Tíminn - 28.10.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1994, Blaðsíða 5
 5 Föstudagur 28. október 1994 Mesta laxveiöisvæöi landsins er Borgarfjaröarhérað, eins og kunnugt er. Er þá bæöi átt við fjölda laxa og tekjur af veiði, enda um áratuga velþróaða starfsemi á þessu sviði að ræða. Stangaveiði á að baki tæplega eins og hálfrar aldar sögu. Öflugri laxveiðiár — Norðurá, Þverá, Grímsá, Langá og Laxá í Leirársveit — hafa lengi verið í sviðsljósinu, verðskuldað. Hinar minni ár á fyrrgreindu svæði hafa fengið minni at- hygli, enda þótt þær hafi sum- ar staðið sig mjög vel með veiði í samanburði við aðrar hliðstæðar ár. Þannig er ástatt um eina þeirra, Álftá á Mýr- um. Stutt er síðan stangaveiði hófst þar fyrir alvöru, þar sem tæplega aldarfjórðungur er síöan netaveiði var aflögð í ánni. Síðan hefur eingöngu verið stunduð stangaveiði og veitt á tvær stengur. Veibifélag og göngusvæði stækkað Álftá fellur um láglendi Mýra og á ós í sjó hjá Álftárósi, í 18 km fjarlægð vestur frá Borgar- nesi. Upptök árinnar sjálfrar eru fast við Álftárhraun, skammt ofan við þjóðveginn vestur Mýrar, en efstu drög hennar eru hinsvegar í Hraun- dal, í um 30 km fjarlægð frá sjó. Á sínum tíma var áin að- eins geng laxi og öðrum göngufiski um 10 km, aö Ker- fossi. En eftir að veiðifélag var stofnað um ána 1971, hófst það handa um ræktun hennar ofan fossins, með sleppingu laxaseiða, yfirleitt gönguseiða. Þá var ráðist í framkvæmdir við Kerfoss, 1973, og hann gerður fær laxi. Við það tvö- faldaðist göngusvæði laxins og hann komst upp Veitá, þverá Álftár, eða nokkru ofar en hin fræga og friðaða Hraundalsrétt, hjá Syðri- Hraundal. / VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Veibistaburinn Verpi í Áiftá. Myndir: EH Veibihús vib Álftá. Sem fyrr segir var veiðifélag stofnaö 1971 og eiga 12 jarðir aöild að félaginu, sem hefur leigt út svæðið til veiðiklúbbs- ins Strauma h.f. næstu tvö ár- in. Nýlegt glæsilegt veiðihús er viö ána, sem leysti af hólmi eldra hús. Þar geta veiðimenn haft sína hentisemi með gist- ingu og fæði. Auðvelt er að komast að veiðistöðum. Árlegt meðaltal laxveiði í Álftá á ár- unum 1974 til 1993, sam- kvæmt skýrslu Veiöimála- Kerfoss í Álftá á Mýrum. Sprengd var renna um fossinn 1973. stofnunar, var 304 laxar. Sum- arið 1994 veiddust 340 laxar og um 200 sjóbirtingar, en sil- ungsgengd er vaxandi á svæð- inu. Starfsemin við Álftá er gott dæmi um það hvernig unnt er að ná góðum árangri í veiði- málum á félagslegum grund- velli og með skipulegum hætti, auka fiskgengd og verð- mæti þessara hlunninda jarð- anna, til hagsbóta fyrir alla landeigendur á svæöinu. Fyrsti formaður Veiðifélags Álftár var Magnús Guðmunds- son, Hundastapa, síðan Brynj- úlfur Eiríksson, Brúarlandi, Páll Þorsteinsson, Álftártungu, Halldór Gunnarsson, Þver- holtum, og núverandi for- maður er Ólafur Egilsson, Hundastapa. ■ Kosningamál keisarans í nýju fötunum Úti um öll kjördæmi er nú háð- ur framboösslagur, því sem bét- ur fer er það enn svo að fleiri vilja verða alþingismenn en sætin eru sem til boða standa. Til þess að ná árangri í þeim harða slag er nauðsynlegt að vekja á sér athygli og helst með þeim hætti að viðkomandi líti út fyrir að vera bæði hugmynda- ríkur, góður maður og fylginn sér. Að finna mál til aö berjast fyrir hlýtur svo að vera kúnstin: Gott mál gefur góða möguleika. Einkum er gott að vera góður við börn og gamalmenni. Því set ég þessar línur á blað, að ég veit ekki hvort ég á að taka það sem grín eða alvöru, þegar einn frambjóðenda í prófkjöri haustsins stígur á stokk með boðskap sinn, eða „sitt mál", og setur eftirfarandi á oddinn: „Af- nám tvísköttunar af lífeyris- greiðslum". Mér datt reyndar í hug sagan um Nýju fötin keisarans, þegar Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE ég fór að velta þessu kosninga- máli fyrir mér. Samlíkingin við ævintýrið kemur til af því að þegar til kom var keisarinn ekki í neinum föt- um, eins og allir vita, og svipað á við um skattlagningu af lífeyr- isgreiðslum. Lífeyrisgreiðslur eru ekki tvískattaðar og að minnsta kosti er það svo fyrir hina lægra launuðu lífeyrisþega, að þeir eru minna skattlagðir en væri ef ekki hefði einmitt verið tekið sérstakt tillit til slíks við skattkerfisbreytinguna fyrir 7 ár- um. Með öðrum orðum eru þær ekki einu sinni einskattaðar hjá láglaunafólki. Auðvitað hlýtur stjórnmála- maðurinn að vita þetta — eða hvað? Kannski