Tíminn - 09.12.1994, Page 5
Föstudagur 9. desember 1994
5
Unnur Stefánsdóttir:
Jafnari tekjuskipting
Þaö sem umfram annaö ein-
kennir feril núverandi ríkis-
stjórnar er aöför hennar aö vel-
feröarkerfinu og heimilunum í
landinu. Atvinnuleysiö meö
öllum þeim vandamálum, sem
því fylgja, hefur haldiö innreiö
sína, skattar á almenning hafa
veriö stórhækkaöir og álögur í
formi þjónustugjalda í heil-
brigöiskerfinu eru látnar bitna á
sjúklingum, öryrkjum og ellilíf-
eyrisþegum. Allt þetta hefur
rýrt svo kjör og skert ráöstöfun-
artekjur heimilanna aö ekki
veröur komist hjá sérstökum
björgunaraögeröum, ef foröast
á stórslys.
Lífskjarajöfnun
Á 23. flokksþingi framsóknar-
manna, sem haldiö var í lok
nóvember, var samþykkt ítarleg
ályktun um jöfnun lífskjara. I
ályktuninni segir m.a. aö til
þess aö koma í veg fyrir þá hol-
VETTVANGUR
skeflu gjaldþrota, sem nú blasir
viö og gera muni þúsundir fjöl-
skyldna heimilislausar og hafa í
för meö sér gífurlega eignaupp-
töku, þá þurfi megininntak
komandi kjarasamninga aö vera
jöfnun lífskjara. Virkasta leiöin
til lífskjarajöfnunar er í gegnum
skattakerfiö, sem markvisst hef-
ur veriö snúiö almenningi í
óhag í tíö núverandi ríkisstjórn-
ar. I ályktun flokksþingsins er
m.a. bent á eftirtalin atriöi, sem
gætu veriö framlag ríkisvaldsins
til aö greiöa fyrir komandi
kjarasamningum:
- persónuafsláttur hjóna og
sambýlisfólks veröi millifæran-
legur aö fullu;
- ónýttur persónuafsláttur
veröi endurgreiddur;
- endurskoöuö veröi ákvæöi
um staögreiöslu námsfólks og
þeirra sem hefja störf aö af-
loknu námi;
persónuafsláttur verði
hækkaður;
- persónuafsláttur unglinga
16-20 ára, sem eru í námi, veröi
millifæranlegur, séu fjölskyldu-
tekjur undir tilteknu lágmarki;
- vaxtabætur og barnabætur
verði hækkaðar.
Raunveruleg
kjarajöfnun
Eins og að framan er rakiö
hefur „kjarajöfnun" núverandi
ríkisstjórnar aöallega verið í því
fólgin að auka álögur á þá sem
lakar eru settir, á sama tíma og
ekki hefur mátt hreyfa við há-
tekjufólki og þeim sem fjár-
magnið eiga. Til þess aö um
raunverulega kjarajöfnun geti
orðið að ræða, má ekki fara aft-
ur í gamla farið og innheimta
viðbótarskatta af þeim sem ver-
ið er aö hjálpa. Þess í stað verð-
ur að gera alvöru úr því að inn-
heimta hátekjuskatt og skatt af
fjármagnstekjum.
Möfundur tekur þátt í prófkjöri fram-
sóknarmanna á Reykjanesi 10. des. og
stefnir á 2. sætib.
Frá mörgu er aö segja
Vilhjálmur Hjálmarsson: Mannakynni.
Frá öbru fólki og athöfnum þess. Æskan
1994.
í þessari bók segir Vilhjálmur á
Brekku frá ýmsu fólki sem á
vegi hans hefur orðið heima og
heiman, fyrr og síðar. Kynnin
eru aö mestu leyti í aldursröð
frá bernsku sögumanns fram á
efri ár.
Einna veigamestir eru þætt-
irnir um Sigdór Brekkan og
Svein Benediktsson. Má vel vera
aö ráöið hafi úrslitum um að
þessi bók er orðin til, aö sögu-
manni hafi þótt sér skylt aö
gjalda þeim gamla skuld.
Það vissi ég áöur, meðal ann-
ars af frásögn Lúðvíks Jóseps-
sonar, aö skóli þeirra Valdimars
Valvessonar Snævarr og Sigdórs
Vilhjálmssonar Brekkan var
merkileg uppeldisstofnun.
Ástæöa er til aö fagna þættinum
um Sigdór í þessari bók.
BÆKUR
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
Sveinn Benediktsson var
barnakennari í Mjóafirði ára-
tugum saman og oddviti sveit-
arinnar í 28 ár. Auk þess gegndi
hann fjölda annarra trúnaöar-
starfa. Vilhjálmur segir m.a. um
hann:
„Æviferill hans var sem skóla-
bókardæmi um þá þjóðfélags-
gerö sem hér er vikið aö og brátt
heyrir sögunni til."
Þannig hefur höfundur séö að
meö þættinum um Svein, sem
var kennari hans í 7 vetur, var
hann að fjalla um merkan þátt í
þjóðarsögunni. Á þann veg féll
það saman aö minnast kennar-
ans og oddvitans, sem var sýslu-
nefndarmaður, símavörður,
póstafgreiöslumaöur og fisk-
matsmaður, og gefa lesendum
fræðslu um hverfandi þjóölífs-
mynd.
