Tíminn - 02.03.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 02.03.1995, Qupperneq 9
Fimmtudagur 2. mars 1995 mte—i- mmnm 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Góssið hrifs- ab úr klóm Skrímslisins frá Corleone Palermo - Reuter Dómstóll á Sikiley hefur komið höndum yfir ver&maeti sem mafíuforinginn Salvatore Riina hefur hingað til haft eign- arhald á, en þau eru metin á andvixði tæpra 400 milljóna ísl. króna. Náungi þessi gengur undir gælunafninu „Tótó" í heima- byggö sinni, en hann er borinn og barnfæddur í Corleone, þorpinu sem allir þekkja úr sög- um og kvikmyndum um „Guð- föðurinn." Tótó á sér annað gælunafn, þe. „Skrímslið", en þegar hann var handtekinn fyrir tveimur árum var hann sakleysið upp- málað og kvaðst aðeins vera „venjulegur bóndi." Þau verðmæti sem yfirvöld- um á Ítalíu tókst loks að hafa upp á eftir tveggja ára þrotlausa baráttu eru lönd og lausir aurar, en góssið var skráð á hina ýmsu mafíufélaga í Corleone-klí- kunni, eiginkonu Skrímslisins og aðra vandamenn. Skrímslið er margdæmt í lífs- tíðarfangelsi og mun ekki end- ast ævin til að afplána alla þá dóma. Munar því varla um einn kepp í sláturtíðinni þótt hann verði sannur að sök er hann kemur fyrir rétt í Caltanissetta í apríl, þar sem hann er sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á dómaranum Falcone sem var einhver röggsamasti andstæð- ingur Mafíunnar fyrr og síðar. Giovanni Falcone, kona hans og þrír öryggisverðir létu lífið 1992, er bíll þeirra ók yfir sprengju sem komið hafði verið fyrir undir slitlagi á þjóðvegin- um milli Palermo og fjölfarins flugvallar í grennd við bæinn. ■ Þrjátíu brúð- kaui dru Nýju Delí - Reuter Óttast er að þrjátíu brúðkaups- gestir hafi drukknað er rútubíll hrapaði niður í árgljúfur í Bara- mati-héraði í Vestur-Indlandi í fyrradag. Hjálparsveitamenn hafa þegar fundið 25 lík. Fimm er enn saknað, en þar að auki urðu 25 fyrir meiðslum í þessu slysi. ■ Helsinki: • •• m SM Reuh Þessir samvoxnu tviburar fœddust í Jakarta fyrir nokkrum dögum og bíba þess nú aö verba abskildir meb abgerb sem fyrirhug- ub er fljótlega. Börnin fœddust í sjúkrahúsi, án lœknishjálpar, og tók venjuleg Ijósmóbir á móti þeim. Baringsbanki: Allt útlit fyrir ab fleiri maðkar séu í bankamysunni Lundúnum -Reuter Rannsóknin á gjaldþroti Bar- ingsbanka beinist nú einkum að or- sökum þess að einn maður sem sat fyrir framan tölvu í Singapore gat komið því til leiðar að þessi rót- gróna og virta peningastofnun tap- aði öllu fé sínu í einu vetfangi og varð gjaldþrota. Málið hefur vakið spurningar um stjórnendur bankans og hæfni þeirra, svo og starfsemina í heild sinni. The Financial Times hefur það eftir heimildarmanni sínum í Eng- landsbanka að rannsókn málsins hafi nú þegar leitt það í ljós aö hinn 28 ára gamli spákaupmaður, sem hefur verið í aðalhlutverki í þessu máli, hafi alls ekki getað komið þessu hruni af stað meö því að hafa samráð við einn mann utan Bar- ingsbanka, í von um persónulegan ávinning. Bankamenn velta því nú mjög Öskudag- ur sem bar nafn meb rentu Helsinki - Reuter Ný lög sem munu vera ströngustu tóbaksvarnalög í allri Evrópu gengu í gildi í Finnlandi á öskudaginn. Löggjöfin útilokar að heita má allar tóbaksreykingar á öll- um vinnustöðum, bæði hjá hinu opinbera og í einka- rekstri, og er jafnvel ekki leng- ur leyfilegt aö reykja þar í mötuneytum. Enn er leyfilegt aö hafa sér- stakar reykingastíur á vinnu- stöðum, en margir vinnuveit- endur telja sig ekki hafa ráð a að útbúa þær. Ekki er hægt að skylda þá til að leggja til slíkar stíur, þannig að vinnustaðir þar sem fjárvana öfl eru viö völd verða algjörlega reyklaus- ir. Nýju lögunum er ætlað að koma í veg fyrir „óbeinar reyk- ingar", en enn er ekki ljóst hvernig ætlunin er að fram- fylgja þeim. