Tíminn - 15.06.1995, Page 10

Tíminn - 15.06.1995, Page 10
10 Fimmtudagur 15. júní 1995 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. júní 1995. 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.068.021 kr. 1.000.000 kr. 1.213.604 kr. 100.000 kr. 121.360 kr. 10.000 kr. 12.136 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. [So HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Aðsendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blabinu þufa ab hafa borist ritstjórn blabsins, Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistab í hinum vmsu ritvinnsluforritum sem m&tz-. . texti, eöa vélritabar. WflMWWIliIí SÍMI(91)631600 FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Húsnæði óskast Ríkissjóbur leitar eftir kaupum á húsnæbi fyrir sambýli fatlabra í Kópavogi, Carbabæ eba Hafnarfirbi. Um er ab ræba a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góbu ásig- komulagi meb rúmgóbum svefnherbergjum. Naubsynlegt er ab húsnæbib sé á einni hæb og allt abgengi innan dyra sem utan í góbu lagi meb tilliti til fatlabra. Tilbob, er greini stabsetningu, stærb, byggingarár og -efni, her- bergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverb, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1995. Fjármálarábuneytib, 14. júní 1995. . í Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Rafn Einarsson járnsmíðameistari Jörfabakka 32, Reykjavík lést 8. júní s.l. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum eru færöar sérstakar þakkir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið, heimahjúkrun. Cuðný S. Sigurðardóttir Magnús Guðmundsson Þuríður Pétursdóttir Svanhildur Cuðmundsdóttir Siguröur Guðmundsson Þorvaldur Cuðmundsson Ingibjörg Cuðmundsdóttir Einar I. Guðmundsson Barnabörn og barnabarnabarn Sverrir örn Kaaber Kristín Baldursdóttir Hrund Óskarsdóttir Cuðmundur Þ. Þorkelsson Brynhildur Axelsdóttir Frú Rannveig Pálsdóttir Bala, Laugarvatni Nokkuð seint frétti ég ab skóla- meistarafrú Rannveig Pálsdóttir ætti sextíu ára afmæli 25. maí í ár, uppstigningardag. Eg minnist hjónanna beggja svo ungra, ab það er eins og tímmn hafi villt mig í réttri ályktun. Ég man Kristin Kristmundsson í nýstúdenta hópi í Laugarvatnsmenntaskóla; talinn mikill námsmaður. Síðar man ég unga konu hans meb tvö lítil börn í Reykjavík nokkru seinna. Ógleymanlegu aug- un hennar fagurbláu full af ljósi, og hafði hreinleika vors hvíta lands í yfirbragöi. Þær mæðgurnar heimsóttu okkur hjónin í Reykjavík. Frú Rannveig er uppalin í stóru húsi í Stóm-Sand- vík. Húsið byggðu 4 bræður, fæddir og uppaldir í Sandvík. Sú bygging minnti meira á þeirri tíð á barna- skóla í sveit heldur en á bóndabæ. Þar bjuggu fjórir bræður, búhöldar miklir og framkvæmdarmenn, settu m.a. upp múrsteinaverksmiðju. Einn þeirra, Ari Páll, hlaut þá konu er Rannveig hét Bjarnadóttir, var frá Dýrafirði, uppalin á miklu myndarheimili. Þessi efnilega stúlka, Rannveig Bjarnadóttir, var nokkur ár á ísa- firði hjá dönskum apótekarahjón- um þar sem hún kynntist dönsku heimilishaldi efnafólks. En einn af sibum þessa fyrirfólks tók hún ekki upp, hún bauð ekki gestum í glas, sem kallab er. Frú Rannveig í Stóru-Sandvík var falleg kona, klæddist afburða vel á íslenskum búningi og hafði mikib dökkjarpt hár. En framar öllu átti hún þá innilegu hjartahlýju, sem öllum yljaði, sem komu henni í nánd. Þab er ekki ýkjulaust að heimili þeirra Ara Páls Hannessonar var eitt þekktasta risnuheimili á Suður- landi. Frú Rannveig Pálsdóttir ólst því upp í miklu fjölmenni heima, þar sem frændsystkini léku sér sam- an og jólin urðu eftirminnilega há- tíðleg í saineiningarsal allra heimil- ismanna. Annars voru fjórar íbúðir í hús- inu, hver fjölskylda sér. Rannveig yngri vandist þá einnig við miklar gestamóttökur og hið veglegasta heimilishald. Merking stórhátíða fór ekki held- ur framhjá dætrum Rannveigar í Sandvík, Sigríði og Rannveigu, því ARNAÐ HEILLA að móðir þeirra var mikil trúkona. Frú Sigríður býr nú með manni sín- um á föðurleifb þeirra systra í Stóru- Sandvík. Frú Rannveig og mabur hennar Kristinn Kristmundsson, málfræð- ingur frá Norrænudeild Háskólans, komu ung hjón ab Laugarvatni, er hann tók vib sem 3ji skólameistari hins unga