Tíminn - 09.12.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.12.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. desember 1994 /mtr.. .♦.... wtmmm 11 Guörún Jónína Þorfinnsdóttir fyrrum húsfreyja á Hnjúkum Wð Blönduós Guörún Jónína Þorfinnsdóttir fœddist á Kagaðarhóli á Ásum 9. nóvember 1895. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. desember 1994. Jarðarfór Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fóstudaginn 9. desember, kl. 14.30. Foreldrar hennar voru Þor- finnur Hallsson, Skagfirðingur frá Skúfsstöðum í Hjaltadal, og Krist- ín Sveinsdóttir, sem ólst upp hjá móðursystur sinni og nöfnu á Holtastöðum í Langadal. Guðrún átti eina systur, Kristínu að nafni, f. 20.12. 1892, sem giftist Þórði Jósefssyni, bjuggu þau á Ystagili í Langadal. Olst hún upp hjá for- eldrum sínum. Guðrún var send í fóstur að Strjúgsstöðum í Langa- dal, til hjónanna Jóns Konráðs Stefánssonar og Helgu Jónsdóttur. Er þangað kom, var hún aðeins 9 daga gömul. Átti hún góðar minningar frá dvöl sinni hjá þessum ágaetu hjónum. Guðrún kynntist mannsefninu sínu, Bimi Eiríki Geirmundssyni, f. 25.05. 1891, frá Hóli í Hjalta- staðaþinghá, er hún var við nám í Reykjavík árið 1917. Árið eftir giftust þau og tóku við búinu á Strjúgsstöðum, þar sem þau bjuggu fyrstu búskaparárin. Að Hnjúkum við Blönduós fluttust þau 1934 og bjuggu þar íþrjá ára- tugi. Þaðan fluttust þau til Reykjavíkur vegna veikinda Bjöms og andaðist hann þar 07.02. 1965. Þau hjónin áttu sjö böm, sem öll em á lífi. Þau em: Jón Konráð, f. 03.12.1918, eig- inkona hans er Guðrún V. Gísla- dóttir og eiga þau þrjá syni, en fyr- t MINNING ir hjónaband eignaðist Jón eina dóttur; Geir Austmann, f. 20.02. 1920, eiginkona hans er Amheið- ur L. Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur böm; Garðar, f. 04.07. 1921, fyrri kona hans er Sigríður Guðmundsdóttir og áttu þau þrjú böm saman, en fyrir hjónaband átti Garðar einn son; sambýlis- kona Garðars er Elín Bjömsdóttir; Helga Svana, f. 08.03. 1923, eig- inmaður hennar er Vagn Krist- jánsson, eiga þau sex syni; Ari Björgvin, f. 29.05. 1924, eigin- kona hans er Hildigard Bjömsson, þau eiga fimm böm, en fyrir hjónaband átti Hilda eina dóttur; Ingólfur Guðni, f. 06.01. 1930, eiginkona hans er Ingibjörg Þ. Jónsdóttir og eiga þau sjö böm. Yngst bama Bjöms og Guðrúnar er Hjördís Heiða, f. 02.04. 1938, fynverandi eiginmaður hennar er Andri S. Jónsson, þau eiga fjögur böm. Böm þeirra hjóna em búsett í Reykjavík, að einu undanskildu. Ingólfur er bóndi á Grcenahrauni í Homafirði. Afkomendur Guðrúnar og Bjöms em orðnir 125 að tölu. Falls er von af fornu tré. Það sannast oft. Þegar aldurinn er orðinn næstum heil öld, er þess að vænta að svefninn langi sé skammt undan. Þá er lífsstarfið fyrir löngu að baki og ævikvöld- ið orðið býsna langt. Að kveldi fullveldisdagsins 1. desember slokknaði lífsloginn hennar Guðrúnar frá Hnjúkum á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík. í þessari stofnun haföi hún dvalist frá því um 1970, síðustu árin á sjúkradeild- inni. Ég heimsótti Guðrúnu nokkr- um sinnum á þennan