnar. Meö betri
tækni hefur mönnum reynst erfitt
ab pretta náunga sinn með svikinni
vigt og fölskum peningum. Enda er
nú svo komib ab peningar eru ekki
lengur teknir alvarlega í bönkum
og hafa vikið fyrir plastkortum. í
dag eru því landsmenn aðallega
prettaðir með innistæðulausum rík-
isskuldabréfum, en þab er nú önn-
ur saga.
Saklausu fólki hefur því vafalaust
brugðið í brún þegar helstu vörslu-
menn þjóðminja birtust aftan úr
grárri forneskju meb hálft kíló af
fölsuðu silfri í fanginu! Er nú rík
ástæða til að vigta gullfót þjóbar-
innar í kjallara Seðlabankans og
kalla til sérfróða gullgerðarmenn ab
utan. Hver veit nema galsi hafi
hlaupið í fleiri dýra málma og sjálf-
urTindala-ími leiki nú lausum hala
í fjárhirslum landsins á afmælisári.
En þessi merkilega atburðarás
vekur aftur upp spurningu dagsins:
Hvernig er hægt ab falsa silfur? Er
hægt ab skamma finnanda sjóbsins
fyrir ab hafa hnotið um silfrið í tún-
fætinum heima hjá sér austur á
Hérabi á sínum tíma? jafnvel þó
maðurinn sé dverghagur á tré og
málma eins og Tindala-ími. Mönn-
um ber saman um ab silfursjóður
þessi sé úr silfri en ekki tini og því
er ekki um fölsun.að ræba á la ími
Arnórsson.
Finnandinn hefur aldrei úrskurðab
um aldur sjóbsins, enda varla á
hans færi. Þab hafa aörir menn gert
og pistilhöfundur treystir best dr.
Kristjáni heitnum Eldjárn til þeirra
verka. Sjóburinn gæti líka veriö á
ýmsum aldri og safnast í hann silf-
ur fram á síðari ár. Hann þarf ekki
að vera allur frá landnámi, þó ab
hluti hans sé mögulega svo gamall.
Hvern er því veriö að saka um fals?
Ab falsa þjóðminjar!
Pistilhöfundur hefur einfalda skýr-
ingu á þessu máli: Átthagafræbi
Egilssögu hefur skolast dálítib til
eins og heimildir um landnám
Norbmanna í íslendingabók. En
þar láðist Ara fróba ab geta land-
náms Kelta hér á landi og langt á
undan Norsum. Á sama hátt
gleymdi höfundur Eglu að segja frá
lautarferb Egils Skallagrímssonar
austur á Hérað vorib 994, enda tíb-
indaminni för en sögufræg Verma-
landsferð.
Egilsstabir eru því ekki skírðir í
höfuðið á Agli Jónssyni á Seljavöll-
um, eins og almennt er talið fyrir
austan, heldur í dældað höfub Egils
Skallagrímssonar. Hinnar einu og
sönnu þjóðhetju íslands. Álengdar
situr blindur öldungur með beygl-
að höfuð og brosandi leggur hann
við hlustir þegar fræbimenn íslands
augnstinga hver annan út af föls-
ubum þjóðminjum.