Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 26. apríl 1995 9 UTLÖND Rússland: UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND Tsjemomyrdin stofnar flokk Moskva — Reuter Viktor Tsjernomyrdin, forsaet- isráðherra Rússlands, ætlar aö stofna flokkabandalag eða hreyfingu sem á að bjóða fram í þingkosningunum í desember. Þar segir hann vera saman komna menn og konur sem vilja að Rússland verði „stöðugt, valdamikið og sjálfsöruggt." Þessi ákvörðun gæti einnig orð- ið til þess aö Tsjernomyrdin verði sterkur aðili í forsetakosn- ingunum sem fram eiga að fara á miðju næsta ári. Tsjernomyrdin nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi, enda er efnahagurinn farinn að sýna batamerki og auk þess tengir al- menningur Tsjernomyrdin lítt við innrásina í Tsétsníu, sem hefur gert Boris Jeltsín og fleiri rússneska ráðamenn mjög óvin- sæla. Tsjernomyrdin sagðist hafa rætt nýja bandalagið við Jeltsín forseta, en gerði mönnum ljóst að hann ætlaði sjálfum sér for- ustuhlutverk í hreyfingunni. Jeltsín fagnaði hins vegar ákvörðun Tsjernomyrdins og sagði hana eiga að stuðla að því að andstæðingar valdhafanna í Kreml veröi bornir ofurliði í komandi kosningum. Hann sagðist viss um að Tsjernomyrd- in „sameina alvarlega þenkj- andi fólk í hreyfingu sinni til að vinna að alvarlegu verkefni." Jafnframt sagði hann að þaö væri fleira fólk í Rússlandi en „ýmsir óábyrgir öfgamenn sem lauma sér inn í stjórnmálin bara til þess aö hreykja sjálfum sér." Ekki er ljóst hvaba flokkar eða stjórnmálahópar koma til með ab standa aö bandalaginu, en líklegt er að miðflokkar og hóf- samir umbótahópar veiti Tsjernomyrdin stuðning sinn. Sama er ab segja um áhrifamikla hópa í iönaði og fjármálum, þeir líta svo á að Tsjernomyrdin sé líklegur til að tryggja stöðug- leika og munu því væntanlega styðja hann. Ljóst er að bæði Tsjernomyrd- in og Jeltsín vilja gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að sagan frá 1993 endurtaki sig, þegar þjóðernissinninn Vladim- ir Sjirinovski varð ótvíræður sig- urvegari þingkosninganna. Þá studdi hvorugur þeirra nein sér- stök stjórnmálasamtök. „Rússland hefur fengið nóg af byltingum og áföllum," sagði Tsjernomyrdin. „Það á ekki aö breyta því í tilraunasvæði. Rúss- land er heimili okkar, þar sem samhljómur og stöðugleiki á að ríkja og okkur ber að tryggja það." ■ Þýskur lögreglumabuní, hér spjalla vib kjarnorkuandstœbing sem tekur þátt í mótmœlum gegn flutningi á kjarnorkuúrgangi. Mótmœlendurnir höfbu komib sér fyrir á brú þar sem járnbrautalest átti ab fara um meb kjarnorkuúrgangi á leib til geymslu íborginni Gorleben. Reuter Tyrkir láta smám saman undan þrýstingi: y 20.000 hermenn yfirgefa Irak Dijarbakír — Reuter í gær höfðu 20.000 tyrkneskir hermenn yfirgefið norður írak í vibbót við þá þrjú þúsund her- menn sem sneru aftur til Tyrk- lands 8. apríl síðastliðinn. Þá eru eftir um 12.000 tyrkneskir her- menn í landinu, en alls tóku 35 þúsund manns þátt í innrásinni þann 20. mars. Tyrkland hefur verið undir miklum þrýstingi, meðal annars frá bandamönnum sínum í NATO, um að binda endi á hern- aðaraðgerðir sínar í írak hið fyrsta. Þýskaland og Holland hafa stöðvað alla hernaðarabstoð til Tyrklands vegna innrásarinnar, og Evrópuþingið hefur sagt að innrásin hafi tafið fyrir samning- um um tollasamband, sem ætlun- in var að koma á milli Tyrklands og Evrópusambandsins. í dag, miðvikudag, mun þing Evrópu- rábsins auk þess ræða það hvort fresta eigi aðild Tyrklands í refs- ingarskyni fyrir innrásina. Markmiðið með innrásinni var að koma í veg fyrir starfsemi kúrdneskra aðskilnaðarsinna. Ætlunin var aö ráðast á bæki- Fleiri breskar og bandarískar og Robert Mitchum í aðalhlut- verkum, „Beyond Rangoon" í leikstjórn Johns Boorman og „Kids" eftir Larry Clark. Bresku myndirnar fjórar eru „The Madness of King George" eftir Hytner, „Land and Free- dom" í leikstjórn Kens Loach, „Carrington" eftir Christopher Hampton og „The Neon Bible", sem Terence Davies leikstýrir. Auk þess verða í keppninni kvikmyndir frá Frakklandi, ítal- íu, Spáni, Belgíu, Rúmaníu, Portúgal, Japan og Malí. ■ París — Reuter Undanfarin ár hafa breskar og bandarískar kvikmyndir verið heldur fáar