Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. febrúar 1994 5 Einar Karl Haraldsson: Hvoru megin er mibjan? Reykjavíkurlistanum tókst ágætlega upp í borgarstjórnar- kosningunum í fyrra. Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur verið gott á kjör- tímabilinu. Fyrrverandi félags- málaráðherra gekk til liðs við stjórnarandstöðuna, vegna þess að hann þoldi ekki lengur misréttisstefnu ríkisstjórnar- innar. Við þessar aðstæður, sem upp voru komnar á sl. ári, var mikill.almennur áhugi um allt land á því að félagshyggju- flokkar tækju höndum saman gegn stjórn íhalds og krata. Alþýðubandalagiö fylgdi þessum áhuga eftir með því að leita hófanna um samstarf. Hið sama gerði hópur óháðra einstaklinga, sem vildi sam- einingu krafta félagshyggju- flokka til þess að verja velferð og atvinnu. Formaður Alþýðu- bandalagsins taldi að margs- konar form á samstarfi kæmi til greina og lagði meðal ann- ars til að gefin yrði út yfirlýs- ing fyrir kosningar um sam- starf að þeim loknum, gerð yrði sameiginleg kosninga- stefnuskrá, samið uppkast að stjórnarprógrammi eða lýst yf- ir vilja til óformlegs eða form- legs samstarfs í kosningunum. Þá kom í ljós að enginn annar vildi binda sig í samstarfi fyrir kosningar. Viku sér undan Jóhanna var ekki til í sam- starf við Alþýðubandalagið og óháða nema Kvennalistinn kæmi með. Kvennalistinn sagði þvert nei við öllu sam- starfi og Framsóknarflokkur- inn var ekki til viðtals um eitt né neitt. Hann var hvorki til- búinn til að ræða hugmyndir að stjórnarprógrammi, sam- eiginlega þætti í kosninga- stefnuskrám, yfirlýsingu um samstarf að kosningum lokn- um né annað sem gæti gefið kjósendum ákveðnar vísbend- ingar um hug stjórnarand- stöðuflokka til stjórnarmynd- unar að kosningum loknum. Merkilegt var að fylgjast með tilburðum annarra stjórnar- andstöðuflokka við að víkja sér undan fyrirheiti um vinstri stjórn. Kvennalistinn kvað upp úr um það að hann væri ekki fé- lagshyggjuflokkur heldur kvenfrelsisflokkur, hvorki til vinstri né hægri. Þjóðvaki var hvorki til vinstri né hægri, og heldur ekki eindregið á félags- hyggjuvæng. Framsóknar- flokkurinn lagði áherslu á það að hann væri miðjuflokkur. Af stað fór umræða, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hélt vak- andi, að eiginlega væri félags- hyggjan svo lobið og óskil- greint hugtak að það væri ónothæft í pólitík, og þó er hún ekkert óskýrari kostur heldur en vinstri og hægri. Með hugtakinu vinstri er oftast átt við að þeir, sem að- hyllast vinstri stefnu, vilji vel- ferð allra landsmanna og hyggist breyta og jafna valda- hlutföll, eignaskiptingu og launakjör. Meb félagshyggju er þá venjulega átt við að vinstrisinnar vilja beita sam- takamætti almennings og fé- lagslegum ráðstöfunum til þess að tryggja framkvæmd markmiða sinna, og reiði sig VETTVANGUR ekki aðeins á hina ósýnilegu hönd markaðarins. Miðjumenn skulu þeir heita Þegar kom að því í fyrra- haust að tengjast tryggða- böndum fyrir nýja vinstri- eba félagshyggjustjórn, þá keppt- ust Framsóknarflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki við að skilgreina sig frá henni og vildu hvorki kannast við vinstristefnu né félagshyggju. Alþýðubandalagið gafst hins vegar ekki upp við ætlan sína, heldur býður nú fram ásamt óháðum einstaklingum, sem eru til vinstri og vilja breyta. Það er réttur hverrar stjórn- málahreyfingar að skilgreina sig sjálf. Framsóknarmenn eiga rétt á því að vera kallaðir miðjumenn, ef Halldór Ás- grímsson, formabur flokksins, leggur áherslu á þá skilgrein- ingu, alveg eins og þeir