Tíminn - 21.12.1994, Qupperneq 2
2
Mibvikudagur 21. desember 1994
um sögu
Saga
Vigdís Crímsdóttir: GRANDAVECUR 7.
Ibunn, Reykjavík 1994. 444 bls.
Skáldsögur Vigdísar Gríms-
dóttur eru jafnan orömargar og
útsláttarsamar, ef svo má segja.
Þær eru huglægar í fyllsta skiln-
ingi; áherslan liggur á innra lífi
þeirrar persónu sem er í vitund-
armiöju hverju sinni, Grímur í
Kaldaljósi, ísbjörg í samnefndri
bók. Atökin, slík sem þau eru,
fara fram í hugarheimum. Síö-
asta bók Vigdísar, Stúlkan í
skóginum, var strangari í formi
og heilsteyptari en hinar, gædd
meiri sálfræðilegri spennu, og
aö mínum dómi besta bók Vig-
dísar til þessa. Þarna hafði stíll
hennar líka náö jafnvægi og
fyllingu sem á skorti í fyrri bók-
um; einkum þótti mér hinn
ljóðræni, viðkvæmnislegi stíls-
háttur á ísbjörgu beinlínis
vinna gegn þeirri eyðingu og
óhugnaði hið innra sem sagan
vill tjá.
Grandavegur 7 nýtur þess stíl-
lega jafnvægis sem Vigdís hefur
náb með Stúlkunni í skóginum.
Sagan er blátt áfram vel stíluð út
í gegn, vottar um höfund sem
náð hefur fullu valdi á íþrótt
sinni, getur leikið að málinu
áreynslulaust, að því er viröist;
sú þvingun sem brá fyrir í fyrstu
bókunum, eins og Kaldaljósi, er
horfin. Ásamt Gyröi Elíassyni
hygg ég að Vigdís Grímsdóttir
sé bestur stílisti þeirra höfunda
okkar sem nú eru innan vib
miðjan aldur.
Grandavegur 7 er saga um
Einfríði, skyggna stúlku í Vest-
urbænum. Þab skiptir ekki máli
hér hvaða skoðun höfundur
hefur á svokallaðri dulskyggni,
sem verið hefur einkar vinsæl
meðal íslendinga eins og við
vitum, svo að um hana hafa
myndast heilmiklir söfnubir. Ég
geri líka ráð fyrir að töfraraun-
BÆKUR
GUNNAR STEFÁNSSON
sæi kennt vib Subur-Ameríku
hafi verið eins mikill áhrifavald-
ur í sögunni og íslensk dultrú, ef
menn vilja greina áhrifaþætti
að.
Sagan gerist á einum degi. En
á þeim degi ferðast stúlkan í
rauninni á milli nokkurra kyn-
slóöa í húsinu, vegna þess ab sí-
fellt er skipt á milli samræðna
hennar við lifendur og látna.
Mest fer fyrir bróður hennar
látnum og hann er eftirminni-
legasta persónan. Sambandi
þeirra systkinanna er einkar fal-
lega lýst, sömuleiðis sambandi
stúlkunnar við föður sinn. í
raunheimi eignast stúlkan líka
ástvin. — Annars er tilgangs-
laust að rekja þessi fjölskyldu-
mál öll, þau eru flóknari en svo.
Hér er lýst ýmsum sárum at-
burðum úr fortíöinni sem Ein-
fríður kallar fram, vitandi og þó
einkum óvitandi. Á köflum fell-
ur nútíð og fortíð meb öllu sam-
an, Einfríður skiptir orðum sitt
á hvað við lifendur og látna, líkt
og kvað gerast á miðilsfundum.
Sá er munur á sögu Vigdísar og
slíkum samkomum ab skáldsag-
an gengst við sjálfri sér.
Grandavegur 7 er raunar að
því leyti dæmigerð nútímasaga
af þeirri gerð sem fræðimenn
kenna við póst- módernisma,
að hún fjallar sér í lagi um sjálfa
sig, eða öllu heldur um sköpun-
arstarf sagnaskáldsins. Þannig
finnst mér réttast að skilja hana.
Burðarásar sögunnar em þá
annars vegar Einfríður og vit-
und hennar, hins vegar skáldið
sem er að safna upplýsingum
um fólkið á Grandavegi. Inn á
milli er sagan fleyguð feitletruð-
um greinum um persónurnar,
sem skáldið hefur skráð eftir frá-
sögnum annarra. Þetta skáld
verður raunar nokkurs konar
skuggavera, í samanburði við
það mannlíf sem hann vill lýsa,
og líklega er það meö ráðum
gert hjá höfundi. Það er allt
annað að lifa sögu eba skrifa
hana. Einfríður lifir aftur á móti
söguna á sjálfri sér, skynjar
hana með taugum sínum, sál og
líkama. í lokin er eins og hún
renni saman vib skáldið, sagan
lyftir sér yfir sjálfa sig, sögu-
maður og höfundur verða eitt.
Einfriöur er spurð hvort hún
verði í sögu skáldsins:
„— Kannski, segi ég og brosi,
kannski verð ég í henni, ég veit
það ekki fyrr en hann er búinn
að skrifa hana, segi ég því það er
í rauninni það eina sem ég er
handviss um á þessum maídegi.
... Hann mun senn birtast aftur
í himninum í sinni glæsikerru,
ungur og keikur með svipu sér í
hönd og það hvín í hjólunum
og undan þeim gneistar þegar
hann víkur úr vegi fyrir tignar-
legri nóttinni í sínum dökka
kufli. En þau umskipti himins-
ins mun ég ekki sjá, ekki frekar
en ég mun í þessari bók segja frá
því sem gerðist um nóttina fyrir
sjö árum í húsunum tveimur,
númer 7 og 19, við Grandaveg-
inn, þennan veg sem hvergi er
til í hugskoti mínu þótt götu
með sama nafni sé að finna í
borginni Reykjavík."
Þessi lokaorð sögunnar eru
gott sýnishorn af hinum ljóð-
ræna stílshætti höfundarins.
Grandavegur 7 er einkar athygl-
isverð saga, tæknilega skobað.
Annað mál er það að hinn ofur-
hægi og eins og seimdregni rit-
háttur verður stundum eins og
slikja yfir söguefninu. Meiri til-
þrif, átök, jafnvel skop inni á
milli, hefði vissulega gert sög-
CAMEMBEKf
HVITUR KASTALI
Hvítmygluostur.
Fáum erlendunv
ostum líkur.
Skemmtileg blanda
af Blue Cheese
og Camembert.
Sérstakt
en milt bragð.
Nýstárleat útlit.
Spennanai ostur.
CAMEMBERT
Framleiddur eftir gömlum
uppskriftum með aðferðum þar
sem handverk ostameistarans,
tilfinning og kunnáfta nýtur sin.
Frábært bragð.
(Skkwn
'JMcuj&möwuwi,
stcuJjJolJti ()(/
öd/Hun uuulmwtmum
jjletkktjrcyólcc
oj//(UHi(v/'S nijíuss
/nvo/ö/ih/ijtHruotl
sam&tcuJ'ocj oíomí/ti
MJOLKURBU
CCCUHIW
RJOMAOSTUR
400 gr
Rjómaostur
matargerðar.
Uppistaðan í osta-
kökum og tertum.
Fæst einnig með
mörgum mismunandi
bragðefnum
í 110 gr öskjum.
Hentar þá vel sem viðbit,
sem idýfa með snakki
eða í sósur og súpur.
FLOAMANNA
Mjólkurbúð opin kl. 9.00-18.00 og laugard. kl. 10.00-13.00.
Austurvegi 65, 800 Selfoss.
Sími 98 21600.
Vigdís Grímsdóttir.
una skemmtilegri en hún er.
Sannast að segja fannst mér erf-
itt að lesa þessa löngu sögu í
gegn með fullri athygli. Það
vantar í hana einhverja sálræna
spennu í líkingu við þá sem til
að mynda gæddi Stúlkuna í
skóginum lífi. Þótt Einfríður
hafi hæfileika til að vekja hina
látnu til lífsins, er ekki þar með
sagt að þeir verði nógu lifandi í
texta sögunnar.
