Tíminn - 09.08.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 09.08.1994, Qupperneq 4
4 - mmmn Þriöjudagur 9. ágúst 1994 Mw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Fresturinn liðinn Nú fer að renna út sá frestur sem forsætisráðherra gaf sjálfum sér til þess að ákveða hvort þing veröur rofiö og efnt til kosninga þann 1. október. Líkur eru til þess að hann tilkynni þessa ákvörðun í dag. Á þeim tíma sem liðinn er síðan sjálfstæðismenn ræddu þessi mál á þingflokksfundi hafa komið upp ýmsar athyglisverðar spurningar. Ef formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra beitir þingrofsréttinum, hvað hefur hann hugsað um framhaldið? Ljóst er að mikil andstaða er af hálfu Alþýðu- flokksins að ganga til kosninga nú. Þeir Sjálfstæð- ismenn, sem mælt hafa fyrir kosningum, telja upp þau rök veigamest að fjárlagagerð fari úr böndun- um á kosningaári og sömuleiðis kjarasamningar. Ef gengið verður til kosninga í byrjun október kemst ríkisstjórnin hjá því að sýna fjárlögin og því er hægt að komast hjá því að skjalfesta þær stað- reyndir efnahagslífsins sem fjárlagagerðin byggist á. Taki forsætisráðherra ákvörðun um kosningar í andstöðu við forustu Alþýðuflokksins eru líkur á samstarfi flokkanna eftir kosningar minni en ella. Hver flokkur stefnir að því að stjórna og varla er Davíð Oddsson að rjúfa þing til þess að setja Sjálf- stæðisflokkinn til hliðar í stjórnmálum. Sú spurn- ing er því áleitin hvort einhver samtöl hafa átt sér stað milli flokkanna um framhaldið. Það er alveg ljóst að innan Sjálfstæðisflokksins vakir alltaf áhugi á því að vinna með Alþýöu- bandalaginu. Rökin fyrir þessu eru þau að ítök Al- þýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni gætu hjálpað viðkomandi ríkisstjórn í viðskiptum sín- um við hana, þegar samið er um kaup og kjör. Þingmaður á borð við Björn Bjarnason, sem er fjarri því aö vera áhrifalaus í flokknum, hefur alls ekki útilokað slíkt samstarf. Úttekt sú sem Morg- unblaðið lætur vinna um málið á þessum tíma- punkti hefur einnig vakið verulega athygli. Það er vitað að Olafur Ragnar Grímsson mundi ekki setja fyrir sig að berjast fyrir slíku samstarfi ef hann og flokkur hans kæmist með því til áhrifa. Einstaka þingmenn flokksins ættu verra með að sætta sig við það, en þeir munu ekki ráða ferðinni. Ákvörðun Davíðs Oddssonar um kosningar gefur því vísbendingu um hvernig þessi mál muni þró- ast. Ætlun forustumanna Sjálfstæðisflokksins er að komast í þá aðstöðu að geta valið sér hvaða flokk sem er til fylgilags við sig, og geta boðið vel. Krat- arnir stóðust ekki það gylliboð síðast að fá helm- ingaskipti á ráðherrum, og öryglega mundu renna tvær grímur á Ólaf Ragnar við slíkt boð. Ef forsætisráðherra tekur þá ákvörðun að rjúfa þing til þess að losna við að sýna spilin á kosninga- vetri í andstöðu við samstarfsflokkinn og án þess að ríkisstjórnin hafi misst meirihluta sinn, er það nýlunda í íslenskum stjórnmálum sem fráleitt eyk- ur festu. Hún er heldur ekki fyrir hendi, þrátt fyrir mótsagnakenndar yfirlýsingar stjórnvalda um festu og stöðugleika. Sjónarspiliö síðustu daga er fyrir það að forsætisráðherra vill ekki viðurkenna staðreyndir um að efnahagsstjórnin er í uppnámi og stjórnarsamstarfið hefur mistekist. íhaldið óttast grátkonublúsinn STJORNMAL Loftbrú frá hægri til vinstri Kalda striðinu er lokið, heimskommúnisminn hruninn og Beriínannúrinn sómuleiðis. Er