Tíminn - 21.12.1994, Síða 9
Mi&vikudagur 21. desember 1994
9
hafnaö á Mjóafiröi þar sem
þótti votta fyrir sólsteik á roöi
hans. Skyldi hún leggja fisk-
inn inn í ljósaskiptunum og
mundu Seyðfirðingar varla
gera kvenmanninn afturreka
svo langt aö kominn!
Fiskmatið varð að fram-
kvæma á vissum tímum og
hefur þab áreiðanlega oft rek-
ist á önnur störf manna sem
allir stunduðu matið í hjá-
verkum. Skal ég tilfæra eitt at-
vik sem til þess bendir og varð
ofurlítið broslegt.
Það var verið að skipa út
fiski á sunnudegi. Fiskitöku-
skipib lá fyrir föstu undan
Höfðanum í góðu veðri.
Sveinn var um borð, taldi
pakkana og fylgdist með lest-
un. Nokkrir fleiri úr landi
unnu um borð, meðal annars
sonur Sveins, Benedikt, sem
var heljarmenni, en Sveinn
var þá roskinn.
Nú ber svo til að bóndi
nokkur setur ofan skektu sína
og tekur stefnu á Hlíð að vitja
um ábyrgðarbréf sem hann
hafði fengið meb síðustu póst-
ferb. Bréfið er þá læst inni í
peningaskáp og Sveinn með
lykilinn úti í skipi. Bóndi
bregður sér þá um borð og
tekur að jaga póstafgreiðslu-
manninn fyrir ab vera ekki
vib. Hann gegnir fáu en segir
þó að það sé sunnudagur í dag
og engin skylda að afgreiða
póst. Bóndi tekur þessu illa og
hefur hátt. Þá er það að Bene-
dikt á að hafa gengið til
mannsins og þétt upp að hlið-
inni á honum og sagt meb
þungri áherslu: „Á ég ab
fleygja þér hérna út fyrir borð-
stokkinn?" — Ekki þáði mab-
urinn þetta boð heldur fór
sjálfur niður í skektu sína og
reri til lands. Nokkru síbar
Fiskþurrkun hjá Konrábi Hjálmars-
syni á Mjóafirbi um 1910.
Ljósm. Ingimundur Sveinsson
ar, hugsanleg sólsteik. Allt
þetta og sjálfsagt miklu fleira
þurfti að gaumgæfa. Og svo
var það stærðarflokkunin:
málsfiskur, millifiskur, stórla-
bri, labri, handfiskur. Oft eba
oftast var stærðin auðséð. En
þegar með þurfti var kvarðan-
um brugðib á með æfðu
handtaki. Hakið næst hand-
fangi nam við fiskinn milli
þunnildis og hnakka. Hins
vegar var mibað við sporð-
blöðku. Málsfiskur var yfir 20
tommur, millifiskur 18-20, la-
brador- eða vorðfiskur 12-18
og handfiskur undir 12
tommum. Auk stærðarflokk-
unar var svo vitanlega gæba-
flokkun, labri I, labri II, „rag"
og svo framvegis. Handfiskur
var þó ekki greindur í gæða-
flokka.
Hér þarf ab skjóta inn orða-
skýringum. Máls- og millifisk-
ur var ristur allt á sporðblöbku
en labri aðeins á miðja stirtlu.
Labri dró nafn sitt af Labra-
dorskaga (vegna ámóta
handtéringar hér og þar).
Hann var stundum líka kall-
aður vorðfiskur og var það
heiti dregið af nafni bresks
fiskkaupanda, Wards að nafni.
Sá fiskur, sem ekki taldist hæf-
ur til útflutnings, fór í rag.
Af einstökum atriðum varð-
andi matiö hafa hringormarn-
ir sennilega tekið lengstan
tíma. Væru þeir fáir mátti
skera þá úr. Og þeir gátu orðið
svo margir í fiski og fiski að
hann færi í rag.
Baráttan við hringorminn
var háð af alúð, eljusemi og
einbeitni og það voru notuð
gleraugu í viðureigninni við
þennan ófögnuð. — Sveinn
setti líka ævinlega upp gler-
augu þegar hann borðaði fisk
og grandskobaði hvern munn-
bita því hann var á móti
hringormum.
Skopleg
atvik
Varla hefur farið hjá því að
starfi matsmannsins fylgdi
eitthvert þras. Man ég þó ekki
til að talað væri um sérstaka
árekstra út af matinu enda
treystu víst allir Sveini til rétt-
dæmis.
Aftur á móti gekk sú gaman-
saga ab maður nokkur hefði
reynt að senda konu sína til
Seyðisfjarðar á mótorbátnum
(þó ekki eina) með nokkur
skippund af þurrkuðum salt-
fiski. Hafbi fiskinum verið
® OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
MEÐ ÞÖKK FYRIR
ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI ÁÁRINU
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
AKUREYRI