Tíminn - 28.10.1994, Síða 4

Tíminn - 28.10.1994, Síða 4
4 9íraitm Föstudagur 28. ágúst 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Siðferðisbrestur Úfar rísa hátt í samfélaginu vegna siörænna vanda- mála, sem upp eru komin og varða meðferð á op- inberum fjármunum. Alþingi fjallar um málin á næsta sérkennilegan hátt, og ríkisstjórnin riðar og er ekki á vetur setjandi nema fyrir það að varla þyk- ir taka því að rjúfa þing vegna þess hve skammt er eftir af kjörtímabilinu. En siðferðisbresturinn á sér dýpri rætur í þjóðfé- laginu en svo að hann verbi afgreiddur með því að fjalla um yfirsjónir eins eða tveggja ráðherra, sem berir eru að misbeitingu valds og áhrifa. Skattsvik eru mikil og almenn og er sú skoðun ótrúlega útbreidd ab þau séu sjálfsögð, sé hægt ab plata skattinn. Sama lögmál gerir ekki upp á milli hvort svikið sé undan skatti eða skattpeningum beinlínis stolið, eins og þegar ekki er staðið skil á viröisaukaskatti eða staðgreiðslu af tekjum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins gaf glöggar upplýs- ingar um umfang skattsvika á þingi BSRB. Haföir eru 11 milljarðar af ríki og sveitarfélögum árlega og þar við bætast milli 2 og 3 milljarða afskrifaðar skattaskuldir. Þetta eru 10% allra fjárlaga ríkisins. Ekki er nema von að þeir sem borga, kvarta um skattaáþján og að ríkisreksturinn er á heljarþröm. í ræðu skattrannsóknarstjóra kom fram að hann kærði sig ekki um fleiri starfsmenn en þá sautján sem vinna við embætti hans. Það er vegna þess að umfang skattsvika er svo gífurlegt að her manns gerði varla meira gagn við að rannsaka og upplýsa skattsvik en tiltölulega fámennur hópur sem gríp- ur niður hér og hvar í frumskógi framtalanna. Er leitast við að þeir, sem staðnir eru að verki, verði öðrum víti til varnaðar. En hængurinn á því er sá, að sjaldnast berst nema takmörkuð vitneskja af upplýstum málum og viðurlögum sem skattsvik- arar eru beittir þegar þeir eru staðnir að verki. Almenn vitneskja um hve alvarleg skattsvik eru berst ekki út, og svifaseinir dómstólar bæta þar síst úr skák. Þessi mál eru öll tekin slíkum vettlingatök- um að kannski er eðlilegt að ekki sé litið á skattsvik sem þjófnað eða glæpsamlegt athæfi. í því felst sá magnaði siðferðisbrestur sem gegn- sýrir allt samfélagið. Undanskot og óheiðarleiki eru aðeins sjálfsbjargarviðleitni þeirra, sem ræna samborgara sína í formi skattsvika. Skattsvik eru m.a. rakin til lögmanna, bókhalds- ráðgjafa og endurskoðenda, sem veita skjólstæð- ingum ráðgjöf um hvernig telja beri fram. Engin lög ná til slíkra ráðgjafa, þótt þáttur þeirra í skatt- svikum sé augljós. I öðruvísi tilvikum er hvatning til lögbrota refsiverð. En einhvern veginn virðist þjóðarsálin ekki líta á skattsvik sem lögbrot og framkvæmdavaldið tæp- ast heldur. Verði ekki breyting á þeim þankagangi, munu undanskot frá skatti og þjófnaður á inn- heimtum skattpeningum enn magnast og bágbor- in siðferðiskennd mola undirstöður þess samfé- lags, sem menn eru undarlega tómlátir um hvort fær staðist til langframa eða ekki. Kannski ráb að biskup fari þess á leit að beðið verði fyrir skattsvikurum í kirkjum landsins. Ljósib og endurskiniö Davíb Oddsson hefur veriö heldur