Þáttur Sunnmýlinga í þessari
bók er aö vonum mjög áber-
andi. Sum félagsmálin voru
bundin takmörkun sýslunnar.
Flestum forustumönnum innan
hennar í samtíð höfundar
munu gerö nokkur skil. Trúlega
veröur oft til þessarar bókar
vitnaö þegar fjallað veröur um
menn og málefni Sunnmýl-
inga.
Vilhjálmur minnist veru
sinnar á Laugarvatni og kenn-
ara sinna þar. Og hann segir frá
kynnum sínum á Alþingi viö
þingmenn og starfsfólk.
Það er ástæöulaust aö eyöa
oröum til aö kynna Vilhjálm á
Brekku sem rithöfund. Bækur
hans, 10 á undan þessari, hafa
kynnt hann. Hann er vinsæll
og vandaður sögumaöur.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Glöggur og gamansamur þegar
þaö á við og kann vel að fara
meö einstök dæmi svo mann-
lýsing er í. Hins skal geta aö
þessi skýrsla um mannakynni
hefur á sér öll hin fyrri einkenni
sögumannsins. Um það þarf
ekki fleiri orö. ■
Öfgamenn meb hvíta flibba
Ekki alls fyrir löngu hélt sá merki
félagsskapur Landvernd, ráð-
stefnu um auðlindir hafsins.
Ýmsum aöilum, innan lands og
utan, var boðin þátttaka, þ.á m.
L.Í.Ú. Landvernd fór þess á leit
við þessi heildarsamtök íslenskra
útgerðarmanna, aö þau sendu á
ráðstefnuna einhvern þeirra út-
geröarmanna, sem leggja stund á
veiöar í Smugunni. Nokkur
áhugi mun hafa verið fýrir þátt-
töku meðal einstakra útgeröar-
manna. Þaö dugði þó ekki til,
enda höfnuðu forystumenn
L.Í.Ú. boöinu. í fjölmiölum
mátti á þeim skilja, aö ástæðan
væri sú aö þeir teldu Landvernd
öfgasamtök og hefðu þarafleið-
andi ekkert við þann félagsskap
aö ræöa.
Tungumál bjóða upp á marga
túlkunarmöguleika einstakra
orða. Þó em viss atriði, sem
óneitanlega koma upp í hugann,
séu ákveðin orö nefnd. í mínum
huga er þaö ljóst, að öfgamenn
eiga eitt sameiginlegt, nefnilega
þaö að forheimskun þeirra mein-
ar þeim aö rökræöa þau málefni,
sem öfgar þeirra beinast aö.
Vissulega mátti forystu L.Í.Ú.
vera ljóst, að Landvernd heföi
ýmislegt viö Smuguveiöarnar að
athuga. Eigi að síður vildi félagiö
bjóöa útgeröarmönnum til skrafs
og ráðageröa um málið. Þetta
sannar, að Landvernd getur ekki
talist til öfgasamtaka. Ef forystu-
menn L.Í.U. hefðu haft burði til
að haga sér aö siöaöra manna
hætti, hefðu þeir þegið boðið
meö þökkum. En eins og allir
öfgamenn, stungu þeir höfðinu í
sandinn og neituðu öllum við-
ræöum.
Því miður er þetta ekki eina
dæmi þess, að forystumenn at-
vinnurekenda fylli flokk öfga-
manna. Fyrir skömmu fór fram
umræðuþáttur í Ríkissjónvarp-
inu og var vaxandi efnaleg fá-
tækt á íslandi umræöuefni þátt-
arins. Fram kom, aö Vinnuveit-
endasambandi íslands hafði ver-
ið boðiö að senda mann á
staðinn. En, nei, þar á bæ töldu
menn sig yfir umræðuefnið
hafna, í það minnsta létu þeir
ekki sjá sig. Þó er ekki laust viö,
að ýmsir telji aö í herbúöum
vinnuveitenda sé aö finna skýr-
SPJALL
PJETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
inguna á a.m.k. hluta' ört vax-
andi fátæktar hér á landi. Skyldi
þó aldrei vera, aö samviskan hafi
eitthvað fariö aö naga blessaöa
„máttarstólpa atvinnulífsins",
þegar þeim bauðst að ræða af-
leiöingar gjörða sinna frammi
fyrir alþjóö?
Stundum er sagt, að á íslandi
séu aö myndast tvær þjóöir, hin
ríka þjóö og sú snauða. Þetta er
vitanlega ekki alls kostar rétt.
Hér hafa efnahagslegar forsend-
ur alltaf myndað gjá milli
manna. En gjáin sú arna hefur
verið misbreið. Síöustu árin hef-
ur hún því miöur bæði breikkaö
og dýpkað. Afleiðingin er sú, aö
tveggja þjóöa talið á nú viö meiri
rök aö styðjast en oft áöur. Þetta
er óviöunandi ástand, ekki aö-
eins fyrir hálf launalausa alþýðu,
heldur einnig fyrir þá efnameiri.