ekki timabært að kalda striðinu ljúki einnig í íslenskum stjémmálum? Er ekki kominn tími til j>css að Sjálfstaeðisflokkur og Alþýðubanda- lag láti á það reyna, hvort flokkamir gcta starfað saman i ríkisstjóni? Agnes Bi'aga- dóltir lysiriíér luvyuum vi.Vi "g k 1 • að jK'im iiiðurstíiðu að samsiarf |'".ss:im twirgia llokka. geri |>aðað wvKian ;.n l-Va:: - sóknarilokkurínn missi |iá IvkilaðátiViu. Morgunblaðiö reynir nú allt sem það mögulega getur til að opna umræðuna um hugsan- legt stjórnarsamstarf Sjálfstæð- isflokks og Allaballa. Leiöara- opnan í laugardagsblaðinu var helguö þessu verki sl. laugardag en þar ritar Agnes Bragadóttir, sérlegur talsmaður ritstjóra síns Styrmis Gunnarssonar áhrifa- manns í innsta kjarna Sjáfstæö- isflokksins, mikla grein um möguleikann á sögulegum sætt- um íhalds og komma. Þaö er þó sú líflína sem Davíð Oddsson skar á í bráðræöi í vetur með því aö lýsa því yfir að hann myndi „aldrei, aldrei, aldrei, sitja sem forsætisráðherra í skjóli" Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins. Yfirlýsing- ar forsætisráðherra eru nú kall- aðar smámunir í Morgunblað- inu. Enginn talar heldur opin- skátt um tilraunir hópa innan Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalags til að kanna mögu- leikann á samstarfi á Nýsköpun- arnótunum með Ólaf Ragnar formann allaballa utan stjórnar- innar. Garri hefur fyrir satt aö síkar þreifingar hafi verið í gangi, þó áhöld séu hins vegar uppi um hvort slíkt sé í raun- inni raunhæfur möguleiki í stöðunni. Ab brjótast úr einangrun En langsamlega trúlegasta túlk- unin á skrifum Moggans er þó sú sem fæst þegar þessi skrif eru skoðuð í samhengi við áhyggj- urnar sem Hannes Hólmsteinn er aö viðra sama dag í Tíman- um. Hannes reynir að smjaðra fyrir Halldóri og segja að hann sé skynsamur mabur og meira ab segja skynsamari en Stein- grímur Hermannsson. Mogginn hins vegar kýs að reyna ab lag- færa samningsstöðu sjálfstæðis- manna gagnvart Halldóri með því að láta líta út fyrir að hann sé ekki eini valkosturinn sem Allaballar og Sjálfstæöisflokkur hafa. Sjálfstæbisflokkurinn er einfaldlega lentur í pólitísku öngstræti vegna þess hversu lé- lega og ótrúverðuga samnings- stöðu hann hefur að loknum kosningum. Vilji flokkurinn vera í ríkisstjórn þarf hann nán- GARRI ast að grátbiðja framsókn um liðstyrk. Hlutverk Moggans og tilgangur í lífinu þessa dagana er að sprengja flokkinn út úr þessu óbærilega hlutverki grát- kerlingarinnar. Þess vegna og aðeins þess vegna ástunda þau Agnes og Styrmir skyndilega hægri-vinstri loftfimleika sína og skjall við þann flokk sem þau og húsbændur þeirra úthróp- uöu í gær sem óalandi og óferj- andi. „Aldrei, aldrei, aldrei, Al- þýðubandalag!" Það jaðrar hins vegar vib misnotkun á Alþýðu- bandalaginu að nota þaö meb þessum niðurlægjandi hætti, sem skiptimynt í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum og foröa þannig íhaldinu frá örlög- um hins pólitíska beiningar- manns. Hvenær er aö marka Davíb? Hitt er ljóst að þessi tilraun Morgunblaðsins til að bæta samningsstöðu sjálfstæðis- manna eftir kosningar hefur ekki veriö með öllu útgjaldalaus fyrir Davíð Oddsson og Sjálf- stæðisflokkinn. Meb því að blaðið segir að yfirlýsingar hans séu smámunir einir sagðir í „hita leiksins" veit þjóðin að Morgunblaðið telur ab það þurfi að hafa fyrirvara við allt það sem forsætisráðherra segir. Fyr- irvarinn varðar það í hvernig skapi Davíð er í þegar hann seg- ir eitthvað vib alþjóð. Ef hann er reiður, er ekkert að marka það - samkvæmt Mogganum. Fróð- legt væri að fá útskýringar á því hvaða fyrirvara eigi að hafa við það sem hann segir þegar hann er glaður. Verður kannski ekkert að marka þaö vegna þess að það var sagt í hálfkæringi á góðri stund? Mun Morgunblaöið e.t.v. taka ab sér að flokka yfir- lýsingar forsætisráðherra og segja fólki hvað sé marktækt af þeim og hvað ekki? Auövitað er Morgunblaðið komið í út tóma endaleysu með því að segja að ítrekaðar stefnuyfirlýsingar Davíðs Oddssonar skipti engu máli. Enda er það ekki tilgangur Moggans að fá Davíö endilega til að ganga á bak orða sinna og vinna í skjóli Alþýðubandalags- ins, heldur aðeins að láta líta svo út aö þab komi til greina. Þab er nóg til ab laga aðeins samningsstöðuna að loknum kosningum. Garri Það kemur okkur öllum vib Er draumurinn um eina jörð og eitt mannkyn kannski bara draumur sem aldrei getur ræst? Er það einungis hugsýn, hilling þreyttra karla og kvenna sem þrá frið, einingu, vináttu, umburöar- lyndi? Er alþjóðahyggjan úr sög- unni, sú alþjóðahyggja, að allar þjóöir geti lifab í fribi og öryggi, án íhlutunar og ágengni annarra, hvorki innan landamæra eigin ríkis eða utan þeirra? Við lok heimsstyrjaldarinnar síö- ari glæddist von margra um betri og friðsælli heim, von um samtök allra ríkja til að koma í veg fyrir átök. Sameinuðu þjóðirnar áttu að tryggja frið. Ekki leib þó á löngu áður en átök hófust víða um heim. Sigur Bandamanna var ekki hinn endanlegi sigur sem tryggði jarðarbúum frið. Sú skip- an sem Norðurálfuþjóðir höfbu komib á stóðst ekki. Víða blossuðu upp átök og hefur ekki öllum linnt enn. Skipting Ind- lands kostabi ægilegt blóðbað. Á víöavangi Stofnun Ísraelsríkis olli styrjöld sem fyrst nú sér fyrir endann á. Ríkjum var skipt. Kóreustríðið, Víetnamstríðib, átök í Indónesíu, Kína, Afganistan, Jemen, Etíópía, Angóla, Súdan, Alsír, íran-írak, Persaflóastríðiö, Tíbet, Kambódía, Biafra, Namibía, Kúba, Rúanda, listinn er miklu lengri. Átök, blóðsúthellingar, þjóðernisstefna, trúarofstæki. Sovétveldib gliðnar, Júgóslavía tætt í sundur, gamla Mittel-Evropa risin að nýju og vantar bara Franz-Jósef. Heimurinn er ótryggari nú en fyr- ir hálfri öld, og fréttirnar frá Bosníu og Rúanda eru svo óhugn- anlegar aö maður hlýtur aö spyrja: Er það hið illa sem stjórn- ar veröldinni? Þessi ægilegu manndráp, þetta ógeðslega trúar- ofstæki, þessi sjálfumglöðu hug- myndakerfi, þessi heimskulega réttlæting þjóðernishyggju og viöurkenndra skoðana, allt er eins og þetta dragi fram það sem lakast er í manninum, hættuleg- ast og lengst frá þeirri hugmynd sem helstu hugsuðir mannkyns- ins hafa verið að boða um aldir. Sú mynd sem fréttastofurnar bregða upp á heimilum okkar af framferði manna er ekki til aö auka bjartsýni á framtíbina. Og þó er eins og ekkert hafi gerst. Haldið er áfram ab þjarka um verslun og fjármál, markaði og hráefni, menntun og framfarir eins og ekki skipti neinu máli manndráp, hungur, ofbeldi ef það er bara nógu langt í burtu. En þetta er ab gerast á hlaðinu hjá okkur. Þetta kemur okkur öllum við. Ef til vill hafði Hölderlin rétt fyrir sér er hann sagöi, að í hvert sinn sem menn hafi ætlað að skapa gubsríki á jörðu hafi það endað með því verða helvíti. Er framfaraskíman "skröksaga ein?" H.Ó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.