Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. febrúar 1995 3 Seblar og mynt í umferb jukust um 20% í fyrra: Tékkanotkun minnkaði um 150 milljarða Útgefnum tékkum fækkaöi um meira en fjóröung í fyrra, eöa um rúmlega 7,6 milljónir tals- ins. Með því hefur fólk sparað sér um 82 milljónir í kaup á 303 þúsund tékkheftum og annab eins í úttektargjald. Fjárhæbin sem valt um ávísanareikninga lækkaði um rúma 150 milijaröa króna, eba um 13% frá árinu áður. Samdrátturinn varb fyrst og fremst á síöari hluta ársins. Debetkortin hafa leyst tékkana af hólmi að hluta til. En rúmlega 20% aukning varð einnig á seðl- um og mynnt í umferð. Vonir bankastjóra um ab fólk færi í stór- um stíl ab staðgreiða með debet- kortunum í stað þess að borga með kerditkortum hafa hins veg- ar brugðist. Því kreditkortanotk- un jókst um 4% á árinu og ein- mitt sýnu mest (7%) á síðasta fjórðungi ársins. Nærri 38 milljarðar króna velta varð með debetkortum, eöa sem svarar fjórðungi þess sem tékka- veltan minnkaði. Færslur með de- Samtök um abskilnab ríkis og kirkju: Trúfrelsið inn í mannrétt- indakaflann betkortum voru tæplega 3,2 millj- ónir á árinu. Meðalúttektin hefur því verið tæplega 12 þúsund kr. Notkun debetkorta erlendis var sáralítil í fyrra, eða aðeins 0,5% heildarúttekta. Rúmlega 58,3 milljarðar króna rúlluðu gegnum kreditkortin í fyrra, sem var rúmlega 2,1 millj- arða aukning frá árinu áður. Færslur voru 17,4 milljónir í fyrra, sem var tæplega 5% fjölgun milli ára. Meðalgreiðsla með kreditkorti innanlands var kring- um 3.000 kr. í fyrra. Fjórfaldur munur á kreditgreiðslu og debet- færslu skýrist m.a. af því að debet- kortin eru mjög mikið notuð til peningaúttekta úr hraðbönkum. Af veltu kreditkortanna voru tæplega 8,2 milljarðar erlendis (14% heildarveltunnar). Aukn- ingin var heldur meiri þar en heima (rúmlega 6% milli ára). Sérstaka athygli vekur mikil aukn- ing á síðustu mánuðum ársins. Notkun kreditkorta erlendis var rúmlega 2,6 milljaröar á síðasta ársfjórðungi, sem er hátt í þriðj- ungur af allri veltu ársins og um 14% aukning frá sama ársfjórð- ungi árið ábur. Samtals hafa þannig rösklega 96 milljaröar króna farið um kortareikninga landsmanna á síð- asta ári, eba sem svarar um 1.446.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu að meðaltali. ■ Tónsmiöurinn Hermes (Cubni Franzson) leikur listir sínar. Tímamynd cs Tónsmiöja í Gerbubergi: Klassík fyrir börn Fyrstu tónleikar Tónsmiðju Guðna Franzsonar klarinettuleik- ara í Gerðubergi voru haldnir 19. febrúar sl. Á tónleikunum blés Guðni, sem kom fram í gervi tón- smiðsins Hermesar, í ýmis hljóö- færi og lék Þorsteinn Gauti Sig- urðsson á píanó. Hluttekning tónleikagesta, sem voru á aldrinum þriggja til tíu ára, reyndist í meira lagi miðað við það sem gerist og gengur meðal gesta á tónleikum í Gerðubergi og ætla þeir félagar að endurtaka dagskrána í sömu uppfærslu sunnudaginn 26. febrúar, kl. 15. í deiglunni er að gera klassískt tónleikahald fyrir börn að föstum lið í starfsemi Menningarmiðstöðv- arinnar og hefur Guðni umsjón með fyrstu tónleikaröðinni. Tón- smiðjan hefur aö markmiði að glæða