stað og 1984 tók ég við hana viðtal, sem hvergi hefur birst, enda ekki til þess ætlast. Nú styðst ég við viðtal þetta, er ég skrifa minningargrein um hana. Gubrún Jónína Þorfinnsdótt- ir fæddist á Kagaðarhóli á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 9. nóvember 1895. Guðrún var reidd níu daga gömul yfir ísi- lagða Blöndu að Strjúgsstööum í Langadal; naut hún þar góðrar umönnunar. í viðtalinu við hana rifjaðist margt upp frá þessum stab, sem ég var kunn- ugur frá æskuárum, því að leið mín lá býsna oft um garð á þessum bæ, er ég gekk frá Refs- stöðum á Laxárdal um Strjúgs- skarö heiman og heim. Guö- rúnu var minnisstætt, er skriöa mikil féll úr gilinu fyrir ofan bæinn á túniö á Strjúgsstöðum seinni hluta vetrar 1918 og stórskemmdi það. Var mikil mildi, að ekki skyldi manntjón af hljótast. Skriðuna tókst bæri- lega að hreinsa, en hún náði alla leið fram í Blöndu. Mér fannst athyglisvert að hlýða á Guðrúnu segja frá þetta löngu liðnum atburði eins og gerst hefði fyrir skömmu. Hún mundi einnig eftir því, er lík- kista manns eins, er lést á Refs- stöbum á Laxárdal veturinn 1907, var flutt á hesti í mikilli ófærð niður Strjúgsskarðiö, til greftrunar á Holtastöðum. Minni Guðrúnar var lengi traust, en er viðtaliö við hana var tekið, var hún tæplega ní- ræb ab aldri. Mannsefniö hennar Guðrún- ar, Björn E. Geirmundsson frá Hóli, átti jörð og búfénað aust- ur á Héraði og hugbi til búsetu þar, er þessi hávaxni og mynd- arlegi mabur kynntist Guð- rúnu. Ekki var útlit Guörúnar síðra. Því að hún þótti forkunn- ar fögur og iðulega kölluð fal- lega Gunna. Þau hófu búskap á Strjúgsstöðum og bjuggu þar um tvö ár. Þá fluttu þau að Bollastöðum í Blöndudal. Var viðstaðan þar einungis fjögur ár. Þau komu þangab árið eftir að Pétur bóndi Pétursson frá Valadal (1862-1919) andaðist. Þá kenndi Unnur dóttir Péturs Hvab var í raun aö vera í ástandinu? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Herbrúbir. 240 bls. Fróbi, Reykjavík, 1994. Bók Þóm Kristínar Ásgeirsdóttur um Herbrúðir leiðir því miður ekki í ljós hvað það var í raun og veru sem gerðist, þegar ís- lendingar urðu að fara að um- gangast erlendan her. Einn af þeim fylgifiskum var það sem kallað var „ástandið", sem var aðeins tengt íslenskum konum í huga svo margra. Þab var eins og enginn félli fyrir því að fá heim- inn allt í einu inn á borð bænda- þjóðfélagsins, nema konurnar. Þvílík huggun fyrir karlpening- inn. Hvernig hefði nú verið að gera aðeins grein fyrir því í upphafi bókar til dæmis, að þarna sköp- uðust einstakar aðstæbur í sögu þjóðarinnar, nýtt „ástand". Áð- ur höfðu bæði karlar og konur kynnst erlendu fólki vib ýmsar aðstæöur, nám í öðnim löndum og hún Gubrún á íslandi hafði svo sem einhverntímann ábur gengið í búbarloft með erlend- um manni. En núna varð öll þjóðin allt í einu áþreifanlega vör við hvab merking orðsins „heimsborgari" var. Við, kven- þjóðin líka, vomm skyndilega dregin inn í atburði mannkyns- sögunnar, með góðum og slæm- um afleiöingum þess, svona rétt eins og gengur. Hver það svo er, sem hefir efni á að tala um „her- brúðir" eða „ástand" í nibrandi tón, er mér lítt skiljanlegt. Bók Þóru fjallar um líf og að nokkm örlög átta kvenna, sem kynntust erlendum hermönn- um og giftust þeim, með mis- jöfnum árangri, eins og enn ger- ist í ýmsum hjónaböndum. Sem slík er hún nokkuð góð frásögn af högum þeirra og aðstæðum, allt frá fátæku stúlkunni að vest- an og til þeirra sem á Suðurnesj- um vom upprunnar. Voru ís- lenskar konur á þeim tíma Tómas Cunnar og Smári Freyr: Blautir kossar. Skjaldborg. 153 bis. Það hefur oft verið sagt um barna- og unglingabækur að bókmenntafræðingar setji sig gjarnan á of háan stall við dóma á slíkum bókmenntum. Ef ung- lingi líki unglingabók, þá sé hún einfaldlega góð. Nú veit ofanrit- aður ekki hvort unglingum mun finnast bókin „Blautir kossar" góð, en hún hefur þá sérstöðu að vera skrifuð af tveimur ung- lingum, en höfundar bókarinn- ar em 18 ára gamlir. Bókin er skrifuð í fyrstu per- sónu af Kalla sem er 15 ára ung- lingur, latur í skóla, sætur, á föstu, borðar kynstur af pizzu og flögum og drekkur kók. Sem sagt ósköp venjulegt borgarbarn eða hvað?? Pabbi hans er sjó- maður, mamma hans af ta- ílenskum toga og hann á einn góðan vin og marga félaga. Sagan hefst á fyrsta skóladegi og spannar yfir nokkrar vikur. Á kannski nokkuð keimlíkar? Það em þannig ýmsir góðir sprettir í frásögninni og sýnilega nokkuð góð staðþekking á aðstæðum á Keflavíkurflugvelli, en það háir allri frásögn hversu sundurlaus hún er og því hlaupið úr einu í annað. Þá eru lítil skil gerð þeim BÆKUR BJÖRN ÞORLÁKSSON þeim tíma gerist það helst að Kalli fer á fast í fyrsta skipti og kynnist fyrstu ástinni. Félagi hans Brói er aldrei langt undan og kærastan Vigga gegnir lykil- hlutverki, enda bókin fyrst og fremst ástarsaga unglings. Þetta er allt gott og blessað. Kalli fer í skóla, úr skólanum, hangir meb félögum sínum, eyðir tímanum til einskis, svíkur fé út úr fólki og hegbar sér eðli- lega í hvívetna. Hann er breysk- ur og gallaður unglingur, enda er höfundum mikið í mun ab fá ekki á sig neinn predikunar- stimpil, heldur vilja fyrst og fremst leggja áherslu á að svona sé hinn dæmigeröi unglingur í dag. Þeir ganga svo langt að ráð- ast í textanum á unglingabækur Þorgríms Þráinssonar, sbr: viðbrögðum sem nánustu ætt- ingjar sýna eða á hverju þau byggjast. Fordómagleði íslend- ingsins á stúlkunum og þá þar meb manntegundinni hermað- ur er ab mestu sleppt. En tilfinn- ingum og hag stúlknanna kynn- umst við nokkuð, enda virðast þær allar meira og minna tengd- ar. Verður þetta því einskonar fjölskyldusaga, sem þó vantar ýmsar tengingar í, bæði inn- byrðis, við umhverfi sitt og að- stæður, sem og við þá skoðana- myndun sem skapaðist vegna aðstæðnanna. Hver er til dæmis „Loksins þegar ég var búinn að ná mér af hláturskastinu var töluvert búið af myndinni. Þessi mynd var um einhvern náunga sem bjargaði öllum og gerði allt rétt, þetta minnti mig ekkert smá á Þorgrímsbækurnar" (bls. 101). Með öðrum orðum, ung- lingurinn í dag er eins og hann er og fullkomnar fyrirmyndir eru út úr kú og ekki í takt við veruleikann. Sú er hugmyndin með samningu bókarinnar. Veruleiki