Tíminn - 14.02.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1995, Blaðsíða 2
2 OMiEgn'H jg| Þri&judagur 14. febrúar 1995 Tíminn spyr... Er ástæ&a til ab hafa áhyggjur af samþjöppun og hringa- myndun á svibi fjölmiblunar á íslandi? Bogi Ágústsson fréttastjóri á Ríkissjónvarpinu: „Nei ekki ab svo stöddu. Þessi nýjustu tíðindi gefa ekki tilefni til aö hafa áhyggjur af því. Ég vil frekar að farið verði í kerfis- bundna og víbtækari umræðu um fjölmibla á íslandi en tilvilj- unarkennda „upphrópunarum- ræbu", sem verður til við einhver svona tilefni." Mörður Arnason, varaformað- ur sibanefndar Blaðamannafé- lags íslands „Já það er aubvitað ástæba til þess. Það er aubvitað ekki heppi- legt að tveir þrír hringar ráði hér stærstu fyrirtækjunum. Hins veg- ar hlýtur maður aö virða þau rök DV-manna og Stöðvar tvö, ab fjölmiðlafyrirtækin verða líka að búa sig undir aukna samkeppni á landamæralausum markabi. Þessi tíðindi sýna okkur hvað þaö er mikilvægt að hafa fjölbreytt þjóöarútvarp og þá minna þau okkur vinstri menn á okkar öm- urlegu frammistöðu á þessu sviði." Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al- þýðublabsins: „Eg tek undir orö Stefáns Frið- finnssonar aö það sé kannski ekki ástæða til að hafa áhyggjur á meðan ab stórveldið Alþýðublað- iö stendur traustum fótum. Hitt er svo annab mál að þab er stað- reynd að örfáar blokkir hafa nú tangarhald á útbreiddustu og valdamestu fjölmiölum landsins og þab er vissulega ástæða til aö hafa áhyggjur af því. Það vita það allir ab fjármálamenn eru ekki í útgáfu af því að þeim þykir svo gaman aö lesa blöðin og það er engin ab ætlast til að þefr hafi hugsjónir. Þeir eru að því annars vegar til ab græba og hins vegar til ab hafa völd. Mér finnst full ástæba til að skoða lagasetningu, sem gæti reist skorbur vib um- svifum einstakra fyrirtækja og einstaklinga." Tólftíma nœturbib í Austurstrœti eftir 155 utanlandsferbum á spottprís, — og árangurinn: Því miður, allt uppselt! Márus Árnason var búinn ab bíba alla nóttina, en þegar röbin kom ab honum hafbi síbasti mibinn verib seldur. Hér má sjá hann eftir ab hafa fengib þau tíbindi. Þegar röbin koma ab Márusi var hann hinn hressasti eins og sjá má, en sú glebi varbi ekki lengi. Tímamynd: cs Tugir manna lögðu þab á sig að bíða í biðröð aðfaranótt mánu- dagsins í Austurstræti til að verða sér úti um farmiða til hinna ýmsu staba í Evrópu á sér- stökum vildarkjörum. Sam- vinnuferðir-Landsýn bubu 155 sæti til sex staöa erlendis. og verðið aðeins 7.900 krónur. Samvinnuferöir fitjubu upp á þessu nýmæli til ab fagna því ab „himnarnir hafa opnast", það er að segja að ýmis gömul ákvæði í reglugerbum varbandi flugstarf- semi og ferðalög hafa verib að týna tölunni. Það þýðir meðal annars ab nú er hægt ab bjóða verð sem ábur hefðu stangast á vib reglugerbafarganib. Því var boðib upp á 240 sæti til útlanda á hlægilega lágu verbi, 155 með beinni sölu á mánudagsmorgun, 85 fara í einskonar happdrætti. En ekki höfðu allir heppnina meb sér. Til dæmis ekki hann Már- us Árnason. Márus, 20 ára og at- vinnulaus, nýstabinn upp úr fót- broti sem hann varb fyrir í körfu- knattleik meö ÍR í nóvember, var fyrstur biöraöarfólksins til ab fá svarið: „Því miður, allt uppselt!" „Þetta var nú skondið maður. Ég var sá fyrsti sem ekkert fékk," sagði Márus, þegar Tíminn hafði sam- band við hann