Ein kvenpersónan, Þóra, talar
svo við skáldið sem hún er
reyndar í tygjum við:
„— Ég er orðin þreytt á öllum
Úum bókmenntanna, þreytt á
þessum þokukenndu kven-
mönnum sem aldrei eru meiri
manneskjur en þegar þær sitja á
klósettinu og gera þarfir sínar
en það gera þær auðvitað aldrei.
Þær koma mér aldrei á óvart og
mig langar aldrei til að kynnast
þeim betur en ég geri um leið og
þær svífa inn í söguna og í raun
er ég þeirri stund fegnust þegar
þær hypja sig út úr atburðarás-
inni í undarlegu þokunni sem
myndast ævinlega í kringum
alla tilveru þeirra. Og satt að
segja finnst mér hálft í hvoru
leiðinlegt ab þú skulir ætla að
nota líf mitt sem grunnteikn-
ingu fyrir eina Úuna enn."
BÆKUR
Saga eftir 9 ára
höfund
Út er komin bókin Ævintýra-
prinsinn eftir Helga Bachmann.
Helgi lauk sögunni nokkrum
dögum eftir níu ára afmæli sitt í
haust! Hann var nemandi í ís-
aksskóla 1990-1994. Þar var
kennd ritvinnsla í átta ára
bekknum og Helgi hóf skriftir
skömmu eftir að hann tileink-
aði sér tæknina. Fyrsta smásaga
hans, Þór þrumuguö, birtist í
blaði í vor.
Sagan fjallar um snáða sem
strýkur aö heiman vegna þess
að hann vill gera eitthvað á eig-
in spýtur. Prinsinn ungi lendir í
ýmsum hremmingum, en allt
fer vel að lokum eins og vera
ber.
Þetta er bráöskemmtilegt æv-
intýri og höfundurinn ungi hef-
ur svo góð tök á stíl og efni aö
langtum eldri væru fullsæmdir
Þetta er skemmtilegt og frjótt
umhugsunarefni, sem gaman
hefði veriö að vinna meira úr.
Hvaba pælingar um lífið og list-
ina eru hér á ferðinni? Þarna
orðar Þóra eins konar andóf við
kvennamýstík bókmenntanna
sem Halldór Laxness hefur ein-
mitt mest glætt, eins og vísað er
í hér með því að nefna Úu úr
Kristnihaldinu. En Vigdís
Grímsdóttir er alltof ljóbrænn
höfundur til ab hafna mýstí-
kinni, þvert á móti er það mý-
stíkin sem gefur sögum hennar
líf — og er í rauninni skáldskap-
urinn sjálfur.
Grandavegur 7 reynir ab vísu
nokkuð á þolinmæði lesandans,
en sagan er svo vel skrifuð að
hún þolir ugglaust annan lestur
og þá myndu trúlega veröa ljós-
ari fyrir lesanda ýmsir vefir frá-
sagnarinnar. Þótt ég telji sem sjá
má að verkið hefði haft gott af
verulegum styttingum, er hitt
ótvírætt að þetta er metnaðar-
full saga kunnáttusams höfund-
ar. Og á endanum getur maður
virt það við Vigdísi Grímsdóttur
hversu hún gengur í berhögg
við þörf nútímalesenda fyrir
fljótlesið efni með þessari löngu
sögu.
HELGI BACHMANN
ÆVINTÝRAPRINSINN
af. Málfar hans er þroskað, en
jafnframt bregður oft fyrir
hnyttnum athugasemdum kot-
roskins drengs.
Birna Steingrímsdóttir mynd-
skreytti söguna.
Bókin er 24 blabsíður, vand-
lega bundin í hörð spjöld hjá
bókbandsstofunni Flatey. Höf-
undur setti hana sjálfur á tölvu,
en Skákprent annaðist umbrot,
filmuvinnu og prentun. Bókin
kostar 490 krónur. Útgefandi er
Æskan. ■