Tíminn - 08.07.1994, Page 9

Tíminn - 08.07.1994, Page 9
Föstudagur 8. júlí 1994 siíífctliJílífltöí 9 Kristján Stefánsson kjötiönaöarmeistari Kristján Stefánsson var fœddur á Egilsstöðum 2. júní 1950. Hann lést á heimili sínu 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Einars- son, fyrrum kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Héraðsbúa og stöðvarstjóri Flugleiða á Egilsstöðum, síðar for- stjóri Kjötvers hf. íReykjavík, ogSig- ríður Þórarinsdóttir húsmóðir. Það var líklegast á 6. eða 7. ára- tugnum sem ég kynntist Kristjáni Stefánssyni kjötiðnaðarmeistara. Ég var þá meistari hjá Goöa og hafði talsverð samskipti við Magnús Guðmundsson kjötiðn- aðarmeistara í Kjötveri, sem var vel þekkt kjötiðnaðarstöö hér í borg á þessum árum. Magnús var vel menntaður og duglegur fag- maður, hafði m.a. unnið nokkur ár í Danmörku. Magnús tók Kristján í læri hjá sér og þar kynntist ég honum sem ungum manni og duglegum, með áhuga á þessari fjölbreyttu iðn- grein sem hann átti eftir aö starfa við alla ævi, nú síðast hjá Meistar- anum hf. hér í borg. Kristján, eða Diddi eins og kolle- garnir kölluðu hann oftast, má segja að hafi sérhæft sig í hrá- pylsugerð, sem er vægast sagt í flóknari kantinum á pylsugerð al- t MINNING mennt og það verður að djúp- hugsa hverja framleiðslu fyrir sig. Diddi vissi það og gerði það, enda var hann bestur í þessari grein hér á landi til þessa dags og vann til gullverðlauna fyrir fyrirtæki sitt á erlendri grund í alþjóðlegri keppni fyrir gæðavöru. Eg vann um tíma með honum í Meistaranum og sá þá hve stoltur hann var af iön sinni og stéttvís. Á mörgum ferðum sínum til út- landa skoðaði hann vel fram- leiöslu annarra þjóða á matvör- um. Þar fannst honum Frakkar, ítalir og Þjóðverjar bera af, enda eru þeir langbestir í faginu og leiðandi. Kristján var mikill náttúruunn- andi og þótti mikið til um ís- lenska náttúrufegurð óbyggð- anna. Svo ég nefni ekki veiðitúr- ana, en þær eru ófáar veiðiferö- irnar sem Diddi og félagar hans hafa farið. Kristján þekkti helstu veiðiár og -vötn og ýmsa leyni- og undrahylji sem þar er aö finna og veiði er von. Hann bauð mér nokkrum sinnum með sér í slíkar ferðir, en ég hafði önnur áhuga- mál í frítíma mínum og hefi oft hugleitt síðan að ég hafi að öllum líkindum misst af góðri tilsögn í þessari eðlu og stórkostlegu íþrótt. En hún var hans stóra hob- bÝ- Eg hefi ekki hitt Kristján í meira en ár, svo ótímabært fráfall hans kom mér mjög í opna skjöldu eins og öðrum. Ég sendi konu hans og dætrum, sem hann minntist svo oft á með stolti og gleði, mínar innilegustu samúðarkveðjur og minnumst þess jafnframt að bak við stolt og gleði sló viðkvæmt hjarta. Marius Blomsterberg Gesturjónsson Ártúni 8, Selfossi Fæddur 3. júní 1920 Dáinn 1. júlí 1994 í dag er til moldar borinn tengdafaðir minn, Gestur Jóns- son, sem fæddur var í Flagveltu í Landsveit. Foreldrar hans voru JónJónsson frá Akbraut í Holtum og Sigríður Gestsdóttir frá Flag- veltu. Systkini hans, sem öll eru látin, voru Guðfinna, Sveinn og Sigurjón. Foreldrar Gests bregða búi 1946 og flytur þá fjölskyldan á Selfoss og sest að fyrst um sinn hjá Guðfinnu og hennar manni, Sigurði Þorbjörnssyni, í Vík. Árið eftir flytja Sigríður og Jón ásamt bræðrunum að Ártúni 8 þar sem Gestur bjó síðan. Hann giftist 5. september 1953 eftirlifandi eigin- konu sinni, Steinunni Ástgeirs- dóttur frá Syðri-Hömrum í Ása- Bók júlímánaðar í bóka- klúbbnum Bókaorminum er þriðja bókin um þá félaga Emil og hundinn Skunda eftir verðlaunarithöfundinn Guð- mund Ólafsson. Guðmundur