Tíminn - 02.03.1995, Side 5
Fimmtudagur 2. mars 1995
mre—t.._
WflHWl
5
Guömundur Jónas Kristjánsson:
Miðjan er skynseminnar megin!
Einar Karl Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins, skrifar grein í Tíman-
um þann 24. febrúar sl. undir
fyrirsögninni „Hvoru megin er
miðjan?" Hann hefur grein
sína á því að lofsyngja Reykj-
avíkurlistann svokallaða og
vísar til ummæla formanns Al-
þýðubandalagsins frá í sumar,
að mynduð yrði breiðfylking
svokallaðra félagshyggjuafíá
gegn núverandi ríkisstjórn.
Þ.e.a.s. R-lista módelið ætti að
uppfæra á landsvísu'gegn nú-
verandi ríkisstjórn. Einar Karl
víkur í því sambandi einkum
orðum sínum að Framsóknar-
flokknum, sem hann segir að
hafi sýnt samfylkingarhug-
sjónum Ólafs Ragnars lítinn
áhuga.
Framsóknarflokkurinn legði
nú mikla áherslu á þá skilgrein-
ingu, að hann væri miðjuflokk-
ur en ekki vinstriflokkur, og gef-
ur í skyn að hjá Framsókn hafi
orðið áherslubreyting eftir að
Halldór Ásgrímsson tók við for-
mennsku.
Og Einar Karl lýkur grein
sinni með þessum orðum:
„Miðjupólitík Framsóknar-
flokksins í formennskutíð Ólafs
Jóhannessonar þótti alllangt til
hægri. Nú er það spurningin,
hvort miðja Halldórs reynist
vera til hægri eða vinstri?"
Vandræbagangur
Það er ekki nema eðlilegt að
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins sé orðinn dálítið
ruglaður á hugtökunum
vinstri og hægri, í öllu því
mikla umróti sem nú hefur
gerst í heimspólitíkinni í dag,
þ.á m. hér uppi á íslandi. En til
að fela vandræðaganginn hjá
forverum marxískra hug-
mynda á íslandi, þá er ráðist á
Framsóknarflokkinn fyrir
hans raunsæju mibjupólitík
gegnum árin, og spurt hvom
megin sú miðja sé. En ef
miðjupólitík Framsóknar-
flokksins er eitthvað óljós í
augum þeirra alþýðubanda-
lagsmanna, hvað má þá segja
um hina endurunnu vinstri-
stefnu Alþýðubandalagsins
sem það boðar nú í komandi
alþingiskosningum, ásamt
hópi óháðra í pólitík? Skyldi
hún ekki vera miklu fremur
óljós og ruglingsleg?
VETTVANCUR
„En til að fela vandrceða-
ganginn hjá forverum
marxískra hugmynda á ís-
landi, þá er ráðist á Fram-
sóknarflokkinn fyrir hans
raunsœju miðjupólitík gegn-
um árin, og spurt hvoru
megin sú miðja sé. En ef
miðjupólitík Framsóknar-
flokksins er eitthvað óljós í
augum þeirra alþýðubanda-
lagsmanna, hvað má þá
segja um hina endurunnu
vinstristefhu Alþýðubanda-
lagsins sem það boðar nú í
komandi alþingiskosning-
um, ásamt hópi óháðra í
pólitík? Skyldi hún ekki
vera miklu fremur óljós og
ruglingsleg?"
Miöjustefna Fram-
sóknarflokksins
Það er rétt sem Einar Karl Har-
aldsson segir, að núverandi for-
maður Framsóknarflokksins hef-
ur lagt áherslu á að skilgreina
Framsóknarflokkinn sem miðju-
flokk en ekki vinstriflokk í ís-
lenskum stjórnmálum. Þarna er
formabur Framsóknarflokksins
aðeins að gera skyldu sína í upp-
hafi kosningabaráttu, og þarf
þessi miðjuskilgreining í raun
engum að koma á óvart, allra síst
hérlendum sósíalistum. Því að
Framsóknarflokkurinn hefur
nefnilega ætíð barist gegn er-
lendum óraunsæjum ismum í ís-
lenskri pólitík, hvort sem þeir
hafa verið af sósíalískum eba
kapítalískum toga. Framsóknar-
flokkurinn hefur ætíð verið mál-
svari blandaðs hagkerfis á ís-
landi, og stutt það rekstrarform
sem best hefur þótt henta ís-
lenskum abstæðum á hverjum
stab og tíma fordómalaust. Pólit-
ísk kreddufesta um uppbyggingu
íslensks þjóðfélags hefur aldrei
verib í stefnuskrá Framsóknar-
flokksins, ólíkt því sem var mjög
áberandi hjá sósíalistunum forð-
um, forverum Alþýðubandalags-
ins og félögum Einars Karls Har-
aldssonar. Því er það sem miðju-
stefna Framsóknarflokksins hef-
ur staðist tímans tönn, umfram
aðrar stjórnmálastefnur á íslandi
í dag, og ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt að formaður flokksins
vekji athygli kjósenda á því.
