Tíminn - 09.08.1994, Síða 3
Þri&judagur 9. ágúst 1994
CTnrtllflfall&illlf
V '&r* » 'rw
3
Er árangurs að vænta af
kvennaþinginu í Turku?
íslensku konurnar sem sóttu
Nordisk Forum í Turku em farnar
að flykkjast aftur til síns heima og
er ekki úr vegi ab spyrja þær frétta
af þessum mikla fjöldafundi. Eins
og allir vita voru íslenskar konur
þar hlutfallslega flestar, og jafn-
vel líka mestar og bestar ef marka
má frásagnir fjölmiðla undanfar-
ið. Tíminn hafði samband við
nokkrar konur sem voru í Turku
til að spyrjast fyrir um árangur af
ráöstefnunni, hvort hans sé yfir-
leitt ab vænta og hvernig hann sé
þá líklegur til ab koma fram.
Stefanía Traustadóttir,
framkvæmdastjóri
Jafnréttisrá&s:
„Þarna var auðvitað margt mjög
skemmtilegt um að vera, en ég
var þannig sett að ég var bundin
við skyldustörf og átti þess ekki
kost ab skoða einungis það sem
mig sjálfa langaði til.
En ég held að ekki sé hægt að
leggja einhverja mælistiku á gagn
og árangur af svona ráðstefnu.
Áhrifin eru þó áreiðanlega mjög
víðtæk og þau koma fram á löng-
um tíma. Svari ég bara fyrir sjálfa
mig þá tel ég mig hafa lært þarna
heilmargt sem kemur mér að
gagni í starfi mínu hjá Jafnréttis-
ráði. Þá á ég einkum viö það sem
finnska jafnréttisráðið og það
Stefanía
sænska höfðu fram að færa í
Turku. Finnarnir höfðu ofbeldis-
mál í brennidepli en Svíarnir
sameiginlega ábyrgð innan fjöl-
skyldunnar. Hvort tveggja var
mjög athyglisvert og sannarlega
þess virði að vinna úr því.
Ef meta skal árangur af Nordisk
Fomm er gott að miða við ráð-
stefnuna sem haldin var í Osló
1988. Eftir á að hyggja fer ekki á
milli mála að hún hafði mikil
áhrif á kvennapólitík á Norður-
löndum. Ég er sannfærð um að
áhrif Nordisk Forum í Turku 1994
Lára
verða ekki síðri þegar til lengri
tíma er litið."
Drífa Hjartardóttir,
forseti Kvenfélagasam-
bands íslands:
„Mér er það kannski minnis-
stæðast hve íslenskar konur
vöktu þarna mikla athygli og þá
ekki síður það sem þær lögðu til
dagskrárinnar. íslensku atriðin
voru ótrúlega fjölbreytt og vel
undirbúin. Það var líka sérlega
ánægjulegt fyrir mig að sjá hve ís-
Heyskapur undir Akrafjalli. Þar hafa bœndur þó fengib lítinn skammt af þurrki ab undanförnu.
Cóð spretta víbast hvar en heyskapur gengur misjafnlega:
Þurrkinum misskipt
milli landshluta
Heyskapur hefur gengið mis-
jafnlega á landinu það sem af
er sumri. Heyskapur er víða
langt kominn eða búinn á
Norður- og Austurlandi en á
Vestur- og Suðurlandi hefur
hann gengib hægar. Spretta
hefur víðast hvar verib mjög
góð í sumar.
Skúrasamt hefur veriö á Vestur-
og Suðurlandi undanfarið sem
hefur tafið heyskap og er hey
víða fariö að hrekjast á túnum.
Góður þurrkur var hins vegar í
þessum landshlutum í byrjun
júlí. Sumir bændur komust vel af
stað með heyskapinn þá en aðrir
eiga töluvert eftir ennþá.
Ólafur Dýrmundsson, ráöu-
nautur hjá Búnaðarfélagi ís-
lands, segir að þakka megi
breyttum vinnubrögðum í sveit-
um, aö ástandið sé ekki verra en
þaö er. „Votheysverkun hefur
aukist gífurlega eftir að rúllurnar
komu til, sem veldur því að
menn em ekki eins háðir veðr-
inu. Vothey er núna um helm-
ingur af heyfeng landsmanna, í
fóöurgildi töldu, og mest af því
er í rúllum. Ég þykist vita að það
hafi víða bjargað heilmiklu."
Á Norðaustur- og Austurlandi
hefur heyskapur gengið vel og er
honum víða lokið. Sprettan hef-
ur verið mjög góð í sumar og seg-
ir Stefán Skaftason, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Suður-
Þingeyinga, að menn muni vart
annað eins sprettusumar. Á
Norðvesturlandi hefur heyskap-
ur gengið vel undanfarna daga
eftir nokkra vætutíð þar á undan.
Þar er sprettan sömuleiðis mjög
góð. ■
lenskar konur komu víða að af
landinu.
Ég er sannfærö um aö ferðin til
Turku hefur haft mikið að segja
persónulega fyrir mjög margar af
konunum sem þar voru. Ein
myndlistarkonan tók þátt í stóru
samvinnuverkefni ásamt konum
frá hinum Norðurlöndunum og
mér er nær að halda að þessi
reynsla, að starfa með öðrum að
listsköpun, hafi verið eitt það
stórkostlegasta sem þessi kona
hefur upplifað um dagana, a.m.k.
var svo að skilja. Árangur af þessu
tagi er kannski vanmetinn en að
mínu mati er hann mjög mikils
virði.
