Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 20. maí 1995 Hvar höld- um vib ætt- armótiö í sumar? Vissir þú um félags- heimilib ... ? Félagsheimili& Þjórsárver Villingaholtshreppi, 801 Selfoss, sími 98-63330. Umsjón: Eydís Eiríksdóttir, sími 98- 63324. Húsið rúmar 140 til 150 manns. Leiksvið, gott eldhús, svefnpokapláss. Húsið sér um kaffi- og matarveislur, en er einn- ig leigt þeim sem vilja sjá um slíkt sjálfir. Hægt er að skipta sal og fást þá tveir minni. Dýnur eru ekki til fyrir svefnpokapláss. Menningarmibstöbin Laugalandi Laugalandi, 851 Hella, sími 98- 76545. Umsjón: Olgeir Engilbertsson, vinnus. 98- 76545, heima 98-76536. Húsib rúmar 560 manns. Stórt leiksvið í sal 1, minna svið í sal 2, gott eldhús, svefnpokapláss fyrir 200 manns, sundlaug, gufa, heitur pottur og vatnsrennibraut. Félagsheimilib Réttin vib Hlíbar- laug Úthlíð Biskupstungum, 801 Selfoss, sími 98-68776. Umsjón: Björn Sigurðsson, sími 98- 68951. Húsið rúmar 120 manns. Leiksvið, eldhús, tjald- stæbi, sundlaug og golfvöllur, hestaleiga, svefn- pokapláss. Félagsheimilib Heibarbær Reykjahverfi, 641 Húsavík. Umsjón: Þorgeir Sigurbsson, sími 96- 43918. Húsib rúmar 150-170 manns. Gott eldhús, gott svib, sundlaug, tjaldstæði, 2 heitir pottar, sturt- ur, svefnpokapláss fyrir 40 manns. Félagsheimilib Tjarnarlundur Saurbæjarhreppi, 371 Búðardalur, sími 93-41545. Umsjón: Arnar Eysteinsson, sími 93- 41528. Húsib rúmar 120 manns. Eldhús sæmilegt, svið gott, svefnpokapláss 20 manns, tjaldstæði, sturtur og öll snyrtiaöstaða, stutt í verslun. Hægt er að útvega veitingar. Guöni Þóröarson leiöbeinir hér iesendum blaösins um meöferö rotþróa. Hér stendur hann viö eina nýjungina í rotþróm, en þaö er lárétt þriggja hólfa þró, en í einni einingu, sem auöveldar niöursetningu. Tímamynd Pjetur Sumarbústabaeigendur koma í vaxandi mœli rotþróm fyrir vib bústabi sína, en þab ber margs ab gœta vib nibursetningu þeirra og lagna ab þeim: Fúsk getur valdið ómæld- um skaða og fjárútlátum Nýjungin í hönnun rotþróa felst í því ab nú eru fáanlegar rotþrær fyrir sumarbústa&i og íbúbarhús, sem eru í einni einingu og liggja Iáréttar. Ab sögn Guöna Þórðar- sonar, framkvæmdastjóra Borgar- plasts hf. sem framleiöir slíkar rotþrær, auðveldar þessi nýjung mjög niðursetningu þeirra og ger- ir allar framkvæmdir mun ein- faldari. Alger nauðsyn er að vanda mjög til verka við niðursetningu rotþróa og lagna að þeim og frá. Fúsk getur valdið ómældum óþægindum, vandræðum og fjárútlátum á seinni stigum. En hvaða reglur gilda um notkun á rotþróm, hvar er best að staðsetja þær og hvernig á að bera sig að við niðursetningu og hreinsun? Hvað er rotþró? Rotþró er tankur sem í er safnaö skólpi til að botnfella svifefni. Gera má ráö fyrir að í þróna safnist 100- 200 lítrar af botnfalli á mann á ári. Mælt er með að rotþrær séu þriggja hólfa, hvort sem það er útfært sem einn þrískiptur tankur eða þrír rað- tengdir brunnar. Aðeins er heimilt að nota þró sem Hollustuvernd samþykkir. Hlutverk hennar er að fella út föst efni, að bleyta upp fitu, loftfirrt nið- urbrot á lífrænum efnum og aö geyma botnfall. I rotþró verður allt að 50% hreinsun á lífrænum menglum við botnfellingu og rotnun. Einnig eyð- ast a.m.k. 30% saurgerla. í rotþró má leiða allt fráveituvatn frá venjulegu heimilishaldi, svo sem frá baðherbergi, eldhúsi, þvottaherbergi og einnig afrennslis- vatn hitaveitu. Þakvatn og annað yfirborðsvatn skal leiöa framhjá rotþró. Stærö rotþróa Rúmmál rotþróar má ekki vera minna en 1500 lítrar fyrir sumarbú- stað, og ef fleiri en einn bústaöur eru meö sömu rotþróna, þarf að bæta 300 lítrum við fyrir hvern bú- stað. Ef miöað er við orlofsbústaöi félagasamtaka, er 3000 lítra rotþró lágmark. Fyrsta hólfið í þrónni verður ávallt að vera helmingur af heildar- rúmmáli þróarinnar. Æskilegt er aö 5 sentímetra hæðarmunur sé á milli inntaks og úttaks, þ.e.a.s. að úttakið sé neðar. Þróin verður að vera vel þétt og þétt lok við yfirborð og þró- in vel loftræst. Tæma