er hann bara að fiska í gruggugu vatni (hann mun vera sjómaður) og vonar um leið að enginn bendi á það sem ég er nú að benda á. Það er svo sem ekkert nýtt í áróðri að menn slái einhverju fram í þeirri von að enginn taki eftir því hvaða bölvaða vitleysu þeir eru að láta út úr sér. En aö staðreyndum málsins: Þegar staðgreiðsla skatta var ákveðin, var um leið tekið tillit til þeirra fjölmörgu kostnaðar- liða sem áður mátti draga frá tekjum á skattframtali. Var ákveðið að veittur skyldi afslátt- ur af staðgreiðsluskattinum, eft- ir að hann hafði verið reiknaður út. Afslátturinn átti meðal ann- ars að koma í stað frádráttar vegna iðgjalda launþega í lífeyr- issjóði. Afsláttur þessi er nefnd- ur persónuafsláttur. Þar meö liggur það fyrir, að ekki er lagður skattur á framlög manna til lífeyrissjóða. Þegar menn fá síöan greiddan lífeyri í fyllingu tímans, fá þeir persónuafsláttinn áfram, þótt þeir séu hættir að greiða í lífeyr- issjóðinn. Þar með hreinlega hagnast þeir á persónuafslættin- um miðað við eldra skattakerfi. Sá tilhæfulausi áróður að lífeyr- isgreiöslur séu tvískattaðar er meira að segja orðinn baráttu- mál hjá verkalýöshreyfingunni, enda mun stjórnmálamaðurinn líka vera verkalýðsleiðtogi. Það getur vel verið að flokks- eigendum þyki gott að hafa nyt- sama sakleysingja í kringum sig, bæði í þingmannaliði og kjós- endahópi, en frekar vildi ég sjá þungavigtarmenn en ævintýra- keisara í trúnaðarstörfum fyrir þjóöfélagið. FOSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES NEÐANJARÐAR- PRÓFKJÖRIÐ Á sínum tíma voru prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík stórvið- burðir og röskuðu oft þjóðlífinu á íslandi og jafnvel víðar. Bærinn logaði í ófriði dagana fyrir próf- kjörið og ákafir stuðningsmenn frambjóðenda voru beinbrotnir á betri veitingahúsum í borginni. Nú er öldin önnur í henni Reykja- vík og skálmöld flokksins hefur þróast í hægfara steinöld. Líklega hefur því farið framhjá mörgum manninum ab prófkjör Sjallans er haldib um helgina og hefst í dag. Að minnsta kosti þeim sjálfstæbismönnum sem pistilhöfundur man eftir í svipinn að hafa talab vib nýlega. Þeim lá eitthvab allt annab á hjarta en ab velja frambjóðendur á lista flokks- ins, og abdragandi prófkjörsins hefur verib líkari vali á leibtogum í nebanjarðarhreyfingu en stærsta stjórnmálaflokki landsins. Pistil- höfundur hvetur því alla góba og gilda sjalla til að mæta á kjörstað og freista þess að bjarga andliti forystu sinnar um helgina. Sjónarmunur er ekki á þeim fáu kandídötum sem bjóða sig fram, og miðab við fjölda þingsæta Sjálfstæbisflokksins í borginni er langt í land ab framboðið nái ab manna varasætin. Enda má kjós- endur einu gilda hvort Davíð Sophusson eba Fribrik Oddsson hafna fyrir ofan eða neban Sól- veigu Fjeldsted eba Ara Gísla An- tonsson. Ástandið hvorki versnar né skánar fýrir vikið. Reykjavíkur- íhaldið er mun verr á sig komib en kratar á Vesturlandi, hvar þingmanninum tókst þó með herkjum ab draga varamann sinn meb í prófkjörið. Vitaskuld er þab stórkostlegt áhyggjuefni fyrir íslenska pólitík að dugandi fólk skuli ekki berja sér á brjóst úti í bæ og gefa urr- andi kost á sér í prófkjör hjá stærsta flokknum og forystuafli í ríkisstjórn landsins. Abeins gamlir borgarfulltrúar og hálfstálpabir unglingar. Eina nýjabrum próf- kjörsins er Pétur Blöndal, sem kemur eins og Shylock kaupmað- ur í Feneyjum inn í dasaðan flokk- inn meb pund af holdi. Áhuga- menn um milda ásjónu Sjálfstæb- isflokksins súpa nú hveljur og ótt- ast að frami Péturs í prófkjörinu muni festa helbláa litinn enn frek- ar utan á D-listanum. Sömu sögu er ab segja af Reykjanesi þar sem kjósendum Sjálfstæbisflokksins fallast snökt- andi hendur frammi fyrir bragö- minnsta prófkjöri sögunnar. For- ystusaubum í hérabi hrýs hugur við ab heyja kosningabaráttu með þeim libsafla sem gefur kost á sér, og þeir ræba nú opinskátt um ab breyta væntanlegri niburstöbu meb handafli á kjördæmisþingi. Ekki er nema von ab landsmenn taki jóhönnu Sigurbardóttur tveim höndum vib þessar abstæb- ur umhverfis D-listann og jafnvel þó hún sé ab múra sig inni í ein- um helsta sérvitringaklúbbi Al- þýöuflokksins. En mikil lifandi ósköp er pistil- höfundur feginn ab geta lagst meb tærnar upp í loft og sofið áhyggjulaus um helgina yfir bragbdaufum úrslitum í sviplausu prófkjöri undir yfirborbi jarbar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.