Tíminn - 21.12.1994, Side 12
12
Miðvikudagur 21. desember, 1994
/ þjónustu forseta og
ráöherra nefnist minn-
ingabók Birgis Thorl-
acius, sem starfaöi um
hálfrar aldar skeiö í
Stjórnarráöi íslands,
lengst afsem ráöuneyt-
í þjónustu for-
seta og rábherra
isstjóri í forsœtis- og
menntamálaráöuneyti.
Tíminn birtir hér fyrsta
kafla bókarinnar.
í fjármála-
ráouneyti
Fyrrum þurfti ab dæma menn
til vistar í húsi Stjórnarráðs-
ins. Nú berjast menn um á
hæli og hnakka til þess að
komast þangað.
Þegar ég kom fyrst til starfa
í Stjórnarráðinu 15. júlí 1935,
fagran sumardag, þá var skrif-
stofutíminn þar kl. 10-12 og
13-16. Ég var að sjálfsögðu
kominn á staðinn góðri
stundu fyrir klukkan tíu. Um
tíuleytið fóru menn að tínast
að, en ég beiö á stigapallinum
fyrir framan dyr fjármálaráðu-
neytisins. Pétur Hjaltested
cand. phil., aðstoðarmaður,
vörumerkjaskrárritari og rit-
stjóri Lögbirtingablaös, var
fyrstur á vettvang. Hann var
þá tæplega sjötugur, lágvax-
inn mabur, snyrtilegur með
grátt yfirskegg. Þá kom Gísli
Bjarnason lögfræðingur frá
Steinnesi, fulltrúi, nokkuð
þybbinn og dálítið kæruleysis-
legur í fasi. Síðan kom Skúli
Árnason, fyrrverandi héraðs-
læknir í Skálholti, tæplega
meðalmaður á hæð, glaðlegur
og kíminn, með harðan
flibba. Heyrði ég, að Gísli
sagði, þegar þeir voru allir
komnir inn: Það er víst nýi
pilturinn, sem bíður þarna
frammi.
Loks klukkan um hálf-ellefu
kom væntanlegur yfirmaður
minn, aðalendurskoðandi rík-
isins Jón Guðmundsson, stór-
eygur, opinmynntur og fram-
mynntur, og sagði mér að
koma inn í endurskoðunar-
deildina, en þar átti ég ab
starfa uns Pétur Hjaltested
hætti, og taka þá við sumum
störfum hans. Fluttist ég í þab
starf úr endurskoðuninni 13.
febrúar 1936.
í herbergi þar sem ég hafði
aðsetur var einnig Karl Einars-
son, fyrrverandi bæjarfógeti
og alþingismaður í Vest-
mannaeyjum. Aðalendurskoð-
andi setti mig við rafmagns-
samlagningarvél, sem var ný-
tískutæki þá, og sagði mér að
hefjast handa um að leggja
saman einhverja dálka. Ég
hafði aldrei séð svona tækni-
nýjung og var eitthvað hik-
andi vib að handleika vélin.
Þá sagði abalendurskoðandi
dálítið hranalega og venju
fremur gormæltur, en eigin-
lega ekkert undrandi: Nú, er-
uð þér alger asni? Svo fór
hann sína leiö, sjálfsagt upp í
Sambandshús því að hann var
jafnframt endurskoðandi
Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Karl Einarsson
lagði frá sér stóran blýant,
sem var rauður í annan end-
ann en blár í hinn, horfði á
mig yfir gleraugun, spýtti út
úr sér vænum tóbakslegi og
sagði vingjarnlega: Ég skal
sýna þér þetta, væni minn.
Þegar ég síðar tók á móti
nýliðum í Stjórnarráðinu
minnist ég þessara tveggja
manna og er þakklátur fyrir,
að þeir kenndu mér á morg-
unstund fyrsta starfsdagsins
hvernig menn eiga og eiga
ekki að koma fram við nýliða.
Vel fór á með okkur Jóni síð-
ar. Hann var skarpgáfabur og
duglegur.
Árið 1935 voru öll ráðu-
neytin í gamla Stjórnarráðs-
húsinu við Lækjartorg. Ráð-
herrarnir voru þrír: Hermann
Jónasson forsætis- og dóms-
málaráðherra, Eysteinn Jóns-
son fjármálaráðherra og Har-
aldur Guðmundsson atvinnu-
málaráðherra.
