Tíminn - 09.08.1994, Qupperneq 1
SIMI
631600
78. árgangur
STOFNAÐUR 1917
Þriöjudagur 9. ágúst 1994
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
145. tölublað 1994
Púaöá
Sighvat
í Turku
í pallborösumræöum á ráb-
stefnu norrænna jafnréttis-
ráöherra sem haldin var í
tengslum viö Nordisk Forum í
Turku sat Sighvatur Björg-
vinsson fyrir svörum í staö
Guömundar Árna Stefánsson-
ar.
Svör Sighvats viö sumum
spurningum komu fundar-
mönnum nokkuð spánskt fyrir
sjónir og létu þeir vanþóknun
sína óspart í ljós. Til dæmis var
púað þegar kom aö Sighvati aö
lýsa afstööu sinni til þeirrar
staöhæfingar aö þegar konur
kæmust í pólitískar valdastööur
vildi valdiö hverfa, en Sighvat-
ur svaraöi því til aö þetta væri
ekki vandamál sem hann hefði
velt neitt sérstaklega fyrir sér,
enda væri hann helst á því aö
þetta væri ekkert vandamál.
Um valdið, sem slíkt, haföi ráö-
herrann það aö segja aö sjálfur
liti hann á þaö sem gjöf er
stjórnmálamenn fengju frá
kjósendum.
Önnur spurning þar sem til-
svar Sighvats virtist ekki falla í
góöan jarðveg fjallaöi um
sjálfsímynd kvenna á vettvangi
stjórnmála. Spurt var á þá leiö
hvort konur efuðust fremur en
karlar um eigið ágæti og næðu
þar af leiðandi síöur árangri í
stjórnmálum. í þessu sambandi
tók Sighvatur dæmi af Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem hann
kvaöst ekki hafa orðið var viö
aö efaðist nokkurn tíma um
ágæti sitt. Þótti svarið snúöugt
og ómálefnalegt. Heimildar-
kona Tímans, sem viöstödd var
orðaskiptin en vill ekki láta
nafns getiö vegna opinberrar
stööu sem hún gegnir, segir aö
tilsvör ráöherrans hafi e.t.v. lýst
því best hve lítið hann vissi um
þessi mál, þ.e. jafnréttismál.
Ellefu ára
drengur slasast
Ellefu ára gamall drengur slas-
aðist alvarlega þegar hann varö
fyrir bíl á Kringlumýrarbraut
síödegis á laugardag. Drengur-
inn var á ferð ásamt félaga sín-
um og virðist sem hann hafi
hlaupiö fyrirvaralaust fyrir bíl-
inn. Hann hlaut beinbrot og
áverka í andliti en er ekki lífs-
hættulega slasaöur. ■
Fjórir bílar
í árekstri
Fjögurra bíla árekstur varö á
Miklubrautinni í Reykjavík í
gær. Ökumaður bifreiöar, á leið
austur Miklubrautina, ók aftan
á bíl sem beiö í röð viö gatna-
mót. Áreksturinn varð svo
haröur að sá bíll og sá næsti
hentust báöir á næsta bíl fyrir
framan. Þrír voru fluttir á slysa-
deild eftir áreksturinn. ■
KfKÉmjwit Í /W\
k® . ? / / a >. ■
' /«• / Cm(
t mm M .fói
Tímamynd jAK
^ alds tœbm U f Laugardal var margt um erlendan feröamanninn ígær og meöal gesta voru Frakk-
arnir David Francois og Olivier Miion sem eru vélskólanemar úr Ecole des Mines de Nantes, sem komu hingaö í hjólreiöaferö meö
skólafélögum sínum fyrir 10 dögum. Félagar Davids voru búnir aö skrúfa hjóliö hans í sundur þegar hann vaknaöi í gœrmorgun og
þaö tók hann drykklanga stund aö koma því aftur saman svo vel færi. - Sjá einnig frétt um erlenda feröamenn á bls. 2
Hannes jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir ákvöröun utanríkisráöherra um sendiherrastöö-
. una í London móögun viö Breta:
Aðferð til að mótmæla
ofbeldi eða yfirgangi
„Þetta er vel þekkt abferö í sí-
gildum diplómatískum
venjurétti til aö mótmæla of-
beldi eöa yfirgangi. Þá er
trúnaöarbundinn sendiherra
kallaöur heim og sendifull-
trúi látinn taka viö. íslend-
ingar notuöu þessa aöferö í
þorskastríöinu og höföu þá
ástæöu til. í ljósi þessa hlýtur
maöur aö spyrja sig: Hvers
eiga Bretar aö gjalda núna?