bókarinnar á að end- urspegla veruleika unglinga í Reykjavík í dag. Þab tekst þokka- lega og er allt gott og blessað um þab að segja. Hitt er annað mál aö höfund- arnir hoppa úr sögumannshlut- verkinu hvenær sem tími vinnst til og tala við lesandann um allt og ekkert, yfirleitt í hálfkæringi. Höfundar eru að eigin mati all- oft fyndnir og undirstrika það meb ýmsum hætti. Hinn hefb- bundni frásagnarmáti er reglu- Hálfkæringur við Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Frá Bollastöðum fluttust þau hjón að Mjóadal í Laxárdal, þar keyptu þau bújörðina með öllum bústofni. Börnin fæddust hvert af öðru. Árið 1934 fluttu þau síöan ab Hnjúkum við Blönduós, sem varð dvalarstabur þeirra um þrjá áratugi, uns til Reykjavíkur var haldib, er heilsa Björns tók að gefa sig. Nærri má geta, ab þessir tíðu búferlaflutningar hafi reynt á þau hjón, en þau voru samhent og hvað er í raun og veru erfitt, þegar tvær mann- eskjur leggja einhuga fram sam- einaða krafta sína til að leysa verkefnið? Mér fannst Guðrún segja vel frá, þetta öldruð orðin, er fund- um okkar bar saman. Ég spurði hana, hvort hún hefði lagt leið sína upp á Laxárdal, er hún átti heima á Strjúgsstöðum. Jú, það hafði hún gert. Hún mundi vel eftir víðlendum berjabrekkun- um á Refsstöbum, en þar er óvenju gott berjaland. í Langadal fer hins vegar fremur lítið fyrir þeim jarðar- gróða. Og að hugsa sér að muna næstum níræð eftir því, hversu mikið var af krækiberjum á grundinni við Kárahlíð. Já, það var gaman fyrir mig að eiga orðastað við þessa vel mæltu konu, um átthaga mína og kunnugt umhverfi. Að kynnast góðu fólki er mik- ill fjársjóður. Mér finnst ég hafa auðgast við kynnin við Guð- rúnu frá Hnjúkum, þó að þau yrðu raunar allt of stutt. Hún var góbur stofn, fóstruö vib hjarta landsins og skilaði framtíðinni mörgum og traust- um niðjum. Blessuð sé minning hennar. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON munurinn á herbrúðinni og henni Guðrúnu sem gekk í búð- arloftið? í mínum augum er her- brúðurin heibarlegri. Eins og áður segir er þarna um nokkra skemmtilega spretti í frá- sögn að ræða. En gjarna hefði mátt sjá málið tekiö fyrir í meiri heild og á einhverjum forsend- um öðrum en aðeins nafninu „herbrúbir". ■ lega rofinn, enda töff að vera kærulaus á þessum aldri. Svo segir í kynningu bókar- innar að áhyggjuleysiö sé alls- ráðandi, en alvara lífsins á næstu grösum. Þetta er rétt, en hinum rauverulegu vandamál- um unglinga er þó minna sinnt en ella og vægast sagt einfaldar lausnir fundnar á dramatískum sprettum hennar, líkt og krabba- meininu hjá móður Viggu. Þá er gæsalappanotkun algjörlega óþolandi og virðist kylfa ráða kasti um hvaða orð lenda innan þessara greinarmerkja sem tröll- ríba bókinni frá fyrstu blaðsíðu til hinstu. Hitt er annað mál að Blautir kossar eru sennilega góð spegl- un á lífi unglings í dag og ætti hún að höfða til markhópsins, unglinganna sjálfra. Hálfkær- ingurinn hefur vissan sjarma yf- ir sér, það er allt svo ótrúlega töff á þessu viðkvæma aldurs- skeiði. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.