Tíminn - 21.12.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.12.1994, Blaðsíða 8
-v**\ 8 Switni Mi&vikudagur 21. desember 1994 Úr nýútkominni bók Vilhjálms Hjálmarssonar, fv. alþingismanns og ráöherra. Mannakynni Sveinn Benediktsson Borgeyrarbræður voru níu, systurnar fjórar. Sveinn í Hlíð var elstur og var ætíð nefndur svo eftir að hann fór að búa til aðgreiningar frá yngri bróður og alnafna. Allur hópurinn náði fullorðinsaldri, mann- vænlegt fólk, sumt stórglæsi- legt. Bræðurnir þóttu tiltakan- lega vaskir menn og er víða getið. Sveinn í Hlíð fæddist 21. maí 1874. Hann var fríður sýnum og svipmikill, meðal- maður á hæð og svaraði sér vel, skarpgreindur og ekki uppnæmur fyrir smámunum. Hann naut dágóðrar barna- fræðslu í Mjóafirði hjá Sveini Guðnasyni kennara. En form- legur barnaskóli var stofnaður í Mjóafirði með reglugerð 1885. í fyrstu var kennt í Þinghól sem stendur ofan við malarkambinn utarlega í Brekkuþorpi. Svo mikið var fannfergið einn veturinn sem Sveinn sótti skóla þar að lok- uð göng voru gerð frá sjónum upp að „skólanum" og fara ÍDsUum íéíassinonnurn borum, ötarföUbi og lanbsinönnum ölíum leöilegra Sóla og teæls feomanöi ars meö þöfek fyúx þaö, öemeraö liöa Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði Sveinn Benediktsson. varð fjörur milli húsa í þorp- inu. Veturinn sem Sveinn Bene- diktsson varö 18 ára var hann við nám hjá séra Birni Þorláks- syni á Dvergasteini. Ekki er vitaö til að hann hafi notið annarrar kennslu. Og barn- ungur hefur hann, elstur systkinanna, gengið að störf- um með föður sínum sem þá var títt. Hann virðist þó hafa lesið mikið því hann var mjög vel að sér um marga hluti, slyngur í reikningi, fór ágæta- vel með móðurmálið í tali og riti og vel læs á Norðurlanda- mál. Nýttist kunnátta hans næsta vel fyrir hann sjálfan og sveitungana eins og brátt mun sagt veröa. Sveinn Benediktsson gegndi mjög mörgum störfum í al- mannaþágu. Hann var kenn- ari, póstafgreiðslumaður og símstjóri, fiskimatsmaður, oddviti og sýslunefndarmað- ur. Hann endurskoðaði reikn- inga sýslu og hreppa í Suöur- Múlasýslu í mörg ár og átti sæti í fasteignamatsnefnd, var umboðsmaður Brunabótafé- lagsins, skattanefndarmaður mjög lengi og taldi fram fyrir marga. Og um skeið kom hann við sögu, meira og minna, í flestum þeim félög- um sem stofnuð voru í sveit- inni. Það segir sig sjálft að Sveinn var mjög störfum hlað- inn og ber þá einnig að hafa í huga að verulegs hluta lífs- bjargar hlaut hann að afla með sjálfsþurftarbúskap auk sjósóknar framan af ævi. Þjón- ustustörfin gáfu oftar en hitt ótrúlega lítið í aðra hönd. Hvítur fiskur Þegar tekið var að meta fisk á Mjóafirði upp úr aldamótum var Sveinn í Hlíð skipaður matsmaður ásamt Haraldi Jónssyni bókbindara. En þá var tekið á móti saltfiski til út- flutnings hjá Konráði Hjálm- arssyni kaupmanni og fleir- um. Ekki eru mér tiltækar töl- ur um þennan útflutning sem var umtalsverður á fyrri helm- ingi aldarinnar fram undir seinna stríð. Þá kann ég ekki heldur ártöl við upphaf og lok fiskmats á Mjóafirði en Sveinn vann að því allan tímann. Með honum störfuðu auk Haralds, Hjálmar og Gísli Vil- hjáimssynir og þó einkum Friðjón í Kastala, bróðir hans. Gífurleg áhersla var lögð á vöruvöndun og matsmenn lögðu sig alla fram. Enn sé ég Svein fyrir mér, hvernig hann hándlék fiskinn og gerði sér grein fyrir ástandi hvers og eins í sjónhending: flatning, söltun, blóöhreinsun, himnu- dráttur á málsfiski, vöskunin, pressun, þurrkstig, hringorm- r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.