hlaut á sínum tíma íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna Emil og Skundi, sem nú hefur verið kvikmynduð. Guðmundur hefur einkar gott lag á að skrifa fyrir börn og unglinga. Bækur hans leiftra af kímni, en jafnframt alvöru, og þessi er þar engin undantekning. I bók sinni Emil og Skundi — Ævintýri með afa, heldur höfundur áfram á sömu braut, þvi bókin er fjör- ug og skemmtileg auk þess sem hún snertir viðkvæma strengi. Bókin er sjálfstætt framhald fyrri . bóka. Guð,- t MINNING hreppi. Þau hófu búskap fyrr á því ári. Börn þeirra eru: Arndís Ásta, búsett í Vestmannaeyjum; Sigríð- ur býr á Hrauni í Ölfusi; Jóna Bryndís, búsett á Laugarvatni; Garðar býr á Selfossi; Margrét, bú- sett í Vestmannaeyjum; og Sigrún á Selfossi. Gestur starfaði nær allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Árnes- inga á Selfossi, fyrsi við viðgerðir á verkstæði félagsins og síðar sem vaktmaður þar. Síðustu árin vann hann sem húsvörður Vöruhússins þar til hann lét af störfum í des- ember '92. Gestur var bóndi af guðs náð og hafði mikið yndi af sauðfé. Hann Fréttir af bókum mundar um þá félaga, en áður hafa komið út hjá Vöku- Helgafelli bækurnar Emil og Skundi og Emil, Skundi og Gústi. í bókinni Emil og Skundi — Ævintýri með afa, bregða þeir félagar sér, ásamt vinum sín- um, í heimsókn til afa Emils í Ólafsfirði og lenda þar í ýms- um ævintýrum og mannraun- um, sem verulega reyna á hyggjuvit þeirra og snarræði. Emil og Skundi — Ævintýri með afa er nú farin í dreifingu til félaga í Bókaorminum. Prentstofa G. Ben. annaðist prentvinnslu bókarinnar, sem er 152 blaðsíður aö lengd. .. -.....................■. byggði fjárhús og ræktaði tún inn með „Á" í Hellislandi. Hann átti lengst af rúmar hundrað kindur og annaðist þær með sinni föstu vinnu, en skar niður fjárstofninn um það leyti sem framleiðslustýr- ing var sett á. Síðustu árin haföi hann örfáar kindur sér til gamans og styttu þær honum stundirnar, sérstaklega eftir að hann hætti störfum. Gestur hafði gaman af bókum og las mikið, sérstaklega þjóðlegan fróðleik, ævi- og ferðasögur. Oft miðlaði hann mér af þekkingu sinni á þessum svibum og færði mér bækur sem hann hafði lesið. Hann hafbi einnig gaman af ferbalögum og ferðaðist um land- ib með fjölskyldunni þegar færi gafst. Gestur var verklaginn og hafði gaman af hverskyns smíðum. Saman áttum við margar stundir á þessu sviði og var hann betri en enginn ef leysa þurfti vandamál viö nýsmíði eða viðgerðir hér heima á Hrauni. Þegar mikið var að snúast í búskapnum voru Gest- ur og Steinunn mætt, hvort sem var í réttir, rúningu, heyskap eba uppskerustörf. Gestur vae hæglátur maður og hlédrægur og sóttist ekki eftir vegtyllum í lífinu. Hann hleypti mönnum ekki að sér við fyrstu kynni, en tryggur og traustur var hann þeim sem náðu til hans og reyndist þeim sannur vinur. Barn- góður var hann og hændust börn mjög að honum og var því oft kátt í Ártúninu þegar barnabörn- in mættu. Gestur átti í erfiðum veikindum síðustu mánuðina. Hann sýndi í þeirri baráttu mikið æðmleysi og brotnaði aldrei þó dauðinn blasti við. Ég vil færa starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítalans þakk- ir fyrir einstaka alúð og hjálpsemi við hann og fjölskyldu hans á erf- iðum stundum. Tengdamóbur minni, Stetnunni Ástgeirsdóttur, og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Hrafnkell Bók mánaöarins í bókaklúbbnum Bókaorminum: Emil og Skundi — Ævintýri meö afa Vertu með - draumurinn gæti orðið að veruleika !

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.