Tíminn - 15.06.1995, Page 4

Tíminn - 15.06.1995, Page 4
4 Fimmtudagur 15. júní 1995 HfíIfflfW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Verðmyndun soðningarinnar Verömyndun á fiski er þaö ágreiningsefni, sem veldur illvígum deilum milli útgeröarmanna og sjómanna og verkfalli sem bindur fiskiskipaflotann í höfn yfir há- bjargræöistímann. Þaö fer ekki dult aö sáttatillagan, sem felld var af sjómönnum, var illa kynnt og vissu verkfallsmenn ekki um hvað þeir voru aö greiða at- kvæði. Þeir botnuðu ekkert í því verðmyndunarkerfi sem þeim var boöiö upp á. Sennilega skilur þorri þeirra heldur lítiö í þeirri verðmyndun sem ráöiö hefur tekj- um þeirra til þessa. Þegar fiskverö og gengisskráning var ákveðin ein- hliða eftir þörfum sjávarútvegsins á hverjum tíma, voru málin einfaldari og enginn þurfti aö skilj'a neitt nema sexmannanefnd og skuldakóngar. Kvóti og fiskmarkað- ir breyttu þessu og þeir, sem skipta hlut á milli sín, eru fullir tortryggni og hræddir viö aö semja af sér, vegna þess hve verömyndun á fiski er flókin. Margir eru þeir fiskkaupendur sem aldrei velta fyrir sér hvernig verö á fiski verður til. Þeir bara borga þaö sem upp er sett, og enginn þarf aö gera grein fyrir hvers vegna verö á soðningunni í búö á íslandi er svipaö og á mörkuðum heimsborganna þúsundir mílna í burtu. Þaö þarf ekki öldunga til aö muna þegar fiskur var ódýr á íslandi og efnalítið fólk átti kost á góöri og hollri fæöu án þess að ganga nærri fjárhag sínum. Nú er fisk- ur rándýr lúxusvara þar sem verðmyndunin er óútskýrö og neytendur og samtök þeirra gera engar athugasemd- ir eöa biðja um skýringar. Þessu er öðruvísi farið meö landbúnaðarvörur, en á þeim er sífellt kvartaö yfir háu verölagi og heimtaðar nákvæmar útlistanir á hvernig þaö veröur til. En enginn biöur um súlurit eöa grafískar kökur sem útskýra hvernig stendur á að fiskur, sem seldur er á markaöi eöa frá boröi fyrir svo sem 100 krónur, er seld- ur á 500 krónur í verslun steinsnar í burtu. Enn síöur dettur nokkrum í hug aö athuga hvaö hiö háa fiskverð á smásölumarkaði innanlands hefur á kjör og afkomu fólks. Hins vegar sitja ótal hagrannsóknar- deildir og verndarar neytenda viö aö reikna út kjara- rýrnun vegna verölags á kjöti og mjólkurvörum. Verömyndun á fiski til innanlandsneyslu er ósvífin og næsta furðulegt aö samtök launþega og neytenda skuli láta þetta yfir'sig ganga athugasemdalaust. Þaö er léleg afsökun að soðningin á innanlandsmark- aöi eigi í einhverri samkeppni viö ýsuna, sem búiö er að koma með ærnum kostnaði og nokkrum milliliðum í fiskborö stórmarkaða í París eöa New York. Þaö á ekkert upplogiö heimsmarkaösverö við um fiskinn sem veriö er aö selja okkur í útgerðarbæjum þessa lands. Stundum er veriö að telja fólki trú um aö þjóöin eigi eitthvaö í fiskinum í auölindalögsögunni. Þaö er ótrú- legt aö svo sé, þegar tillit er tekiö til þess að verið er aö selja þeirri sömu þjóö fiskinn á okurverði í smásölu. Þar sem verðmyndunarkerfi sjávarfangs er sjómönn- um óskiljanlegt og skipum er haldið í höfn vegna þess arna, er eölilegt aö skilningur landkrabba á verömynd- un fisks til innanlandsneyslu sé úti í hafsauga. En eins og sjómennirnir eiga kröfu á aö vita hvernig grundvöllur þeirra hlutar er fundinn, hljóta fiskkaup- endur í landi aö eiga einhvern rétt á aö vita hvernig verömyndun á soðningunni þeirra er háttaö. GATT og Garðar Hólm «AÍnarmenn begSjjaj FramsoKnani flokkafagnas.gnr , - sogir Jón i <ramW*"><Á ^ ^ „ þ» [ innflutningurverö1 m* ,, 'unu sa^áAIÞWðf GATT-frumvarp ríkisstjórnarinnar er nú komib í gegnum þingib, vib litla hrifningu stjórnarandstöbunn- ar. Mikill munur er þó á tónbrigb- um gagnrýnisraddanna, allt frá því ab vera nokkub hljómfagur söngur yfir í þab ab vera meira í ætt vib öskur Garöars