Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.04.1995, Blaðsíða 11
Miövikudagur 26. apríl 1995 ðíí$N$ltH 11 Ásta Kristín Gubjónsdóttir frá Sveinseyri Ásta Kristín Guðjónsdóttir var foedd á Amamúpi í Keldudal í Dýrafirði þann 30. ágiíst 1916. Hún lést að heimili sínu, Vallar- götu 29, Þingeyri, að kvöldi 13. apríl s.l. Ásta var yngst í hópi 13 bama hjónanna Elínborgar Guðmunds- dóttur, f. 30. sept. 1875, d. 22. jan. 1959, og Guðjóns Þorgeirs- sonar, f. 13. nóv. 1871, d. 22. maí 1957. Þrjú systkini Ástu lifa hana, en nöfn systkina hennar em sem hér segir: Guðbjörg Kristjana, f. 20. ág. 1897, d. 31. des. 1989; Guð- mundur Jón, f. 26. nóv. 1898, drukknaði á Valtý 17. mars 1920; Jóhanna Bjamey, f. 25. sept. 1900, d. 9. ág. 1989; Bjami.Þor- valdur Stefán, f. 12. okt. 1901, d. 29. okt. 1929; Daðína Matthildur, f. 30. des. 1903; Ásgeir, f. 25. sept. 1905; Margrét Ingibjörg, f. 10. des. 1906, d. 27. des. 1970; Þorgeir, f. 18. apríl 1908, d. 27. jan. 1936; Guðmundur Öm, f. 3. jan. 1909, d. 29. júní 1910; Amfríður Guðný, f. 17. sept. 1911, d. 27. feb. 1995; Kristján Guðmundur Jón Skarp- héðinn, f. 4. jan. 1913, d. 16. des. 1938, ogElínborg, f. 7. nóv. 1914. Ásta giftist þann 2. nóv. 1940 eftirlifandi manni sínum, Sigur- jóni Hákoni Haukdal Andréssyni, f. 5. mars 1916, frá Sveinseyri í Dýrafirði. Foreldrar hans vom Ól- afra Jónsdóttir, f. 19. júlí 1882, d. 15. júlí 1979, og Andrés Guð- mundsson, f. 24. ág. 1884, d. 26. júlíl962. Ásta og Sigurjón bjuggu á Sveinseyri í 22 ár, en flUttu til Þingeyrar haustið 1962 og hafa búið þar síðan. Böm þeirra em: Sólveig Amfríður, f. 5. feb. 1941, sambýlismaður Matthías Guðjóns- son, f. 3. maí 1933; Kristján Atli, f. 29. okt. 1944; Ólaffa Sigríður, f. 23. apríl 1950, maki Guðberg Kristján Gunnarsson, f. 28. mars 1949; Andrés Sigurður, f. 15. júní 1953, og Elínborg Guðjóna, f. 18. nóv. 1958, maki Þórður Arason, f. 1. apríl 1958. Bamabömin em fimmtán og bamabamabömin fíögur. Asta Kristín verður jarðsett frá Þingeyrarkirkju í dag, 26. apríl. Það er farið að vora fyrir vest- an, samkvæmt tímatalinu, þótt ekki sjái þess mikinn stað í nátt- úrunni. Við vitum þó sam- kvæmt reynslunni, að jörðin mun aftur verða iðjagræn áður en varir og blómskrúð klæða dýrfirska dali. Hringrás lífsins er sannkölluð hringrás, án upp- hafs og endis, og er mannlífið þar engin undantekning. Sé þetta haft í huga, er það því í fullkomnu samræmi að þegar Ásta frænka leggur í sína hinstu för þá er sonarsonur hennar að fermast. Nýr sproti í fjölskyld- unni er að þroskast, nýtt brum að springa út. Þaö er fátt sem er leyndardómsfyllra og meira lof- andi en blómhnappur eöa brum sem bíður þess með óþoli að mega opnast, taka mót sólarljós- inu, skarta sínu fegursta. Á kveðjustund leitar hugur minn vestur til þeirra stunda þegar Ásta, móðursystir mín, var ung kona, útsprungin rós; þegar hún var á hátindi lífs síns, eign- aðist börn, annaðist börn og bú, auðgaði nánasta umhverfi sitt meö hlýju; elskuleg frænka, eins og hún var raunar til dauðadags. Ásta