Fjármálaráðuneytið ásamt
ríkisendurskoðun, sem þá var
deild í ráðuneytinu, var á efri
hæð hússins í þeim herbergj-
um, sem sneru út að Lækjar-
torgi, og tveimur smáher-
bergjum í suðurenda út að
Bankastræti. Herbergi fjár-
málaráðherra sneri að baklóð-
inni, og þeim megin var einn-
ig herbergi atvinnumálaráð-
herra. Milli þessara tveggja
ráðherraherbergja var lítð her-
bergi, þar sem Stefán Þor-
varðsson hafði aðsetur, en
hann annaðist þá málefni for-
stætisrábherra og utanríkis-
mál. Á neðri hæb, til hægri
handar þegar inn var komið
um aðaldyr, var dóms-,
kirkju- og kennslumálaráðu-
neytið í tveimur herbergjum,
er sneru að Lækjartorgi. Innra
herbergið hafði skrifstofu-
stjórinn (ráðuneytisstjórinn)
Guðmundur Sveinbjörnsson,
en í fremra herberginu var
margt manna. Þar var Friðgeir
Bjarnason fulltrúi, sem ann-
abist kirkjumálin. Sat hann
við borð skammt frá kola-
kyntum ofni og var hlíf milli
hans og ofnsins svo ab ekki
kviknaði í kirkjumálunum.
Sinn hvorum megin vib breitt
borð sátu Ragnar Bjarkan full-
trúi og Kristmundur Jónsson
gjaldkeri Stjórnarráðsins, en
við enda þessa breiða borðs
sat vélritunarstúlkan, Unnur
Jónsdóttir. í annarri glugga-
kistunni, sem hafði verið
breikkuð með fjöl eða litlu
borði, var vinnustabur Ingu
Magnúsdóttur skjalaþýðanda.
Gizur Bergsteinsson var settur
skrifstofustjóri í sjúkdómsfor-
föllum Guðmundar Svein-
björnssonar og sat hann í her-
bergi Guðmundar, Gizur var
svo skipabur hæstarréttar-
dómari haustið 1935. Yfir
miðju borðsins voru tvær píp-
ur eða koparstengur og á
þeim lágu mjög þykkar bréfa-
bækur, þar sem skráð voru
bréf þau sem komu og fóru,
lykillinn að skjalasafninu.
Þórður Jensson cand. phil.
aðstoðarmabur, bróðursonur
Jóns Sigurðssonar forseta, var
gjaldkeri á undan Kristmundi
og um það bil að hætta þegar
ég kom til starfa í Stjórnarráb-
inu, en leit oft inn eftir það af
gömlum vana. Á hans gjald-
keradögum fór Inga, eða frök-
en Inga, eins og hún var alltaf
köllub, fram á þab ab fá litla
bókahillu á vegginn hjá sér,
því að þröngt var í gluggakist-
unni. Þórður þverneitaði meb
þeim stjórnarrábsrökum, sem
löngum hafa verið notub, að
þab hefði aldrei verið nein
hilla þarna áður og því óþörf.
Inga gafst ekki upp, fór til
skrifstofustjórans og fékk leyfi
fyrir hillunni. Þann dag, sem
hillan var fest á vegginn, var
Þórður Jensson gjaldkeri í
þungu skapi, og þegar verkinu
var lokið stóð hann upp,
þeytti á borbið skærum, sem
hann hélt á, og mælti með
miklum þjósti: Fröken Inga,
þér verðið landinu einhvern
tíma dýr!
Inga Magnúsdóttir þýddi úr
og á ensku. Hún var mjög vel
gefin koma og skrifaði frábær-
lega vel og tilgerðarlaust. Aft-
ur á móti skrifaði Ragnar
Bjarkan ekki sérlega vel. Kom
það stundum fyrir, þegar ég
lagði ríkissjóðsávísanir, sem
Ragnar hafði skrifað, fyrir dr.
Pál Eggert Ólason, skrifstofu-
stjóra í fjármálaráðuneytinu,
til samþykktar, að hann sagði:
Ósköp er að sjá þetta, óskrif-
andi eins og faðir hans. Rak
hann stundum ávísanir Ragn-
ars aftur, en dáðist ab skrift
Ingu. Sjálfur skrifaði dr. Páll
skýra og fagra skrift.
Dr. Páll Eggert var mjög
minnisstæður maöur. Hann
var stór og þrekinn, ófríður en
svipmikill, fáskiptinn og fá-
máll og brá fyrir lífsleiða í
svipnum, eins og maðurinn
hefði reynt og prófað alla
hluti og komist að raun um,
að allt væri hégómi, en þab
tæki því ekki að hafa orð á
því. Ég held að ýmsir hafi haft
nokkurn beýg af honum, en
mér var hann hlýr og góður.
Hann áritaði við og við fyrir
hönd rábherra stóra bunka af
veðdeildarbréfum Landsbanka
íslands og kallaði þá á mig til
þess ab taka vib bréfunum
jafnóöum og hann undirrit-
aði, þerra blaðið og raða bréf-
unum. Hann ritaði ætíð fullt
nafn. Þessar starfsstundir voru
jafnframt viðræðutímar.
Hann reykti pípu sína með
ilmandi tóbaki og braut upp á
ýmsu. Eitt sinn ræddi hann
um Jón Sigurðsson forseta,
sem hann dáði mest allra
manna, og þegar í ljós kom að
ég hafði lesib hið mikla fimm
KAUPFELAG
Austur-Skaftfellinga
HÖFN HORNAFIRÐI
óskar öllu starfsfólki sínu
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla,
árs og friðar
Þakkar gott samstarf og
viðskipti á liðnum árum
X
y\
sW