verður þróna reglulega, þ.e. losa veröur botnfall á 2-3ja ára fresti. Hreinsivirki Aðferðin, sem notuð er til þess að farga skólpi frá sumarbústöðum, er hreinsun í hreinsivirki, sem getur verið rotþró og siturlögn eða rotþró og sandsía. Fráveituvatn er leitt frá rotþró í siturlögn eða sandsíu til að eyða menglum og gerlum. Reglugeröir um rotþrær Ýmis ákvæði skylda aöila, sem byggja sumarbústaði, til að setja upp rotþrær og tryggja að fráveitu- vatn mengi ekki yfirborðsvatn eða grunnvatn. í mengunarreglugerð segir að óheimilt sé að leiða skólp út í ár eöa læki eða á annan hátt út í umhverfið nema í gegnum viður- kennt holræsi eða rotþró með situr- leiðslu. í heilbrigðisreglugerð er einnig fjallað um fráveitur frá sum- arbústöðum og er kveðiö á um aö rotþró skuli sýnd á holræsateikn- ingu. Jafnframt segir þar að sveitar- stjórunum beri að leggja til og sjá um að rekin sé móttökustöð fyrir úrgang og seyru frá rotþróm. í byggingareglugerð segir að gera skuli grein fyrir staðsetningu rot- þróar við sumarbústaði á afstöðu- uppdrætti og hreinsunarmannvirki skuli sýnd með holræsateikningu. Staöarval Þegar tekin er ákvörðun um stað- setningu rotþróa fyrir sumarbústaði eða hverfi, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðstæðum fyrir rot- þrær og til förgunar fráveituvatns frá þeim. Aöstæður eru mismun- andi meö tilliti til jarðfræði, jarð- vegs, landhalla, gróðurfars, grunn- vatns og vatnsöflunar. Þessi atriði hafa áhrif á það hvernig tekst til með hreinsivirkið. Undirlag og fylling Mjög mikilvægt er að undirlag þróarinnar sé algerlega lárétt áður en þróin er sett á sinn stað. Þegar hola er grafin fyrir þróna, er æski- legt aö grafið sé niður á fast áður en vel þjappað fyllingarlag er sett í, sem þróin á aö hvíla á, enda er þró- in mjög þung þegar farið er að nota hana. Ef jarðvegsdýpi lífræns jarð- vegs er þaö mikið, að ekki er með góðu móti hægt að komast niður á fast, skal grafið í það minnsta einn metra niður fyrir þá hæð, sem þróin á að standa í, og fylla með hrauni eða grús. Þá skal fyllingin ná metra út fyrir þróna. Þegar fyllt er aö þrónni, skal nota frostöruggt lífrænt efni, sem þenur sig ekki í frosti, t.d. sand, hreina grús eða rauðamöl, og ekki má nota gróft efni næst þrónni. Alls ekki má moka mold að rótþró. Sama gildir um lagnir að og frá rotþróm. Lagnirnar skulu hafa góð- an halla, en ekki of mikinn og er heppilegur halli á bilinu 20-50‘. Afleiðingar* þess að nota lífræn efni geta veriö þær að rotþróin og lagnir að og frá henni stórskemm- ast í frosthörkum og hitabreytingu. Fjarlægö frá húsi og lóöarmörkum Fjarlægð rotþróar má ekki vera minni en 4-5 metrar frá húsi. Hafa ber þó í huga að aögengi að rót- þrónni með bifreið til að hreinsa úr henni verbur að vera gott, og því er æskilegt að setja hana nálægt bíla- stæði eða innkeyrslu. Hún má þó ekki vera nær lóðarmörkum en sem svarar 10 metrum, en hætta getur veriö á ab lykt berist upp um loft- unarstúta. Gangsetning, hreins- un og viöhald Rotþró á ab fylla af vatni áður en hún er tekin í notkun og einnig eft- ir hverja hreinsun. Þab tekur nokkr- ar vikur að koma rotnun af stað í nýrri þró, en hægt er ab flýta fyrir henni með því að setja í hana 10-15 sm lag af eöju, eða setja í hana kjöt- eða fiskstykki. Vib hreinsun er heppilegast að nota haugsugu og ef fengin er til þess utanaðkomandi aðili, sem sérhæfa sig í verkefnum af þessu tagi er kostnaður við slíkt um 15 þúsund kr. Þab er mjög nauðsynlegt að tæma þróna reglu- lega, því ef það er ekki gert safnast í hana úrgangur sem ekki rotnar, en truflar virkni hennar og gerir hana ab lokum óvirka. Æskilegt getur verið að opna þróna endrum og sinnum til að fylgjast með skáninni, sem flýtur ofan á vatninu. Verði þessi skán mjög hörð eba þykk, verður að brjóta hana niöur, en við eðlilegar aðstæður gegnir skánin mikilvægu hlutverki við rotnun. Því er ekki rétt að hreyfa við henni, nema hún sé orðin þykk eba hörð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.