Tíminn - 12.10.1994, Page 4

Tíminn - 12.10.1994, Page 4
4 Miðvikudagur 12. október 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Samningar og vaxtahækkun Tónninn frá þingi Alþýðusambands Austur- lands, sem haldinn var um síóustu helgi, er for- smekkur þess sem koma skal í kjarasamningum vetrarins, en samningar helstu launþegasamtak- anna eru lausir um áramót. Krafan er mannsæm- andi líf öllum til handa, en ekki aðeins fyrir suma. Launajöfnuður og réttlæti er það sem bar- ist verður fyrir og að launþegar fái að njóta þeirr- ar uppsveiflu sem boðuð er í atvinnulífinu. Þingið telur að komandi kjarasamningar verði undir forystu landssambanda og sama krafa hef- ur komið fram hjá forystumönnum verkalýðsfé- laga á Norðurlandi. Er allt útlit fyrir að lands- samtökin muni leiða næstu samningaviðræður og leggja áherslur á þau sérmál sem uppi eru í hinum ýmsu landshlutum. Fyrir nokkrum dögum kynnti forsætisráðherra þjóðhagsspá og stærði sig af uppsveiflu og hag- vexti í sjónmáli. Afkoma fyrirtækja fer batnandi samkvæmt spánni, sem í raun er byggð á afar veikum forsendum. í ljósi þess ætti að vera nokkurt svigrúm fyrir kjarabætur og hlýtur launþegahreyfingin að ganga fast eftir því að þær komi hinum lægra launuðu til góða, en gangi ekki allar til hálauna- manna, eins og verið hefur undanfarin ár. En strax er farið að slá varnagla við því að kjör- in verði bætt í komandi samningum. Morgun- blaðiö slær upp ummælum framkvæmdastjóra Verðbréfamarkaðs íslandsbanka um að hækkun skammtímavaxta sé óhjákvæmileg. Er m.a. vísað til væntanlegra heildarsamninga og staðhæft að þeir muni valda vaxtahækkun. Hér á auðsjáanlega að tryggja fyrirfram að lána- stofnanir og hinir betur megandi skaðist hvergi ef kjör alþýðunnar verða bætt. Eins er varað við að ekki verði gerðar nema svokallaðar hóflegar kröfur. Þær eru, eins og allir vita, að láglauna- fólkið á að sætta sig við bág kjör, en aldrei er minnst á aö þeir sem hærri hafa tekjurnar kunni sér hóf í kröfugerð. Boðuð vaxtahækkun er þeim mun furöulegri fyrir þá sök að verðbólga á einu ári stendur á núlli og jafnvel neðar. Vel má kalla þetta stöðug- leika, en eru fremur kreppueinkenni en styrk fjármálastjórn. Að hækka vexti við slíkar aðstæð- ur á lítið skylt við skynsamlega stýringu efna- hagslífsins og verður því ekki trúað fyrr en á reynir að peningastofnanir grípi til slíkra óyndi- súrræða, síst þegar kjarasamningar eru að nálg- ast. Forystumenn launþegasamtaka búa sig undir harðan slag við atvinnurekendur og ríkisvald. Kröfurnar eru augljósar og fer friður á vinnu- markaði eftir því hvort samningsaðilar bera gæfu til að semja um réttlátar kjarabætur hinum lægst launuöu til handa og lagfæra meinlega galla á skattalöggjöf, sem koma á launafólki og lífeyrisþegum til góða, eða hvort enn einu sinni á að hygla eignafólki og hátekjumönnum á kostnað almennra launþega. Samviska Alþýbuflokksins Þab vakti óskipta athygli Garra, þegar hann fylgdist meb utan- dagskrárumræbunum á Alþingi í fyrradag, ab Jóhanna Sigurbar- dóttir, sem nú er utan flokka, beindi spjótum sínum sérstak- lega ab fyrrum félögum sínum í Alþýbuflokknum. Ávirbingar Jó- hönnu voru þó ekki um sibferb- isbresti