Hólm, þegar hann hélt móbur sinni loksins átakanlega einkatónleika í Dómkirkjunni. Óneitanlega er þab þó gagnrýni kratanna sem hljómar líkast-söng Garöars. Þeir hafa hæst og nota svæsnustu oröin, tala um svik viö neytendur og samsæri framsóknar- manna til ab útiloka innflutning og tryggja einokun landbúnaöar þvert á yfirlýst markmib samningsins. Þeir standa upp á torgum og segja aö neytendur séu því hlunnfarnir um ávinning þessa stórmerkilega samnings, vegna þess aö heimsins ráb brugga vondir menn sem ýmist eru framsóknarmenn, landbúnaöa- reinokarar eöa gamaldags bænd- amafía. Þegar kratarnir ætla ab vera sérstaklega snibugir, kalla þeir menn Höllustaba-Pál eba Egil á Seljavöllum. Heimsmarkabsverbib Eflaust gengur þeim gott eitt til, blessuöum krötunum. En ef menn vilja taka mark á fyrri málflutningi þeirra, þá getur þab tæplega veriö hinn eini sanni hreini tónn sem frá þeim heyrist núna. Nú kemur fram í röksemdafærslum þeirra, þegar þeir eru ab gagnrýna hvernig toll- arnir eru ákvebnir, ab þaö dugi skammt ab miöa við heimsmark- aösverö á landbúnaöarafuröum, vegna þess aö ekkert heimsmark- aösverb sé í raun til. Þeir benda á ab þó hægt sé ab fá einhverja kjötsneib á svimandi lágu verbi í einhverjum afdal heimsbyggöarinnar, þá sé frá- leitt aö miöa vib þaö, því íslending- ar muni aö sjálfsögöu kaupa land- búnaðarvörur frá löndum þar sem gæöi væru trygg og verðið því nokkub hátt. Heimsmarkaðsverð væri því fráleitt ab miba viö. Þessir sömu menn voru fyrir ári síðan í svipaðri herferð gegn bænd- amafíum, framsóknarmönnum og Höllustaöa-Pálum og Öglum á Seljavöllum, vegna þess að þeir kæmu í veg fyrir að neytendur gætu notið 18 milljarða ávinnings af inn- flutningi á landbúnaðarvörum. Hvemig voru þessir 18 milljarðar GARRI fundnir, sem kratar og bandamenn þeirra í stórkaupmannastétt töldu að verið væri að svíkja af neytend- um? Jú, meö því ab fiytja inn vörur á heimsmarkaösverði í staðinn fyrir að þurfa að kaupa íslenskar búvörur á ofurverði! Hinn kratíski tónn er því hvorki einn né hreinn. Hann er tvítóna og hljómar ekki þegar báðir eru slegnir í einu. Ömmi óhábi á Höilu- stöðum og BSRB- deild í framsókn á Nl. vestra Hitt er auðvitað augljóst að krat- arnir eru nú í stjórnarandstöðu og telja sig eflaust þurfa aö vera á móti ríkisstjórninni, hvað sem á gengur og í hvaða máli sem er. Þeir hafa þó í leiðinni verið á móti ábyrgari hluta stjórnarandstöðunnar, því Al- þýðuflokkurinn er búinn að gera Ögmund Jónasson, eða Ömma óhába, eins og hann er jafnan kall- aður núorðið, að Höllustaða- Páli og framsóknarmanni. Ögmundur hefur nefnilega ekki tekið undir tónleikahald kratanna og sagt að eðlilegt sé að stíga varlega til jarðar, þegar menn eru að fóta sig á nýrri braut. Ögmundur er raunar að túlka og bera fram viðhorf sem BSRB hafði mótað í málinu. Þar kemur fram vel ígrundað viðhorf og ábyrgt, sem ánægjulegt er að verða vitni að. Eyrirfram hefði e.t.v. mátt búast við að Ögmundur, sem einn af þungavigtarmönnum stjórnar- andstöbunnar, reyndi að beita sér fyrir því innan BSRB og utan, að samtökin legðust gegn GATT- frum- varpinu. Það gerir hann ekki, held- ur kýs ab hafa það að leiðarljósi, að verið er að tala um lífsafkomu þús- unda íslendinga um leið og miklu framfaraferli aftollunar er ýtt úr vör. Það er trúlega áhugavert fyrir Ög- mund, sem gekk til liös við Alþýðu- bandalagið, aö upplifa þá staðreynd að þegar hann og félag hans gerir sér far um að taka ábyrga afstöðu í mikilvægu máli, er hann umsvifa- laust stimplaöur framsóknarmaður og BSRB nánast gert að deild í Fram- sóknarflokknum á Norðurlandi vestra. Garri Kenning um grjótát stabfest Meb ólíkindum þótti þegar sjón- varp ríkisins sýndi kindur á beit á móbergshellum og var frá því skýrt að þær væru búnar að naga