Tíminn - 21.02.1995, Blaðsíða 6
6
lísítKlÍlll&ðfiKK
Þribjudagur 21. febrúar 1995
Andatrú
í Borgar-
leikhúsinu
LEIKHUS
GUNNAR STEFÁNSSON
um við hann.
Þegar Björn skólastjóri kem-
ur svo í annab sinn, ákveður
heimafólk að þjarma að hon-
um. Þab tekst ekki betur til en
svo að þau drepa hann óvart.
Sem þau eru ab bollaleggja
hvað gera skuli við líkib, rís
kaubi upp og er þá næsta tor-
kennilegur í hreyfingum og
tali. Enda kemur í ljós að þetta
er andi einhvers stabar utan úr
ómælinu sem skreppur í
Borgarleikhúsib: FRAMTIÐARDRAUC-
AR. Höfundur og leikstjóri: Þór Tulini-
us. Leikmynd: Stígur Steinþórsson.
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdótt-
ir. Tónlist: Lárus Halldór Crímsson.
Lýsing: Elfar Bjarnason. Frumsýnt á
Litla svibi 16. febrúar.
Þetta leikrit gerist undir
miðja næstu öld. Amma er að
segja barnabörnunum sögu frá
æsku sinni (auðvitað í gegn-
um fjarskipti), frá því þegar
hún var ung í dópi og svindli í
byrjun 21. aldar. — Nú kemur
endurlit og þab er leikritið.
Við erum stödd á ótótlegu og
skítugu heimili þar sem hafast
við systkinin Gunna og Siggi
og svo Jói, sem er eins konar
kærasti Gunnu en heldur þó
hálfpartinn að hann sé
hommi. Þau eru á skilorði og
eiga á hættu ab lenda í grjót-
inu ef þau verða tekin aftur.
Siggi er sérstakur ræfill og
dregur öðru hverju heim ein-
hverjar stelpudruslur. Gunna
vinnur þeim inn peninga með
því að leika miðil og nýtur í
því starfi aðstoðar gamals ætt-
fræbirita, sem Jói hefur komist
yfir. Allt er þetta mjög nútíma-
legt, nei auðvitað framtíma-
legt, og heyrist það glögglega á
málfari fólksins, því að það
talar mikla ensku, segir lát-
laust „fúck", „okay" og annað
slíkt. í innganginum, þegar
amma kemur á sviðið, má
raunar heyra að íslenska er
orðin réttlægra mál í landinu.
Jæja, hvað halda menn svo
að gerist? Ekki annað en það
að á fund Gunnu miðils kem-
ur gamall kunningi, Björn
skólastjóri, öðru nafni Bjössi
magapína, sem er gamall
kennarasadisti sem ungmenn-
in eiga grátt að gjalda. Það er
ekki nóg með það að hann léti
Jóa hýða stelpu í skólanum
sem braut af sér, heldur lét
hann einhvern strák sleikja
upp ælu úr sjálfum sér og
neyddi Gunnu til samræðis
við sig, að því er seinna er
upplýst. — Gunna kemur
Bjössa þegar í stað í samband
við mömmu sína, sem vandar
Bangsímon á Selfossi
Leikfélag Selfoss frumsýndi fyrir
helgina barnaleikritið „Bang-
símon". Leikritið er gert af Peter
Snickars eftir fallegri barnasögu
eftir A.A. Milne, og fjallar um
Jakob, dreng sem lendir í ýms-
um ævintýrum með vinum sín-
um, þeim Tígra, Grislingi, Kan-
inku, Asnanum og auðvitað
Bangsímon. Saman fara þau í
rannsóknarleiðangur í skógin-
um, gera tilraun til að veiða
Skolladynk, og reyna að hressa
Asnann vib, en hann er í fýlu,
eins og venjulega, jafnvel þótt
hann eigi afmæli.
Leikfélagsmenn eru stoltir að
segja frá því, aö bæði þýðand-
inn, Sigríður Karlsdóttir, og leik-
stjóri sýningarinnar, Katrín I.
Karlsdóttir, eru félagar í Leikfé-
lagi Selfoss. Þetta er frumflutn-
ingur á íslandi, en leikritið var
fyrst sýnt í Sænska leikhúsinu í
Ábo í Finnlandi.
Mibaverði er stillt í hóf til að
sem flestir hafi tök á að sjá sýn-
inguna, aðeins 700 kr. miöinn,
bæði fyrir börn og fulloröna.
Fallegt barmmerki meb mynd af
Bangsímon fylgir hverjum að-
göngumiða. Þá er boðib upp á
afslátt fyrir stærri hópa.
Auglýsingar um sýningar
verða í héraðsfréttablöðunum.
Cubrún Asmundsdóttir (amman) og jóhanna jónas (Gunna) í Framtíbardraugum.
skrokk Bjössa. Andi þessi gerir
nú heimafólki kosti: annað
hvort skuli þau í grjótið eða
taka til að gera upp trillu og
stunda sjóinn! Og auðvitað
taka þau síbari kostinn.
