Tíminn - 10.01.1995, Síða 9
Þri&judagur 10. janúar 1995
9
UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . .
Eldur í Forsetahöllinni í Téténíu undir haröri hríö
rússneska hersins:
Téténar neita
ab gefast upp
en Grosní nan-
ast fallin
Moskvu/New York/Osló - reuter
Rússneskar hersveitir sóttu hart
aö Téténum byltingarsinnum í
umsetnu borginni Grosní í gær.
Forsetahöllin varö fyrir þungum
árásum og loguöu eldar eftir
sprengjur rússneska hersins, auk
þess sem linnulaus vélbyssuskot-
hríð var framan við höllina. Allt
aö 75 skriðdrekar bættust við her-
afla Rússanna viö átakasvæðin í
borginni í gær.
Samkvæmt Interfax og reuter-
fréttastofunni hafa Rússar nú
borgina nánast á valdi sínu og var
í gær taliö hreint tímaspursmál
hvenær Grosní yrbi á valdi þeirra.
Téténar hyggjast þó ekki gefast
upp heldur halda til fjalla ef borg-
in fellur og stunda þaöan skæru-
hernað, samkvæmt einum bar-
áttumanninum í forsetahöllinni.
Mannfall er mikiö Og er talið
ab um 300 rússneskir hermenn
hafi látist en fjöldi fallinna
Téténa var áætlaður 2.500 til
3000 manns í gærkvöldi.
Þrátt fyrir aö Boris Jeltsín, for-
seti Rússlands, hafi lofaö að hætta
loftárásum á borgina, segja Tétén-
ar að harðar loftárásir hafi staðið
linnulaust. Varaforseti Bandaríkj-
anna, A1 Gore, sagbi í gær að í
desember sl. hefði hann varaö
Jeltsín við aö ráðast inn í borgina
og stefna fjölda mannslífa í
hættu. „Ég sagði honum að þetta
yrðu hræðileg mistök," sagði Qu-
ale. Vestrænir leiðtogar hafa einn
af öðrum fordæmt aðgeröir rúss-
neska hersins og í gær hvatti
norski utanríkisráðherann Bjoern
Tore Godal Andrei Kozyrev, utan-
ríkisráðherra Rússa, til að hætta
árásum og hefja samningaviðræð-
ur við byltingaröflin í Téténíu.
Fjárhagsaðstob erlendra ríkja til
Rússa kann að vera í hættu af
þessum sökum. ■
Reynt aö komast í skjól
Vopnabir Téténar eiga fótum sínum fjör ab launa þar sem rússneskar sprengjuflugvélar sveima yfir höfbi þeirra í
hörbu áhlaupi Rússa á mibborg Crosní ígœr. Mikib mannfall er hjá bábum abilum í bardögunum.
Clinton Bandaríkjaforseti og japanski forsœtisráö-
herrann Murayma funda á morgun:
Litlar vonir
um árangur
Washington - reuter
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
og Toiichi Murayma, forsætis-
ráðherra Japans, munu hittast í
Washington á morgun til að
ræba iðnaöar- og efnahagsmál
sem oft hafa valdið ásteitingi
hjá þessum tveimur voldugu að-
ilum. Frá þessu skýrðu banda-
rísk yfirvöld í gær.
Þab eru 50 ár liðin frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síbari og á
það þátt í ab leiðtogarnir hittast
á morgun. Fjallað verður um
ýmis mál þar sem hallar á
Bandaríkjamenn í viöskiptau-
umsvifum landanna.
Sumir hafa oröiö til ab vara
við bjartsýni um árangur fund-
arins og vitna til fundar Clin-
tons við Morihiro Hosokawa,
þáverandi forsætisráðherra Jap-
ans, í febrúar í fyrra. Hvorki
gekk né rak í viðræðunum þá og
urðu afleiöingar fundarins m.a.
titringur á fjármálamörkuðum
sem veiktu stöbu dollarans.
Sprengdi upp
fjölskyldu sína
meö flugeldum
Kínverskur bóndi í Hubei lét
lífið auk dóttur og sonar þegar
ólögleg framleiösla flugelda
stóð yfir á heimili hans á
gamlárskvöld. Samkvæmt
dagblaði staðarins hafði bónd-
inn lesið sér eitthvað til um
gerð flugelda og ákvað að
kaupa sprengiefni og hefja
framleiðslu án þess að hafa til-
skilin leyfi. Síðla kvölds, 31.
desember, sprakk svo heimili
bóndans í loft upp er flugelda-
framleiöslan stóð sem hæst og
fórst hann auk tveggja barna
sinna í sprengingunni. Eigin-
kona hans og eldri dóttir lifðu
af en þær eru mikið slasaðar
samkvæmt dagblaðinu.
Fangelsismálin í Bretlandi.
Þremur föng-
um náb en aörir
þrír sluppu
Vísítala
jöfnunarhlutabréfa
London - reuter
Þremur sakamönnum tókst
VINNIN LAUGA (T)( (2Í GSTÖLUR RDAGINN 7.1.1995 ~|
l)(30) m)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 af 5 1 4.811.760
2. PSus5 í| 70.500
3. 4al5 135 6.300
4. 3 al 5 4.106 480
Heildarvinningsupphæd: 8.126.640
BIRT MED FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
aö sleppa úr bresku fangelsi í
fyrradag, aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að breska
lögreglan handtók þrjá eftir-
lýsta fanga sem struku úr einu
rammgerðasta fangelsi landsins
fyrir skömmu.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hefur legið undir
vaxandi gagnrýni fyrir bágt
ástand öryggismála í breskun
fangelsum og mun síðasti flótt-
inn ekki gera honum léttara fyr-
ir.
Fyrst komust þessi mál í svið-
ljósið á nýársdag þegar „mann-
ætunni" Frederick West tókst að
hengja sig í öryggisklefa sínum.
Því næst flúðu þrír stórhættu-
legir Iífstíðarfangar úr „Alcatraz-
fangelsi" Breta, Isle of Wight, en
nú síöast opnuðust dyr Little-
hey fangelsisins. Það er aöeins í
16 km fjarlægð frá heimili for-
sætisráðherrans. Sumir hafa
orðib til að krefjast afsagnar
innanríkisráðherra Major. ■
Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um
tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar
verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1995 og
er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100.
1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1988 vísitala 2.192
1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1989 vísitala 2.629
1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1990 vísitala 3.277
1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1991 vísitala 3.586
1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1992 vísitala 3.835
1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1993 vísitala 3.894
1. janúar 1986 vísitala 1.527 1. janúar 1994 vísitala 4.106
1. janúar 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1995 vísitala 4.130
Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1.
janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða
innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við
vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI