Tíminn - 14.07.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.07.1994, Blaðsíða 6
6 flwiiB InJrllH jiBlin WrTfyyWfr Fimmtudagur 14. júlí 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖPUM Borgarfjörbur eystra: Nýtt hús fyrir eldri borgara Á Borgarfirði eystra er á veg- um Félags eldri borgara verið að byggja 120 fermetra stein- hús ætlað fyrir félagsaðstöðu og ýmsa þjónustu fyrir fé- lagsmenn. Húsið er nú þegar að verða fokhelt. Byrjað var á byggingunni í fyrra og yfirsmiður er Einar Jónsson. Að sögn Hannesar Óla Jóhannssonar, sem er í stjórn félagsins, er stefnt að því að taka húsið í notkun í desember. Síldin lottóvinn- ingur júnímánab- ar „Síldin var lottóvinningur júnímánaðar, en 10 þúsund tonn bárust á land á Seyðis- firði í þeim mánuði," sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæj- arstjóri á Seyöisfirði, fyrir rúmri viku í samtali við blaðið. Það var létt hljóðið í Þorvaldi, því þá höfðu ný- lega borist 4500 tonn af loðnu. Að sögn Þorvalds hefur ekki verið meiri atvinna á Seyðis- firöi síöan 1989, en síðan hefur gengib á ýmsu í at- vinnulífi bæjarins. Unnið er að því af fullum krafti að koma síldarverk- smiöju „Vestdalsmjöls" í gang, en félag undir því nafni keypti eignir síldar- bræðslu Hafsíldar. Stefnt er að því að hefja þar bræðslu að hálfum mánuöi liðnum. Sýning á gömlum vinnubrögbum í Egilsstabaskógi Nýlega var athyglisverð sýn- ing í Egilsstaðaskógi á nýju svæbi útileikhússins „Hér fyrir austan". Það voru útileikhúsið og Minjasafn Austurlands sem gengust fyrir þessari sýningu og var hún mjög athyglis- verð. Mátti þar sjá mörg handtök, sem nú tilheyra liöinni tíð, og muni hand- leikna sem ekki eru í notkun nú til dags. Þarna voru bak- aöar flatkökur við hlóðaeld, og smurðar með smjöri sem strokkaö var á staönum. Þá var spunnið, kembt, prjón- að, litað og ofið. Eldsmiðir frá Vopnafiröi voru mættir á staðinn og smíðuðu skeifur og fleira. Bundið var og sett á klakka og var prófab hvort gestir væru baggatækir. Handverksmenn buðu varn- ing sinn til sölu á staðnum. Þessi sýning var góð ný- breytni í sumardagskránni á Fljótsdalshéraöi, og lögðu margir leið sína í skóginn, ferðamenn og heimafólk. Þar er nú komin hin besta að- staða til samkomuhalds í fögru umhverfi. Blabamönnum er ýmislegt til lista lagt. Sigrún Björgvinsdóttir, fréttaritari DV, sýnir hvernig ullin er spunnin. Miklar framfarir á Hólsfjöllum „Gróöur hefur náttúrlega veriö seint á feröinni vegna kuldanna í júní, en í þessum miklu hlýind- um síðustu daga hefur hann tek- iö vel viö sér," segir Sveinn Run- ólfsson landgræöslustjóri. Und- anfariö hefur hann veriö á ferö um Noröausturland og kynnt sér ástand gróöurlendis. „Þaö var ánægjulegt aö sjá framfarir gróöursins á Hólsfjöll- um. Þar er sá víöir, sem er til staöar, aö taka geysivel viö sér og einnig melgresiö. Mér finnst ég sjá ótrúlega miklar framfarir síð- an hætt var aö beita svæöiö fyrir tveimur árum. Mikið starf hefur veriö unniö þarna viö sáningu melfræs og annarra harögeröra grastegunda." „... Þá var gaman aö koma á Krákárbotnasvæöið