Tíminn - 15.06.1995, Qupperneq 7
Fimmtudagur 15. júní 1995
Um 150 sveitarfélög hafa enn ekki sett sér og tilkynnt um lögboönar reglur um fjárhagsaö-
stoö, segir Jón Björnsson félagsmálastjóri:
Smærri sveitarfélögin „flytja
út" sín félagslegu vandamál
„Þaö þekkjum viö öll í hinum
stærri sveitarfélögum, sem
búa nokkuö vel aö þjónustu,
hvernig smærri sveitarfélögin
bókstaflega „flytja út" öll sín
félagslegu vandamál: aldraöa
sem fá hvorki heimaþjónustu
né stofnanarými í heima-
byggö, fatlaö fólk, foreldra
fatlaöra barna, fjölskyldur
sem vegnar illa á einn eöa
annan veg í bráö og lengd,"
segir Jón Björnsson, félags-
málastjóri á Akureyri, í grein í
Sveitarstjórnarmálum. Þeim
sveitarfélögum, sem bjóöa
góöa þjónustu, komi þaö á
vissan hátt í koll, af því hve
mörg sveitarfélög hliöri sér
hjá ábyrgö sinni í þessu efni
og hælist jafnvel af.
Meö lögum frá 1991 hafi
sveitarfélög veriö skylduö til aö
setja sér reglur um fjárhagsaö-
stoö og gera ráöuneyti félags-
mála grein fyrir þeim. Þau ráöi
hins vegar sjálf hvernig reglurn-
ar eru og grunnupphæöir fjár-
hagsaöstoöar séu heldur ekki
lögbundnar hérlendis, eins og
þekkt er frá nágrannalöndun-
um.
Nú, hálfu fjóröa ári eftir gild-
istöku laganna, segist Jón hafa
kannaö hve mörg sveitarfélög
hafi fariö aö þessum lögum. Þau
reyndust aöeins 24, eöa aöeins
13-14% sveitarfélaga, aö vísu
mörg hin fjölmennustu þeirra á
meöal. „Hin 150 sveitarfélögin
viröast álíta aö sér komi þessi
lög ekki viö." Jón segir þetta al-
varlegt mál og raunar mun al-
varlegra en áöur, vegna þess hve
mjög atvinna hafi dregist sam-
an. Atvinnulaust fólk með lít-
inn eða engan atvinnuleysis-
bótarétt, eöa á bótalausum
tímabilum, eigi oft ekki annarra
kosta völ til aö sjá sér og sínum
farboröa. „Þaö er því stóralvar-
legt, það er illþolandi óréttlæti á
atvinnuleysistímum ef ffárhags-
aöstoö er ekki aðgengileg hjá
sveitarfélagi," segir Jón Björns-
son. ■
Veröbréfaþing
ræöur fram-
kvæmdastjóra
í síbasta mánuði auglýsti stjórn
Veröbréfaþings eftir manni í
stööu framkvæmdastjóra þings-
ins. Vandabar umsóknir bárust
frá mörgum hæfum umsækjend-
um. Niburstaðan var ab rába Stef-
án Halldórsson, 45 ára rekstrar-
hagfræbing, til starfans frá og
meb 1. október n.k.a
Stefán Halldórsson lauk BA-prófi
í þjóbfélagsfræðum við Háskóla ís-
lands árið 1975 og Mastersgráðu í
rekstrarhagfræði frá Tuck Business
School, Dartmouth College, í New
Hampshire í Bandaríkjunum árið
1988. Undanfarin fimm ár hefur
hann starfað hjá Kaupþingi hf. og
dótturfélögum þess.
Stefán er kvæntur Lilju Jónas
dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau þrjár dætur.
s Sta6i6 me6 stengur á Seleyri
Sjúkrasjóöur VR aö mestu í handbaeru fé meö
3,6% raunávöxtun í fyrra:
Yfir 5 ára iögjöld
í Sjúkrasjóöi VR
Sjúkrasjóbur VR gildnaði um
55 milljónir kr. í fyrra og var
orðinn vel yfir 700 milljónir
króna um síbustu áramót, sem
svarabi rúmlega 60.000 kr. á
hvern fullgildan félagsmann.
Benda má á ab Sjúkrasjóður-
inn er t.d. orbinn 70% stærri
en allar greiddar atvinnuleys-
isbætur til 2.000 atvinnulausra
VR-félaga á s.l. ári, enda sam-
svara eignir hans meira en 5-
földum ársibgjöldum (sem
voru 136 milljónir á síbasta
ári).