Það skyggði nokkuð á gleðina aö
skipulagið gekk ekki upp. Þetta
kom m.a. fram í sambandi við
gistingu sem finnsk ferðaskrif-
stofa hafði veg og vanda af en
mjög skorti á að þau mál gengju
upp. Brögð voru líka að því að
dagskráratriði sem auglýst höfðu
verið með löngum fyrirvara féllu
niður án þess að upplýsingar
kæmust á framfæri í tæka tíð.
Mér skilst að fjöldinn sem kom til
Turku, um 16 þúsund konur, hafi
einfaldlega verið langt umfram
það sem áætlað var og því hafi
ýmislegt farið úrskeiðis, og
kannski má segja að aðsóknin
hafi sprengt skipulagsrammann."
Lára Júlíusdóttir, for-
mabur Jafnréttisrábs:
„Nordisk Forum í Turku eflir
samstöðu kvenna á Norðurlönd-
um. Á því leikur ekki minnsti vafi
og slíkur árangur er auðvitað stór-
mál. Það eitt nægir til að réttlæta
það að þvílíkur fjöldi kvenna
safnist saman á einum stað.
Þýðing Nordisk Forum er þó
auðvitað mismunandi fyrir þá
einstaklinga sem þar voru og ég
held að undirbúningur fyrir þátt-
tökuna í Nordisk Forum hafi jafn-
vel haft meira að segja fyrir sum-
ar konurnar en ferðin sjálf. Þetta
kom t.d. fram í sambandi við
leikþátt sem konur úr ASÍ sýndu í
Turku. Þetta var hálftíma þáttur
um kvennafrídaginn fræga. Leik-
stjóri var Kolbrún Halldórsdóttir
en 80 konur tóku þátt í sýning-
unni, hvorki fleiri né færri. Sum-
ar þeirra höfðu aldrei komið út
fyrir landsteinana fyrr og aðrar
höfðu enga reynslu af félagsstörf-
um.
Áhrifamesta atriðiö sem ég sá í
Turku var leikrit Stígamóta sem
fjallaði um sifjaspell. Það vakti
mjög mikla athygli og átti ekki
minnstan þátt í því að íslending-
ar geta sannarlega verið stoltir af
framlagi sínu á Nordisk Forum
1994." ■
Banaslys
á Selfossi
Maður lést í bílslysi á Selfossi
aðfaranótt sl. sunnudags. Mað-
urinn var á gangi eftir Austur-
veginum ásamt öðrum manni
þegar hann gekk út á götuna og
varð fyrir bíl sem kom þar að.
Hann lést samstundis.
Maðurinn hét Haraldur Ág-
ústsson, 64 ára að aldri. Harald-
ur var skipstjóri, til heimilis að
Háaleitisbraut 143 í Reykjavík.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og uppkomin börn. ■
Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur:
Vill aubvelda
konum a&
stofna fyrirtæki
Hjörleifur Guttormsson alþing-
ismaöur hefur lagt til í Norður-
landaráði ab norræna rábherra-
ráðið standi ab aðgerðum til ab
auðvelda konum á Norðurlönd-
um að stofna og reka fyrirtæki.
Fleiri fulltrúar í ráðinu hafa gerst
meðflytjendur aö tillögunni.
Henni var vísað til efnahags-
nefndar rábsins sem væntanlega
tekur afstöbu til hennar í haust.
Í greinargerð með tillögunni er
vísab til mikilla breytinga á nor-
rænum vinnumarkaði undanfar-
iö, samfara vaxandi atvinnuleysi.
Þar segir að samdráttur sé ein-
kennandi hjá hinu opinbera sem
bitni meira á konum en körlum.
Launabil milli karla og kvenna
kalli á endurmat á gildi starfa og
verkaskiptingu í atvinnulífinu.
Þab er mat Hjörleifs aö stjórn-
völd þurfi ab hlúa að jákvæðum
breytingum til að breikka þátt-
töku kvenna á öllum sviðum.
Samtímis þurfi að auðvelda kon-
um þátttöku í atvinnulífi og
stofnun smárra og mebalstórra
fyrirtækja.
Meöal abgerða sem bent er á í
þessu skyni eru markabsrann-
sóknir, menntun og þjálfun
kvenna, lánafyrirgreibsla og sér-
fræbiabstoð konum til handa. í
tillögunni segir ab Norræna ráð-
herraráðiö eigi ab miðla reynslu
á þessu sviði og samstilla að-
gerðir. ■
Kertafleyting
a Tjornmm
Árleg kertafleyting, í minningu
fórnarlamba kjarnorkuárásanna
á Hírósíma og Nagasakí, verbur
á Reykjavíkurtjörn í kvöld.
Það eru átta íslenskar friöar-
hreyfingar sem standa að kerta-
fleytingunni. Auk þess ab minn-
ast fórnarlambanna er lögð
áhersla á kjarnorkuvopnalausan
heim með athöfninni.
Safnast verbur saman við sub-
vesturbakka Tjarnarinnar (við
Skothúsveg) kl. 22.30. Þar verb-
ur stutt dagskrá þar sem leikarar
úr söngleiknum Hárinu syngja
nokkur lög ábur en kertunum
verður fleytt. Flotkerti verða
seld á staðnum. ■