Samfylkingu hafnað
Framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins kvartar undan því
ab menn hafi vikið sér undan
áskorun Ólafs Ragnars um sam-
fylkingu svokallaðra félags-
hyggjuafla gegn núverandi rík-
isstjórn í komandi alþingiskosn-
ingum. Hvað Framsóknarflokk-
inn varðar, þá er sá sem þetta
ritar mjög ánægður yfir því að
öllu slíku rugii hafi verið vísað
frá meðal framsóknarmanna.
Því ólíkari pólitíska blöndu á
landsvísu er varla hægt að
hugsa sér í einni samfylkingu en
hinn frjálslynda, þjóðlega Fram-
sóknarflokk, úreltar sósíalista-
hugmyndir Alþýðubandalags-
ins, deyjandi kvennalistapólitík
og illskiljanlegan óánægðan
sósíaldemókratisma Jóhönnu
hjá Þjóðvaka. Þótt einhver slík
samblanda hafi tekist til
skamms tíma í borgarstjórn
Reykjavíkur, þá eru áherslur allt
aðrar í þjóðmálum og vita von-
lausar í framkvæmd.
Miðjan í sókn
Eftir hina miklu pólitísku
uppstokkun í heimspólitíkinni
og endurmat á hinum mörgu
pólitísku gildum eftirstríðsár-
anna, er ekki nema eðlilegt að
róttæklingar á borð við sósíal-
ista á vinstri kanti og frjáls-
hyggjumenn á hægra kanti séu
komnir í ákveðið pólitískt
tómarúm um þessar mundir.
Þeir sjá að hin pólitíska mibja
hefur sigrað og stendur nú upp
úr sem hin sanna og raunsæja
pólitík.
Miðjan hefur m.ö.o. reynst
vera skynsemismegin, og þess
vegna er hún hvarvetna í sókn í
dag. Miðjuflokkur eins og Fram-
sóknarflokkurinn á því stóra
möguleika og á mikib erindi við
ísland nútímans og íslenska
framtíð.
Það voru því mistök að miðju-
menn skyldu ekki bjóða fram í
borgarstjórnarkosningunum sl.
vor. Þau mistök gerast ekki í
komandi kosningum. Allir
sannir miðjumenn munu því
fylkja liöi um Framsóknarflokk-
inn og gera sigur þjóðlegrar og
frjálslyndrar miðjustefnu sem
stærstan í komandi alþingis-
kosningum.
Höfundur rekur bókhaldsþjónustu.
IHvoru megm er miO)an;
ssíísrsi-,
?andstööunoktatma i
iinuUF^erandlf«^5&
&ygekk.U nhsvm
ttisstefnu nkiss.l
. Víb þessar abstæDur,
,dd voru komnar á sl. ari,
ifwil almennur ahugi um
sSksss®
þ^ubandaltgfb
;‘mhoáfannaCumm:ams.arh.
'sama gerbi hópu' "
awinnu. Formabur Alþýbn-
ot?’fmmSí MmstMfltetnl
s8tn'mbgegfín8yróm«y«ar^-
— -hægri-
<r*
»Vanía»S
S,iK«nnalis.lnnkvabuppúr
“tínS, Wu.
