Tíminn - 21.12.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1994, Blaðsíða 3
Miövikudagur 21. desember 1994 3 Gervijólatrjám fer fœkkandi en fleiri velja skógartré: Jólatré á flest- um heimilum Nær allir íslendingar hafa jóla- tré á heimili sínu á jólunum. Samkvæmt nýrri Hagvangs- könnun verba aöeins rúmlega 2% heimila án jólatrés í ár, eða sama hlutfall og í könnun fyrir fimm árum. Landsmenn hætta því greinilega ekki að setja upp jólatré, þó svo að aldurinn fær- ist yfir — eða a.m.k. fram ab ellilaunaaldri, en Hagvangur spurði ekki eldra fólk en 67 ára. Jafnframt kom í ijós aö vinsældir barrtrjáa hafa farið vaxandi á undanförnum árum en heimilum sem nota gervi- jólatré fækkar. Gervitré eru þó hlutfallslega miklu algengari á landsbyggðinni. „Hvort eruð þið yfirleitt meb gervijólatré eöa lifandi jólatré á ykkar heimili á jólunum?", spurbi Hagvangur fólk úr 1.000 manna slembiúrtaki og bar svörin saman við niður- stöður sams konar könnunar fimm árum áður. „Lifandi jóla- tré" svöruðu rúmlega 57% svarenda að þessu sinni, sem er fjölgun úr 53% fyrir jólin 1989. „Gervijólatré" svaraði tæplega 35% fólks nú, en rúm- lega 41% fyrir fimm árum. Gervijólatrjám hefur sam- kvæmt þessu fækkað kringum 1/6 á aðeins hálfum áratug. Þeim hefur hins vegar fjölg- að (úr 3% í 6%) sem ekki vita hvort jólatréð á heimili þeirra er barrtré sagað niður úti í skógi ellegar sé verksmiðju- framleiðsla úr plasti. Ef aðeins er litib á svör þeirra sem hafa uppruna síns jólatrés á hreinu kemur fram verulegur munur á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæð- is. Gervijólatré eru aðeins á tæplega 30% heimila í höfuð- borginni en á nærri helmingi (49%)heimila á landsbyggð- inni. Ekki ólíklegt að erfiðara sé fyrir marga þar að útvega sér lifandi tré fyrir hver jól. ■ V-Húnvetninga Hvammstanga Gleðileg jól farsœlt komandi ár Pökkum samstarf og viðskipti á liðnum árum óskar öllum gleðilegra jóla og gœfu á komandi ári . Þakkar. viðskiptamönnum sínum og starfsfólki gott samstarf á liðnum árum Kaupfélag Langnesinga óskar landsmönnum öllum ^ " gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Kaupfélag Bitrufjarðar Óspakseyri ■ j. Pakkar gott samstarj og viðskijjti á Hiðnum>árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.