rábherra, eins og svo mjög einkenndi málflutning annarra í stjórnarandstöbunni, heldur stób Jóhanna í ræbustól Alþingis og skammabi krata fyrir ístöbuleysi um leib og hún vitn- abi í samþykktir flokksþinga Al- þýbuflokksins, í grundvallar- stefnumib Alþýbuflokksins og annab þab sem flokknum ætti ab vera heilagt. Gegn fjárlagafrum- varpinu Jóhanna lýsti yfir andstöbu vib fjárlagafrumvarpib um leib og hún magnabi upp óbótaskamm- ir yfir þeim jafnabarmönnum, sem ætlubu enn eina ferbina ab svíkjast um ab leggja á fjár- magnseigendur, sem fengju ab vera óáreittir meban alþýba manna væri skattpínd upp úr skónum. Staba Jóhönnu gagn- vart krötum var ekki ósvipub stöbu völvunnar í Völuspá, þar sem frásögnin og upptalningin úr fjárlagafrumvarpinu stefndi augljóslega og óumflýjanlega í eina og aöeins eina átt, ab kra- tískum ragnarökum. Ögrandi hélt fyrrverandi félagsmálaráö- herra áfram prédikun sinni yfir sínum gömlu félögum og spurbi hvort þeir þyröu aö heyra meira. „Vituö þér enn eöa hvað?" Hún benti á ab ekki væri nóg með ab kratarnir hefðu svikið fyrirheitin um fjármagnstekju- skatt, heldur væri sú hugmynd uppi í fjárlagafrumvarpinu aö létta byröarnar á þeim efnameiri á sama tíma og þúsundir manna Johanna Siguröardóttir. berbust í bökkum á mörkum hungurs og fátæktar. Jóhanna spuröi hvort þetta væri sú jafn- aðarstefna sem Alþýðuflokkur- GARRI inn hefbi tekið upp. Og hún hélt áfram — „Vituð þér enn eba hvab?" Dimmar kratarósir Einkavæðing ríkisbankanna er nú orbiö eitt abaleinkenni þeirr- ar jafnabarstefnu sem Alþýðu- flokkurinn hefur tileinkað sér, ef marka má fjárlagafrumvarpiö. Jóhanna nefndi þetta gamla deilumál sem dæmi um ab eitt- hvað mikið hafi greinilega breyst frá því síbast var reynt að þröngva þessu upp á flokkinn í stjórnarsamstarfinu. Og þab var ekki allt búið þar meö, því Jó- hanna hélt enn áfram. „Vituö þér enn eöa hvað?" Tillaga um ab takmarka aðgang aö Háskólanum er nú orbið hlut- skipti þess flokks, sem árum saman hefur barist fyrir jafnrétti til náms og námsframboði á há- skólastigi fyrir alla. Augljóst var ab Jóhönnu þótti heldur lítib leggjast fyrir sinn gamla flokk, enda var hennar niðurstaba að sú ójafnaðarstefna, sem jafnað- arstefna Alþýöuflokksins hefur reynst vera og birtist m.a. í fjár- lagafrumvarpinu, væri fullt til- efni til vantrausts á ríkisstjórn- ina. Garri gat ekki lesið annað út úr ræðu Jóhönnu en ab ragnarök Jafnaöarmannaflokksins væru framundan. Hins vegar vantar enn framhald spádómsins, þó eflaust geti vammlausir kratar huggað sig viö vonina um aö jörð jafnaðarmennskunnar muni upp koma öbru sinni iðja- græn. Sú jafnabarmannajörb verður þá væntanlega undir verndarvæng völvunnar sjálfrar, Jóhönnu Sigurbardóttur, en hvort iðjagræni liturinn gefur eitthvab til kynna um væntan- legt eba hugsanlegt stjórnarsam- starf brestur Garra gobafræði- þekkingu til ab dæma um. Garri Hentug er sibblindan Gaman er að börnunum þegar þau fara aö sjá, sagbi kerlingin og ruglaöi saman afkvæmum mannfólksins og kattarins. En rétt er það, ab lítið er gaman ab vibbrögbum „fórnarlamba" spillingarumtalsins sem böðuð eru í sviösljósunum um þessar mundir. Þau eru nefnilega ekk- ert farin