og sjá árang- urinn af því mikla starfi sem unniö hefur verið þar á undan- förnum árum," sagöi Sveinn. í Krákárbotnum vinna Landsvirkj- un, Landgræöslan, Skútustaöa- hreppur, landeigendur og veiöi- félög aö heftingu sandfoks í Kráká. Sandburðurinn í ánni hefur valdiö miklu tjóni á. hverflum Laxárvirkjunar og valdið skaöa á uppeldisstöövum urriöa og lax í Laxá. Sáö hefur veriö í og borið á mörg hundruö hektara lands. Búiö er aö hefta mikinn sand, en uppgræöslu- starfi er ekki lokið. Mikið veröur unnið þarna í sumar og bændur fengnir til starfa. Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri: Sérstök móttaka fyrir fórnarlömb kynferöisofbeldis stofnub Á slysadeild Fjóröungssjúkra- hússins á Akureyri hefur verið komið í gagnið neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferöislegs ofbeldis. Hér er um að ræða samskonar neyðarmóttöku og hefur veriö starfrækt á Borgarspítalanum í Reykjavík í rúmt ár. Starfsemin er byggö á kerfi, sem viöhaft er í Ósló og hefur þótt gefast mjög vel. Fyrirmyndin er sótt til Se- attle í Bandaríkjunum og Scot- land Yard. Kristján Baldvinsson kvensjúk- dómalæknir og Birna Sigur- björnsdóttir, deildarhjúkrunar- kona á slysadeild FSA, eru í for- svari fyrir opnun þessarar nýju móttöku. Að sögn Kristjáns er munurinn á þessu fyrirkomulagi og því sem áöur tíðkaöist sá, að nú er slíkum málum fylgt mun betur eftir. „Fólk kom kannski inn á sjúkrahús, var skoöað og þaö voru tekin sýni, síöan var viö- komandi á eigin vegum og fékk ekki frekari stuöning eöa hjálp. Nú er stefnt aö því að þetta verði unnið nákvæmlega og er viðkomandi gefinn kostur á aö koma í eftirskoðanir og viðtöl hjá sérfræðingum." Kristján og Birna segja að því miður sé þessi þjónusta nauð- synleg. Erlendis væri talað um að aöeins einn tíundi slíkra mála kæmi til kasta lögreglu eöa sjúkrahúsa og væru því abeins toppurinn á ísjakanum. Líklega væri staban svipuð hér. Kristján Baldvinsson kvensjúkdómalœknir og Birna Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri slysadeildar FSA. Athugasemd fra Landsvirkjun vegna ummæla Sigurðar T. Sig- urðssonar Þegar stalbræöslan í Hafnar- firbi tók upphaflega til starfa árið 1989 var það ákvæði í rafmagnssamningi íslenska stálfélagsins að félagið yrði að ráða bót á rafbúnaði sínum, ef starfsemi þess orsakabi trufl- anir hjá öðrum viðskiptavin- um Landsvirkjunar. Hætta var talin á að rekstur bræðsluofns félagsins ylli spennuflökti í raforkukerfinu á höfuðborgar- svæðinu og reyndin varð sú að slíkar truflanir komu fram. Landsvirkjun kom til móts við félagið með því að veita því endurgjaldslaust aðgang að nýjum spenni í aðveitu- stöðinni við Hamranes sunn- an Hafnarfjarbar og gasaflsvél í varaaflstöð Landsvirkjunar í Straumsvík til þess að draga úr spennuflöktinu til bráða- birgða á meðan beðið væri eftir endurbættum búnaði fyr- ir stálbræðsluna. Truflanir þessar ollu miklum óþægind- um hjá notendum í Hafnar- firði, Garðabæ og Breiðholti. Af þessum sökum hætti Raf- magnsveita Reykjavíkur um tíma ab nýta sér aöveitustöð- ina í Hamranesi og olli það