Því þegar upp er staðiö, líður
þeim mönnum ekki vel, sem
fastir eru með báöar hendur í
annarra manna vösum.
Islenskir atvinnurekendur og
málpípur þeirra hafa jafnan átt
erfitt með að skilja þaö einfalda
markaöslögmál, aö til aö hægt sé
aö tala um markaö nægir ekki aö
hafa á boöstólum vöru og þjón-
ustu. Þaö þarf einnig fólk, sem
hefur efni á að kaupa þaö sem í
boði er. Slíku fólki fer ört fækk-
andi þessa stundina. Með núver-
andi launastefnu hljóma hvatn-
ingar til fólks, um að kaupa ís-
lenskar vörur, eins og lélegur
brandari.
Fólk kaupir einfaldlega þaö
sem það hefur efni á aö borga,
annað ekki. Og er einhver ástæöa
til þess aö styrkja sérstaklega ein-
hverja öfgamenn, sem sjá ekki
ástæöu til að greiða starfsfólki
sínu mannsæmandi laun og telja
það fyrir neðan virðingu sína aö
ræöa við þá, sem hafa eitthvað
við slíkt háttalag ab athuga? ■
FÖSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
SÍÐASTI
MÓHÍKANINN
Líklega er Reynir Pétur göngu-
garpur frá Sólheimum síbasti
jafnaöarmaöurinn á íslandi.
Kannski sá eini í fimmtíu ár og
jafnvel frá landnámi. Ab minnsta
kosti frá stofnun Alþýöuflokksins.
í ágætum sjónvarpsþætti
Hemma Gunn á mibvikudags-
kvöld átti Reynir Pétur sér eina
ósk: að jafna launabilið í landinu.
Aö svo mæltu tók þessi einstaki
íslendingur á rás og skundaði
hlæjandi á brott, hreifur af aö-
ventuglebi jólanna.
Af hverju hefur Reyni Pétri ekki
orðið ab ósk sinni frá því land
byggðist og menn hófu að mæla
tekjur fólksins? Þab er góð spurn-
ing og svarið er fólgib í þeim
sannleika ab íslendingar eru ekki
jafnaðarmenn í hjarta sínu. Land-
námsmenn þjóðarinnar sigldu úr
fjörbum Noregs á vit óvissunnar
á íslandi, frekar en borga kóngin-
um skatta. Þeir vildu engan
fjandans jöfnuð og fyrir löngu er
komið í Ijós ab afkomendum
þeirra kippir í kyniö.
Hvarvetna í þjóbfélaginu blasir
ójöfnuöur vib og hrópandi sund-
urþykkja: Stjórnendur stærri fyrir-
tækja og stofnana ríkis og sveit-
arfélaga búa flestir vib öruggt
umhverfi hinna vernduðu vinnu-
staba. Þeir þykja hálfdrættingar í
eigin hópi ef þeir ná ekki fjórföld-
um launum undirmanna sinna
og ber þó enginn þeirra ábyrgö
þegar í harbbakkann slær. Henni
er jafnóbum velt yfir á almenn-
ing eba ríkissjóö, eins og rándýr
dæmin sanna.
Þessir miðaldra frjálshyggjusvein-
ar eru kostulegustu kapítalistar á
Vesturlöndum. Þeir ríghalda í
barnatrúna aö borga fólkinu lág
laun og skynja ekki ab rífleg laun
eru forsenda neysluþjóðfélagsins.
Annars getur fólkið engu eytt og
ekkert keypt. Þeir tryggja sér
ósvífin eftirlaun meö þvf aö
semja vib sína líka í stjórnum fyr-
irtækja og stofnana og hafa til
skamms tfma náö aö halda vöxt-
um í hámarki til aö ávaxta betur
eftirlaunin sín.
Forystumenn launþega eru því
miður ekki hótinu skárri. Enginn
þeirra tekur sjálfur laun eftir þeim
launaflokkum sem þeir semja um
fyrir félagsmenn sína. Enginn
þeirra býr sjálfur í því félagslega
húsnæbi sem þeir láta ríkissjóð
reisa fyrir félagsmenn sína. En all-
ir dvelja þeir í sumarhúsunum
sem þeir láta orlofssjóöina reisa
fyrir sig og sína.
Þennan rangláta veruleika skynj-
ar Reynir Pétur betur en annab
fólk og nú vill hann breyta. Ekki
fyrir sig heldur náunga sinn og
skyldu menn þó ætla aö ýmsar
heimsins lystisemdir stæöu hjarta
hans nær á óskastundu. En þvf
miöur er langt f land að göngu-
garpinum veröi ab ósk sinni.
Islensk fyrirtæki hafa aldrei efni á
aö borga starfsfólki sínu eðlileg
laun á meöan topparnir fleyta
sjálfir rjómann í laun og starfs-
lokasamninga. íslenskir verka-
lýðsforingjar hafa enga buröi til
ab semja um kaup og kjör fyrir
félagsmenn sína á meban þeir
þiggja sjálfir hærri laun en taxtar
félagsmanna hljóba upp á.