var fædd á Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði. Hún var yngst þrettán barna ömmu og afa. Hún giftist Sigurjóni Andr- éssyni frá Sveinseyri árið 1940v t MINNING og hófu þau strax búskap á Sveinseyri í félagi við foreldra Sigurjóns, Ólafíu Jónsdóttur og Andrés Guðmundsson. Skammt er á milli Sveinseyrar og Vé- steinsholts í Haukadal, þar sem foreldrar mínir bjuggu, og var ýmislegt sem stuðlaði að nánum samgangi milli heimilanna. Móöurforeldrar mínir bjuggu hjá okkur, börnin frá Sveinseyri sóttu skóla inn í Haukadal, svo að nærri má geta að oft var tíð- farinn spottinn milli bæjanna. Fyrst eftir að vélmenningin hélt innreið sína í sveitina áttu pabbi og Sigurjón saman dráttarvél. Ekki minnkaði samgangur Vé- steinsholts- og Sveinseyrarfólks við þetta. Sameignin útheimti ákveðið skipulag: sá sem þurfti á vélinni að halda, sótti hana til hins. Oft kom þaö í hlut ein- hvers af yngri kynslóöinni að fara eftir vélinni og er ég þess fullviss að alltaf fórum við glöð til starfans. Móttökurnar á bæj- unum voru þannig. Ég minnist þess hve gaman var að koma að Sveinseyri. Allir léku á als oddi og gáfu sér tíma til að tala við okkur, sem vart höfðum slitið barnsskónum. Samræðurnar voru líka með þeim hætti ab unglingnum fannst hann hafa eitthvað til málanna að Ieggja, honum fannst hann gjaldgengur í heimi hinna fullorðnu. Og ekki spillti viðurgjömingurinn í búrinu hjá Ástu frænku. Hún var líka alltaf svo létt og kát og virtist hafa gaman af að rabba við okkur og rifja upp eitt og annað frá æsku sinni. Það fór heldur ekki fram hjá unglingnum hve ástfangin og innileg þau Ásta og Sigurjón voru við hvort annað. Eg veit reyndar að þau vom það alla tíð. Á þessum stundum var Ásta frænka alveg til í aö rifja upp eitt og annað frá fyrri tíð og hlusta á ungar frænkur segja frá seinasta balli í Haukadal, úti á Ingjaldss- andi eba inni á Þingeyri. Hún var svo skilningsrík á æskuna, hún Ásta. Mér finnst ég geta heyrt glettinn hlátur hennar þegar ég minnist þessara dýr- mætu stunda. I einni af þessum ferðum smakkaði ég í fyrsta sinn sardín- ur og tómata. Mér var gefinn tómatur, en þorði ekki að borða hann, ef hann myndi ekki smakkast. Ég sat fast við minn keip að hafa hann frekar með mér heim. Þegar inn í Krókana kom var ég farin ab þefa af tóm- atnum og svo kom að ég beit í hann áður en ég kom heim, sennilega af ótta við að aðrir yrðu svo fúsir til þess að ég fengi lítið sjálf. Þegar Ásta og mamma heim- sóttu hvor aðra, þá fylgdi hin alltaf þeirri aðkomnu heim á leið. Þá var margt skrafað og ef maður hegðaði sér vel fékk maö- ur hugsanlega að vera þriðja hjól á vagni, fjórða eða fimmta ...; allt eftir því hve margt smá- fólk var með í för. Eitt var þó einkennilegt við þessar „heim- anfylgjur" þeirra systra: þegar kom að því að sú, sem hafði ver- ið sótt heim, skyldi snúa við, þá fylgdi aðkomusystirin henni heim undir túnfótinn til baka. Þá vildi sú heimsótta sjá á eftir sinni úr garði og rölti með henni aftur til baka og sagan endurtók sig. Svona gat