skertu rekstraröryggi í raf- orkukerfi höfubborgarsvæðis- ins. Stálfélagið hætti síðan rekstri árið 1991 án þess að gerðar væru endurbætur á raf- búnaöi bræðslunnar. í stuttu máli sagt er afstaða Landsvirkjunar til áframhald- andi reksturs stálbræðslunnar sú að nýir eigendur þurfi að skuldbinda sig til að koma upp á eigin kostnað svo- nefndu týristorþéttavirki fyrir bræðsluna innan árs frá því ab afhending rafmagns hefst og lækka þannig spennuflökt til frambúðar niður í það stig sem talið er viðunandi. Óhjá- kvæmilegt er að stefna að þessu vegna þess að rafmagn þaö, sem Landsvirkjun selur til viðskiptavina sinna, þarf að standast ákveðnar kröfur um gæbi og ófært er ab einn notandi valdi truflunum sem rýra gæbi rafmagnsins hjá Leitab a ð Lögreglan í Reykjavík og fjöldi manns úr hjálpar- og björgun- arsveitum á höfuðborgarsvæb- inu hefur leitaö ab Valgeiri Víbissyni, 30 ára Reykvíkingi, síban 30. júní s.L, án árangurs. Valgeir fór frá heimili sínu vib Laugaveg abfaranótt 19. júní. Talib er ab hann hafi veriö á dökkleitu reibhjóli. Valgeir er lágvaxinn, grannur og meö skollitaö hár. Hann var klæddur í ljósbláar gallabuxur, brúnan leðurjakka, köflótta skyrtu og í brún, reimuð leður- stígvél. Þeir, sem gefið geta upplýsingar um Valgeir Víðisson í sambandi viö hvarf hans, eru beðnir um að hafa samband viö lögregluna í Reykjavík. ■ öðrum. I millitíðinni getur Landsvirkjun þó sætt sig við að dregið sé úr flöktinu með því að fyrirtækið veiti stál- bræðslunni aðgang að einum spenna sinna í Hamranesi og annarri vélinni í gasaflstöð fyrirtækisins í Straumsvík, að tilskildu samþykki annarra viðskiptavina Landsvirkjunar. Það er álit sérfræðinga Landsvirkjunar, sem kannað hafa málefni stálbræðslunnar, að umræddur týristorþéttir eigi ab geta aukib nýtingu vélakosts stálbræðslunnar það mikið að kostnaður við fram- leiðsluna lækki meir en sem nemur kostnaði við kaupin á þéttinum. í raun mundi því borga sig ab setja hann upp, jafnvel þótt flöktinu væri ekki til að dreifa. Þeir íslendingar, sem á sín- um tíma ræddu fyrir hönd ítalskra aðila við Landsvirkjun um hugsanleg orkukaup stál- bræðslunnar, treystu sér ekki til ab fallast á þetta skilyröi um kaup á týristorþétti. Það er ástæðan fyrir því að við- ræðurnar sigldu í strand. Hef- ur því aldrei reynt á sam- komulagsmöguleika hvað önnur atriði í hugsanlegum rafmagnssamningi milli aðila snertir og það enda þótt Landsvirkjun hafi lagt fram ýmsar hugmyndir þar að lút- andi til hagsbóta fyrir stál- bræðsluna, m.a. hvað orku- verð snertir. Þeir erlendu aðil- ar, sem hér eiga hlut að máli, óskuðu aldrei eftir því að ræða beint við Landsvirkjun um það sem þeir settu fyrir sig og olli því að þeir virðast hafa hætt við kaup á bræðslunni. Með hliösjón af framan- greindu vísar Landsvirkjun því algjörlega á bug að afstaða fyrirtækisins í máli þessu hafi staðið eðlilegri meðferð þess fyrir þrifum, eins og Sigurður T. Sigurðsson fullyrðir í Tím- anum í gær. Reykjavík, 13. júlí 1994. Landsvirkjim manni Valgeir Víbisson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.