Tíminn - 02.03.1995, Page 10

Tíminn - 02.03.1995, Page 10
10 fffCRI&tttt Fimmtudagur 2. mars 1995 Skarphéðinn Njálsson Skarphéðinn Njálsson var fœdci- ur 29. mars 1899 í Kjós íÁmes- hreppi í Strandasýslu. Hann lést á þjónustudeild Hlífar, íbúðum aldraðra á ísafirði, 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Njáll Guðmundsson og Súsanna Margrét Þorleifs- dóttir. Skarphéðinn var elstur þriggja systkina. Yngri systkinin, Gunnar og Jósefína, eru einnig látin. Hinn 26. janúar 1939 kvœnt- ist Skarphéðinn Steinvöru Ingi- björgu Gísladóttur, f. 14. júlí 1920 á Blönduósi, en hún lést 6. febrúar 1989. Þau eignuðust níu böm. Átta þeirra komust á legg. Þau eru: 1) Soffía Margrét, f. 1938, gift Gísla Jónssyni og eiga þau sex börn. 2) Þórleif, f. 1939, gift Konráð Jakobssyni og eiga þau fjögur böm. 3) Grétar Njáll, f. 1940, kvœntur Rut Árnadótt- ur og eiga þau fjögur börn. 4) Gísli, f. 1944, kvcentur Ingi- björgu Sveinsdóttur og eiga þau tvö böm og Gísli þrjú böm úr fyrra hjónabandi. 5) Rósmund- ur, f. 1947, kvœntur Kamillu Thorarensen og eiga þau þrjú böm. 6) Valdís, f. 1953, gift Valgarð Valgarðssyni og eiga þau tvö börn og Valdís þrjú frá fyrra hjónabandi. 7) Krist- mundur, f. 1955, kvæntur Jó- hönnu Sigmarsdóttur og eiga þau tvö böm. 8) Gissur, f. 1961, kvœntur Emu Elíasdóttur og eiga þau þrjú böm. Skarphéðitm fór 15 ára gam- all að heiman og stundaði ýnisa vinnu, mest þó sjóvinnu á ísa- firði, veturna 1926-1929 há- karlaveiðar á Húnaflóa. Árið 1936 vann hann á Djúpuvík við síld. Þar byggir hann íbúðarhús og fer að búa með unnustu sinni, Steinvöru. Árið 1943 fiytja þau að Krossnesi í Strandasýslu og búa þar til 1953, er þau flytjast búferlum að Kirkjubóli í Skut- ulsfirði og stunda búskap þar til ársins 1963, er þau fiytja út á ísafjörð í Fjarðarstrœti 39. Fer Skarphéðinn þá að vinna við smíðar hjá Óla Sigmunds- syni og starfaði þar á meðan heilsa leyfði, en síðustu œviár- t MINNING unum eyddi hann á Hlíf, fbúð- um aldraðra á ísafirði. Hann elskulegur afi minn er dáinn. Meö afa fer svo margt. Alltaf var mjög kært með okkur nöfnunum og eru þaö mínar fyrstu minningar um afa er hann kom viö á Seljalandsveg- inum til aö leyfa mér meö sér inneftir á Kirkjuból. Eftir aö ég varð skipstjóri og farsíminn kom til sögunnar töluðum viö mikið saman, oft daglega ef ekki tvisvar á dag. Ef ég hafði borið mig illa að morgni, þá hringdi hann aftur seinna að deginum og spurði þá ævin- lega: „Jæja, nafni, hefur ekki lagast hjá þér veiðin?" Hann fylgdist vel með okkur öllum allt fram á síðasta dag. Heimili afa og ömmu í Fjarö- arstrætinu var áfangastaður. Alltaf var fólk að koma og fara og oft þéttsetinn bekkurinn og þá var gripið hvert tækifæri sem gafst til að grípa í spil. Það var eitt það skemmtilegasta sem afi gerði og spilaöi hann reglulega lomber með vinum sínum gömlu á Hlíf. Elsku afi minn og nafni, mig og fjölskyldu mína langar með þessum fátæklegu orðum til aö þakka þér allar þær ánægju- stundir í lífi okkar, og biðjum við góðan guð að geyma þig og minningu þína. Skarphéðinn Gíslason Móðurjörð, hvar maður fceðist, mun hún eigi flestum kcer? Þessar ljóðlínur Sigurðar Breiðfjörð finnst mér eiga við þegar ég