Tíminn - 24.03.1995, Page 9

Tíminn - 24.03.1995, Page 9
Föstudagur 24. mars 1995 ffltlfflWW 9 FERIVIINOIN IVIÍN . . . FERIVIINGIN IVIÍN . . . FERIVIINGIN IVIÍN . . . FERIVIINGIN IVIÍN . . . ✓ Arni Johnsen: ..Mabur bar höfubib hærra eftir fermingu" „Ég fékk Njálu í fermingargjöf og hef lesiö hana á hverju ári síðan," sagöi Árni Johnsen þingmaður, blaöamaður og söngvari og sitt- hvaö fleira, þegar hann var beð- inn að rifja upp eitt og annaö úr sínum ranni varðandi fermingu sína. Árni fermdist árið 1958 í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum og gekk hann til spurninga hjá sr. Halldóri Kolbeins, sem var sóknarprestur Eyjamanna um langt árabil. „Fyrir mér var fermingin einskonar tímamót milli bernsku og ung- lingsára. Og maður bar hausinn hærra eftir þetta," segir hann. Aðspurður um fleiri fermingar- gjafir nefndi Árni úr, bankabók með 200 kr. innistæðu, svefn- poka, ermahnappa í skyrtu og ýmsar bækur. Þar nefndi hann, til viðbótar við Njálu, orðabækur Menningarsjóðs og Sigfúsar Blön- dals, en báöar segir hann hafa komiö sér að góöum notum í gegnum tíðina. ■ Árni Johnsen. Hann fékk Njálu í fermingargjöf, en einnig ýmsar orbabœkur sem hann segir hafa nýst sér vel ílífinu. Guöni Ágústsson: „Úr o g myndavél frá pabba og mömmu" ,,Ég man að pabbi og mamma, Ágúst Þorvaldsson og Ingveldur Ástgeirsdóttir, gáfu mér úr og myndavél. Það voru einar vin- sælustu fermingargjafir þessa tíma," sagði Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknar á Suð- urlandi, þegar hann var beðinn að rifja upp sína fermingu og gjafir henni samfara. „Þaö var vorið 1963 sem ég var fermdur í Hraungerðis- kirkju af séra Sigurði heitnum Pálssyni. Hann bæði fermdi mig og skírði. Það var hinsveg- ar sonur hans Sigurður, nú vígslubiskup í Skálholti, sem gaf okkur Margréti Hauksdóttur saman. Kannski fann maður ekki á þessum tíma hvaða gildi ferm- ingin og kristin trú gefur hverj- um manni. En á síðari tímum hefur maður fundið að hún hefur mikla þýðingu fyrir hvern einstakling og veitir styrk er syrtir að," sagði Guöni Ágústsson. ■ Sami presturinn skírbi Cubna og fermdi, en prestssonurinn gaf hinsveg- ar Gubna og eiginkonu hans saman. Margret Frímannsdóttir: Deilt um Kristján og Gunnar „Ég fékk úr frá mömmu og pabba, svefnpoka, hringi og háls- men, svo ég nefni eitthvað," sagði Margrét Frímannsdóttir, þegar hún var spurð um hvað hún hefði fengið í fermingargjöf. Fermingarinnar minnist hún meö hlýhug og athöfnin er henni eftirminnileg. „Þetta var þann 19. maí 1968 sem ég fermdist. Það var sr. Magnús Guðjónsson, þáverandi Margrét Frímannsdóttir. Fjörlegar umræbur voru í fermingarveislu hennar, enda forsetakosningar fá- um vikum síbar. Fabir Margrétar studdi Kristján Eldjárn og Halldóru á Bessastabi og prýddu myndir af þeim heimilib. prestur okkar Stokkseyringa og síöar biskupsritari, sem fermdi mig. Ég man þennan dag einsog gerst hefði í gær," segir Margrét og heldur áfram: „Ég man sérstaklega eftir veisl- unni. Þetta var mánuði fyrir for- setakosningar og þarna deildu menn um hvor yröi betri forseti, Gunnar Thoroddsen eða Kristján Eldjárn. Faðir minn, Frímann Sigurðsson fangavörður, var mik- ill stuöningsmaður Kristjáns og veggi heima prýddu myndir af honum og Halldóru. En auövitað voru stuðningsmenn Gunnars þarna líka, svo ekki skorti um- ræðuefnin þarna í veislunni," segir Margrét Frímannsdóttir. ■ Feriingar tlilllblolð sem borgar sig að líta á MARGMIÐLUN: DISCOVERY MARGMIÐLUNARPAKKI • Sound Blaster™ • geisladrif • hljóðkort • hátalarar • átjan titiar af margmiðlun. Aðeins kr. 29.900 ef keypt er með tölvu, TÖLVUR: D^EWOO • 486DX2-50 MHz * 420 MB diskur » 14" SVGA skjár * 4 MB vinnsluminni 109.900 stgr. m/vsk. DÆWOO • 66 MHz • 420 MB diskur • 14" SVGA skjár • 4 MB vinnsluminni 119.900 stgr. m/vsk. DÆLEWOO • Pentium • 60 MHz • 420 MB diskur • 14" SVGA skjár • 8 MB vinnsluminni 164.900 stgr. m/vsk. Tilboösverd á A5T tölvum og TEXASINSTRUMENTS prenturum. Eigum einnig mikið úrval annarra prentara, leikja, rekstrarvara og margt, margt fleira. Komdu í verslun okkar eða hringdu og við setjum saman með þér pakka með tölvuvörum til framtíðarnotkunar sem hæfa óskum fermingarbarnsins og verðhugmynd þinni. Leiöandi í tölvulausnum EINAR j. SKL Grensásvegi 10, sfmi 563 3000 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.