Hverju erum viö aö mót-
mæla?"
Þetta segir Hannes Jónsson,
fyrrverandi sendiherra, vegna
þeirrar ákvöröunar utanríkis-
ráöherra aö kalla Helga Ágústs-
son, sendiherra íslands í Bret-
landi, heim um næstu áramót
og setja Jakob Frímann Magn-
ússon í stöðu forstöðumanns
sendiráösins (sendifulltrúa)
tímabundiö.
„Þarna veröur enginn fulltrúi
sem hefur veriö sendur meö
trúnaöarbréf frá þjóðhöföingja
til þjóöhöfðingja í a.m.k. hálft
ár og allt upp í eitt ár. Það er
vinnuaðferð sem er, samkvæmt
diplómatískum venjurétti, alls
ekki notuð, nema til aö mót-
mæla. Utanríkisráðherra þyrfti
aö gera grein fyrir því hverju
hann er aö mótmæla ef hann
ætlar aö beita þessari aðferð."
Hannes segir að finna megi
dæmi þess úr diplómatískum
samskiptum að gistiríkið svari í
sömu mynt með því aö kalla
sinn sendiherra heim viö slíkar
aðstæður. „í Ijósi þess má
spyrja: Getum viö átt von á því
að Bretar svari meö því aö kalla
breska sendiherrann heim eða
taka þeir íslenska utanríkisráð-
herrann ekki alvarlega í þessu
sambandi?
„Hitt er annað mál að það er
algengt að sendifulltrúi sé lát-
inn gegna starfi sendiherra
tímabundib, á meöan sendi-
herra fer í frí eöa ef hann for-
fallast vegna véíkinda. Yfirleitt
er það sá sem kemur næst hon-
um í sendiráðinu sem er settur
forstöðumaöur sendiráðs í for-
föllum og þá aðeins tímabund-
iö, þ.e.a.s. í stuttan tíma og þá
er sendiherrann áfram trúnað-
arbundinn hjá þjóbhöfðingja,
þótt hann sé í fríi." íslendingar
hafa beitt þessari aöferb nokkr-
um sinnum í mótmælaskyni.
T.d. mótmælti ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar yfirgangi og of-
beldi breskra herskipa í íslenskri
landhelgi, í deilunni um fimm-
tíu mílurnar, með því aö kalla
þáverandi sendiherra íslands í
London, Niels B. Sigurösson
heim. „Hann var kallabur heim
23. maí 1973 og sendifulltrúi
látinn gegna starfi hans á meb-
an. Hann var ekki sendur út aft-
ur fyrr en Bretar höfðu kallað
herskip sín úr íslenskri land-
helgi 3. október 1973."
Feiri dæmi eru til um beitingu
þessarar aöferðar af hálfu ís-
lenskra yfirvalda. Þannig var til
aö mynda dr. Kristinn Guð-
mundsson kallaöur heim um
nokkurra mánaöa skeiö í tólf
mílna deilunni, að því er sagt
var, til skrafs og ráðagerða. „Það
vissu allir, og sérstaklega breska
utanríkisráöuneytið, hvaö þaö
þýddi. Þetta voru mótmæli í
verki," segir Hannes.
„Þaö er aö sjálfsögðu mikil-
vægt aö smáríki eins og ísland
reki sín milliríkjasamskipti af
kurteisi og innan marka hins sí-
gilda diplómatíska venjurétt-
ar," bætir hann viö og spyr: „Er
það gert í þessu tilfelli?"
Sjá ummæli Björns Bjarna-
sonar á baksíöu. ■