Tíminn - 02.12.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.12.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 78. árgangur Halldór Ásgrímsson um hugmyndir um aö leysa upp Noröurlandaráö: Hef ekki heyrt um slíkar hugmyndir „Ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um [>ab ab leysa upp Norbur- landaráb," svarabi Halldór Ásgrímsson, ab- spurbur hvort margir væru sama sinnis og Karl Bildt, formabur sænska íhalds- flokksins, sem opinberlega hefur lýst yfir efasemdum um gildi áframhaldandi starfs Norbur- landarábs í núverandi mynd eftir þróunina sem orbib hefur á svibi Evrópumálanna. Halldór situr í nefnd um endurskobun á starfi Norburlandarábs. „Þab var fyrir tveirnur árum, ab andinn virtist sá ab þab ætti ab gjörbreyta Norburlandarábi. Mér finnst, upp á síðkastiö, aö þab sé mikill vilji fyrir því ab styrkja starf Norburlandarábs og stofnana þess. En síðan er nauðsynlegt að tengja það starf því sem er að gerast í Evr- ópu. Það vantar meiri samtengingu milli þess sem er að gerast í Brussel við sameiginlegar stofnanir Norð- urlandanna. Halldór segir að undirbúningur sé nú hafinn að fundi forsætis- nefndar og samstarfsráðherra Norðurlandanna í Helsinki í næstu viku. „Og eftir norska nei-iö má segja aö Norðmenn séu mjög áhugasamir um að viðhalda sterku Noröurlandasamstarfi og ég vænti þess að hinar þjóðirnar verði það líka. Það á hins vegar eftir að skýr- ast og mun koma betur í ljós á þingi Norðurlandaráðs sem verður haldið í Reykjavík í byrjun mars," sagði Halldór Ásgrímsson. ■ Samninganefnd ríkisins vísar á bug fullyrbingum sjúkraliba um launamun: Talnaleikfimi iökuð af krafti Samninganefnd ríkisins vísar al- farib á bug framkomnum full- yrbingum samninganefndar Sjúkralibafélags íslands ab launamunur á milli sjúkraliba og hjúkrunarfræbinga stefni í ab verba yfir 50% um áramótin þeg- ar samningur Félags ísl. hjúkrun- arfræbinga kemur ab fullu til framkvæmda. Á fundi meb blaðamönnum í gær sagði Indriði H. Þorláksson, varaformaður samninganefndar ríkisins, að framkomnar tölur sjúkraliöa væru rangar og víðsfjarri því að vera í samræmi við stað- reyndir málsins. Hann segir að þar sem launamunurinn sé hvað mest- ur sé hann tæp 11%. Þessu til stuönings vísar samninganefnd ríkisins til meðaltals mánaðarlauna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða samkvæmt upplýsingum frá Starfs- mannaskrifstofu ríkisins og frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. ■ wmww Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 Föstudagur 2. desember 1994 228. tölublaö 1994 Þjóöarbókhlaöan var formlega opnub í gœr ab vibstöddu fjölmenni vib hátíblega athöfn. Mebal gesta var frú Vigdís Finnbogadóttir, fo'rseti íslands, og á myndinni má sjá Einar Sigurbsson landsbókavörb sýna forsetanum bókakostinn. Á innfelldu myndinni er jóhannes Nordal, formabur stjórnar Þjóbarbókhlöb- unnar, ab ávarpa gesti. Sjá einnig fréttir af opnunlnnl á blabsíbu 3 Vinna viö kröfugerö Dagsbrúnar á lokastigi. Stórgróöafyrirtœkjum hyglaö á kostnaö einstak- linga í opinberum álögum. Dagsbrún: Launafólk að kikna undan skattbyrðinni „Þab er rosaleg óánægja meðal launafólks meb tekjuskattinn sem hefur vabib upp á sama tíma og rábstöhinartekjur launafólks hafa minnkab og m.a. vegna minni yfirvinnu. Aftur á móti hafa opinberar álögur á stórgróbafyrirtækin minnkab verulega," segir Gubmundur J. Gubmundsson, formabur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Verib er ab leggja lokahönd á kröfugerð félagsins fyrir næstu kjaravibræbur, en samningar á almennum vinnumarkaði er lausir um áramótin, eða eftir fá- einar vikur. Um helgina munu fulltrúar félagsins hitta fulltrúa stéttarfélaga í Keflavík og í Hafnarfirði þar sem þeir munu bera saman bækur sínar áður en smiðshöggið verbur rekið á kröfugerbina. Gubmundur segir ab þegar launafólki sé gert skylt ab greiba í tekjuskatt og útsvar 41,84%, 4%-5% í lífeyrissjóðsgjöld og 1% stéttarfélagsgjald sé þetta að nálgast 50% og muni um minna. Sérstaklega þegar haft er í huga ab yfirvinna hjá Dags- brúnarfélögum hefur minnkað að jafnaði um 20% en algengt var að yfirvinnan væri 35%- 40% af heildartekjum Dags- brúnarfélaga fyrir 1991. Formabur Dagsbrúnar segir ab á sama tíma og skattbyrði launafólks hafi aukist gríðarlega á libnum árum sé árlega skotib undan skatti 11- 16 milljörðum króna. Hann segir vaxandi skattbyrbi skýra ab hluta þenn- an undandrátt en telur jafn- framt ab bæbi ríki og borg og embætti skattrannsóknarstjóra hafi sýnt mikinn samstarfsvilja og stuðning við baráttu félags- ins gegn svartri atvinnustarf- semi. Gubmundur segir ab frá því Cubmundur J. Cubmundsson. að stabgreiðslukerfi skatta kom til framkvæmda 1988 þá hafi tekjuskattur og útsvar hækkað úr 35,2% í 41,84%. Árið 1988 var tekjuskatturinn 28,50% og útsvarið 6,70%. Árið eftir, eða 1989 var tekjuskattsprósentan 30,80% og útsvarib 6,94% eða samtals 37,74%. Árið 1990 var tekjuskattsprósentan komin í 32,80% ' og útsvarsprósentan 6,99%, eða samtals 39,79%. Engin hækkun varð á tekju- skattsprósentunni og útsvari 1991 en árið 1992 hækkaði að- eins útsvarsprósentan í 7,05% sem gerði þab ab verkum ab samanlagt var tekjuskattur og útsvar 39,85%. í fyrra hækkaði tekjuskattsprósentan í 34,30% en útsvarsprósentan lækkabi um 0,1% í 7,04. Samanlagt hækkaði því skattaprósentan í 41,34%. í ár lækkaði tekju- skattsprósentan hinsvegar í 33,15% en útsvarib hækkabi í 8,4% í Reykjavík en í 9,2% í Kópavogi. Formabur Dagsbrúnar segir að til samanburðar við þessar stig- hækkandi álögur á launafólk, þá sé allt annað uppi á teningnum þegar kemur að skattbyrði fyrir- tækja. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.