Tíminn - 09.08.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.08.1994, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. áqúst 1994 19wr£ wltWIIW 13 Faðir okkar Kristján Magnússon fyrrum bóndi að Ferjubakka Mýrarholti 14, Ólafsvík lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 7. ágúst. Jarðarförin tilkynnt síð- ar. Börnin Frændi minn og vinur Sigurjón Einarsson áður bóndi N-Mörk lést 7. ágúst á Hjúkrunar og dvalarheimilinu Klausturhólum. Útför hans verður gerð frá Prestbakkakirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 14.00. F.h. aðstandenda Björgvin Óiafsson Vélstjórar Vélstjóra vantar á b/v Ljósafell SU 70, sem er skuttogari 539 brt og er með 2300 hö aðalvél. Skriflegar umsóknir sendist til Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga, Skólavegi 59, 750 Fáskrúðs- firði. Dýrahirðir Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða dýrahirði í fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Auk almennrar dýrahirðu felst starfið í kennslu skólabarna og uppfræðslu almennings um dýr og umhverfismál. Óskað er eftir búfræðingi eða sambærilegum starfskrafti. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Frí- kirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir þriðjudaginn 16. ágúst 1994. Nánari upplýsingar gefa Sigurjón Bláfeld eða Tómas Guðjónsson í síma 684640. VINNUEFTiRLIT RÍKISINS Bíldshöfða 16 - Pósthólf 12220 -132 Reykjavík Asbest Innöndun asbestsryks getur valdið alvarlegum sjúkdómum Samkvæmt reglugerð nr. 74/1983 er allur innflutningur og notkun á asbesti bannaður. Vinnueftirlit ríkisins getur, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, veitt undan- þágu frá banninu, ef önnur efni geta ekki komið í stað asbests. Engar undanþágur eru í gildi frá ofangreindu banni. Sérstaklega er vakin athygli á að bannið gildir einnig um allan búnað í vélar og bifreiðar. Sækja verður um leyfi til innflutnings og notkunar í hverju tilviki fyrir sig, ef önnur efni geta ekki komið í stað asbests. Sam- kvæmt reglum nr. 75/1983 um asbest er öll vinna með asbest og þar á meðal niðurrif á byggingum, byggingar- hlutum og búnaði bönnuð nema með leyfi Vinnueftirlits ríkisins. Vinnueftirlit ríkisins veitir upplýsingar í sambandi við heilsufarshættu vegna asbests og undanþágu á notkun þess. LÁTTll EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! Mótmœlaaögeröir gegn klámstyttunni Allt of sexý jomfru? Víöa getur klámið leynst. í kaþólsku Sankti Páls kirkjunni í Burlington í Kanada er stytta af Maríu mey, sem hefur fariö mjög fyrir brjóstiö á hreintrú- uöum kirkjugestum. Sumum hverjum aö minnsta kosti. Þeim finnst styttan vera alltof kynþokkafull, einkum þykja brjóstin á henni vera of áber- andi og glöggskyggnir þykjast meira aö segja sjá móta fyrir geirvörtum á hinni helgu mey. Lucia Amodeo er málsvari hóps mótmælenda sem berst fyrir því aö styttan veröi fjar- lægö úr kirkjunni hiö fyrsta. Hún segir karlmenn, sem leita til kirkjunnar í trúarlegum er- indagjöröum, veröa fyrir trufl- andi áhrifum af styttunni: „Hvernig á nokkur karlmaður aö geta legiö á bæn fyrir fram- an hana án þess aö á hann leiti kynferðislegar hugsanir." Helst vildi hún aö styttunni yrði varpað í gólfið svo hún mölvist í þúsund mola. Ekki eru allir í söfnuðinum sammála Amodeo og félögum hennar. Og prestinum finnst styttan bara vera ljómandi fal- leg, en segir þó aö ef til vill geti breytt lýsing fyrir ofan hana gert brjóstin eitthvað minna áberandi. Amodeo er þó ekki á því að láta undan. Hún hefur þegar skrifaö páfanum bréf og íhug- ar nú aö leggja upp í ferðalag til Vatíkansins til aö fá áheyrn hjá hans heilagleika vegna þessa mikilvæga máls. Eiginmaðurinn orðinn að vinkonu Susan og Larry voru einu sinni gift og áttu saman fjög- ur börn. Þá gerðist þaö, eftir 13 ára hjónaband, að Larry ákveður að skipta um kyn. Nú heitir hann Hilary og er ekki lengur hann heldur hún. Susan var sem von var mjög brugðið og hjónabandiö fór í rúst. En ekki leið þó á mjög löngu áður en Susan og Hilary voru orðnar bestu vinkonur. Og er ekki annaö að sjá en vin- skapurinn eigi eftir að endast töluvert lengur en hjónabandið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.