þetta gengið nokkra hríð. Við krakkarnir ýtt- um nú frekar undir þetta en hitt. Við gátum þá verið lengur sam- vistum og svo kom fyrir að við náðum orði af hljóðskrafinu. Það þarf sennilega ekki að taka fram að það fór vel á með þeim systrum. Vetur konungur sat oft tryggi- lega á valdastóli, þá eins og nú. Fólk lét það þó ekki aftra sér frá mannfagnaði. Um jólin var æv- inlega haldin jólatrésskemmtun í Haukadal. Þangað komu allir af nágrannabæjum sem vettlingi gátu valdið. Þeir sem gátu það ekki, svo sem kornabörn, voru einfaldlega borin í bala til skemmtunarinnar. Þannig minnist ég þess þegar Ólafía litla kom fyrst til þessa skemmtana- halds. Ég dáðist að þessu, þótt ég væri enn barn, og þótti gott hjá frænku minni og Sigurjóni að láta ekki deigan síga. Þau Ásta og Sigurjón eignuð- ust fimm börn, tvo syni og þrjár dætur. Öll hin mannvænlegustu börn. Eldri sonurinn hefur hald- ib heimili meb foreldrum sínum á Þingeyri hin síðari ár og verið þeim stoð og stytta eftir að heilsu foreldranna fór að hraka. Hið sama má segja um miðsyst- urina, sem býr á Þingeyri. Hún hefur ekki Iátiö sitt eftir liggja til ab létta foreldrum sínum lífib. Þau systkin, sem bjuggu hér syðra, hafa gert hvað þau gátu í erfiðum veikindum Ástu síðustu mánuði, en lögðu mikið á sig til þess að geta verið samvistum við hana tíma og tíma og létt henni lífið. Ásta þráði að fá að deyja heima og það fékk hún. Allir lögðust á eitt um að svo mætti verða. Ásta teygaði síbustu dropa lífsveigar sinnar á skír- dagskvöld sl. í faðmi fjölskyld- unnar. Það er um það bil ár síðan þær fengu báðar sams konar dóm, Adda og Ásta móðursystur mín- ar, sem sé aö þær væm með krabbamein. Fyrir Öddu voru þetta ekki ný sannindi, hún hafði svo oft áður háð baráttu við vágestinn og haft betur og énn á ný freistaði hún þess að leggjast undir hnífinn, en allt kom nú fyrir ekki. Mein Ástu var hins vegar þannig að hún átti ekkert val. Læknavísindin gátu ekkert gert nema linað þrautir hennar. Ásta varð bara að berj- ast sjálf fyrir lífi sínu. Þeir, sem ganga svo æðrulaus- ir gegn örlögum sínum eins og Ásta frænka, em hetjur. Það þarf kjark til þess að horfast í augu við dauðann, vera fullur bar- áttuanda og vonar, njóta hverr- ar stundar og vera þakklátur fyr- ir allt en ekki beiskur, þegar viss- an um sigur dauðans, fyrr en seinna, er fyrir hendi. Þab er í aðstæðum sem þessum að manngildið fær ekki dulist. Trúin á Iífið, trúin á frest og miskunn getur gert kraftaverk. Það sannaðist á Ástu frænku. Hver einasti maður, sem kynnt- ist hetjuskap hennar, fylltist að- dáun. En þær systur Adda og Ásta geta nú hönd í hönd fetaö æðri slóðir, því abeins einn og hálfur mánuður leið á milli brottfara þeirra. Ég bið aðstandendum bless- unar og kveð mína góðu frænku með þakklæti í huga. Minning hennar er sveipuð hlýju og mildi. Blessun guðs veri með henni á æðri sviðum. Kristín Jónsdóttir íslands- passinn á dönsku Iceland Review hefyr nú gefið íslandspassan'n vinsæla út á dönsku og nefnist hann Pas til Island. Bókin er þá