Tíminn - 29.12.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. desember 1994
11
Af bamdómi og barlómi
Stundum er því haldið fram, aö
í efnalegu tilliti búi tvær þjóðir
í landi hér, sú sem aflar og hin
sem sólundar. Vafalaust er
nokkuð hæft í því, þótt víða
skarist. En stundum finnst mér,
sem vitsmunalega séu tvær
þjóðir á íslandi og að á milli
þeirra sé að myndast hyldjúp
gjá og harla breiö. Hér á ég við
þjóöina sem hugsar og hina
sem gasprar.
Skömmu fyrir jól kom út bók
eftir Jakobínu Sigurðardóttur,
en hún lést sem kunnugt er fyrr
á árinu. í barndómi, nefnist
þetta fárra síðna rit. Ytri um-
gjörð bókarinnar er skáldleg og
ljúf lýsing á uppvexti Jakobínu
í Hælavík. En hér er einnig um
að ræða æðrulausa kveðju til
liðinna tíma grimmrar fátækt-
ar.
Liöinna tíma, sem ýmsir virð-
ast þó ólmir vilja kalla til baka.
Og er ekki laust við, að þeir
hafi í þeim efnuip haft nokkurt
erindi sem erfiði.
En allt um það. í barndómi er
bók, sem ber vott um mikið
mannvit og sterka fegurðar-
skynjun í víðtækri merkingu. Ef
íslenska þjóðin hefði ekki hlot-
ið aðrar jólagjafir en slíkar, þá
væri vel.
Því miður átti ekki svo að
fara. Á aðfangadag jóla birtist í
Morgunblaðinu lesendabréf,
sem lengi mun í minnum haft.
Þar geysist utanríkisráðherrafrú
landsins fram á ritvöllinn og
fer mikinn. Tilefnið er, að Rík-
issjónvarpið tíundaði nýlega
risnu einstakra ráðherra og
maka þeirra. Vitanlega var
Bryndís Schram þar efst á blaði
ráðherramaka, enda liggur það
í eðli þess ráðherraembættis,
sem maður hennar því miöur
gegnir.
En frúnni sárnaði. Og það
bara þó nokkuð. í þessu dæma-
lausa lesendabréfi dengir hún
yfir þjóðina allri þeirri for-
heimskun, sem efnaleg yfirstétt
landsins býr yfir. Og opinberar
í leiðinni hve ömurleg lágstétt í
ríki andans þessi svokallaða ís-
lenska yfirstétt er.
í nefndu lesendabréfi er ekk-
ert að finna annað en vesældar-
legan barlóm yfir því auma
SPJALL
PJETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
hlutskipti að vera ráðherrafrú.
Gerir þjóðin sér enga grein fyrir
öllum þeim veislum sem Bryn-
dís Schram þarf að halda heima
hjá sér? Á sínu eigin 36 fer-
metra stofugólfi? Og ráðherra-
frúin gleymir ekki að tíunda
það, að á hótelum þurfi að
punga út 10.000 krónum fyrir
slíkan gólfflöt.
Formannsfrú flokksins sem
kennir sig við alþýðuna, auðn-
ast ekki að komast undan smá
skammti af menntahroka.
Menn skyldu gera sér grein fyr-
ir því, að hún er háskólamennt-
uð kona, sem flutt getur skála-
ræður á fjölda tungumála. Sam-
kvæmt útboðstöxtum hennar
hámenntaða stéttarfélags, ligg-
ísak Örn Hringsson
í Æskulýðsfylkingunni 1945
tókust kynni með okkur ísaki
Erni Hringssyni, sem þá var 15
ára gamall og í fyrsta bekk
Verslunarskóla íslands, að mig
minnir. í Æskulýðsfylkingunni
starfaði hann mjög næstu tíu
ár, blómaskeiö hennar. Vöxt
hafði Æskulýösfylkingin út tek-
ið eftir kosningasigra Sósíalista-
flokksins 1942 og enn frekar
eftir myndun nýsköpunar-
stjórnarinnar 1944, en eftir
t MINNING
myndun Alþýðubandalagsins
1956 varð hún utan megin-
straumsins á vinstri vængnum.
Á blómaárum hennar var kaffi-
stofan Miðgarður eins konar
samkomustaður róttækra, ekki
síst hinna ungu, sem Morgun-
blaðið gaf þá heitið „þjóðin á
Þórsgötu 1".
ísak Örn Hringsson lauk prófi
úr Verslunarskóla íslands 1948.
Ári síðar, 1949, varð hann
starfsmabur Útvegsbanka ís-
lands og síðan allt til þess, að
bankinn rann inn í Islands-
banka. Hann giftist Bryndísi
Brynjúlfsdóttur, samstarfs-
manni í Útvegsbankanum og
einnig félaga í Æskulýösfylking-
unni. Eignubust þau 1965 dótt-
ur, Önnu, og í föðurstað gekk
hann Sigrúnu, dóttur Bryndís-
ar, fæddri 1962.
ur slík kunnátta sko ekki aldeil-
is á lausu, nema móti komi
rausnarleg gjöld.
