Tíminn - 12.10.1994, Page 2

Tíminn - 12.10.1994, Page 2
2 Wíwmm Mi&vikudagur 12. október 1994 Tíminn spyr... Hvers vegna þarf ab bera fram vantraust á ríkisstjórn- ina? Ólafur Ragnar Grímsson, formabur Alþýbubandalagsins: „Stefna stjórnarinanr felur í sér vaxandi vanda í efnahags- og kjaramálum. Ýmis embættisverk ráðherra hafa leitt til trúnabar- brests og ásakana um spillingu sem lama ríkisstjórnina sem starfhæfa einingu. Einstakir þingmenn, sérstaklega þing- menn Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir andstöbu og vantrausti á einstökum ráðherrum, sérstak- lega formanni og varaformanni Alþýðuflokksins. Þeir ráðherrar og þingmenn sem hafa lýst yfir vantrausti í orbi á t.d. Jón Baldvin eða Guömund Árna, fá þannig tækifæri til að standa vib það." Guðmundur Bjarnason, Framsóknarflokki: „Ríkisstjómin nýtur ekki lengur trausts þjóbarinnar. Ágreiningur innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra sýnir að mönnum sem þannig haga sér er ekki treystandi til að fara meb vald ríkisstjórnar. Það er ljóst að ekki ríkir lengur trúnaður á milli odd- vita stjórnarflokkanna. Þegar svo er komib er ekki annað fyrir þá að gera en ab viðurkenna sund- urlyndið og segja af sér. Þá má einnig nefna þá miklu umræbu sem hefur orðiö um ýmiskonar misbeitingu valds." Kristín Ástgeirsdóttir, Samtökum um kvennalista: „Þessi ríkisstjórn er óstarfhæf. Stefna, vinnubrögb og innbyrðis erjur á stjómarheimilinu valda því að þjóðin veröur ab losna við þessa ríksstjórn. Ráðherrar hafa verib bornir þungum sökum vegna stjórnarathafna sinna og varla linnt látum í innbyrðis- átökum þeirra á milli. Atvinnu- og efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar hefur falist í því að velta byrðum af atvinnulífinu yfir á al- menning." Són meb tvö ung börn laust eftir mibnœtti ífyrrakvöid. TöluverSar skemmdir urbu Tímamynd CS sluppu ómeidd þegar kviknabi í bárujárnsklœddu húsi þeirra ab Nönnustíg 4 í Hafn- i á húsinu sem var nýuppgert og eins og sjá má af myndinni er innbú ab mestu ónýtt. Fyrsta umrœba um fjárlagafrumvarpiö fór fram á Alþingi í gœr. Kristín Astgeirsdóttir: Happdrætti og hagstæð- ir kjarasamningar Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs fór fram á Alþingi í gær. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar segja fjárlagafrumvarpið byggja á veikum forsendum og fullyrða að halli ríkissjóðs verði allt að 5 milljöröum krónum hærri en gert er ráð fyrir. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista segir fjárlögin byggð á happ- drættisvinningum og hagstæðum kjarasamningum og vísar þar til aukinna loðnuveiða og úthafs- veiða sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu. „Þetta fjárlagafumvarp hvílir á mjög ótraustum grunni," sagði Kristín í gær. „Ég leyfi mér ab efast stórlega um að ríkis- stjórnin komist upp með þab að skera framkvæmdir ríkisins niður um fjóröung og að þeim takist að skera niður framlög til Atvinnu- leysistryggingasjóðs um einn milljarð, svo dæmi séu nefnd. Sparnaðaráform á árinu 1994 náðu ekki fram ab ganga, en samt á enn að reyna, t.d. með því að velta 100 milljónum yfir á sjúk- linga á göngudeildum og ná fram 2% sparnaði með hagræöingu í ríkisfyrirtækjum." Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum fjármálaráðherra, segir að rekstr- arhalli ríkissjóðs sé stórlega van- metinn, hann verbi ekki rúmlega 6 milljarðar eins og spáð er í fjá- lagafrumvarpinu heldur á bilinu 9-11 milljarðar króna. Ólafur seg- ir fjárlagafrumvarpið staðfesta að ríkisstjórnin skilji eftir sig meiri skuldasöfnun á kjörtímabiiinu en nokkur önnur ríkisstjórn. Hún hafi aukið heildarskuldir hins op- inbera um 80 milljarða á kjör- tímabilinu og stóraukið erlendar skuldir. Undir þetta tekur Guðmundur Bjarnason alþingismaður. „Þrátt fyrir lúðrablástra forsætisráöherra um að kreppan sé ekki lengur fyr- ir hendi, viröist sá lúðrahljómur ekki hafa heyrst inn í fjármála- ráðuneyti," segir hann. „Þar er ennþá gert ráð fyrir auknu at- vinnuleysi og boðaðar ýmiskonar aðgerðir, sem enn eiga eftir aö hafa áhrif á velferöarkerfið. Þab finnst mér alvarlegast viö frum- varpið." ■ Háskólakennarar um Háskólann: Getur ekki fylgt eðlilegri þróun Stjórn Félags háskólakennara hefur sent frá sér ályktun vegna frumvarps til fjárlaga 1995, þar sem segir: Samanburbur við háskóla á Norð- urlöndum sýnir að kostnaður á hvern nemanda er mun lægri við Háskóla íslands en við aðra há- skóla í nágrannalöndunum. Fyrir þremur árum voru fjárveitingar til Háskóla íslands engu ab síður skornar niður um 100 milljónir. Síðan hefur nemendum fjöigaö um 10% en fjárveitingar nánast staðib í stað. Háskólinn hefur neyðst til að skera niður starfsemi sína, fækka námskeiðum og stækka kennslu- hópa langt umfram eðlileg mörk. Jafnframt er aðstaba til rannsókna við háskólann óvibunandi. Afleiðingin er sú ab Háskóli ís- lands getur ekki fylgt eðlilegri framþróun. Ef ekki verður veitt meira fé til Háskólans mun hann ekki geta gegnt hlutverki sínu sem leiöandi mennta- og rannsóknar- stofnun. Öflugur háskóli er for- senda nýsköpunar í atvinnulífi þjóöarinnar. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.