minnist látins vinar og forvera hér á Krossnesi, Skarphéðins Njálssonar, haf- andi í huga tryggð hans og áhuga á þessu býli, öðrum fremur, þótt víðar hafi vegir og áfangastaðir legið á lífsleið hans. Foreldrar hans, hjónin Njáll Guðmundsson, Pálsson- ar í Kjós og Súsanna Margrét Þorleifsdóttir frá Egilsstöðum á Vatnsnesi, fluttu hingað á Krossnes aldamótaárið 1900 og bjuggu hér í 13 ár, en stofn- uðu þá nýbýlið Njálsstaði í Norðurfirði og áttu þar heima til æviloka. Byggði Njáll þar allt frá grunni, steinsteypt íbúðarhús (sem stendur enn) og öll útihús. Njáll var rómað- ur röskleikamaður, smiður að mennt og eftirsóttur til þeirra starfa. Býlið bauð ekki upp á mikla möguleika til búskapar og munu smíöar og önnur störf utan heimilis hafa átt stærri þátt í afkomu heimilis- ins, þótt greiðsla hafi sjálfsagt ekki alltaf verið samkvæmt fagmannstaxta né daglaun innheimt að kveldi. Munu ófá býli í hreppnum hafa notið verka hans í nýbyggingu íbúð- ar- og peningshúsa, auk þess að búa látnum samsveitung- um hinsta beð með líkkistu- smíði, en þá iðju stundaði hann meðan starfskraftar leyfðu. Synir Njáls (Gunnar og Skarphéðinn) munu snemma hafa tekið þátt í störfum föður síns og voru báðir eftirsóttir sem smiðir, þótt ekki hefðu þeir fagpróf í iðninni. Erfðu þeir í ríkum mæli verklagni hans og atorku. Býlið Njálsstaðir var byggt úr landi Norðurfjarðar og því í nábýli við bernskuheimili mitt. Eldri systkin mín og Njálsstaðabörn voru því leik- félagar og nánast uppeldis- systkin. Aldursmunur okkar Skarphéðins var 15 ár og hann því nær fulltíða maður er ég man hann fyrst. En þær um- sagnir, sem ég fyrst heyrði um hann, voru á þá lund aö hann væri röskur til vinnu og auk þess hagur vel, mikill bóka- ormur og meðal annars læs á danskt mál af eigin rammleik. Mun hann hafa verið vel heima í fornbókmenntum okkar og raunar alæta á þessú sviði. Að ganga menntabraut Guðrún Halldórsdóttir 60 ára Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur, varð sextug þ. 28/2. Það kom mér í opna skjöldu, því mér dettur hvorki ár né aldur í hug þegar hún á í hlut. Guðrún er af húnvetnskum ættum, kenndum viö Sveins- staði og Bólstaöarhlíð. Foreldrar hennar hétu Þorbjörg Jónsdóttir og Halldór Jónsson. Hún er fædd og upp alin í Reykjavík, nánar til tekið í Laugarásnum. Guðrún tók stúdentspróf í M.R., kennarapróf í Kennaraháskóla íslands og B.A.-próf í dönsku og sögu vib Háskóla íslands. Hún kenndi í tíu ár við Lindargötu- skólann og e.t.v. víðar. Fyrir nám og með því vann Gubrún sem gjaldkeri í Lands- bankanum. Þar kynntumst við fyrir rúmum' þrjátíu árum og lögbum grunn að vináttu, sem hefur dafnað vel í tímans rás. Ég get því sagt með sanni: Það er mikið traust í tilverunni og gæfa að eiga Guðrúnu Halldórsdóttur að vini. Eftir að hafa kennt við Námsflokka Reykjavíkur í nokk- ur ár veit ég, að þessi gæfa er ekki einkaeign mín, heldur allr- ARNAÐ HEILLA ar þessar stóru, fjölþættu stofn- unar og þeirra sem þar koma við sögu, bæði nemenda og starfs- fólks, auk óteljandi karla, kvenna og barna á öðrum vett- vangi. Það rýrir ekki manngildi neins þótt ég segi, að ég þekki engan, sem virðist eiga jafn ótæmandi styrk og óbilandi hjálparhönd handa