U1 ófo.mlegs eba form-
mstarís i kosningunum.
n í ijós ab enginn annar
,inda sig i samstarf. fyrir
sérundan
ib^Alþýhubandala’gfb'og
Kvennaiistinn
rrrKnWb^
r5 0
abskiigreinaslgfmhenniog
vlldu hvorki ^nnas ,
vinstristefnu né.'éla8fst hlns |
A'Þýb^n^g^ Itlansína,
býbur nóbam^samt
Si,g ,'if ábv a^verakallabir
elgaréttSpv. As. I
mibiumenn, noitksins,
g—rhXf skiigrein-
teggur áhejslu a p VKt).
ingu, alveg el"Lstrgnafnbótlna
skuldubu ,vl"5‘s steingrím- 1
W-S Sf hafb'
ur Herma þetta er |
^rSnsngúamsóknan
Talenta grafin úr jörb
Sumra ríkisstjórna er minnst fyrir
sérstök verk eða einarða stefnu.
Sumar hljóta nafn í sögunni.
Þannig var ein kölluð Nýsköp-
unarstjórn og önnur Viðreisnar-
stjórn.
Ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson-
ar 1971-1974 færði út landhelg-
ina og ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar, sem lét af störfum
fyrir 4 árum, lauk því erfiða verki
að kveða niður verðbólguna með
dyggri aðstoð og í samstarfi við
aðila vinnumarkaðarins sem
gerðu svokallaða Þjóðarsátt.
Eftir Eldhúsdagsumræður og
þinglausnir í síðustu viku hef ég
velt því fyrir mér hvað sú ríkis-
stjórn hafi gert, sem nú lætur
senn af störfum.
Ekki þurfti hún ab vinna á verð-
bólgunni.
Ekki jók hún vib fiskveiðirétt-
indi.
Ekki jafnaði hún lífskjörin í
landinu.
Ekki beitti hún sér fyrir réttar-
bótum á neinu sviði og ekki hefur
staba sjúkra batnað, nema síður
sé.
Það má reyndar frekar gefa frá-
farandi ríkisstjórn einkunn fyrir
það sem hún gerði ekki en að
hennar verbi minnst fyrir verk
sín.
Af verkefnum, sem ekki var tek-
ist á við, er helst ab telja atvinnu-
málin, sem þó voru lang mikil-
vægust fyrir þjóbarheill.
Svo kemur líka í ljós að hag-
vöxtur er minni á íslandi en
ásættanlegt er.
Hugsandi menn hljóta aö velta
því fyrir sér hvab valdi.
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
Ab ríkisstjóm, sem ekki hefur
glímt vib neinn sérstakan og ab-
kallandi vanda, skuli bara ekkert
hafa gert?
Ef ég reyni að finna eitthvað já-
kvætt við fráfarandi ríkisstjórn,
væri það helst aö hún klúbraði
ekki þeim árangri sem aörar ríkis-
stjórnir höfðu náb á undan
henni!
Frægbarverkin eru engin, eins
og ábur sagði, og oft hefur maður
haft það á tilfinningunni aö í
landinu væm margar ríkisstjórnir
— eða eru þab eins konar sveitar-
stjórnir? — þar sem rábherrarnir
eru litlir einræðisherrar hver á
sínu sviði og líður vel á valdastól-
unum, hafa gott kaup, einkabíl-
stjóra og baða sig í sviðsljósi frétt-
anna.
Þetta hefur maður fengib á til-
finninguna með því að fylgjast
meö ráðherrunum og stöðugri
misklíð þeirra, hvort sem eru
samflokksmenn eða ekki. Og það
gengur meira að segja svo langt
að ráðherrar ríkisstjórnarinnar
virðast komast upp með að haga
sér eins og þeim sýnist án athuga-
semda. Menn yppta öxlum og
segja eitthvað á þá leib, að þessi
málaflokkur eba hinn sé á sviði
þessa eða hins rábherrans og
komi ríkisstjórninni ekkert við,
hvernig sem það getur komið
heim og saman.
Ef vib líkjum þjóðfélaginu vib
stórt fyrirtæki, eins og stundum
er gert, hlýtur niðurstaðan að
verða sú, ab þar séu margir deild-
arstjórar en engin yfirstjórn. Þess
vegna vantar stefnumörkun og
samhæfingu.
Þess vegna vantar líka árangur.
Kjósendur eru herrar ríkis-
stjórna. Þeir fólu núverandi ríkis-
stjórn forsjá sameiginlegra mála
þetta kjörtímabil. Nú vill ríkis-
stjórnin fá nýtt umboö, grefur tal-
entu sína úr jörð og sýnir herra
sínum hróðug.
Þab var ekki svona sem lands-
menn vildu láta annast sín mál.