Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. maí 1995 jBtíttmam 15 íslenskur hugvitsmaöur hefur hannaö og þróaö nýj- an búnaö, sem eykur öryggi varöandi heita potta: Ný gerð niöurfalls og léttara lok íslenskur hugvitsmaður, Ein- ar D. Gunnlaugsson, hefur hannað og þróað nýjan bún- að, sem er í senn lok yfir heita potta og niðurfall. Búnaður þessi kemur á markaðinn um mánaðamótin maí/júni, en BYKO hefur keypt fram- Ieiösluréttinn á búnaðinum. Lokiö og niðurfallið er unnið með tilstyrk verkefnisins Snjallræðis, sem er hug- myndasamkeppni á vegum Ibntæknistofnunar, en styrkt af Ibnaðarrábuneyti, Ibnlána- sjóbi og Ibnþróunarsjóbi. Þetta er þab fyrsta, sem sett hefur verib á markaö, sem kemur í gegnum Snjallræði. Grundvallaratriðin í búnaðin- um er ný gerb niðurfalls, sem er hættulaust börnum, og léttara og meðfærilegra lok. Á undan- förnum árum hefur það komið fyrir að börn hafi drukknað í heitum pottum, bæði hafa þau dottið ofan í þá og einnig hafa þau fest hárið í niðurfallinu eft- ir að hafa dottið ofan á botninn. Hefur hár þeirra jafnvel sogast ofan í niðurfallið, sem hefur verið sömu geröar og notað er í vaska. Þegar svo er komíð, er niðurfallið stíflað og barnið fast með andlitið í botninum. Hið nýja niðurfall kemur í veg fyrir þetta, en það byggist á tvípóla niðurfalli, sem veldur ekki sogi í pottinum og einnig er útilokað að hár festist í því. Ofan á niðurfallið er fest stöng sem heldur uppi lokinu, sem gert er úr níðsterku segli. Seglið er fest ofan á stöngina og strekkt út fyrir pottinn, og því síðan læst með böndum út fyrir hliöar hans. ítarlegar prófanir hafa farið fram á þessum búnaði á síðustu tveimur árum. Sem dæmi um Hér má sjá hvernig búnaöurinn lítur út eftir ab segliö hefur veriö fjarlœgt. Súlan fest ofan á niöurfalliö og boröi komiö fyrir í miöjunni. Boröiö er þó ekki einungis cetlaö fyrirglös og annaö, þvíþaö er einnig hugsaö sem handfang fyrir börn sem detta ofan í pottinn og hjálpar þeim aö fikra sig áfram í pottinum. Ef súlan er fjarlœgö, má einnig koma handfanginu fyrir ofan á niöurfallinu. Einar D. Gunnlaugsson hugvitsmaöur meö mynd af lokinu. Þarna má sjá hvernig súlan kemur upp í miöjunni þar sem segliö er fest á og strekkt út fyrir hliöarnar. Þennan útbúhaö veröur hœgt aö fá á allar geröir potta, bceöi staölaöan og eftir máli. „ Tímamynd Pjetur prófanir á styrkleika seglsins má nefna, að 85 kg maður var lát- inn ganga 10 hringi ofan á lok- inu og það stóðst prófið. Lokið er afskaplega létt og auðvelt í uppsetningu og gerir nú öllum kleift, ungum sem öldnum, að koma því upp, enda nauðsynlegt að það sé hægt, því skylt er að hafa lok á heitum pottum. Lok, sem framleidd hafa verið, hafa þá ókosti að þau hafa verið þung og ómeðfærileg og fólk jafnvel veigraö sér við að nota þau. Búnaður þessi hefur verið við- urkenndur af Iðntæknistofnun, Rauða krossi íslands og Slysa- varnafélaginu, auk þess sem byggingarfulltrúar sumir hverjir hafa lýst ánægju sinni með hann. Einar D. Gunnlaugsson segir, að ástæða þess að hann fór út í að hanna þennan búnað hafi