Tíminn - 08.07.1994, Page 6

Tíminn - 08.07.1994, Page 6
6 Föstudagur 8. júlí 1994 Vatnsskortur í Bandaríkjunum IBandaríkjunum, einkum á nær vatnsvana landsvæðum í þeim vestanveröum og raunar líka á gróöursælum svæöum í þeim noröaustanveröum, er tog- streita um vatn byggðarlaga á milli. Meira aö segja Indjánar krefjast vatnslinda, sem þeir voru sviptir á síðustu öld. Tvennt veld- ur: aukin notkun vatns á heimil- um og auknu vatni er veitt^ á gróðurlendi, einkum akra. Úr- koma er samt sem áður mikil í Bandaríkjunum: 4,2 milljarðar gallóna á dag aö meðaltali í sam- liggjandi ríkjunum 48. Dagleg neysla vatns í þeim er hins vegar 450 milljarðar gallóna á dag, eða liðlega helmingi minna en úr- koman. En ríkja á milli er úrkom- an mjög mismikil, mest í austur- ríkjunum og á norbanverðri Kyrrahafsströnd. Frá aldamótunum 1900 hefur íbúafjöldi Bandaríkjanna meira en tvöfaldast, en vatnsneysla á mann (þ.e. karl, konu og barn) hefur 5- til 8-faldast. Nam hún 2.000 gallónum á dag á mann 1980, 22% meira en 1970. Á mann er vatnsneysla í Bandaríkj- unum þrefalt meiri en í Japan. Til vatnsþurrðar segir mest í Kali- forníu. Úrkoma þar er ab tveimur þriðju hlutum í norburhluta ríkis- ins, en 60% íbúanna eru í suður- hluta þess. Hefur það valdið ágreiningi um nýtingu vatns, öðru fremur í San Joaquin-dal. Hliðstæður ágreiningur hefur ver- ið uppi í 17 vesturríkjum, innan þeirra og þeirra á milli. — Að lög- um frá 1902 (Reclamation Act) skyldi vatni veitt til jarða, allt að 160 ekrum að stærð. Yfir þau mörk fyrndist og voru þau loks að engu höfð. Jarðir voru sameinað- ar og keyptar upp. Sumar urðu þúsundir ekra að stærð. Fór svo, að mörkin voru færð upp í 960 ekrur. Jafnframt var heimilað aö veita vatni á stærri jarðir gegn hærra gjaldi. (Southern Pacific Transportation Company, sem átti 106.000 ekra akurlendi í Westlands Water District, var þó gert að selja það að hluta.) Vandi Kaliforníu sunnanverðrar jókst um miðjan níunda áratug- inn, þegar Arizona var úrskurðuð heimild til ab taka vatn úr Color- Skilabob kríunnar: adofljóti, sem Los Angeles-svæbið hafði áður verið eitt um. Arizona hafði ábur fengið — og fær raun- ar enn — stærstan hluta vatns síns úr vatnsbólum neðanjarðar, en á þau gengur. Úr þeim mun tekib tvöfalt meira en í þau renn- ur. Öflun vatns í Texas er viðvar- andi vandamál. Þar hefur vatn til áveitu að miklum hluta verið sótt í Ogalla-vatnsbólið, eins konar stöbuvatn neðanjarðar, og nær það líka til Oklahoma, New Mex- ico, Kansas, Colorado, Nebraska, Wyoming og Suður-Dakota. Upp úr Ogalla er vatn tekið í 170.000 brunnum og veitt á 14,3 milljón- ir ekra. Árekstur halastjömu vib Júpíter I. Júpíter er stærsta reikistjarna sól- kerfisins; í um 600 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hnötturinn er ell- efu sinnum breiöari en jörbin og snýst einn hring um sjálfan sig á rúmum 10 stundum, en einn hring umhverfis sól- ina á tæpum 12 árum. Hún geymir 318 sinnum meiri massa en jörðin, en er samt ab mestu úr loftkenndum efnum og vökva. Að minnsta kosti 17 tungl snúast um reikistjörnuna; þau stærstu á stærð við smæstu reikistjörnur sólkerf- isins og tunglið okkar. II. Júpíter er ólíkur jörðinni að gerö. Innst er mjög lítill kjarni úr bergi. Þar utan yfir er afar þykkt lag úr fljót- andi vetni og helíum og um þab bil 17.000 km þykkt lag úr loftkenndu vetni og helíum. í ystu lögum þess eru hvít, gulleit og brúnleit ský úr ískrist- öllum lofttegunda, m.a. ammoníaks, enda er þar 165 stiga frost. Mikið er um hringiður og sveipi og þar eru vindar miklir og þrumuveður tíð. Ofan í þessa hít stefnir nú óboðinn gestur utan úr geimnum. III. Júpíter hefur mikið aðdráttar- afl vegna mikils massa. Hann hefur sveigt stóra halastjörnu af braut henn- ar um sólkerfiö og stefnir flikkið nú á reikistjörnuna með ofsahraða. Hala- stjarnan (Shoemaker-Levy) brotnabi fljótlega í röð 22 allstórra mola. Þeir stærstu eru nokkrir kílómetrar í þver- mál og eru úr ís, bergmylsnu og fleiru, UM- Ari Trausti Cubmundsson jarbeðlisfræbingur ef hún er hliðstæð við þá frægu hala- stjörnu Halley, sem vísindamenn náðu að rannsaka allvel í síðustu heimsókn hennar í innri hluta sólkerfisins. Stærsti hlutinn úr Shoemaker-Levy (Q- hlutinn; nr. 16 í röbinni) á ab rekast á Júpíter 20. eða 21. júlí n.k. Áreksturinn verður á þeirri hlið sem snýr þá frá jörðu, en fljótlega kemur staðurinn í augsýn (hraður möndulsnúningur Júp- íters sér til þess). Eru vísindamenn spenntir að sjá hvað gerist, einnig þeg- ar önnur brot skella á reikistjörnunni, og hvaða upplýsingar má fá um slíka árekstra, sem og um innviði Júpíters. Áreksturinn veldur bylgjum í lofthjúpi Júpíters og fleiri áhrifum, sem unnt er ab lesa úr. IV. Eitthvað greinir sérfræðinga á um hvab gerist við áreksturinn. Víst er ab hann jafngildir því að allur kjarn- orkusprengjuforði jarðar væri sprengd- ur og vel það. En lofthjúpur Júpíters er þykkur og óljóst hvað gerist þegar gló- heitir risaboltarnir splundrast í djúp- unum; eða kannski í efstu loftlögun- um? Sérfræðingar hafa ekki getað fylgst meb viðlíka atburði í sólkerfinu eftir að nýtísku rannsóknartæki komu til sög- unnar. Þarna er um að ræða atburð sem getur orðib á jörðu og er reyndar talið að risaloftsteinn (eða halastjarna), um 5-10 km í þvermál, hafi síðast lent hér fyrir um 65 milljónum ára. Auðvitað eru aöstæður hér allt aðrar en á Júpíter. Höfunum og lofthjúpi jarðar, og þar með lífríkinu, er mikil röskun búin við hamfarirnar sem fylgja svona árekstri á okkar reikistjörnu. A það hefur veriö minnst í þessum pistlum að margt bendi til að risaeðlurnar góðkunnu hafi farist í fyrndinni í „vetrinum" voðalega eftir umræddan árekstur. Nægar fréttir berast til okkar um áreksturinn á Júpíter í sumar og verður auðvelt að fylgjast með þeim í fjölmiðl- um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.