Tíminn - 26.04.1995, Page 13
Mi&vikudagur 26. aprfl 1995
13
Vönduö fang-
elsismynd
Rita Hayworth & Shawshank-fangeisib
(The Shawshank Redemption) ★★★ 1/2
Handrit: Frank Darabont. Byggt á smá-
sögu Stephens King.
Leikstjóri: Frank Darabont.
Abalhlutverk: Tim Robbins, Morgan
Freeman, Clancy Brown, William Sadler
og Bob Gunton.
Regnboginn.
Bönnub innan 14 ára.
Frank Darabont á ekki langa
sögu að baki í kvikmyndagerb,
en hann hristir hér fram úr
erminni stórgott verk, byggt á
skemmtilegri smásögu Stephens
King.
Aöalsöguhetjan er Andy
Dufresne (Robbins), sem í upp-
hafi sögunnar er dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi fyrir morb á konu
sinni og elskhuga hennar og
fluttur í Shawshank-fangelsið.
Hann er ólíkur öðrum föngum,
menntaður og hafði starfað í
banka, en hann á það líkt með
þeim að hann segist saklaus.
Hann kynnist Red (Freeman),
hagvönum fanga og „reddaran-
um" á staðnum, sem sýnir hon-
um hvernig hlutirnir virka.
Dufresne fær þann starfa að
halda bókhaldið fyrir fangelsis-
stjórann, Norton (Gunton),
sem notar fangelsið sem skálka-
skjól fyrir verktakabrask. Þegar
nýr fangi segist hafa hitt þann,
sem raunverulega myrti eigin-
konu Dufresne, tekur við bar-
átta hans við að réttlætið nái
fram að ganga.
Hér er um verulega vandaða
mynd að ræða, þar sem spenna
og drama fara saman. Þrátt fyrir
að hægt sé farið yfir sögu og per-
sónur kynntar í rólegheitum
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
með vel skrifuðum samræðum
og atburðarás, þá er langt frá því
að myndin verði langdregin.
Frásögnin er í höndum Reds,
sem segir af kynnum sínum við
Dufresne, og gengur þetta form
mjög vel upp. Hann segir sög-
una á raunsæjan og á stundum
ljóðrænan hátt, sem samræmist
vel lífi Dufresne og vina hans í
fangelsinu. Þetta er einn
sterkasti þátturinn í annars
mjög góðu handriti, sem sam-
einar drama, spennu og
skemmtilegar og óvæntar flétt-
ur.
Þab er ekki erfitt að sjá hvers
vegna Morgan Freeman var til-
nefndur til Óskarsverölauna í ár
fyrir leik sinn í þessari mynd.
Hann gerir hlutverki Reds stór-
kostleg og trúverðug skil með
látbragbi sínu og fasi ásamt því
hve honum ferst sögumanns-
hlutverkið vel úr hendi. Tim
Robbins er einnig mjög góbur í
hlutverki hins rólynda, feimna
en eldklára Andy Dufresne. Það
er vel skipað í önnur veigamikil
hlutverk, en Bob Gunton er þar
fremstur meðal jafningja í hlut-
verki fangelsisstjórans.
Rita Hayworth & Shawshank-
fangelsið er vönduð og heill-
andi mynd, sem enginn kvik-
myndahúsagestur ætti ab láta
framhjá sér fara. ■
UMBOÐSMENN TÍMANS
Kaupstabur Nafn umbobsmanns Heimili Síml
Keflavík Katrín Sigur&ardóttir Hólagata 7, Njarövík 92-12169
Njarövfk Katrín Sigur&ardóttir Hólagata 7 92-12169
Akranes A&alhei&ur Malmquist Dalbraut 55 93-14261
Borgarnes Hrafnhildur S. Hrafnsdóttir Hrafnaklettur 8 93-71642
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgata 25 93-81410
Grundarfjör&ur Gu&rún j. jósepsdóttir Grundargata 15 93-86604
Hellissandur Gu&ni |. Brynjarsson Hjar&artún 10 93-61607
Búðardalur Inga G. Kristjánsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222
Reykhólar Adolf Þ. Gu&mundsson Hellisbraut 36 93-47783
ísafjörður Hafsteinn Eiriksson Pólgata 5 94-3653
Subureyri Kristín Ósk Egilsdóttir Túngata 14 94-6254