verð- skulduðu vinstrinafnbótina þegar forveri hans, Steingrím- ur Hermannsson, hafði vinstraflaggið á lofti. Þetta er kjarni málsins og.framsóknar- menn geta ekki komiö rétt fyr- ir kosningar og kveinað yfir því að vera kallaðir miðju- menn, eins og þeir sögðu í haust að þeir vildu láta kalla sig. Miðjupólitík Framsóknar- flokksins í formennskutíð Ól- afs Jóhannessonar þótti all- langt til hægri. Nú er það spurningin, hvort miðja Hall- dórs reynist vera til hægri eða vinstri? Höfundur er framkvæmdastjóri Al- þýbubandalagsins. Frumvarp til laga um misskilning Nú hillir undir þinglok og gott ef ekki kosningar að auki. Eins og oft vill verða, þegar þannig stendur á, bíður fjöldi lagafrum- varpa afgreiðslu á Alþingi. Mál eru því afgreidd meb hraði og því miður stundum án æskilegrar umræðu, bæbi á þingi og úti í þjóðfélaginu. Meðal frumvarpa, sem til stendur að hasta í gegnum Al- þingi nú í vikunni, er frumvarp til tóbaksvamarlaga. Þetta er nokk- uð viðamikið frumvarp og að ýmsu leyti ágætt til síns brúks, enda tilgangurinn með flutningi þess sá, að stemma stigu við tób- aksnotkun. Munu flestir sammála um ágæti slíks tilgangs, meira að segja einnig við sem reykjum. Hitt er svo annað mál, að í viss- um atriðum frumvarpsins er svo að sjá sem höfundar þess fari of- fari, eða séu jafnvel ekki alveg með það á hreinu um hvað málið snýst. í þessu sambandi læt ég mér nægja aö fjalla um fyrri málsgrein 13. greinar frumvarps- ins, en hún hljóðar svo: „Smásala á tóbaki er ekki heimil nema í matvöruverslunum, í sælgætis- verslunum og á veitinga- og gisti- stöðum." Samkvæmt athugasemdum, sem frumvarpinu fylgja, er til- gangur þessarar reglu sá, aö spyrna á móti offjölgun smásölu- staða tóbaks. Vitanlega væri þetta hið besta mál,' ef ekki vildi svo til að yfir- gnæfandi meirihluti allrar smá- sölu tóbaks fer einmitt fram í matvöru- og sælgætisverslunum. Að vísu gerir frumvarpið ráð fyrir banni gegn því aö tóbak sjáist á smásölustöðum. En það kemur ekki í veg fyrir það að allir viti af því. Því er það ákvæði frumvarps- ins harla haldlítiö. í áðurnefndum athugasemdum kemur einnig fram, að smásölu- staðir tóbaks hér á landi séu um sjöhundruð að tölu. Þar af er ein tóbaksverslun, þ.e.a.s. verslun þar sem nær eingöngu er selt tób- ak og fylgihlutir þess, svo sem pípur, vindlahulstur o.s.frv. Ekki veit ég, hversu stór hluti af heildarsölu tóbaks á íslandi fer í gegnum þessa einu verslun. Þó þykist ég vita, aðþar sé um smá- muni að ræða. Eg fæ því með SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON engu móti skilið, að lögskipuð lokun þessarar verslunar geti orð- ið til þess að draga úr reykingum. Raunar tel ég, að höfundar tób- aksvarnarfrumvarpsins hafi ein- faldlega hugsað þetta atriði út frá röngum sjónarhóli. í áðurnefndri athugasemd við 13. grein frum- varpsins láta þeir þess getið méð sýnilegri vandlætingu, að tóbak sé m.a. selt á bensínstöðvum og myndbandaleigum. Og mikið rétt, menn geta ekki notað tóbak til að knýja ökutæki sín. Það er einfaldlega ekki eldsneyti og því ástæðulaust að selja það á bensín- stöðvum. - ^ Eins hygg ég, að hverjum heil- vita manni sé ljóst að tóbak telst ekki til myndbanda og því jafn ástæðulaust að selja það á mynd- bandaleigum eins og t.d. á bóka- söfnum. En hvers vegna í ósköpunum á þá eftir sem áður að heimila tób- akssölu í matvöruverslunum og sælgætisbúðum? Hér er um að ræða stjórnarfrumvarp, sem fengið hefur afgreiðslu bæði í heilbrigðismálanefnd Alþingis og tóbaksvarnarnefnd. Ég þykist vita, að ekki sé að finna nokkurn sómasamlegan tóbaksmann