öðrum og Gubrún Halldórsdóttir. Mig langar að minnast samtals við nemanda minn og síðar góðvin. Hann var lánsmaöur í öllu er varbabi atvinnu og fjölskyldu, en skólaganga hans og nám hafði farið úrskeiðis og það lam- aði mjög sjálfstraust hóns. Hann sótti um inngöngu í Náms- flokka Reykjavíkur, en þegar hann kom að dyrum skólahúss- ins þá brast hann kjark og tvisv- ar eba þrisvar sneri hann frá þeim. Ab lokum gekk hann þó inn. „Og nú get ég talað um allt við Guðrúnu," sagði hann. Þaö verba ekki aubfundin fegurri og meiri lofsyrbi en þessi ummæli og þau segja í rauninni allt sem þarf um þann anda, sem ríkir í þessari merku stofnun. Þessi maður er ekki hinn eini, sem þangaö hefur sótt styrk og sjálfs- traust, ég þekki það mætavel og ég blygðast mín ekki fyrir að hugsa og segja: Guði sé lof fyrir Námsflokka Reykjavíkur og Guðrúnu Halldórsdóttur. Heill og blessun sé og verði þeirra fylgdarlið. Ásgerður Jónsdóttir var á þessum árum ekki fært öðrum en þeim sem áttu fjár- sterka að, foreldra eða frænd- ur, en fullvíst tel ég að ef leiö hans hefði legið á þær slóðir hefði hann orðið þar vel lið- tækur. Ekki bar hann það þó á torg allajafna að hann væri öðrum fróðari af bókfýsn sinni, enda ekki þeirrar gerðar ab miklast af sjálfum sér, en fáum mun þó hafa dulist, er kynntust honum nánar, að margt var honum tiltækt í þessum efnum. Sveitin okkar bauð ekki upp á mikla möguleika í atvinnu- málum og því fangaráð flestra ungra manna að leita á önnur mið, og þá einkum á vertíðir (vestur eöa suður). Þangað lá leið Skarphéðins og þá oítast við vélgæslu á vertíðarbátujn. Ekki var hann þó menntaður á því sviði, en mebfædd eðlis- greind gerði hann öðrum fær- ari aö umgangast vélar og tæki. Mun hann fyrstur manna hér í hrepp sem aflaði sér réttinda í bifreiðaakstri. Þótt víða lægju vegir, átti hann heimilisfestu á Njáls- stöðum og stundaði vinnu á heimaslóð eftir því sem til féll, uns hann settist að á Djúpu- vík, 1934, og vann við bygg- ingu síldarverksmiðjunnar þar og síðar við smíðar og fleiri störf tengd rekstri hennar. Byggði hann sér þar íbúöarhús í sambýli við systur sína og mág (Jósefínu og Guðmund Þórðarson) árið 1939, en það ár gekk hann í hjónaband með unnustu sinni, Steinvöru Gísladóttur frá Norðurfirði. Höföu þau þá eignast tvö börn, það fyrra fætt andvana. Atvinna á Djúpuvík fór minnkandi upp úr 1940 með breyttum síldargöngum og brá hann því á þaö ráð að festa kaup á Krossnesi (sem þá losn- aði úr ábúð) í félagi við tengdaforeldra sína (Gísla Þor- leifsson og Jónínu Jónsdótt- ur). Bjuggu þau svo þar til árs- ins 1955, er þáu fluttu aö Kirkjubóli í Skutulsfirði og ráku þar búskap í 9 ár, en á því býli hafði hann áður verið ráðsmaður í tvö ár (1930-32). Næst lá leiðin til ísafjarðar og vinna stunduð við smíðar full- an vinnudag til 75 ára aldurs, hægði þá á sér, en mun þó ekki hafa setið auðum hönd- um meðan starfskraftar leyfðu. Árib 1988 fluttust þau hjón svo í þjónustuíbúð á dvalarheimilinu Hlíð á ísafirði og þar átti hann heimili til æviloka. Skarphéðinn átti því láni að fagna ab vera heilsuhraustur um dagana. Háan aldur bar hann vel og hélt ótrúlegum léttleika og þreki líkamlega og andlega til æviloka. Á