Patreksfjör&ur Snorri Gunnlaugsson A&alstræti 83 94-1373
Tálknafjörbur Margrét Gu&laugsdóttir Túngata 25 94-2563
Bíldudalur Haukur Már Kristinsson Dalbraut 9 94-2228
Þingeyri Kan'tas jónsdóttir Brekkugata 54 94-8131
Hólmavík júlíana Ágústsdóttir Vitabraut 13 95-13390
Hvammstangl Hólmfrí&ur Gu&mundsdóttir Fífusund 12 95-12485
Blönduós Snorri Bjarnason Ur&arbraut 20 95-24581
Skagaströnd Gu&rún Pálsdóttir Bogabraut 27 95-22722
Sau&árkrókur Gu&rún Kristófersdóttir Barmahlib 13 95-35311
Slglufjör&ur Gu&rún Au&unsdóttir Hafnartún 16 96-71841
Akureyri Sigrún Elva Hjaltadóttir Drekagil 19 96-27494
Dalvík Harpa Rut Heimisdóttir Bjarkarbraut 21 96-61816
Ólafsfjör&ur Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308
Húsavík Þórunn Kristjánsdóttir Brúnager&i 11 96-41620
Laugar, S-Þing. Bókabúð Rannveigar H. Ólafsdóttur 96-43181
Reykjahlib v/Mývatn Da&i Fri&riksson Skútahrauni 15 96-44215
Raufarhöfn Sólrún Hvönn Indriöadóttir Ásgata 21 96-51179
Þórshöfn Matthildur Jóhannsdóttir Austurvegur 14 96-81183
Vopnafjör&ur Ellen Ellertsdóttir Kolbeinsgata 44 97-31289
Egilsstabir Páll Pétursson Árskógar 13 97-11350
Sey&isfjörbur MargrétVera Knútsdóttir Múlavegur 7 97-21136
Rey&arfjörbur Ragnhei&ur Elmarsdóttir Hæ&arger&i 5 9741374
Esídfjör&ur Björg Sigur&ardóttir Strandgata 3B 97-61366
Neskaupsta&ur Bryndís Helgadóttir Blómsturvellir 46 97-71682
Fáskrú&sfjörbur Ásdís jóhannesdóttir Skólavegur 8 97-51339
Stö&varfjör&ur Sunna K. Jónsdóttir Einholt 97-58864
Brei&dalsvík Davíð Skúlason Sólheimar 1 97-56669
Djúpivogur Ingibjörg Óiafsdóttir Borgarland 21 97-88962
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Vikurbraut 11 97-81274
Nesjar Hanni Heiler Hraunhóll 5 97-81903
Selfoss Bár&ur Gu&mundsson Tryggvagata 11 98-23577
Hverager&l Þór&ur Snæbjamarson Heiömörk 61 98-34191
Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakkl Jóhannes Erlingsson Túngata 28 98-31198
- Laugarvatn Ásgeir B. Pétursson Stekkur 98-61218
Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlager&i 10 98-78269
Vík í Mýrdal Hugborg Hjörleifsdóttir Su&urvikurvegur 8A 98-71327
Kirkjubæjarklaustur Bryndís Gu&geirsdóttir Skri&uvellir 98-74624
Vestmannaeyjar Auróra Fri&riksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 98-11404
Jim Carrey hefur nýlega slegið í
gegn í þriðju grínmyndinni í röð.
Ástæða þess er einföld: hann er af-
ar fyndinn.
En hvað er svona fyndið við Jim
Carrey? Sennilega er skýringin
fyrst og fremst líkamleg, þ.e.a.s.
hann á sérstaklega gott með að
fetta andlit og búk — svipbrigðin
eru óteljandi — og það nægir til
að aðdáendur hans rifna úr hlátri.
Reyndar eru Evrópubúar síður á
eitt sáttir um fyndni hans en
Bandaríkjamenn, en hinir síðar-
nefndu hafa löngum haft sérlega
gaman af að hlæja að því sem
þeim finnst heimskulegt og vit-
lausara en þeir sjálfir.
Samfelld sigur-
ganga
Það byrjaði með Ace Ventura og
síðan Mask, en smellur ársins er
Dumb and Dumber, sem nú er
einmitt sýnd i Laugarásbíói við
miklar vinsældir. Eftir þessa
þriggja mynda sigurgöngu er Carr-
ey oröinn svo hátt skrifaður að
hann sló nýlega hinum þekkta
gamanleikara Robin Williams við,
er valið var í hlutverk „Jokersins" í
þriðju myndinni um Batman,
„Batman Forever". Miklir pening-
ar eru í boði.