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Helsinki segir að enda þótt reykingar séu nú bannaðar í húsakynnum ráðu- neytisins muni starfsmenn þess ekki rífa sígaretturnar út úr tignum gestum, heldur verði reynt að beita diplóma- tískum aðferðum til að leysa slík mál. ■ Tsétsenar ein- beita sér að skæruhemabi Moskvu - Reuter Rússneski varnarmálaráðherrann heldur því fram ab einungis þrjú vígi séu enn á valdi aðskilnaöar- sinna í Tsétsenju og muni Rússar ekki hafa mikið fyrir því ab taka þau herskildi. Frá Ingusjetíu, grannríki Tsét- senju, berast þær fregnir að styrj- öldin sé nú komin á nýtt stig og héöan í frá muni Tsétsenar einbeita sér að skæruhernaöi. Eins og fyrri daginn einkennir kokhreysti og áróbur allan frétta- flutning af styrjöldinni í Tsétsenju. Reyna báðir aðilar að koma koma á kreik tröllasögum um mannfall í liði andstæðingsins. Borís Jeltsín forseti Rússlands ræddi Tsétsenju-málið við Helmut Kohl kanslara Þýskalands í gær. Ekki fara sögur af því sem þeim fór á milli, en Helmut Kohl hefur veriö þeim hópi vestrænna þjóbarleiö- toga sem harðast hafa gagnrýnt framgöngu Rússa í Tsétsenju. ■ fyrir sér hvernig maðurinn hafi far- ið að því aö fjármagna það stórtap sem varb á viöskiptum hans vikum saman án þess ab samstarfsmenn hans yrðu þess varir. Yfirlýsing Ri- c.iards Hu sem er fjármálaráðherra í Singapore styður grunsemdir manna um að Nick Leeson hafi ekki verib einn að verki, heldur hafi hann átt hauka í horni, innan og utan bankaútibúsins í Singapore. Það er komið í ljós ab Nick Lee- son veldur ekki hlutverkinu sem sökudólgur í þessu máli. Til þess hefur hann hvorki aldur né stöðu, auk þess sem hann er ekki einu sinni áþreifanlegur. Í Lundúnum er orðrómur um að þess sé skammt aö bíða aö nýr sökudólgur verbi leidd- ur fram á sjónarsviðið, og muni sá annað hvort koma úr rööum æðstu stjórnenda Baringsbanka eða jafn- vel úr Englandsbanka. í Bretlandi hefur málið vakið gíf- urlega hneykslun og reibi almenn- ings í garð ríka fólksins. Blöðin tala um þá skefjalausu græðgi sem fari vaxandi meðal þeirra þjóðfélags- þegna sem búi við allsnægtir og galla þess kerfis sem sé jarðvegur þess ranglætis að hinir ríku verði ríkari á meðal hinir fátæku verði fá- tækari. John Major forsætisráðherra hef- ur tekib undir gagnrýni af þessu tagi og kveðst vera aö íhuga lagasetn- ingu til að setja „þak" á há laun. Liður í þeim umbrotum sem nú eiga sér stað í Bretlandi vegna gífur- legs launamunar er starfsemi þing- nefndar, en abalforstjóri British Gas, Cedric Brown, er bobabur á fund hennar í næstu viku. Alþjób bíður þess nú með mikilli eftirvæntingu hvernig Cedric Brown fari ab því að útskýra ástæbu þess að hann hefur hingað til þagað um sérstakan bónus sem hann fær og leggst ofan á grunnlaunin og tal- inn er geta tvöfaldað þau, en grunnlaunin nema andvirði tæpra 49 milljóna á ári. ■ Framsóknarflokkurinn Kópavogur — Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofan a6 Digranesvegi 12, sími 41590, verbur opin kl. 16- 20 virka daga og 10-12 laugardaga. framsóknarfélög Kópavogs Gubni Isólfur Ólafía Opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokkurinn á Suburlandi opnar kosningaskrifstofu sína ab Eyrarvegi 15, föstudagskvöldib 3. mars. Ýmislegt verbur til gamans gert. Óvæntur gestur, skemmtiatribi ab hætti hússins, léttar veitingar o.fl. Húsib opnar kl. 22.00. Allir velkomnir. Framsóknarfíokkurinn FJÁRMALARÁÐUNEYTIÐ Húsnæði óskast Ríkissjóbur leitar eftir kaupum á 300-400 m2 skrifstofuhús- næði ásamt 300-400 m2 verkstæbis- og/eba geymsluhús- næbi á sama stab í Reykjavík. Tilbob, er greini stabsetningu, stærb, byggingarár og -efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og sölu- verb, sendist eignadeild fjármálarábuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 11. mars 1995. Fjármálarábuneytib, 1. mars 1995.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.