aö sjá og skilja ekki um hvað málin snúast, fremur en blindir kettlingar sem ekki hafa annað af heiminum ab segja en öryggi og hlýju við spenana sem sjá þeim fyrir öllum þörf- um. Ráöherrar og þeir sem notib hafa mestrar fyrirgreibslu og þegiö laun, fríðindi og sporslur margvíslegar depla ekki auga þegar fjölmiblafólk er ab bera á þá ávirðingar. Þeir neita að skilja að það sé neitt athugavert vib að ganga í opinbera sjóöi og sækja sér hnefa. Allt á þetta aö vera löglegt og siðlegt og alltaf er vísab til heimilda og samninga um ab forgangsaöallinn eigi heimt- ingu á ríflegum greiöslum fyrir óskilgreind störf. Mikil tíðindi En mestu tíðindin hljóta að vera þau aö aðrir en æöstu ráöa- menn og fríðindaliðib, sem á þeim hangir, eru ab fá sjónina. Pési og Palli og Gunna og Sigga eru allt í einu oröin mebvituö um ab þaö sé ekki sjálfgefiö aö rábherra skipi mág sinn í tólf ráö og nefndir og borgi honum fjórföld prófessoralaun í ofaná- lag. Allt í einu er þab orbið umtals- vert að margfaldur skattsvikari skuli rukka ríkib um stóra fjár- upphæð fyrir dulitla skýrslu, sem telja má mjög vafasamt ab nokkur þörf hafi verib á að láta semja. Embættismaður í margföldum störfum meb ferbapeninga, staðaruppbót og mjög ríflega dagpeninga botnar hvorki upp né nibur í því að það sé neitt at- hugavert viö framferöiö og alla þá fríöindatöku sem hann telur sér heimila. En skattgreibendur eru loks farnir að skilja aö svona Á víbavangi á ekki að fara meb opinbert fé. Dagpeningar embættismanna á ferðalögum eru því soramarki brenndir aö sumir hverjir fá þá og allan uppihaldskostnað greiddan aö auki. Þetta hefur viögengist lengi, en alþýða manna hefur ekkert viljað af þessu vita fremur en svo mörgu ööru sem fyrirfólkið lætur eftir sér. En fyrirfólkinu okkar þykir heldur ekkert sjálfsagðara en aö ríkissjóbur, ríkisbankar og ríkis- þetta og ríkis- hitt borgi allan lífsstíl þess ríflega og sjái vensla- fólki fyrir námi á ríkiskaupi, embættum og tryggri velsæld yfirleitt. Aö sjá ekki og skilja ekki Nómenklatúran botnar ekkert í hvaðan á sig stendur veðrið. Hún þekkir ekki spillingu, vegna þess aö hún hefur aldrei séð fyrirbærið og þekkir það ekki. Talað er um ofsóknir og einelti, þegar fálmkennd tilraun er gerð til að siðbæta liðið, sem gengur illa af þeirri einföldu ástæðu að sá sem ekki skilur hvab spilling merkir stendur á gati þegar hugtakið siðferöi ber á góma. Enn sér ekki nema rétt í topp ísjakans, sem er að koma í sjón- mál. Hvort meira af honum kemur í ljós er undir því komið hvort skattborgarar lýbveldisins nenna að láta hafa sig áfram að fíflum og líða fyrirmönnum að halda ómældri óráðsíu uppi eða heimta að fá að vita hvað gert er við aurana sem af þeim eru teknir og ríkishítin fær aldrei nóg af. Fari svo ólíklega að haldið verði áfram að moka flórinn, munu mörg sárasaklaus andlit koma á skjáinn og skilja ekkert í af hverju er verið aö draga þau þangað til að svara fyrir sakir sem engar eru, að eigin áliti. Það er einfaldlega ekki bannað með logum ab vera siðspilltur, og að hinu leytinu er hægt að vísa til ótal heimilda sem líða siðleysi. Þab vita þeir siðblindu. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.