fáanleg á sex tungumálum: ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, sænsku og dönsku. í henni er að finna fjölda upplýsinga og fróðleik um Iand og þjóð til gagns og gam- ans fyrir erlenda gesti. Fjallað er í örstuttu máli og léttum dúr um söguna, svo sem upp- runa íslendinga, fornritin, tungumálið, menningu og at- vinnuvegi. Sagt er frá sér- stæðri náttúru landsins og umhverfi, fjöllum, eldi og ís, heita vatninu og miðnætur- sólinni. Ýmsum skemmtileg- um athugasemdum og stað- reyndum er einnig bætt við til frekari fróbleiks. Passinn er 32 blaðsíður, í svipaðri stærð og broti og al- gengt er um vegabréf. Lit- myndir prýða hverja síðu og er því um óvenjulegan og skemmtilegan minjagrip að ræða. Halldóra Jónsdóttir þýddi bókina á dönsku. Prentsmiðj- an Oddi annaðist prentun. Verö bókarinnar er 398 kr. — 320 kr. án VSK. Biblían og bókmenntirnar Út er komið 9. heftið í Ritröð Guð- fræðistofnunar. Ber það heitið Bibl- ían og bókmenntimar og er helgað minningu sr. Jakobs Jónssonar dr. theol. Séra Jakob var alla tíð áhugamað- ur um bókmenntir, ekki síst leikbók- menntir. Segja má að sá áhugi hans hafi verið kveikjan að doktorsritgerð hans, sem bar heitiö Humour and Ir- ony in the New Testament, og ráðið miklu um skilning hans á Nýja testa- mentinu. Yfirskrift þessa rits, Biblían og bókmenntirnar, er því mjög í anda sr. Jakobs. Það eru bókmenntafræðingar, guðfræðingar og íslenskufræðingar sem leggja ritinu til efni. Hinn heimskunni nýjatestamentisfræð- ingur, dr. Bruce M. Metzger, skrifar minningarorð um sr. Jakob. Að öðru leyti er efnið sem hér segir: Dr. Álf- rún Gunnlaugsdóttir skrifar grein sem hún nefnir: Með öfugum for- merkjum. Þrjár skáldsögur frá Suður- Ameríku. Ásdís Egilsdóttir grein um 5r. jakob jónsson, dr. theol. biskupasögur, dr. Clarence Edvin Glad um Lestur og rítskýringu 1. Kor- intubréfs 8., dr. Einar Sigurbjörnsson um Píslarsögu og Passíusálma, dr. Guörún Kvaran um nokkur orð um málið á Steinsbiblíu, dr. Gunnar Krist- jánsson grein er hann nefnir Út af Edens fold. Um Paradísarmissi Miltons og þýðingu séra Jóns á Bcegisá. — Gunnar Stefánsson „Ég kveiki á kert- um mínum". Um trúarleg viðhorf í kveðskap Davíðs Stefánssonar. Jón G. Fréttlr af bókum Friðjónsson um áhríf Biblíunnar á ís- lenskt mál. Pétur Pétursson um Aft- urlivarfsreynslu Matthíasar Ólafssonar og bœndavakninguna á Fellsströnd. Silja Aðalsteinsdóttir um Trú og sið- ferði í íslenskum bamabókum og loks skrifar Svava Jakobsdóttir grein sem hún nefnir Ljós og litir íAlsnjóa. Loks eru birtir tveir ritdómar eftir þá dr. Einar Sigurbjörnsson og dr. Gunn- laug A. Jónsson, sem er ritstjóri Rit- raðar Guðfræðistofnunar og skrifar hann jafnframt inngangsorð að rit- inu. Ritiö er alls 296 blaösíður að stærð. Útgefandi er Guðfræðistofn- un Háskóla íslands, en umsjón með útgáfu ritraðarinnar hefur Skálholts- útgáfan, útgáfufélag kirkjunnar. Rit- ið fæst í Bóksölu stúdenta, Kirkju- húsinu Laugavegi 31 og í helstu bókaverslunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.