En Bryndís Schram er göfug
kona. Endurgjaldslaust eftirlæt-
ur hún þjóð sinni afnot bæði af
36 fermetra stofugólfi í þeim
eðla Vesturbæ og þokkafullum
hljómi raddar sinnar, hvort
heldur er á ítölsku, frönsku,
ensku eba einhverju Noröur-
landamálanna. Þó er því ekki
að neita, að jafnvel göfugustu
konum getur sárnaö. Svo fór
með Bryndísi Schram. Hún lýk-
ur því þessu kostulega lesenda-
bréfi á því að segja af sér sem
ráðherrafrú. (Sumum hefði nú
þótt það standa eiginmanni
hennar nær að skrifa undir af-
sagnarbréf, þó ekki væri nema
út á Jakob Frímann, en það er
önnur saga).
Já, þær voru heldur ólíkar,
jólagjafirnar, sem íslenska þjóð-
in fékk frá þeim Jakobínu Sig-
urðardóttur og Bryndísi
Schram.
Vonandi er það ekki forboði
neins, að sú fyrrnefnda skuli
gengin á vit feðra sinna. ■
Með okkur ísaki Erni voru
góð kynni, og á stundum sam-
starf, fram á sjöunda áratuginn,
en svo atvikaðist ab þau urðu
síðar miklu minni. — ísak Örn
var hinn prúðasti maður, glað-
sinna, vel lesinn og áhugamað-
ur um tónlist. Hann var traust-
ur og vandvirkur í öllum störf-
um. — Enn á „þjóðin á Þórs-
götu 1" eftir syni að sjá.
Haraldur Jóhannsson
DAGBOK
IVJ\JWUU\AAAJUVJUU|
Fimmtudagur
29
desember
'363. dagur ársins - 2 dagar eftir.
S2.vika
Sólriskl. 11.22
sólarlag kl. 15.38
Dagurinn lengist
um 2 mínútur.
Opib hús í félagsheimili
Sjálfsbjargar
Opið hús í ljósi fribar og kær-
leika verður í félagsheimili Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12, föstudag 30.
des. kl. 13-21.
Dagskrá: Að deila saman, syst-
ur og bræður á öllum aldri, las-
burða sem heilir, kærleika og
gleði.
Það verður tónlist, ljóðalestur,
miölar á öllum svibum og heilun
í lokin.
Ókeypis fyrir alla og verib
hjartanlega velkomin.
Sálfræbistööin:
Fyrirlestrar um breyt-
ingaskeib kvenna
Á vegum Sálfræðistöbvarinnar
verða haldnir fyrirlestrar um
breytingaskeib kvenna fimmtu-
daginn 5. janúar 1995, kl. 20 á
Hótel Loftleiðum. Fyrirlestrarnir
eru einkum ætlaðir konum á
aldrinum 40 til 55 ára. Varpað
verður ljósi á hvernig þetta lífs-
skeið markar tímamót í ævi
flestra kvenna.
Hvaða áhrif getur það haft á
einkalíf og starf að vera á miðj-
um aldri?
Er þörf á endurmati og breyt-
ingum til að njóta sín betur?
Hvað gerist líkamlega á þessum
tíma?
Hvaða svör getur kvensjúk-
dómalæknirinn gefiö konum?
Af þessu tilefni kemur þingað
til lands Anna Inger Eydal, sér-
fræðingur í kvensjúkdómalækn-
ingum. Hún hefur um langt ára-
bil veitt konum á breytingaaldri
fræðslu og mebferb. Anna starfar
nú á einkastofnun í Lundi, Sví-
þjób. Sálfræðingarnir Álfheiður
Steinþórsdóttir og Gubfinna Ey-
dal munu taka til umfjöllunar
ýmsa þætti sem hafa áhrif á and-
lega líðan og heilsu kvenna á
þessu lífsskeiði.
Nánari upplýsingar eru veittar
í Sálfræðistöðinni í síma 623075
og 21110 milli kl. 11-12 virka
daga. Fax 21110. Verð 1200 kr.,
kaffi innifaliö.
Konur eru hvattar til að skrá
sig sem fyrst.
Stjörnubíó sýnir „Only
You"
Jólamynd Stjörnubíós í ár er
rómantíska gamanmyndin „Only
You" (Aðeins þú), með Óskars-
verblaunahafanum Marisa Tomei
(My Cousin Vinny), Robert
Downeyjr. (Natural Born Killers,
Chaplin, Chances Are), Bonnie
Hunt, Joaquim De Almeida og
Fisher Stevens í aðalhlutverkum.
Faith Corvatch ætlar að giftast
sínum heittelskaba eftir tíu daga.
Vandinn er bara sá að hann heit-
ir ekki Damon Bradley, nafninu
sem birtist henni í andaglasi þeg-
ar hún var 11 ára og síðan aftur
hjá spákonu fyrir þremur árum.