áhuga barna á tónlist, virkja þau til að greina tóna og veita áhrif- um þeirra eftirtekt. Hlutverk tónsmiðsins Hermesar í dagskránni er táknrænt og er hug- myndin aö honum fengin að láni hjá Forngrikkjum. í grískum goð- sögnum segir frá því þegar guðinn Hermes smíðar sér sitt fyrsta hljóð- færi úr skjaldbökuskel og sauða- görnum og uppgötvar að tónarnir búa yfir töfrum sem gera honum kleift aö hrífa með sér og breyta hugarástandi þeirra sem verða þess aðnjótandi að heyra hann spila. Tónsmiðurinn fetar á leikrænan hátt í fótspor nafna síns ásamt Þor- steini Gauta Sigurðssyni, píanóleik- ara, næstkomandi sunnudaga. Fernir tónleikar verða haldnir í Gerðubergi í febrúar og mars og mega íbúar Breiðholts og nærliggj- andi byggöa búast við að heyra ívið margbreytileg hljóð berast frá hús- inu umrædda sunnudaga kl. 15 til 15.40. Miðaverð er kr. 500 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nýlega var aðalfundur Samtaka um abskilnab ríkis og kirkju (S.A.R.K.) haldinn í Reykjavík þar sem kjörin var stjórn og samþykkt ályktun er varöar trúfrelsi og mannréttindaákvæöi stjórnar- skrárinnar. í ályktun aðalfundarins er á þab minnt að 22 þúsund manns, eða 8.2% þjóðarinnar, séu ekki í þjóðkirkjunni og tímabært sé að virða mannréttindi þessa fólks, svo og vilja þeirra sem telja að ríki og kirkja eigi ekki samleib. Þá er þess krafist að ákvæði um trú- frelsi verði færð í mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar, að 62. grein hennar verði felld brott og að 3. og 4. málsgrein 64. greinar stjórnarskrárinnar verbi einnig felldar brott. ■ Flugleiöamenn vestra bjartsýnir. Steinn Logi Björnsson, svceöisstjóri á vestursvœöinu spáir: 10-15% árles aukning farþega til aldamóta „Þjóöverjar þekkja nokkuð til íslands og eru almennt já- kvæbir gagnvart landinu. Hér vestanhafs er þekking á Islandi nánast engin og kynningar- og markaðsstarf lýtur því nokkuð öbrum lög- málum," segir Steinn Logi Vöruskipti vib útlönd 1994: Hagstæö um 20 milljarða Á síbasta ári voru fluttar út vör- ur fyrir 113,6 milljaröa króna en inn fyrir 93,2 milljarða króna fob. Vöruskiptajöfnuöur vib útlönd var því hagstæður um 20,3 milljarða króna en árib áður voru þau hagstæð um 12,7 milljaröa króna á föstu gengi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands voru vöruskipti viö útlönd hagstæð í sl. jólamán- uöi um 2,2 milljarða. í þeim mán- ubi voru fluttar út vörur fyrir 10,9 milljaröa en inn fyrir 8,7 millj- arba króna fob. Á sama tíma 1993 voru vöruskiptin hagstæb um 0,8 milljarða á föstu gengi. Þá var verðmæti vöruútflutn- ings 14% meira á föstu gengi 1994 en 1993. Sjávarafurðir voru 76% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 9% meira en árib þar á undan. Verðmæti útflutts áls var 25% meira en árið áður og kísiljárns 8% meira. Heildarverðmæti alls vöruút- flutnings á sl. ári var 7% meira á föstu gengi en árið áður. Inn- flutningur sérstakrar fjárfestingar- vöru varð í heild nær tvöfalt meiri en árið áður, einkum vegna aukn- ingar í innflutningi skipa. ívið meira var flutt inn vegna stóriðju en heldur dró úr olíuinnflutningi miðað við 1993. Að