grös og jarðveg niður fyrir rót og væru nú teknar til vib ab úba í sig grjóti, þar sem önnur næring var upp urin. Þetta var sýnt og svona frá skýrt í einum af fleiri þáttum Baldurs Hermannssonar um valdatíb bænda, sem gengu undir sam- heitinu „í fjötrum hugarfarsins". Hart var deilt á þessa kvikmynd- ubu hugarsmíb Baldurs, sem gaf ekki rétta mynd af hugmyndum nútímans um bændasamfélag okkar gáfubu og verklagnu for- febra, sem fórnubu öllu svo sauð- kindin mætti lifa af, Hvað sem líbur heimildagiidi sjónvarpsþáttanna, var ótvíræbur ávinningur fyrir mannlífsrýna ab fylgjast meb vibbrögbunum sem þeir ollu. Þau voru miklu fróðlegri en sú tilraun, sem Baldur Her- mannsson gerði til að breyta við- teknum hugmyndum um samfé- lag og búskaparhætti gullaldar bændamenningarinnar. Stórmennsku- brjálæöi Hvab sem því líður, kom mynd- in af kindum á beit á móberginu upp í hugann þegar sama sjón- varpsstöö sýndi sauðfé háma í sig sand á Mývatnsöræfum. Er fénu haldiö til beitar á sandinn, þar sem harður vetur og sein vor- koma veldur því að illa grær niðri í byggb. Vib eftirgrennslan kemur í ljós ab melgresissprotar eru ab gægj- ast upp úr auðninni og eru sjálf- sagt ágætis viðbit með sandinum. Það var Landgræðslan sem sáði í sandinn til ab varna jarðvegs- foki, en aðgætti ekki að sandbeit- in er á afrétti bænda. Þegar svo eigendur landsins reka fé sitt á beitarstöbvarnar, fer landgræðslu- stjóri aö múðra eitthvað um ab þeir séu nokkrum árum of snemma á feröinni, því nýgræð- ingurinn þurfi að ná nokkurri rót- festu, ef hefta eigi sandfok. En engin þörf er á aö varna því ab sandurinn fjúki. Hann er á leið Á víbavangi nibur í sveit og það er alveg eins gott að beita á hann þar og uppi á afrétti, miklu styttra að fara. Svo eru einhver ferðamálafrík að kvarta yfir að Ásbyrgi sé að fara á kaf í sand og Dimmuborgir kváöu líka vera í útrýmingar- hættu vegna ágangs túrista og jarðvegsfoks. Kannski að besta varðveisla þessara náttúruundra sé að þau verpist sandi eins og minjar í Egyptalandi, sem grafnar eru upp lítt skemmdar eftir þús- unda ára vernd undir sandbreib- um. Svona getur sandfokib orðib besta minjaverndin eftir allt sam- an. Eignarrétturinn óvirtur Ósköp er orðið þreytandi ab hafa allt jarmið um ofbeit og landeyöingu suðandi í eyrunum alla tíb. Sauðfé er ofsótt af kaup- staðarbúum, sem fást varla til að éta það núorðiö, og Skógrækt og Landgræðslunni sem vaða yfir lönd bænda meb fræ og áburð og heimta að hætt verði að nýta landið af réttmætum eigendum þess. Alltaf er óviðkomandi fólk að skipta sér af því hvert fé og hross eru rekin og þykist hafa vit á því hvar óhætt er ab beita og hvar ekki. Meira aö segja landgræðslu- stjóri, sem alltaf hefur vit á að halda sig bændamegin í tilver- unni, er kominn með stór- mennskubrjálæði og heldur- sig vita allt eins vel og bændur í Mý- vatnssveit hvert beitarálag ný- rækt hans þolir. En auðvitað lætur hann í minni pokann, þegar honum er sýnt fram á að sandurinn á Mývatns- heiöi er hib mesta búsílag og all- sendis óþarfi að fara aö sá gras- jurtum í þau góbu búdrýgindi. Þaö liggur í augum uppi að það er frekleg íhlutun um umráð eignarréttarins, þegar utanað- komandi aðilar eru að skipta sér af bithögum og afréttum hrossa- og sauðfjáreigenda. Þeir eiga líka landið og ráða hvernig þeir nýta það. Ef þeir telja hagkvæmt að beita á sand, þá er það þeirra mál og síðan verða neytendur að meta hvaða smekk þeir hafa fyrir dilka- kjöti meb sandbragbi eöa hrossa- kjöti meö grasrótarbragöi. Og mikiö er þaö gleöilegt aö nú skuli bændur vera farnir aö sanna fráleitustu kenningar Baldurs Hermannssonar um ab kindur éti móbergshellur meb því að beita á örfoka sand og telja þab eölilega búskaparhætti. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.