afundinn upp á síð- kastið og flest virðist fara í skapið á honum. Frávísunar- tillaga hans á vantraustið var sérstaklega geðvonskuleg, enda er hún orðin heimsfræg og verbur eflaust til þess að bætt verður við einum kafla í kennslubækur um þingræði og þingræðislegar leikreglur. Ekki virtist Davíð einvörð- ungu pirraður á stjórnarand- stööunni, því eins og bent hef- ur veriö á hér á þessum vett- vangi áður, jós hann beinlínis af geðvonsku sinni yfir forseta Alþingis og utanríkisráðherra í umræðunum. Síðan hefur hann verið með einhVer ónot út í Steingrím Hermannsson út af vaxtamálum og er forsæt- isráöherrann alltaf jafn pirrað- ur. Pirraður á sínum mönnum Garri skilur að Davíð geti verib orðinn þreyttur á stjórnarand- stöðunni og jafnvel á krötun- um og samstarfinu við þá og jafnvel er skiljanlegt að hann svari Steingrími einhverju, þó viðbrögðin hafi ekki verið í nokkru hlutfalli við það sem Steingrímur var að segja. Slík- ur pirringur á að vera til staðar og hlutverk stjórnarandstöð- unnar er að gera forsætisráð- herra sem pirraðastan. Hins vegar eru það í raun merkilegri tíðindi hversu þreyttur Davíð virbist vera á samflokksmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum og hversu litla kalla hann virðist telja þá vera. Þab, hvernig hann skammaði Salóme opin- berlega í umræðunum um vantraust, vakti mikla athygli. Þó svo að forsætisráðherrann hafi verib kurteis í ónotum sínum og ekki beint orðum sínum beint til þingforseta, duldist engum auömýkingin. Og í gær kemur svo opnugrein í málgagninu Mogganum — í leiðaraopnunni — um próf- kjörið í Reykjavík, þar sem rætt er við alla frambjóðendur um þeirra áhugamál og stefnumið. Alla nema Davíö GARRI Oddsson, sem lætur eina stutta setningu duga: „Ég vísa til starfa minna í ríkisstjórn." Eg er ekki einn af þeim Davíð nennir greinilega ekki að taka þátt í þessu prófkjörs- rugli og vill ekki láta bendla sig of mikið við þessa fram- bjóðendur. Hjá því verður ekki komist að fá á tilfinninguna að forsætisrábherranum þyki hjörbin ekki merkileg. Þaraf- leiðandi tekur hann ekki þátt í umfjöllun af þessu tagi og er augljóslega allur hinn önug- asti. En það er ekki nóg með ab Davíö snúi baki við karpinu í flokksfélögum sínum og nenni ekki ab skipta sér af því í hvaða röð þeir raða sér í hala- rófunni sem fylgir honum eft- ir. Davíð er líka búinn að snúa baki við Mogganum, eins og sést einna best á myndum af forsætisráðherra í þessu blaði „allra landsmanna". En á Morgunblaðsmynd sem birtist í gær, einmitt af baki Davíðs, sést hverjir það eru, sem Davíð hefur hug á ab tala við þessa dagana, það eru börnin. For- sætisráðherrann er búinn að finna í börnunum áheyrendur sem honum leiðast ekki og hafa eitthvaö að segja honum, ekki síður en hann þeim. Dav- íð mun vera ab segja börnun- um á myndinni frá endur- skinsmerkjum. Garra er þó ekki kunnugt um hvort hann notaði sjálfan sig og Sjálfstæð- isflokkinn til að útskýra hvað slík merki eru. Hitt er þó víst að samlíkingin hefði verið ágæt: Davíb sjálfur væri sá sem lætur ljós sitt skína, en fram- bjóðendurnir í prófkjörinu, þessir sem eru tæplega sam- boðnir Davíð, eru endurskin þessa ljóss, dimmir fylgihnett- ir sem aðeins