frátöldum innflutningi sér- stakrar fjárfestingarvöru reyndist annar vöruinnflutningur vera 7% meiri á föstu gengi en 1993. Þar af jókst innflutningur á matvöru og drykkjarvöru um 8%, innflutn- ingur á fólksbílum dróst saman um 2%, innflutningur á annarri neysluvöru var 3% meiri en 1993 en innflutningur annarrar vöru jókst um 9% árib 1994. ■ Björnsson, svæðisstjóri á vestursvæbi Flugleiða, í við- tali vib Flugfréttir. Hann hefur endurskipulagt sölu- starfið vestra og menn eru bjartsýnir á söluna í ár og aílt til aldamóta. Athyglisverð breyting hefur orðið á flugi Flugleiba milli Evrópu og Ameríku undanfar- in ár eba allt frá því að endur- uppbygging þess flugs hófst eftir mikinn samdrátt 1987- 1988. Áður hafði mest verið flogið á sumrin, þrefalt tíðar en að vetri til. Núna er staðan sú ab tiltölulega lítill munur er á flugtíðninni sumar og vetur. Fólk er farið að ferðast að vetri til og þetta þýðir betri nýtingu á tækjum og mannskap allan ársins hring. Steinn Logi segir ab gera megi ráb fyrir 10% aukningu á vestursvæðinu á þessu ári og 10-15% aukningu á ári til alda- móta. Þegar Flugleiðir höfðu hvað mest umleikis á Ameríkusvæð- inu komu 37% farþega þaðan. Á samdráttarárunum fyrir 5-6 árum var verulega dregið úr vesturfluginu og hlutur vest- ursvæbis í farmiðasölunni hrapaði nibur í 13%. Síðan hefur salan verið að Steinn Logi Björnsson: Bandaríkja- menn vita nánast ekkert um ís- land, öfugt vib Þjóbverja. smáaukast og var komin í 23% árið 1993. Hafi menn haldib að banda- rískir ferðamenn skipuleggi sig löngu fram í tímann, þá er það misskilningur. „Það er staðreynd að Banda- ríkjamenn bóka sínar feröir seint. Megnib af sætum á lægstu gjöldum er því oft upp- selt þegar markaburinn hér tekur við sér," segir Steinn Logi Björnsson. ■ Sérstök nefnd skobabi fram- tíbarrekstur menningarhúsa í mibbœnum m.a. fyrirhugab húsnœbi Borgarbókasafns í Abaistrœti 6: Aukið húsnæði verði tryggt Nefnd sem hefur skoðað og gert tillögur um framtíðarrekstur menningarhúsa í mibbænum hefur komist að þeirri niður- stöðu að til ab hægt verði að flytja aðalsafn Borgarbóka- safnsins í fyrrum húsnæði Morgunblabsins í Abalstræti 6, sé nauðsynlegt að festa kaup á meira húsnæði, auk þess sem æskilegt sé að koma á maka- skiptum á öðru húsnæbi. Húsnæðið sem borgin keypti af Morgunblaöinu var hluti 1. og 2. hæðar hússins, auk hluta kjallara og þakhæðar. Nefndin segir það alveg ljóst að þetta húsnæbi dugi, auk þess sem borgarbókavörður telur þak- hæðina mjög óhentuga fyrir starfsemina. Reykjavíkurborg á forkaupsrétt að eignarhluta SÍF, sem er á 3. hæð og er um 516 fermetrar og er til sölu, en þegar liggur fyrir kaupptilboð frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að fjárhæð 47 milljóna. Þab ku borginni þykja of hátt verb fyr- ir eignina. Tryggingamiöstöðin á hluta 1. og 2. hæbar á móti Reykja- víkurborg og leggur nefndin til ab kannaður verði möguleiki á makaskiptum viö Trygginga- mibstöbina, þar sem eignar- hluti borgarinnar á þessum hæbum, sé „andlitslítill", mib- að við þjónustuhlutverk safns- ins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.