í tóbaksvamarnefnd. En aö bæði heilbrigðisráðherra og allir full- trúar í heilbrigðismálanefnd Al- þingis skuli athugasemdalaust flokka tóbak með matvælum og sælgæti, það er ofvaxið mínum skilningi. Vilji menn með raunhæfum hætti stuðla að minnkandi notk- un tóbaks í landinu, þá á vitan- lega að leiða það í lög að smásala þess verði bönnuð, nema í sér- stökum tóbaksverslunum, sem aðeins hafi opið á almennum verslunartíma, eins og gert er í einu tóbaksbúð landsins. Og megi hún lengi lifa! ■ FOSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES AÐ FARGA GUÐSGJÖFINNI Loksins hafa yfirvöldin viðurkennt að stórum hluta sjófangs er fleygt aftur í hafið vib fiskveiðar umhverfis landib. Árum saman hafa ærlegir sjómenn bent á þessa sóun og hlot- ið fyrir skömm í hattinn hjá sægreif- um og verndurum þeirra í landi. Nú er athæfið loksins stabfest og meira að segja skráb á spjöld þing- sögunnar. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsrábherra hefur smíbab frum- varp til laga um bann vib ab fleygja sjávarafla í hafib og á þakkir skildar fyrir vikib. Ab farga sjófangi vib fiskveibar er svartur blettur á íslensku þjóbfélagi og mál ab linni. En meb því er ekki öll sagan sögb: íslendingarfarga matvælum víbar en til sjós og því mibur eru dæmin mörg þar ab lút- andi: Framleibendur matvæla farga birgbum sínum til ab halda uppi verbi og rýma fyrir nýjum birgbum. Dilkakjöt hefur verib urbab í tonna- tali á öskuhaUgum Reykjavíkur og bílhlöss af tómötum hafa fundist þar líka. Flári dæmi eru fyrir hendi. Matvæli eru dýr hér á landi og allt of dýr. Bæbi vegna of mikils kostnabar vib ab framleiba mat og vegna óhagstæbra innkaupa fyrir fámenna þjób. Ab ógleymdum matarskatti. Verbi á matvælum er haldið uppi í skýjunum meb óhóf- legum virbisaukaskatti, en skatt- lagning matvæla er andstæb þeim markmibum sem menningarþjóbir hafa sett sér. Landsmönnum veitir ekki af þeim matvælum, sem þjóbin getur framleitt, og lágt matarverb er eina raunhæfa kjarabótin. Ef matvæli hrannast upp hér á landi, er sjálfsagt ab fólkib fái sjálft ab njóta þeirra frekar en farga þeim: Kaupa matinn á lægra verbi á uppbobi eba á annan hátt og fá hann jafnvel ab gjöf, ef annab bregst. Of mörg íslensk heimili hafa því mibur ekki úr miklu ab spila um þessar mundir og aukabiti kemur sér vel á þeim bæjum. Á sama hátt má nýta hvert bein og hvern ugga, sem dreginn er úr sjó, og allar lausnir eru betri en ab fleygja heil- um matvælum. Pistilhöfundur flutti á sínum tíma frumvarp til laga á Alþingi um bann vib ab farga matvælum og mælti fyrir því á tveim löggjafarþingum í röb. Þar sagbi mebal annars ab meb allan sjávarafla skyldi koma ab landi, ab viblögbum sektum og missi veibileyfa, en fangelsi vib ít- rekub brot. Abrir þingmenn kvöddu sér ekki hljóbs af því tilefni og sökn- ubu menn sárlega Þorsteins Páls- sonar, formanns Sjálfstæbisflokks- ins, í pontu. En betra er seint en aldrei og rétt ab eggja rábherrann lögeggjan ab láta ekki deigan síga. Matur er gubsgjöf. íslendingar mega aldrei gleyma þeim sann- leika, þó ab þjóbin hafi næstum nóg ab bíta og brenna um stundar- sakir. Stutt er síban matur var mun- abur hér á landi og skammtaður alla daga nema á jóladag. Margt eldra fólk man því tfmana tvenna og enginn veit hvab framtiðin ber í skauti sér: Sult eba sabning. Aub- lindir þjóbarinnar eru ekki óþrjót- andi gnægtarbrunnar og eybist sem af er tekib. Ab fleygja mat er ab fleygja sjálfri gubsgjöfinni og margur hefur verib typtabur fyrir minni sakir hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.