Ég held það sé ekki ástæða
til ab rekja þessi ósköp lengra,
þeir sem áhuga hafa á efninu
geta keypt sér miða í Borgar-
leikhúsinu. Ég verð hins vegar
ab viðurkenna að ég hafði tak-
markaða ánægju af samsetn-
ingi Þórs Tuliniusar, litlu meiri
en hinu unglingaleikritinu,
því sem Anton Helgi setti sam-
an og er víst enn verið ab
sýna, Ófælna stúlkan. Ab vísu
mátti skemmta sér yfir ein-
stöku atriðum, aðallega vegna
góðrar frammistöðu leikar-
anna.
Nefni ég þar fyrsta Jóhönnu
Jónas sem leikur Gunnu og
síðan Árna Pétur Guðjónsson
sem leikur Björn og andann í
skrokki hans. Jóhanna er mjög
fær leikkona, hefur sterka nær-
veru á sviði og sérstakan stíl í
látbragðsleik sem nýtur sín vel
hér, persónan verbur lifandi í
mebförum. — Látbragðsleikur
Árna Péturs er ekki síðri, en
hlutverkið er harla furbulegt
frá höfundarins hendi og eng-
um leikara hent að vinna vit
úr því.
Björn Ingi Hilmarsson skilar
líka einkar góðu verki í hlut-
verki Jóa. Björn Ingi er að
springa út sem leikari upp á
síðkastið og fær æ betri færi á
ab sýna hvað í honum býr. —
Ellert Ingimundarson túlkar
ólánlegt hlutverk Sigga á full-
nægjandi hátt. Þá eru ótaldar
Guðrún Ásmundsdóttir sem
leikur ömmuna og er afskap-
lega ömmuleg, og Sóley Elís-
dóttir sem leikur ýmsar fylgi-
konur Sigga sem allar eru eins,
nema hvab manni bregður í
brún þegar sú síðasta tekur
upp skammbyssu, skýtur upp í
loftið og bregöur svo Gunnu í
handjárn. En það reynist ekk-
ert að marka!
Tónlist Lárusar Grímssonar
setti góðan svip á sýninguna.
Leikmyndin var ekki mjög
hugmyndarík og búningar
hefðu mátt vera enn fríkaðri,
ef vib gefum okkur að allt
verði fjarskalegra á næstu öld.
Það er vandséð hvað Þór
Tulinius er að fara í þessu
verki. Öðrum þræði er þetta
barnalegur farsi, skrípaleikur,
eins og efnisrakningin gefur
til kynna. Hins vegar virðist
vaka fyrir höfundi eins konar
sibferðisprédikun. Þessir bless-
aðir smákrimmar og dópistar
fá leiðsögn frá öbrum heimi til
að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Og aðferðin er sú að fara út í
trilluútgerð, sem virðist vera
orðin býsna blómleg hjá Jóa
um þab er lýkur. Og hinn
drepni og upprisni Björn
skólastjóri virðist orðinn mun
skárri í lokin og á leið í heims-
reisu með frúnni!
Sýningin var mikils til of
löng og einstök atriði detta
dauð niður vegna hægrar
framvindu, hvað sem líður æs-
ingi og enskum fúkyrðum í
orðræðum. Ég gæti trúað ab í
höndum annars leikstjóra
hefði þetta orðið lánlegra; það
er áreiðanlega betra að ein-
hver annar en höfundur fari
höndum um nýtt leikrit, því
betur sjá augu en auga.
Það er gott og gilt ab sýna ís-
lensk unglingaleikrit, en ekki
virðist björguleg framleiðsla á
slíku ef þetta og Ófælna stúlk-
an teljast bera af. Án þess aö
fara nánar út í það hér sýnist
mér oröið óhjákvæmilegt að
spyrja alvarlegra spurninga
um þá listrænu stefnu sem
Borgarleikhúsið hefur markað
sér. Amerísk músíköl, eld-
gamlir farsar og vanburða ís-
lenskir unglingaleikir, þetta
hefur sett mestan svip á verk-
efnalistann undanfarin leikár.
En er það slíkt og þvílíkt sem
við viljum að hið vel búna
leikhús okkar Reykvíkinga
bjóði einkum upp á? ■
Söngleikurinn West Side Story sýndur í Þjóöleikhúsinu:
Æfingar vel á veg komnar
Nú styttist í frumsýningu
Þjóbleikhússins á söngleikn-
um West Side Story, Sögu úr
vesturbænum, og eru æfing-
ar í fullum gangi.
Þessi heimsfrægi söngleikur
er nú í fyrsta sinn sýndur á ís-
lensku leiksvibi, en West Side
Story þótti á sínum tíma
marka tímamót í vestrænni
söngleikjahefð, ekki síst fyrir
frábær dansatriði og hrífandi
tónlist Leonards Bernstein.
Efnib þótti um margt óvenju-
legt, sögusvibið er götur amer-
ískrar stórborgar þar sem götu-
klíkur takast á og innflytjend-
ur reyna að finna sér fótfestu í
nýju umhverfi. Mitt í blóðug-
um átökum og kynþáttahatri
fella ung stúlka og ungur mab-
ur hug saman og harmsagan
um Rómeó og Júlíu endurtek-
ur sig.
Saga úr vesturbænum verbur
frumsýnt á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins 3. mars. ■
Frá æfingu í
síbustu viku.