Faith er því illilega brugbib þegar
síminn hringir einn daginn og
viðmælandinn segist heita Dam-
on Bradley.
Damon þessi er á leið til Ítalíu
og því er abeins eitt til ráða: aö
elta draumaprinsinn sem hún
hefur beðið eftir alla ævi. Með í
för er mágkona hennar, Kate,
sem er heldur ósátt við eigin-
mann sinn og finnst því upplagt
að taka sér smáfrí frá honum.
í Feneyjum kynnast þær af til-
viljun bandarískum skósala, sem
fellur flatur fyrir Faith. Faith
finnst lítið til hans koma fyrr en
hann segist heita Damon Bradl-
ey. En ekki er allt sem sýnist.
Leikstjóri „Only You" er hinn
margfaldi Óskarsverðlaunahafi
Norman Jewison, sem hefur m.a.
leikstýrt stórmyndunum In the
Heat of the Night, Jesus Christ
Superstar, Agnes of God, Mo-
onstruck, The January Man og
Other People's Money.
Áramótabrenna í Subur-
hlíbum 1994-95
Hverfisbrenna Suðurhlíða verö-
ur sunnan Landgræðslusjóbs á
gamlárskvöld, eins og undanfar-
in ár. Blysför verður frá torginu
ARNAÐ HEILLA
Þann 6. ágúst 1994 voru gefin
saman í hjónaband í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af séra Friðriki
Hjartar, Ragnheibur Gub-
mundsdóttir og Sigtryggur Kle-
menz Hjartar. Þau eru búsett í
Danmörku.
Ljósm. Sigr. Bachmann
vib Reynihlíb, farið af stað kl.
20.15. Kveikt verður í kl. 20.30.
íbúar Suðurhlíða og gestir eru
hvattir til að mæta og taka lagið,
söngtextar og harmonikkuleikari
verða á staðnum.
Allur brennanlegur efniviöur
er þeginn með þökkum á brenn-
una.
Upplýsingar veita: Ásgeir í
síma 685696, Sveinbjörn í síma
688255, Helga í síma 686593 og
Þorsteinn í síma 680086.
APÓTEK
Kvðld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavlk frá 23. tll 29. desember er I Laugavegs
apótekl og Holts apótekl. Þaó apótek sem fyrr er
nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldl tll
kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu-
dðgum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu
eru gefnar I slma 18888.
Neyðarvi.ktTannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhálíðum. Simsvari
681041.
Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt-
is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin
virka daga á opnunadima bóða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvod að sinrra kvöld-, nælur- og helgidagavörslu.
Á kvökfin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu,
til kl. 19.00. Á helgkfögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og
20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt.
Upplýsingar eru gefnar I sinra 22445.
Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.,.0-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. desember 1994.
Mánaðargreiðslur
Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329
1/2 hjónalífeyrir............................11.096
Full lekjutrygging ellilífeyrisþega.........35,841
Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........36.846
Heimilisuppbót...............................12,183
Sérstök heimilisuppból........................8,380
Bamalífeyrir v/1 barns.......................10.300
Meólagv/1 bams........:......................10.300
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns.................1.000
Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna...............5.000
Mæóralaun/feóralaun v/3ja barna eða fleiri.10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða.............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða............11.583
Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæðingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna.......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggrelðslur
Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hved barn á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hved bam á framfæri ....142.80
f desember er greiddur 58% tekjutryggingarauki á
tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilis-
uppbót, 30% vegna desemberuppbótar og 28%
vegna láglaunabóta. Tekjutryggingaraukinn er
reiknaður inn i tekjutrygginguna, heimilisuppbótina
og sérstöku heimilisuppbótina og skeröist á sama
hátt.
GENGISSKRÁNING
28. desember 1994 kl. 10,56 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengl skr.funda.
Bandarfkjadollar 69,07 69,25 69,16
Sterlingspund ....106,80 107,10 106,95
Kanadadollar 49,22 49,38 49,30
Dönsk króna ....11,158 11,192 11,175
Norsk króna ... 10,026 10,056 10,041
Sænsk króna 9,194 9,222 9,208
Finnskt mark ....14,416 14,460 14,438
Franskur frankl ....12,677 12,715 12,696
Belglskur franki ....2,1296 2,1364 2,1330
Svissneskur franki. 51,78 51,94 51,86
Hollenskt gyllini 39,11 39,23 39,17
Þýsktmark 43,79 43,91 43,85
ítölsk líra ..0,04196 0,04210 6,244 0,04203 6,234
Austurrfskur sch ,...;.6,224
Portúg. escudo ....0,4260 0,4276 0,4268
Spánskur peseti ....0,5173 0,5191 0,5182
Japansktyen ....0,6879 0,6897 0,6888
....105,35 105,71 100,32 105,53 100,17
Sárst. dráttarr ....100^02
ECU-Evrópumynt.... 83,26 83,52 83,39
Grlsk drakma ....0,2831 0,2841 0,2836
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVtK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar