Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 20. maí 1995 Rafmagnsmál í sumarbústöbum. Stefán Arngrímsson, markaösstjóri Rafmagnsveitna ríkisins: Tengigjald í sumarbústaði lækk- ab ab raunvirbi undanfarin ár Ekki eru mörg ár síban Raf- magnsveitur ríkisins ákvá&u fast gjald fyrir heimtaug a& sumarbústö&um í skipulög&- um hverfum, en á&ur þurftu sumarbústa&aeigendur a& grei&a eftir því hva& þa& kost- aöi hjá hverjum og einum, sem gat veriö ákaflega mis- munandi eftir a&stæ&um og því mjög dýrt sumssta&ar. Síö- an 1988 hefur hins vegar ver- i& föst gjaldskrá, nokkurs konar innanbæjargjald í skipulög&um hverfum, sem eru samþykkt af skipulagi rík- isins. Fjöldi þeirra bústa&a sem tengdir hafa veriö síöan hefur margfaldast og nær helmingur ailra sumarhúsa hefur nú veriö tengdur raf- magni. Tengigjald lækkab að raungildi Stefán Arngrímsson, markaðs- stjóri RARIK, segir gjaldið fyrir heimtaugina hafa farið lækk- andi að raungildi, og þrátt fyrir aö virðisaukaskattur hafi verið lagöur á heimtaugargjaldið hafi þaö ekkert hækkað. Heimtaug- argjaldiö er nú 170 þúsund, en var árið 1988 276 þúsund krón- ur á verðlagi dagsins í dag. Þá greiða viðskiptavinir RARIK ekki allan kostnað við heimt- augina, því fyrirtækið tekur á sig hluta hans, sem notendur greiða að vísu í almennu raf- orkuverði. Stefán segir að tengingu raf- magns í sumarhús sé nú komin vel á veg, og eru nú um þrjú þúsund bústaðir sem rafmagn hefur þegar verið tengt í, af þeim um 6500 bústööum sem skráðir eru hjá Fasteignamati ríkisins. Hann segir að það verði Stefán Arngrímsson, markabsstjóri RARIK erfitt að tengja alla bústaðina við rafveitukerfið, því margir bústaðir séu utan skipulags og bæði erfitt og dýrt að tengja þá. Til gamans má geta að raforku- þörf þeirra þrjú þúsund bústaða sem tengdir hafa verið er um 15 gigawattsstundir, eöa meira en t.d. Borgarnes notar. Fjöldi fimmfaldast Á síðustu tíu árum hefur fjöldi bústaða sem tengdir eru rafmagni fimmfaldast, sem að stærstum hluta má rekja til til- komu fastagjalds fyrir heimtaug sem raunverulega hefur gert sumarbústaöaeigendum kleift SKILAR ÞU UMBÚÐUNUM Á RÉTTAN STAÐ? Umbúék é eftirfarandi Ihta tru i umsjá tndurvinnslunnar hf.: Áldisir 33 il og SO d finnota plastflöskur 501/ - 2 fítra. [hmota glorflöskui lyrlr öl og gasdrykki. Margnata ölflaskur (bjórllöskur). Áfengisflöskur. Á allar afangreíndor umbúiir er lagt 6 kr. skikgjald sem er endurgreitt vli móttöku í [ndurvinnslunni hf. eia hfá umboisaiilum um allt land. ímmmiau Nýti iir natudu! að tengja bústaði sína rafmagni. Stefán segir að oft hafi komið upp sú umræða á síðari árum, af hverju sumarbústaðaeigend- ur þurfi að greiða hærra gjald fyrir tengingu heimtaugar en t.d. bændur, og þá hefur verið bent á að svipaðar aðstæður og erfiðleikar séu fyrir hendi vib tenginguna. Stefán segir alls ekki hægt ab bera þessa tvo hópa saman því rafmagnsnotk- un á bóndabýlum sé miklu meiri en hjá eigendum sumar- bústaða. Umsókn um heimtaug Umsókn um tengingu heimt- augar þarf ab berast með gób- um fyrirvara og eru heimtaugar að jafnaði aðeins afgreiddar að sumarlagi. Sækja þarf um á þar til geröum eyðublöðum, sem fást á skrifstofum RARIK í Reykjavík, svæðisskrifstofum og útibúum. Meb umsókninni er nauðsynlegt að fylgi lagningar- leyfi í tvíriti, útfyllt og undirrit- að af löggiltum rafverktaka, tvö eintök af raflagnateikningum, ásamt málsettri afstöbumynd af húsi á lóð og staðfestingu við- komandi byggingarfulltrúa. Greiðslu fyrir heimvaugina verður að inna af hendi áöur en hún er tengd, því ekki veröur ráðist í framkvæmdir fyrr. Tengigjaldið má staðgreiða eða greiða með raögreiðslum VISA eða Euro, eftir þeim reglum sem þar gilda og skal umsækjandi Tímamynd G S tiltaka í umsókn sinni á hvern hátt hann hyggst greiða fyrir tengingu. Orkukostnaöur í sumarhúsum Raforkunotkun í sumarhús- um er nokkuð breytileg eftir þörfum hvers og eins og því erf- itt að áætla fasta viðmiðun, enda skiptir miklu hvernig upp- hitun er háttað og hversu húsin eru vel einangruð. Fyrir venjuleg sumarhús er um tvo taxta að ræða, almenna notkun, A1 eða sumarhúsa- notkun A4. Taxti A1 er venju- legur heimilistaxti og hentar vel þeim sem nota minna en 4500 kWh/ár. Taxti A4 er fyrir raf- magnshitun og heimilisnotkun og er orkugjald mun lægra en samkvæmt Á1 en fast gjald hins vegar hærra og hentar taxtinn þeim sem nota meira en 4500 kWh/ári. Á síðari árum hafa mælar ver- ið settir upp utanhúss, í sérstök- um lokuðum skápum, sem þó er þannig að notandi getur lesið Mánaðarlegur orkukostnaður Miöaö viö gjaldskrá 1. janúar 1994 □ a.4 Ba.1 Skuröpunktur <3°° <4^ ^ <4? <4? 0<§> «£> ^<3 Ársnotkun í kílówattstundum Þús. kr á mánuöi Á þessari mynd má sjá hvernig mánabarlegur orkukostnabur mibab vib rafmagnsnotkun kemur út, eftir þvíhvaba taxti er notabur. Meb abstob töflunnar er hcegt ab sjá út hvorn taxtann er hagstœbara ab nota mibab Vib OrkuþÖrf. Töflur: RARIK Tengigjöld sumarhús Þáviröi Núviröi Ár bvís RARIK VSK Alls RARIK VSK Alls 1988 107,9 150.000 0 150.000 276.784 “Ö 276.784 1989 125,4 162.000 0 162.000 257.211 0 257.211 1990 159,6 162.000 39.690 201.690 202.094 49.513 251.607 1991 176,5 162.000 39.690 201.690 182.743 44.772 227.515 1992 187,4 162.000 39.690 201.690 172.114 42.168 214.282 1993 189,6 162.000 39.690 201.690 170.117 41.679 211.796 1994 195,5 167.000 40.915 207.915 170.075 41.668 211.744 1995 199,1 170.000 41.650 211.650 170.000 41.650 211.650 Tengigjöld í sumarhúsahverfum hafa laekkab ab raungildi á síbustu sjö árum, eftir ab fast gjald var sett á, þ.e.a.s. ískipulögbum hverfum. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.