Menntaskóla Laugar- vatns, sem fyrrum skólastjóri Bjarni Bjarnason kom þar upp á staðnum, með sínum alkunna dugnaði er sýndi sig í hinni margföldu skóla- uppbyggingu hans að Laugarvatni, með þeim afburða góðu kennurum, sem honum tókst að velja þangað. Mun það enn liggja þar í landi aö kennaraúrval sé þar. Hinum unga skólameistara fór starfið vel úr hendi. Og óumdeilt átti hann mikilhæfa konu við hlið sér. Ekki líkist hún norrænum val- kyrjum, heldur er hún mild, ástrík og logandi öll af skýrleiks anda. Þegar ég sé hana, kemur mér oft í hug: Góð kona, hver hlýtur hana. Frú Rannveig hefur alla tíð verið starfandi í Kirkjukór Laugardals, sí uppörvandi og hefur smitandi hvatningu. Hún hefur einnig starf- að í Kvenfélagi ab Laugarvatni. Hún sýndi mér í fyrra hvernig Laugar- vatns- og Laugardalssöfnuður end- urbættu litlu, fallegu timburkirkj- una í Miðdal, án breytinga í formi, og hafa girt og gengið vel frá kirkju- garöinum. Strax bar á því hjá ungum skóla- meistarahjónum, að heimiliö ein- kenndist mjög af íslenskri gestrisni. Vil ég þá einnig minnast þeirra al- veg sérstæbu jólaboða, sem skóla- meistari og frú hans héldu fyrir alla kennara menntaskólans og þeirra maka. Maburinn minn kenndi þar dönsku nokkur ár. Ég vil nú þakka þessa risnu þeirra hjóna. Á fallegu tilhöfðu heimilinu var kvöldmatarveisla mjög fullkomin, jólastemmningin og viðtökurnar eftir því. Síbar um kvöldið marg- brotin kaffiveisla. En líka settist frú- in við orgelið og stýrði söng jóla- sálma, sem fullkomnaði samver- una. Og þótt matarbragðib góða kunni að gleymast, þá geymist vin- semdin, hlýjan og elskusemin ásamt sálmasöngnum í ljúfri minn- ingu. Eg minnist fjögurra barna þeirra hjóna í Barnaskóla Laugarvatns: Kristrúnar, Ara Páls, Sigurðar og Jónínu. Þau voru öll miklir náms- menn og elskuleg börn. Þau urðu öll stúdentar frá Laugarvatns- menntaskóla. Og hafa fengið ab njóta sinna góðu gáfna í Háskóla, eftir eigin vali og löngu Iokið því námi og stofnað sín heimili. Ég lít á það sem táknrænt, að frú Rannveig Pálsdóttir skuli eiga sitt sextíu ára afmæli á sjálfan upp- stigningardag. Frá barnæsku hef ég verið sérlega hrifin af guðspjalli uppstigningardagsins. Ég minnist þess sem barn, að víðibörðin utan við túnið breyttu lit í geisla upps- tigningardags, og fölt tún grænk- aði. Þab sama sá ég síðar í Stranda- sýslu, þar sem ekki huldi snjór. Ég hef líka aftur veitt því athygli á Suðurlandi, að ef jörð eða blettir við hús voru föl daginn áður, var þar kominn grænn litur ab morgni þessa helga vordags. Það er margt sem á einhvern yfir- skilvitlegan hátt tengir saman him- in og jörb. Ég óska þá afmælisbarni upp- stigningardags þetta ár og fjöl- skyldu til hamingju. Ég samgleðst þeim hjónum með uppbyggjandi ævistarf og óska þeim gróandi og gleði í áframhaldandi lífi og starfi og blessun yfir barnahjörð. Innileg kveðja. Rósa B. Blöndals SAMIK með kynningu um Grænland [VaÓ nriW;- irirráifyjíia-ltÚa^l Br/Veióifer^lf^óftrllif/TOrmt) Uijt'iilínski' iieiuiskautasuiiMr'OT^ UNDURSAMLEO VEROU) Samstarfsnefnd íslands og Grænlands um ferbamál, SAMIK, hefur sent frá sér veg- legan kynningarbæklin^, sem ætlað er að auka áhuga Islend- inga á að leggja leið sína til Grænlands og kynnast nátt- úru landsins. Tveir menn frá hvoru landi sitja í framkvæmdanefnd SAMIK. Af íslands hálfu eru það þeir Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs, og Sigurður Aðal- steinsson, forstjóri Flugfélags Norðurlands. Samstarf þetta hófst í byrjun 1994 eftii að sam- gönguráðherrar landanna höfðu undirritað samning þar um. SAMIK hefur til ráðstöfunar eina milljón danskra króna á ári til að vinna að því m.a. að auka samskipti landanna á sem flest- um sviðum. Þannig hafa ein- staklingar og hópar frá báðum löndum veriö styrktir til kynnis- og fyrirlestraferða. Þá hefur ver- ið ákveðið að bjóða íslenska landsliðinu I handknattleik til Nuuk í haust. Á það að verða sýningar- og kennsluferö, að því er segir í fréttatilkynningu frá SAMIK, en auk þess mun liöið keppa við heimamenn. ■ Forsíba hins glœsilega, litprentaba 12 síbna kynningarbœkiings, sem á ab glceba áhuga íslendinga á ferbum til Crœnlands. SUMARFERÐIR A GKÆNLAXD

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.