Tíminn - 26.04.1995, Side 10

Tíminn - 26.04.1995, Side 10
10 Wmtom Mi&vikudagur 26. apríl 1995 Stóbhestaveisla: Hestadagar í Reibhöllinni Dagana 5., 6. og 7. maí verða HESTADAGAR í Reiðhöllinni í Víðidal. Þeir, sem standa að Hestadögum að þessu sinni, eru Hrossaræktarsamband Suðurlands og Hestamannafé- lagið Fákur. Mjög er vandað til þessarar sýningar og mun verða meira úrval stóðhesta en áður hefur sést í Höllinni. Segja má að margir af bestu stóðhestar landsins verði þar saman komnir og gott tæki- færi til að bera þá saman, þó umhverfið henti þeim kannski misvel. Þá verða a.m.k. þrír stóðhestar afkvæmasýndir: þeir Gáski frá Hofsstöðum, sem getið hefur af sér marga eftirminnilega hesta; Feykir frá Hafsteinsstöðum, en hans afkvæmi komu síðast fram 1990, og Piltur frá Sperðli, sem nú kemur í fyrsta sinn fram með afkvæmahóp. Þessar sýn- ingar verða allar mjög spenn- andi. Af topphestum, sem vit- ab er ab koma fram, má nefna Gust frá Hóli II, sem efstur stóð á landsmótinu af 6 vetra hestum og eldri, og einnig Svartur frá Unalæk, sem fylgdi honum fast eftir. Mjölnir frá Sandhólaferju, sem hlaut 10 fyrir tölt á landsmótinu, verð- ur meb í leiknum. Þá mun Galsi frá Sauðárkróki mæta til leiks, en hann gleymist engum sem sáu til hans á landsmót- inu. Fleiri stjörnur frá því móti eru væntaníegar, þar á meðal besti töltarinn í þessum ald- urshópi frá landsmótinu í fyrra, Víkingur frá Vobmúla- stöðum. En það eru ekki bara stób- hestar sem verða sýndir. Fjöl- margar hryssur mæta þar einnig og má þar nefna úrvals- gæðinginn Kröflu frá Miðsitju í Skagafirði, en hún stób efst í flokki hryssna 6 vetra og eldri á landsmótinu 1986. Síðan þá hefur hún veriö í folaldseign, en er nú geld og í feikna stuði átján vetra gömul. Það verður eigandinn, Jóhann Þorsteins- son, sem sýnir Kröflu. Þá verða sýndir gæðingar í A- og B-flokki og mæta þar ó- væntar stjörnur til leiks. í B- flokki, klárhestar með tölti, er óvenju glæsilegur hópur og nær öll litaflóra íslenskra hrossa. Auk þessa sýna barna- og unglingaflokkar, og ekki má gleyma ab geta um skeið- kappreiðarnar milli Sunnlend- inga og Fáks þar sem keppt er við tölvuúrið. Vitað er um tvær ræktunar- bússýningar. Þessi hrossarækt- Formanni bæjarrábs Kópavogs fœrb btóm. Hestamannafélagið Gustur vígir reiðhöll Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi vígði reiðhöll sína miövikudaginn 12. apríl s.l. með viðhöfn. Haldnar voru veglegar reiðsýningar, sem jafnt eldri sem yngri félaga í Gusti tóku þátt í. Má þar m.a. nefna formannareiðina, en þar voru saman komnir fyrr- verandi formenn Gusts ásamt núverandi formanni, Hall- grími Jónassyni. Þá var sýnd svonefnd hestaknattspyrna, sem fékk gestina, sem fylltu höllina, til ab skella upp úr. Bygging hallarinnar hefur tekið undraskamman tíma og hefur félagið hlotib mjög veg- legan stuðning bæjaryfirvalda við þessa fjárfestingu. Reið- skemman sjálf er fullfrágeng- in, en í húsinu er einnig fé- lagsaöstaöa með góbri veit- ingaaðstöbu. Þab rými er að mestu frágengið. Þá er í hús- inu skrifstofa félagsins og svo verður þar hesthús fyrir væn- an hóp hrossa. Kostnaður vib reiðhöllina er nú kr. 40 milljónir og hefur bæjarfélagið lagt til röskan helming þess fjár, en félagið það sem á vantaði, án þess að safna skuldum. Þetta átak er næsta ótrúlegt hjá ekki stærra félagi, og er sýnt að margir hafa þar lagt hönd ab verki. Við þetta tæki- færi voru félaginu færðar margar gjafir frá nágrannafé- lögum, Fandssambandi hesta- mannafélaga og Hestaíþrótta- sambandi Islands. Forseti bæj- arráðs Kópavogs og bæjarstjóri ávörpuðu samkomuna, svo og formabur LH, formaður HÍS og forseti ÍSÍ auk margra annarra. Ab endingu buðu Gustsfélagar upp á veitingar, sem kvenna- deildin sá um. Þetta var góður fagnaöur og Gusturum eru hér með færðar heillaóskir í tilefni þessa á- fanga, nú þegar félagib hefur nýverið fagnað þrítugsafmæli. Calsi sló ígegn á landsmótinu. Hvab gerir hann