vakna tii lífsins og öðlast mikilvægi með því að tengjast ljósgjafanum sjálf- um. Garri Góbar fréttir eða slæmar Ræða biskups íslands við setn- ingu kirkjuþings hefur orðið umræðuefni fjölmiðla nú síb- ustu dagana. Biskup vék ab þeim í ræðu sinni og það var eins og við manninn mælt ab þab er sá kafli ræbunnar sem fjallað er um. Eyra fjölmiðla- manna er þunnt þegar fjallað er um þá sjálfa. Biskupinn velti því fyrir sér hvort prestar ættu að taka fjöl- miðlafólk sérstaklega inn í fyr- irbænir í sunnudagsmessum, líkt og aðra ráðamenn þjóðar- innar, og einnig taldi hann að þar sem fjölmiðlar væru færi fjórða valdið í þjóðfélaginu. Það er áreiðanlega ekkert nema gott um það að segja að beöið sé fyrir þeim, sem hafa þab að atvinnu ab miðla frétt- um og láta ljós sitt skína í blöðum og ljósvakamiölum. Hitt hygg ég satt vera að und- irrótin hafi verið sú að biskupi fannst ekki vanþörf á og nokk- ur broddur hafi verið í þessum vangaveltum. Undirrótin er ab kirkjan er orðin þátttakandi í umræðum um hvernig fjöl- miðlar skila hlutverki sínu, hvort áherslurnar í fréttaflutn- ingi séu einkum á vondar fréttir eða æsifréttir, og upp- lýsingar um hina friðsamlegu hlið daglegs lífs sitji á hakan- um. Þessar umræður eru alls ekki nýjar og blossa ætíð upp af ýmsum tilefnum með reglu- legu millibili. Hvaö er frétt? Ég er þeirrar skoðunar að fjöl- miðill, sem vill vera vandaður og láta taka sig alvarlega í nú- tíma samfélagi, verði að skil- greina hlutverk sitt vandlega. Hlutverk fréttamibils er að segja fréttir frá gangi mála í Á víbavangi samfélaginu. Þær fréttir geta verið mismunandi safaríkar, en hins vegar er það frétt sem fólk veit ekki fyrir. Útvarpið hefur hins vegar þá sérstöðu að hafa ætíb tækifæri til þess að vera fyrst meb fréttirnar, en blöðin verða að sýna ein- hverja nýja hlið á málinu. Það er einnig skylda fjöl- miðla, sem vilja láta taka sig alvarlega, ab vera gagnrýnir og veita aðhald. Þarna er jarb- sprengjusvæbið í starfi þeirra og oftast beinist gagnrýnin að því að þetta hlutverk þróist út í æsifréttir og persónulegar of- sóknir. Stéttarfélagi blaða- manna er þessi hætta ljós og innan vébanda þess starfar siðanefnd. Þótt starf hennar hafi stundum verið umdeilt, er þessi vettvangur fyrir hendi og tekur reglulega fyrir mál þar sem talið er að farið hafi verið yfir mörkin. í þribja lagi er það hlutverk fjölmiðía að veita fólki, sem hefur skoðanir og eitthvað til málanna að leggja, abgang, annað hvort sem pistlahöf- undar eða taka við aðsendu efni. Þetta getur einnig verið vandasamt verk og viðkvæmt, svo sem dæmin sanna. Hið þunna eyra Ég hef nú fallið á þá gryfju, eins og margir fjölmiðlamenn, að skrifa um fjölmiðlaheim- inn. Ég held ab það sé ekkert góð blaðamennska að vera alltaf að horfa niður á naflann á sér. Þessi veröld á ekki að vera innhverf eða lokast utan um sjálfa sig. Stundum hættir henni til þess. Viðtöl fjöl- miðlamanna við starfsbræður sína á öðrum fjölmiölum eru dæmi um þab. Fjölmiölar eiga að skilgreina vel sín markmið og sín tak- mörk og taka því svo með þökkum ab beðið sé fyrir þeim, enda er starf við þá bæði vandasamt og ábyrgðarmikið. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.