Athygli vekur að þessi digri
sjóður er að mestu, eða 566
m.kr., ávaxtaður í handbæru fé
(sem óx um rúmar 70 milljónir í
fyrra). Raunávöxtun sjóðsins
virðist hins vegar fremur í lægri
kantinum á síðasta ári, eba 3,8%
af peningalegum eignum (veltu-
fjármunum og langtímakröf-
um), en 3,6% mib?b við heildar-
eignir sjóðsins.
Margvíslegar upplýsingar um
starfsemi Sjúkrasjóbsins koma
fram í ársskýrslu VR. Bætur og
styrkir úr Sjúkrasjóði til alls rúm-
lega 3.100 félagsmanna námu
tæplega 56 milljónum í fyrra,
hvar af dagpeningagreiöslur og
örorkubætur vegna veikinda og
slysa, sem mun hafa verið upp-
haflegt hlutverk sjúkrasjóðanna,
voru 34 milljónir til 240 félags-
manna, eða sem svarar fjórðungi
ársiðgjaldanna. Dánarbætur
vegna 36 félagsmanna námu
rúmum 12 milljónum kr.
Af öðrum styrkjum til félags-
manna ber hvað mest á um 4,9
milljónum í styrki til um 1.750
félagsmanna (2.800 kr. að meb-
altali á mann) til aihliða heilsu-
ræktar í Mætti. Þá fengu rúmlega
430 félagsmenn samtals 2,2
milljónir í styrki (5 þús.kr. ab
meðaltali) vegna sjúkraþjálfun-
ar, og 616 félagsmenn fengu
samtals 616 þúsund kr. styrki
vegna krabbameinsskobunar.
Auk styrkja til félagsmanna
voru rúmlega 32ja milljóna
styrkveitingar ákveðnar af stjórn
VR á árinu. Stærstir voru tæplega
23 milljóna stofnframlag til
Hjúkrunarheimilisins Eir og
rúmlega 7,7 milljónir fóru í jóla-
gjafir til 645 aldraðra félags-
manna (12.000 kr. aö mebaltali).
Langsamlega stærstur hluti af
eignum sjóðsins eru, sem fyrr
segir, handbært fé eða rúmlega
80%. Aðrir veltufjármunir (m.a.
endursöluíbúðir aldraðra) nema
tæpum 27 milljónum kr. Um 69
milljónir eru ávaxtaðar í verð-
bréfum og hlutabréfum og rúm-
lega 55 milljónir í fasteignum og
skrifstofubúnaði. ■
Þab er nokkub algeng sjón á góbvibrisdögum ab sjá hóp fólks standa í
fjöruborbinu á Seleyri vib syöri enda Borgarfjarbarbrúarinnar. Þar standa
menn gjarna meb veibistengur og renna eftir fiski, en nokkur von er um
ab ná í sjóbirting á þessum árstíma.
Sögusagnir eru á kreiki um aö einstaka veibimenn hafi veitt mjög vel á
Seieyrinni, en hitt mun þó vera algengara ab enginn bíti fiskurinn. Menn
fá þó alltaf útiveruna og ferska loftiö, og geta komib vib í fiskbúbinni ef
allt um þrýtur. Ljósm. TÞ, Borgamesi
BÆIARMAL
Hólmavík
Hreppsnefnd Hólmavíkur hefur rábið
Bjarna Sigmund Einarsson í nýtt starf
tæknifræbings hjá hreppnum frá 1.
júní síðastlibnum. Mun Bjarni annast
áætlanagerb, hönnun og eftirlit meb
framkvæmdum á vegum sveitarfé-
lagsins. Bjarni var valinn úr hópi 13
umsækjenda og samkvæmt upplýs-
.ingum Hólmavíkurhrepps er hann
fjölskyldumabur, meb eiginkonu og
tvö börn.
•
Vinna við endurskobun á abalskipu-
lagi Hólmavíkurhrepps er nú á loka-
stigi og hefur þab þegar verið kynnt
bæjarbúum, eða þann 8. júní síbast-
libinn. Sex vikur þar á eftir liggur hún
frammi til kynningar og innan átta
vikna frá framlagningu verba þeir,
sem hafa eitthvab vib skipulagið ab
athuga, ab láta heyra frá sér innan
þess tíma.
