Tíminn - 30.03.1995, Page 16

Tíminn - 30.03.1995, Page 16
16 Wímfam - LANDBÚNAÐUR Fimmtudagur 30. mars 1995 íslenskar bœndakonur upplifa kaffihúsastemmninguna íParís. Cóöur endir á vel heppnaöri ferö Ingvars Helgasonar og bœnda til Parísar: Hundraö bændur slógu upp balli með Magga a Sheraton Hundrab manna hópur bænda og eiginkvenna þeirra á vegum Ingvars Helgasonar hf. sló upp íslensku balli í samvinnu vib Magnús Kjart- ansson, tónlistarmann, á Hót- el Sheraton I Luxemburg. Þetta átti sér staö í byrjun mánaöarins. Maggi Kjartans var aö koma frá því aö taka upp plötu ásamt íslenskum félaga sínum, en bændur voru aö koma af landbúnaðarsýningu í París á vegum Ingvars Helga- sonar hf. Magnús og bændur bjuggu á hótel Sheraton, sem er í hópi vönduðustu og íburðarmestu hótela í Luxemburg. Hugmynd- in kviknaöi í spjalli bænda og Magnúsar. Ákveöiö var að láta til skarar skríöa þrátt fyrir lítinn undirbúning og skamman fyrir- vara. Ingvar Helgason hf. ábyrgöist pöntun á mat fyrir 80- 95 manns í veislusal hótelsins og niöurstaöan varö sú aö hér um bil hver einasti bóndi í ferö- inni tók þátt í gleðinni. Þetta mun vera, eftir því sem best er vitaö, í fyrsta skipti sem slegið er upp íslensku balli á Sheratonhóteli. Viöburöurinn vakti talsveröa athygli meöal annarra gesta og starfsmanna hótelsins, en aö sögn sjónar- votta stóöu um 20 af starfs- mönnum Sheraton í tveimur dyragáttum aö salnum og horföu á íslenska bændur og konur þeirra skemmta sér. Feröin á landbúnaðarsýning- una stóð yfir í rúma viku, en hún var farin í lok febrúar og byrjun mars. Flogið var frá Keflavík og þaðan fariö meö tveimur rútum og einum fólks- bíl til Parísar. Aö sögn Helga Ingvarssonar, framkvæmda- stjóra hjá Ingvari Helgasyni, komust færri að en vildu. Sæta- Massey Ferguson skobabur Helgi Ingvarsson, fararstjóri og skipuleggjandi, hafbi í mörg horn ab líta á meban á ferbinni stób. framboö í ferðinni var takmark- aö viö 100 manns en hætt var aö skrá á biðlista þegar 40 manns höfðu látið skrá sig. Þátt- takendur voru bændur alls staö- ar af aö landinu. „Þessi ferö kom þannig til aö Ólafur Eggertsson á Þorvalds- eyri kom hingaö og spurði okk- ur af hverju viö skipulegðum ekki ferö á stóru landbúnaðar- sýninguna í París," segir Helgi Ingvarsson. „Okkur leist vel á uppástunguna og slógum bara til." Feröin gekk mjög vel fyrir sig aö sögn Helga og komu engin vandamál upp fyrir utan aö eina hótelið sem pantaö var í gegn um millilið reyndist ófullnægj- andi. „Ég fór strax daginn eftir nið- ur í París, fann gott hótel þar og flutti allan mannskapinn yfir. Þaö mál leystist farsællega," seg- ir Helgi. Auk þess aö skoöa sýninguna í París nýttu bændur og konur þeirra ferðina til innkaupa, bæöi í París, Trier og Luxem- borg. Þá voru heimsóttar verk- smiöjur sem framleiöa landbún- aðartæki, eins og t.d. hinar frönsku Kuhn verksmiöjur, sem reyndar buöu hópnum gistingu í eina nótt, kvöldmat og morg- unverö. Gott verö var ein megin- ástæöa þess hversu mikil eftir- spurn var eftir ferðinni meðal bænda. Ingvari Helgasyni tókst, með hagstæðum samningum, magnafsláttum og boðum frá framleiöendum landbúnaöar- tækja, aö koma 10 daga ferö niður fyrir 70 þúsund krónur meö flugi, rútum, gistingu og mat. ■ Bjarni Ingölfsson, Bollastöðum, Blöndudal: „Ég keypti SIPMA rúlluvél sumarið 1994, hún hefúr reynst með ágætum.” Sipma rúllubindivél kr. 749.000.- Sipma pökkunarvél kr. 539.000.- Vi nsamJcgast athugið! Takmarkað magn fcest afgreitt af vélunum fyrir sumarið 1995, vegna mikillar eftirspumar hjá framleiðanda. CL SK'APTAQOIM Skúlagötu 63, 105 Reykjavík. VJ. ðlv\l ÍAMJIM Símar 55 28 500 ! 989 34334! Niburstööur fjárhagskönnunar mebal bœnda óná- kvcemar vegna lítillar svörunar: 40% tekjusam- dráttur hjá saub- fjárbændum Hagnaöur fyrir laun á sauö- fjárbúum var einungis tæp- lega 600 þúsund áriö 1993 og haföi þá lækkab um 40% milli ára. Þetta er mebal atriöa sem koma fram í greinargerö sem var unnin upp úr könnun á afkomu bænda á landinu. Búnaöarþing 1994 fól stjóm Búnaöarfélags íslands aö fara þess á leit við landbúnaöarráð- herra aö gerö yrði úttekt á af- komu bænda. í kjölfarið var skipuð nefnd sem sendi út spurningablöð til bænda, þar sem leitaö var eftir upplýsing- um um afkomu búanna. Samiö var viö Hagþjónustu landbún- aöarins um uppgjör allra þátta í könnuninni. Illa gekk að fá svörin send inn, en einungis 120 nothæf svör skilubu sér. Þessi trega svömn leiöir til þess aö niöurstöbur em ekki jafn áreibanlegar og vonast var til, en leiða má líkum aö því að ástandið sé enn verra en könn- unin gefur til kynna. Helstu niðurstööur vom að hagnaður fyrir laun á kúabúum var um 1120 þúsund krónur, 582 þúsund á sauðfjárbúum og rúm milljón á blönduðum bú- um. í öllum tilfellum höfðu tekjur bænda lækkaö. Inni í þessum tölum em tekjur sem menn höföu af sölu eöa niður- færslu fullviröisréttar, sem ekki em lengur til staðar. Aö þeim frátöldum, en ab vibbættum greiddum launum, fæst eftirfar- andi mat á launagreiöslugetu búanna: 1992 1993 Breyt. Kúabú . ...1756 .1444 . ..-22% Sauöf. .. 981 . ..726 . ..-26% Bl. bú .. ...1728 .1473 . ..-15%

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.