Djúpu- víkurárum sínum varð hann fyrir því slysi, í vélsög, að missa vel hálfan þumalfingur og allan vísifingur hægri handar. Samlagaðist hann þessari fötlun ótrúlega fljótt og ekki sýnilegt að hún skerti starfsgetu hans til muna. Steinvör kona hans lést um aldur fram árið 1989. Hafði hún ekki gengið heil til skógar síöustu æviárin, þótt hún bæri það lítt á torg, en hélt sinni léttu lund og dró hvergi af sér til síðasta dags. Hafði hún þá lokið ærnu starfi. Búið manni og börnum heimili sem rómað var fyrir gestrisni og greiða- semi. Lundin ætíð létt og þrátt fyrir annir á stóru heimili var hún jafnan boðin og búin að leysa annarra vanda, ef tök voru á. Þótt aldursmunur þeirra hjóna væri vel 20 ár, sannaði sambúð þeirra mál- tækið um „að karl gamall og kvinnan rjóð, kærleik trúi ég geymi". Þau hjón eignuðust 9 börn og eru 8 þeirra á lífi (3 dætur og 5 synir), allt dugnaðar- og atgervisfólk, sem getið hefur sér góðan orðstír í hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu, til sjós og lands, og sama gegn- ir um þau barnabörn sem komin eru á starfsaldur. Má því segja með sanni að arfur forfeðranna hafi komið vel til skila í afkomendunum, en þeir munu nú vera um 52 á lífi, en 3 látin ung. Þó dvalarstaður Skarphéðins hafi verið, eins og ábur er sagt, að Hlíf síðustu 7 árin, var hann í nánu sambandi við af- komendur sína og dvaldi jafn- an í návist þeirra um helgar. Oftast þó hjá elstu dóttur sinni, Soffíu, og hennar manni (Gísla Jónssyni frá Sléttu í Sléttuhreppi). Höfðu þau hjón búið í sambýli við foreldra hennar á Kirkjubóli síðustu 2 búskaparár þeirra þar og bjuggu þar áfram nokkur ár eftir að gömlu hjónin hættu búskap. Voru sérlega náin tengsl milli þeirra Skarphéðins og Gísla. í upphafi þessa greinarkorns gat ég um hin sterku tengsl Skarphéðins við býlið Kross- nes. Hér hafði hann átt heim- ili í vel fjórðung ævinnar (25 ár), þar af bernskuárin 13. En þab aldursskeið mun oftast það tímabil sem lifir ljósast í endurminningunni og þá skýrast er aldur færist yfir. Hér voru honum öll örnefni kunn og sögur þeim tengdar. Þenn- an hug sýndi hann á ýmsan hátt, meðal annars með nær árvissum heimsóknum eftir ab annir búskaparáranna voru að baki. Voru mér og mínu fólki þessar heimsóknir þeirra hjóna, og hans eftir hennar dag, einkar kærar og ánægju- legt að finna þann hug sem þar lá að baki. Þetta hugarfar virðist svo hafa gengið í erfðir til barnanna, og eblilega mest til þeirra sem áttu hér sín æskuár og eru þau öll kærir heimilisvinir okkar. Þau Soffía og Gísli hafa nú innsiglað þetta með byggingu sumarbú- staðar hér í Krossneslandi. Við andlát Skarphéðins er lokið æviferli mæts manns, sem gat á ævikvöldi litið til baka meö rósömum huga yfir óvenju langan og starfsaman vinnudag og virt uppskeru hans fyrir sér með velþóknun. Enga óvini mun hann hafa átt um dagana, enda óáleitinn í annarra garð, en þeir sem kynntust honum og áttu meb honum samstarf munu minn- ast hans með hlýjum huga og þökk fyrir samfylgdina og á þann veg er hugsun mín til hans að leiðarlokum. Börnum og öðrum aðstand- endum sendi ég hugheilar samúbarkvebjur. Eyjólfur Valgeirsson i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.