•
í fjárhagsáætlun, sem samþykkt hefur
verib hjá Hólmavíkurhreppi, er gert
ráb fyrir ab tekjur sveitarfélagsins
verbi um 53 milljónir króna, en rekst-
urinn komi til meb ab kosta rúmar 44
milljónir. Þá er gert ráb fyrir ab fjárfest
verbi fyrir um 2,5 milljónir og því
verbi tekjur umfram gjöld um 6,8
milljónir. 8,9 milljónir verba notabar
til greibslu afborgana á langtíma-
skuldum og er niðurstaban því halli
upp á 2,1 milljón króna.
•
í vetur efndu Ferbamálasamtök Vest-
fjarða og Búnaðarsamband Stranda-
manna til samkeppni um hönnun
leiktækja úr rekavibi fyrir tjaldsvæbi á
Vestfjörbum og liggja úrslit fyrir.
Hreppsnefnd Hólmavíkur hefur
ákvebib að setja upp leiktæki úr reka-
vibi á tjaldstæbinu á Hólmavík, en
þab er samkvæmt verblaunatillögu
þeirra Elísabetar Gunnarsdóttur arki-
tekts á ísafirði, Þórdísar Zoéga hönn-
ubar í Reykjavík og Guðjóns Ketils-
sonar myndlistarmanns úr Reykjavík.
Ferbamálaráb hefur samþykkt ab
styrkja hreppinn um 250 þúsund
krónur vegna verkefnisins. Til ab
byrja meb verba sett upp þrjú tæki,
rólur, tóftarkassi og burstabrautir.
Tækjunum verbur komib upp í sum-
Listamaöur mánaöarins hjá Skífunni — Dmitríj Sjostakóvitsj. Sala á
sígildri tónlist hefur tvöfaldast á einu ári hjá Skífunni:
Samdi stórverk undir
ægivaldi stalínismans
Tónskáldib Dmitríj Sjostakó-
vitsj, sem er listamaöur mán-
aðarins hjá Skífunni í júní,
var aðeins þrítugur a& aldri
þegar Stalín einvaldur og rit-
sko&arar hans fordæmdu
óperu hans, Laf&i Makbe&,
eftir frumsýninguna ári&
1936. Óperan þótti of vest-
ræn. Hinn ungi tónsmiður
„endurskoöa&i" stíl sinn í
samræmi við kröfur stalínista
— en ekki lengi.
Sjostakóvitsj féll aftur í ónáö
hjá einræðisherranum árið
1948, en eftir a& Stalín var allur
árið 1953 fékk hann aö semja
óáreittur til dauðadags 1975.
Sjostakóvitsj er almennt talið
merkastur allra tónlist á þessari
öld, afkastamikið og vandvirkt
tónskáld sem samdi tónlist af
ýmsu tagi.
Skífan hefur áður kynnt sér-
staklega sem listamenn mánað-
arins mezzosópransöngkonuna
Cecilíu Bartoli, tónskáldið
Dmitrfj Sjostakóvitsj: varb aö
beygja sig um stund fyrir einrœbis-
herranum Stalín. Hann þótti of
vestrœnn.
Verdi og stjórnandann John
Eliot Gardiner. Skífan hefur nú
á boðstólum mikið úrval af
verkum Sjostakóvitsj á fyrsta
flokks upptökum á geislaplöt-
um og er boðið upp á “20% af-
slátt. Þá liggur frammi í búðum
Skífunnar sérprentað kynning-
arefni á íslensku.
Jón Ólafsson í Skífunni sagði
í samtali við Tímann að kynn-
ingar fyrirtækisins á klassískum
stórlistamönnum hefðu borið
góðan árangur.
„Salan á klassískri tónlist hef-
ur aukist verulega, mér sýnist
að salan bara á einu ári hafi
tvöfaldast hjá okkur, enda höf-
um við lagt mikla áherslu á
hana," sagbi Jón Ólafsson.
Hann sagði að verðlagið væri
gott, auk þess sem stórbætt
tóngæði á geisladiskum hvetti
fólk til að hlusta á sígilda tón-
list.
í staðinn fyrir litla rekka með
sígildri tónlist og takmarkað úr-
val, eru komnar nánast heilar
deildir með sígildri tónlist, eins
og sjá má í Skífunni að Lauga-
vegi 26.