upp úr hádeginu í gær. Márus tók þessu létt þrátt fyr- ir allt og sá ýmislegt jákvætt við biöröðina í næturkulinu. Hann sagðist til dæmis hafa komist í skemmtileg kynni við fimm krakka á sínum aldri, en ekkert þeirra fékk ferð á afsláttarkjörum. Márus byrjaði að bíða kl. 9 á sunnudagskvöldið og var þá núm- er 68 í röbinni. Hann fékk stað fyr- ir framan Bókaverslun ísafoldar. Þegar hann komst aö afgreiðslu- boröinu hjá Samvinnuferbum- Landsýn var hann númer 40, því margir höfðu hætt biöinni upp úr miðnætti og þegar leið á nóttina, vegna kulda eða lítillar vonar um ódýra ferb. „Þetta var bara spurning um sekúndur. Ég frétti að það heföu veriö biðraðir á Hótel Sögu, Akur- eyri og Keflavík, en aðalbibröðin í Austurstrætinu. Þar var mesti möguleikinn, enda sex söluborö. Auðvitað varö ég fjandi fúll, þegar tölvan sagöi að allt væri selt. Ég brunabi út á Hótel Sögu, en þar var heldur enginn séns," sagöi Márus. Hann sagði að núna stólabi hann á ab fá vinning úr pottinum, þegar dregib verður í lok mánaðar- ins, þar eru 85 sæti til viðbótar. En ekki var biðin alveg tilgangs- laus: „Við vorum þarna krakkar, ein sex, sem mynduöum félagsskap, Gústi, Helgi, Jón Gunnar, Celesta, sem er frá Spáni, Dabba og Kata. Þetta var stuðhópur sem var vak- andi og hélt lífinu í fólki. Vib þekktumst ekkert ábur, en náðum vel saman og sungum allskonar drykkjulög. Það var gaman ab þessu þó ab ekkert okkar fengi far- miða," sagöi Márus og sagðist ekk- ert gefast upp. Framundan hjá sér væri að komast á lappirnar og í úr- slitakeppnina með ÍR, fá vinnu og safna fyrir utanlandsferð. „Fólk byrjaði að bíða hérna við dyrnar hjá okkur strax klukkan fjögur á sunnudaginn og smám saman jókst röðin. Það var ekki annað að sjá en að allir væru hressir og kátir þegar fariö var aö afgreiða fólkib," sagði Kristín Sig- urðardóttir, markaðsfulltrúi hjá Samvinnuferðum-Landsýn, þegar Tíminn ræddi við hana í gær. Hún sagði aö í biðrööinni um nóttina hefði ríkt galsi og verið spilað á gítar og sungið. Kristín benti á að ekki væri öll nótt úti. Þeir sem ekkert heföu fengiö ættu von, sem og aörir sem ekki áttu þess kost að fara í bibröð- ina á mánudagsnóttina. Enn eru 85 sæti eftir til Dublin, Kaup- mannahafnar, Óslóar, Þrándheims og Berlínar. Þeir miðar veröa settir í pott og dregið um nöfn hinna heppnu. Fólk þarf þá ab nálgast umsóknarmiba á söluskrifstofum Samvinnuferða og hjá umboðs- mönnum og nægir ab skila þeim útfylltum fyrir föstudaginn 17. febrúar. Dregið verður úr innsend- um nöfnum 27. febrúar. as Þotur Flugleiba í góbu leibi: Nánast fuku til Kaup- mannahafnar Afar hagstætt leiöi myndaðist á fiugleiðinni Keflavík-Kaup- mannahöfn í byrjun síðustu viku. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag nánast fuku Flug- ieiðaþoturnar til Kaupmanna- hafnar og farþegar komust til borgarinnar viö Sundiö á nokk- uð skemmri tíma en venjan er. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði í gær að þotur félagsins hefðu hreppt góðan byr þessa daga. Á þriðju- dag flaug þota félagsins á 2 tím- um og 24 mínútum til Hafnar. Einar sagði að meðaltalsflugtími á leiðinni væri um 2 tímar og 45 mínútur. Hins vegar hefði heimferðin þessa daga dregist á langinn um sama tíma í tals- verðum mótvindi. Ekki vitum við hvert hraða- metið er á þessari flugleib. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.