á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Þetta árið verður heldur betur breyting þar á. Á hátíðinni, sem fer fram 17. til 28. maí næstkomandi, keppa samtals 10 myndir frá þessum löndum um verölaunin, af alls 24. Sex bandarískar myndir keppa á hátíðinni. Þar á mebal er „De- ad Man" eftir Jim Jarmusch, sem er vestri með Johnny D'epp Kjósa um stjórnarskrá Simferopol — Reuter Sérstakt þing á Krímskaga í Úkra- ínu samþykkti einróma á þriðju- daginn að haldin verði þjóðarat- kvæðagreiðsla þann 25. júní næst- komandi um svæðisbundna stjórn- arskrá, en yfirvöld í Kíev, höfuðborg Úkraínu, hafa bannað hana á þeirri forsendu aö hún veiti svæöinu of mikið sjálfstæði. {sömu atkvæðagreiðslu verða Krímverjar einnig spurðir hvortþeir styðji lög, sem samþykkt voru á Úkraínuþingi í síöasta mánuði, en lög þessi ógilda stjórnarskrá Krímskagans og af- nema sérstakt forsetaembætti svæð- isins. Krímskagi tilheyrði áður fyrr Rússlandi, þar búa 2,7 milljónir og þar af eru tveir þriðju af rússnesku bergi brotnir. Undanfariö hefur spenna aukist milli Úkraínu og Krímskága, þar sem leiðtogar Krím- verja hafa krafist aukinna tengsla vib Rússland, og vilja jafnvel að skaginn sameinist Rússlandi aftur. stöðvar Verkamannaflokks Kúrd- istans í norðurhluta írak, sem er flokkur róttækra aðskilnaðar- sinna og hafa þeir staðið fyrir hryðjuverkum og gert árásir á Tyrkland frá bækistöðvum sínum í Irak. í upphafi innrásarinnar sögðu Tyrkir að uppreisnarmenn Kúrda á svæðinu væru um 2.500 tij 2.800 talsins. Á mánudaginn sagðist tyrkneski herinn hafa fellt 505 þeirra. Hins vegar segja Kúrd- ar aö Tyrkir hafi drepið 1.047 manns, og þar af séu aðeins 45 uppreisnarmenn. Stríðsástand hefur ríkt á svæðinu í næstum 11 ár og á þeim tíma hafa um 15.000 manns týnt lífi í átökunum. Dogu Silacioglu, ofursti í tyrk- neska hernum, sagði fréttamönn- um að sendinefnd frá utanríkis- rábuneyti Tyrklands væri á leið- inni til Kúrdasvæðanna í írak, þar sem ætlunin er að hitta Jalal Tala- bani, leiðtoga Föburlandsbanda- lags Kúrdistans. Tyrkir vonast til þess að þeir geti fengið Föður- landsbandalagiö í lið með sér, ásamt Demókrataflokki Kúrdist- ans, til að tryggja landamæri Tyrklands gegn frekari árásum frá Verkamannaflokknum. Tyrk- neskir sendimenn hafa þegar rætt um það við Massoud Barzani, leiðtoga Demókrataflokksins, án þess þó að endanleg niðurstaða hafi fengist. Tyrkland hafði áður gert sam- komulag við þessa tvo flokka, en það rofnaði þegar Tyrkir gerðu svipaða innrás í írak áriö 1992 gegn Verkamannaflokknum. Mál bresks blaöamanns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu AÐALFUNDUR 1995 Aöalfundur Granda hf. veröur haldinn föstudaginn 28. apríl 1995 í matsal fyrirtækisins aö Noröurgaröi, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ 1 í. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 18.gr. o ■ -( 0 samþykkta félagsins. Strasbourg — Reuter Mannréttindadómstóll Evr- ópu hlýddi á mánudaginn á málflutning bresks blaða- manns, sem telur dóm sem hann fékk í Bretlandi vera brot á mannréttindum sínum. 1989 vann blaðamaðurinn, William Goodwin, að frétt um fjármálaraunir fyrirtækis nokk- urs og byggði þar á uppiýsing- um sem hann komst yfir, en vildi ekki gefa upp hvaðan hann heföi heimildir sínar. Fyrirtækiö fór í mál við hann og fór dómsúrskurður á þá leið að bann var lagt á birtingu fréttarinnar. Jafnframt var ltonum gert ab afhenda þau gögn sem hann hafði undir höndum svo að fyrirtækið gæti komist að því hvaðan þau væru fengin, og gæti þar með refsað þeim sem lak upplýsing- unum. Þennan dóm telur Goodwin vera brot á tjáningarfrelsi sínu, og hefur kært hann til ’Mann- réttindadómstólsins. Mann- réttindanefnd Evrópu hefur iagt það til ab dómstóllinn úr- skurði að um mannréttinda- brot sé að ræða. Dómstóilinn er ekki skyldur til að fara eftir tillögu nefndarinnar, en reynslan er sú ab oftast hefur hann gert það. Dóms er ab vænta í málinu innan árs. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viö lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnartil aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega upp borinn. STJÓRN GRANDAHF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.