núna? arbú hafa ekki verið með rækt- unarsýningu fyrr og koma hross þeirra skemmtilega á ó- vart. Gunnar Arnarson tamninga- maöur hefur fengið það vandasama hlutverk að velja hross inn á sýninguna. Hann hefur verib strangur í þeim efnum og séð til þess að aðeins það besta komi fram. Minna má á ab Flugleiðir veita afslátt á ferðum í sam- bandi við þessa sýningu. Sem fyrr segir verða sýningarnar á föstudagskvöld 5. maí, laugar- dagskvöld 6. maí og svo tvær sýningar á sunnudag 7. maí. Forsala miða hefst í Reið- höllinni þriðjudaginn 2. maí, sími 674012. Sýningarnar hefjast kl. 21, nema fyrri sýn- ingin á sunnudag þar sem höfðað verður til barna. Hún HEJTA- IVIOT KARI ARNORS- SON hefst kl. 15. Verð aðgöngu- miða verður fyrir fullorðna í sæti kr. 1500 og í stæði kr. 1000, fyrir börn kr. 500. Á laugardagskvöld er hækkab verð: í sæti kr. 2000 og í stæði kr. 1500. Á þá sýningu eru ekki seldir barnamiðar. Á sýningunni á laugardags- kvöldið verður afhentur bikar sem dagblaðið Tíminn gefur og er veittur þeim sem átti hæst dæmda kynbótahrossið árið 1994. Þetta er farandbikar sem veittur verður árlega. Stóöhestastöðin Þennan sama laugardag verð- ur hin árlega sýning Stóðhesta- stöðvar ríkisins í Gunnarsholti. Þessi sýning hefur veriö einn af stórviðburðunum í sýningar- haldi hvers árs. Hún hefst kl. 14.00. Þá verða sýndir þeir hest- ar sem dæmdir eru á vegum stöðvarinnar, en einnig fjöl- margir aðkomuhestar sem kom- ið verður með til dóms. Mikill spenningur hefur alltaf verib fyrir þessari sýningu og heppi- legt að menn geta stillt saman strengi og gert eina ferð á báðar sýningarnar. Nánar verður fjallað um sýn- inguna á Stóðhestastöðinni í næstu HESTAMÓTUM. ■ Úrvalshross KYNBÓTAHORNIÐ Þann 18. apríl síðastliðinn gaf landbúnaðar- ráðuneytið út eftirfarandi auglýsingu um úr- valskynbótagripi: Um kynbótamat úrvalskynbóta- gripa og gjald á utflutningshross Samkvæmt heimild í 4. gr. laga nr. 161 31. desember 1994 um útflutning hrossa hefur hrossaræktarnefnd, sem starfar skv. 4. og 5. gr. laga nr. 84 30. maí 1989 um búfjarrækt, ákveðið eftirfarandi mörk kyn- bótamats fyrir hross, þannig að þau teljist úrvalskynbótagripir. 1. Stóðhestar: Ógelt hesttryppi yngri en fjögurra vetra og aðrir stóðhestar, sem ekki hafa einstak- lingsdóm: 125 stig í kynbótamati abalein- kunnar. Stóbhestar meb einstaklingsdóm 120 stig í kynbótamati aðaleinkunnar. 2. Hryssur: Allir aldursflokkar hryssna, bæði einstak- lingsdæmdar hryssur og ódæmdar: 125 stig í kynbótamati abaleinkunnar.Sam- kvæmt heimildum í 5. gr. laga nr. 161 31. desember 1994 um útflutning hrossa hef- ur verið ákvebib að gjald fyrir hvert útflutt hross skuli vera kr. 8.000,-. Greiöist út- flutningsgjaldið í sérstakan sjób í vörslu landbúnabarráöuneytisins og er ætlað ab standa undir kostnaði vib skobun á útflutn- ingshrossum o.fl. Landbúnabarráðuneytib, 18. apríl 1995. F.h.r. Björn Sigurbjörnsson Jón Höskuldsson Þessi auglýsing er samkvæmt nýjum lög- um um útflutning hrossa, sem samþykkt voru á Alþingi 28. desember síðastliðinn og tóku gildi 15. apríl í ár. Samkvæmt þeim er skylt að ákveða mörk kynbótamats úrvalsgripa árlega. Samkvæmt lögum þessum er óheimilt ab flytja út úrvalskynbótagripi nema meb sérstöku leyfi. Til fróðleiks má geta þess, ab á skömm- um tíma hafa verið fluttar út tvær úrvals- hryssur, sem nú væri óheimilt ab flytja út án sér leyfis. Þetta eru Hrafndís frá Reykja- vík, næst hæsta hryssan á landsmótinu 1994, kynbótamat 131 stig, og Snælda frá Bakka, hæst dæmda 4ra vetra hryssan á landsmótinu, kynbótamat 130 stig. Þær voru bábar fylfullar, Hrafndís vib Svarti frá Unalæk og Snælda við Galsa frá Saubár- króki. Báðar hryssurnar fóru til Austurríkis. Þab er mjög mikil eftirsjá í báðum þessum hryssum og vandséb hvernig við ætlum að halda í vib ræktun íslenska hestsins erlend- is, ef við höldum áfram að selja bestu grip- ina úr landi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.