verið tíö slys á börnum. Þetta heföi þó ekki verið hægt nema fyrir tilstilli Snjallræbis og styrktarabilanna, Iönlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Iðnabar- ráðuneytis og að sjálfsögðu Iön- tæknistofnunar. Hann segist ánægður með verkib, það sé nú tilbúið og búið að prófa það til fullnustu og sníða af alla van- kanta. ■ Þessi mynd sýnir þá staöi sem veröa innan þjónustusvæöis í árslok, ef all- ar áœtlanir standast. Uppbygging CSM-farsímakerfisins meb tilliti til helstu sumarbústabahverfa: Stærstu sumarbústaða- svæðin innan þjón- ustusvæðis á þessu ári Verðlaunakrossgáta Svarseðill Sendist fyrir 15.júní 1995 til: Tíminn, Brautarholt 1-105 Reykjavík Einn verðlaunahafi verður dreginn út úr réttum lausnum Nafn:________ ____________________ Heimili: .Sími: Svar: ©Vinningshafi fær gasgrill frá Olíufélaginu hf. n j Að sögn Einars Vilhjálmssonar, jjjónustufulltrúa hjá Pósti og síma, verður stærsti hluti helstu sumarbústabasvæbanna kom- inn innan þjónustusvæba GSM- farsímakerfisins á yfirstand- andi ári. í sumar og haust verð- ur unnið að uppsetningu stöbva vítt og breitt um Iandið og mun Póstur og sími leggja hundrub milljóna til verkefnisins. Einar segir ab starfsmenn stofnunar- innar hafi oröið varir vib mik- inn áhuga hjá sumarbústaöa- eigendum, sérstaklega í Gríms- nesi og Þingvöllum, á uppsetn- ingu kerfisins. Einar segir þó erfitt að segja til um hversu mörg hús í þessum hverfum muni geta notað þjón- ustu GSM- kerfisins og þab fari al- gerlega eftir staðsetningu bústað- anna og landslagi og í raun verði ekki hægt að segja til um það fyrr en mælingar hafi farið fram. Það muni verba gert í sumar. Hann segir nokkur sumarhús í Grímsnesi þegar vera komin inn- an þjónustusvæðis, þ.e.a.s. þau sem sjá til Selfoss. Hann segir að verið sé að vinna að uppsetningu nýrra stöðva og nú séu Hvolsvöll- ur, Selfoss, viðbót við Akureyrar- svæðið, Akranes, Seyðisfjörbur og Egilsstaðir þegar komnir innan þjónustusvæðis eða í þann veg- inn aö komast þaö. Að því loknu verður haldið áfram á Hellu, í Hveragerbi, Borgarnesi, Borgar- firði og á Skálafelli, sem myndi sinna hluta Þingvalla. Þá verður bæði settur upp sendir í Lang- holti, sem myndi þjóna hluta Grímsnessvæðis og einnig í Grímsnesi sjálfu, en eftir er að út- færa þab nánar, auk fjölda ann- arra staöa sem tilgreindir eru hér annars staðar á síðunni. Einar segir ab öryggisþátturinn vegi hvað þyngst þegar verið er að ræða um uppsetningu þessa kerf- is. Markmiðið er aö ástand þess- ara mála verbi orðið nokkuð gott í haust og þjónustusvæði GSM- kerfisins verði oröið mjög stórt og nái til svæðis meb 235 þúsund íbúa. Einar segir fullan skilning innan stofnunarinnar á þörfum sumarbústaðaeigenda á að GSM- kerfinu, sem öryggisþætti, sé full- nægt með almennilegum hætti og allar aögerðir miðist við það. „Á haustmánuðum ætti þetta að verða orðið nokkuö gott, ef allt gengur eftir eins og áætlaö er. Þá verða öll stærstu byggöarlögin og sumarbústaðahverfin komin inn- an þjónustusvæðis." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.