Flestir vita sitthvað um einka-
hagi nýju stjörnunnar, þ.á m. ný-
legan hjónaskilnað, en hitt vita
færri að hann er Kanadamaður og
á það sammerkt með ótrúlegum
fjölda seinni tíma gamanleikara,
sem slegiö hafa í gegn í Holly-
wood. Til dæmis: Dan Aykroyd,
Leslie Nielsen, John Candy, Rick
Moranis og Catharine O'Hara. Þá
eru ótaldir handritshöfundar
„Groundhog Day" og „Ghostbust-
ers", sem einnig koma frá Kanada.
Peningar
En hvernig má þetta vera? Nú
Kanadamaburinn )im Carrey hefur ekki síbur ástœbu til ab hiæja ab
Bandaríkjamönnum en þeir ab honum.
hafa Kanadamenn aldrei haft sér-
stakt orð á sér fyrir ríka kímnigáfu.
Ástæðan er einföld: Peningar.
Kanadamenn njóta þeirrar gæfu
að tala góða ensku, ýmist sem
fyrsta eða annað tungumál, og
það greiðir þeim götuna í Banda-
ríkjunum. Ef þeir ætla að helga sig
leiklistinni í heimalandinu, geta
þeir heppnustu vænst þess að
þéna 1,4 milljónir ísl. króna, en
hærra komast þeir ekki. Þarf ekki
nema miðlungsleikara í c-mynd i
Hollywood til að toppa þab og ef
menn slá ærlega í gegn, líkt og Jim
Carrey, geta þeir fariö fram á mörg
hundruð milljónir króna fyrir
eina mynd. Peningar geta nefni-
lega keypt allt, ekki síður hæfi-
leika en hvað annað.
Bandaríkjamenn líta flestir svo
á að Jim Carrey sé einn af þeim,
þ.e.a.s. Bandaríkjamaður. Banda-
ríkjamenn hafa alltaf haft gaman
af að hlæja að því sem er reglulega
heimskulegt. Það veit Jim Carrey
og hann hegðar sér í samræmi við
það. Hann er ekki einn af þeim,
heldur Kanadamaður og þess
vegna, eins og fjöldi kollega hans,
hlær hann ekki með þeim, heldur
að þeim. Kanadamenn sitja eftir
með sárt ennið, vegna þess að þeir
geta ekki borgað nóg. Enginn hef-
ur nógu stóran markað til aö
borga nóg, nema Hollywood. ■
Ótrúlegur fjöldi Kan-
adamanna hefur slegiö
í gegn í Hollywood
Nancy Kerrigan skautadrottning:
Ofsótt af misindismanni
Skautadrottningin Nancy Kerrig-
an prísaði sig sæla á dögunum yfir
að vera ekki heima þegar vopnað-
ur glæpamaður braust inn á heim-
ili hennar. Þjófurinn, Jason Fields,
hafði áreitt skautadrottninguna
með bréfum og hótunum í síma
og var nýsloppinn úr fangelsi þeg-
ar atburðurinn gerðist.
Jason haföi setið inni um hríð
fyrir vopnað rán, þegar hann virð-
ist hafa fengið sjúklegan áhuga á
Nancy. Eftir að hafa ofsótt hana
með símhringingum og bréfa-
skriftum beið hann þess eins að
sleppa út, og þegar sú stund rann
upp beið hann ekki boðanna og
braust inn til Nancyar. Þegar hún
reyndist ekki heima, fór hann til
móður Nancyar, Brendu Kerrigan,
sem er blind, og hélt hún að hann
væri kunningi Nancyar og hleypti
honum inn.
Skúrkurinn sat síðan í góðu yfir-
læti, maulaöi súkkulaöi og hlust-
í SPECLI
TÍMANS
Nancy Kerrigan.
aði á gospeltónlist þangaö til ná-
granni Brendu sá inn um glugg-
ann að ókunnugur maður var í
húsinu og hringdi á lögregluna.
Þegar lögreglan handtók mann-
inn reyndist hann vera með hníf
og leðursvipu innan klæða, sem
hann eflaust hefur ætlaö að nota á
Nancy.
Þetta er aðeins eitt af mörgum
jason Fields.
tilvikum að undanförnu þar sem
truflaðir „aðdáendur" þekkts fólks
gera því lífið leitt. Nancy er mjög
brugðið eftir atburðinn og hefur
hert öryggisgæslu við hús sitt í
kjölfariö. Hægt er að ímynda sér
að illa hefði farið, ef hún heföi
verið heima þegar Jason Fields átti
leið um.