Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. mars 1995 fítMÍtttt 7 FERMING AR Fermingarfrœösla í Árbœjarsókn í Reykjavík er í fullum gangi þessa dagana og fyrsta fermingarmessan er á laugardag. Sr. Þór Hauksson aöstoöarprestur: „Vib tengjum krist- indóminn vib » ■ líbandi stundu" „Kennaraverkfalliö hefur vissulega haft sín áhrif á fermingarundirbúning okk- ar. Þab hefur verib meira los á öllu en var, en í kirkju- starfinu erum vib í góbu sambandi vib skólana hér í Árbæjarhverfi," sagbi sr. Þór Hauksson, abstoöarprestur í Árbæjarsókn, í samtali viö Tímann í gær. Lokahnykkur fermingar- fræöslu í flestum kirkjum landsins er nú í gangi. Hún hefur staöið yfir frá september og varir fram í endaöan mars. Næstkomandi sunnudag, 26. mars, er fyrsta fermingarmess- an í Árbæjarkirkju og þær veröa alls sjö. Fermingardag- arnir eru 26. mars og svo 2., 9., 13., 17., 20., og 23. apríl. Segir Þór að ein messa sé alla þessa nefndu daga og miðað sé viö aö ekki fermist fleiri en 30 börn viö hverja messu, en fermingarbörn í Árbæjarsókn í ár eru alls um 140. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson er prest- ur í Árbæjarsókn, en Þór Hauksson er aðstoöarprestur, eins og áður sagði. Rétt eins og aörir prestar sem rætt er viö um fermingar segir sr. Þór Hauksson aö ferm- ingarbörn í Árbæjarsókn séu afar misjafnlega búin undir fermingu og þekking þeirra á trúmálum sé mismikil. „En þegar maöur sest niður meö þessum krökkum í gott spjall og þau ná sér á flug finnur maöur aö þau spá mikið í lífið og tilveruna og hugsa um fleira en myndbönd, dægur- tónlist og poppkorn," segir sr. Þór og brosir. í vetur hefur ný kennslubók við fermingarfræöslu, Sam- feröa, veriö notuð. Hún er smekklega uppsett og prýdd mörgum fallegum litmyndum, sem Þór segir reyndar vera helst til of margar fyrir sinn smekk. Bók þessa segir hann að þurfi að nota um þaö bil þrjú ár í kennslu svo segja megi með áreiðanleika um hve góö kennslubók hún sé. Áður var notuð til aö minnsta kosti 15 ára bókin Líf með Jesú og hana kannast sjálfsagt margir viö. Sr. Gubmundur sinnir hér börnunum sem ganga til spurninga. Sr. Gubmundur Þorsteinsson og Þór Hauksson. gert hverjum og einum ljóst að einstaklingurinn er ábyrgur eigin gjöröa, svo fremi hann sé andlega heill. Þannig höfum viö meöal annars nokkuö talaö um fíkniefni og brugg nú í vet- ur og sett þau mál í ljós kristi- legrar trúar," segir Þór Hauks- son og hann heldur áfram: „Þaö fór heil vika af fermingar- fræöslunni í aö ræða um hina hörmulegu atburði í Súðavík. Fermingarbörnin spuröu ein- mitt mikiö um það mál í ljósi kristinnar trúar. Ég man eftir því aö einn drengurinn spuröi okkur sr. Guömund aö því hvers vegna Guö gerði þetta, þótt hann væri engu aö síður sagður góöur og miskunnar- samur. Auðvitað er þetta áleit- in spurning en ég svaraöi henni svo til aö þarna hefðu hið illa og góða tekist á. Þaö illa heföi sigrað fljótt á litið en sigurinn yröi hins vegar þess góða þegar upp væri staðiö." „ Góöar þykja mér gjafir þínar": Græjur langvinsælastar Tímamynd SBS „Viö höfum í fermingar- fræðslu okkar hér í Árbæjar- sókn reynt aö tengja atburði líöandi stundar í þjóðfélaginu við námsefnið og kristindóm- inn. Spurt í ljósi þess sibferðis- legra spurninga og jafnframt Hann var allmerkur gjafalist- inn sem blaðamaður fékk í hendur frá fermingarbörnum í Árbæjarsókn í gær, en af þeim er myndin. Blaðamaöur spuröi hvaö þau kysu sér helst í gjöf á fermingardaginn. Fjórtán krakkar voru spurðir og af þeim kváðust alls eilefu helst vilja hljómflutningstæki. Efst á óskalista tveggja var sjónvarp, einn kvaöst vilja nýjan raf- magnsgítar, en einnig voru á þessum lista skautar, svefnsóf- ar, peningar, utanlandsferöir, hnakkur, tölva og vélsleði, en þess má geta að verömæti slíkra tækja er 600 til 700 þúsund. Má því segja iíkt og Gunnar á Hlíð- arenda sagbi um áriö: „Góöar þykja mér gjafir þínar," en fornkappinn bætti hinsvegar viö — og þab er í anda inntaks fermingarinnar og helgrar trú- ar: „... en meira þykir mér um verö vinátta þín og sona þinna."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.