Tíminn - 20.06.1995, Qupperneq 4
4
Þri&judagur 20. júní 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Skattheimta og
kaupgeta
Fjárhagsstaöa Reykjavíkurborgar fer hraðversnandi,
eins og glöggt kemur fram í ársreikningi. Borgarstjóri
lýsir yfir áhyggjum vegna mikils rekstrarhalla og dreg-
ur enga dul á aö leita veröi nýrra leiða til aö snúa dæm-
inu viö. Svona rekstur á stóru bæjarfélagi gengur ekki.
Uppsafnaöur rekstrarhalli frá fyrri tíö er ein helsta
orsök vandans, en hinu er ekki aö neita að rekstrar-
áætlanir núverandi stjórnenda borgarinnar hafa ekki
gengiö upp og fjárhagsstaðan versnar aö mun. Hér er
við sameiginlegan vanda allra Reykvíkinga að etja og
gagnkvæmar ásakanir um hverjum sé um að kenna
gera enga stoð við lausn þeirra vandamála sem við er
aö fást.
Aukinn rekstrarkostnaöur og minni skattheimta er
talin vera höfuöorsök bágrar fjárhagsstöðu. Samt batn-
aði fjárhagsstaöa fyrirtækja borgarinnar, sem kemur
heim og saman viö góða afkomu stórfyrirtækja á síö-
asta fjárhagsári.
En skatttekjur bö'rgarinnar minnka. Er þaö vegna
þess hve skattalög eru fyrirtækjum hagkvæm?
Eða minnka skatttekjurnar vegna láglaunastefnunn-
ar? Eru launagreiðslur komnar í þann farveg aö ríki og
sveitarfélög eru farin aö bera skaöa af?
Þessum spurningum hljóta ráðamenn að velta fyrir
sér þegar skatta- og launastefnur eru mótaöar.
Athafnamenn í viðskiptum eru sumir hverjir farnir
aö átta sig á hvernig láglaunastefna leikur viöskiptalíf-
iö. Þegar kaupmáttur minnkar niður fyrir velsæmis-
mörk í neysluþjóðfélagi sem byggir á frjálsum mark-
aösbúskap og hagvöxtur er talinn undirstaöa efnahags-
legrar velgengni, dregur þaö úr öllum umsvifum og
bitnar á framleiðslu og viöskiptum.
Minnkandi kaupmáttur og þverrandi fjárráö þess
breiða fjölda, sem stundum er kallaður almenningur,
veldur einnig rýrnun á skatttekjum og þar meö getu
ríkis og sveitarféiaga til aö sinna þeim verkefnum sem
brýnust þykja.
Hér er því komin í gagniö svikamylla sem erfitt kann
að reynast aö brjótast út úr. Láglaunastefna gengur
aldrei upp nema meö mátulegu atvinnuleysi og á því er
enginn skortur um þessar mundir.
Hér haldast því í hendur lág laun, minnkandi um-
svif meö tilheyrandi atvinnuleysi og skatttekjur hins
opinbera langt undir þeim mörkum sem bláeygt bjart-
sýnisfólk stefnir aö í fjárhagsáætlunum og fjárlagagerð-
um.
Ástandiö í fjármálum Reykjavíkurborgar er ekkert
verra en á ríkissjóði og sveitarsjóöum vítt og breitt um
landiö. Og þaö er ekki slæmt að því leyti aö fúslega er
viðurkennt aö fariö hafi verið fram á ystu nöf í rekstri
og borgarstjóri heitir aö leitað verði leiöa til að bæta
ástandið.
En allir þeir, sem treysta á skattfé til aö reka samfé-
lagið og stofnanir þess, ættu aö hyggja betur að hvert
láglaunastefnan leiöir, og ekkert síöur allt viðskiptalíf-
iö sem byggir á greiöslugetu almennings til að við-
halda sjálfu sér.
Mönnum ætti að fara aö skiljast aö léleg laun bitna
ekki aöeins á þeim sem draga fram lífiö á umsömdum
kauptöxtum, heldur einnig á efnahagslífinu í heild og
þá ekki síst á þeim sem byggja afkomu sína á frjálsum
markaðsbúskap.
Hundar í skrúðgöngum
í mannmergbinni á 17. júní sá
Garri hágrátandi barn leita
huggunar hjá föbur sínum þar
sem þau voru stödd í Austur-
strætinu. í sjálfu sér hefbi þetta
ekki verib í frásögur færandi,
nema vegna þess ab barnib
hafbi orbib hrætt vib sheffer-
hund sem einhver mabur var
meb í bandi og spókaði sig um
eins og abrir að fagna þjóbhátíb
í miðbænum. Alveg er bannab,
alltaf, ab vera með hunda í mið-
bænum og Hljómskálagarðin-
um. Maður, sem var með föbur
barnsins, vék sér að tveimur
iögregluþjónum, sem stóbu 4-5
metra frá, og spurði hvort ekki
ætti að gera neitt í því ab þarna
væri mabur með risastóran
hund ab troðast í mannmergð-
inni. Þeir ypptu öxlum og sögð-
ust stundum tala vib menn þeg-
ar þeir væru með hunda í bæn-
um, en greinilegt var að þeir
nenntu því ekki að þessu sinni.
Mennirnir meb barnið hurfu á
braut, sem og maðurinn með
shefferinn.
Nóg komiö
Garri er alla jafna ekki
hneykslunargjarn, en þarna
fannst honum dálítib langt
gengið. Þegar hann síðan rakst á
fjóra aðra hunda vera að fagna
lýðveldisdeginum með eigend-
um sínum í mannþrönginni í
mibbænum, gekk endanlega
fram af honum.
í Reykjavík er meginreglan sú
að hundahald er bannað, nema
til komi sérstök undanþága frá
þar til bærum yfirvöldum. Und-
anþágan frá reglunni er hins
vegar orðin svö almenn að nán-
ast engum er synjað um leyfi til
ab halda hund innan borgar-
markanna, auk þess sem eftirlit
með hundahaldinu er nánast
ekkert. Undanþágan er að verða
ab reglu og reglan að undaþágu.
Þetta hefur leitt til þess að
hundruðum saman eru haldnir
hundar í Reykjavík af fólki sem
ekkert hefur meb hund að gera.
Annars vegar er það fólk sem fer
GARRI
illa með hundana sína, hreyfir
þá t.d. lítiö eða ekkert eða skilur
þá eftir í hita og svækju í bíl
heilu og hálfu dagana meðan
það er í vinnu. Hins vegar er
þaö fólk sem virðir ekki þær
reglur og þá ramma sem hunda-
haldi eru settar. Þetta er fjöl-
mennur hópur, eins og daglega
má sjá í almenningsgörðum og
öðrum stöðum þar sem hundar
eru bannaðir. Eflaust er það þó
mikib til sama fólkiö sem fer illa
meb hundana sína og virðir
ekki leikreglurnar, því vissulega
standa margir, kannski flestir,
hundaeigendur sig sæmilega og
reyna ab sinna skepnunum og
fara ab reglum.
Tvær leiðir
Það eru aðeins tvær leiðir út
úr þeim ógöngum sem hunda-
haldiö er komið í, sem jafn-
framt eru ásættanlegar þeim út-
svarsgreiðendum í Reykjavík
sem ekki hafa sérstakan áhuga á
að fylla borgina af hundum í
misjafnlega góðu jafnvægi.
Annað er að banna skráningu
allra nýrra hunda og þrengja að
hundahaldi, þannig að innan
nokkurra ára verði komin upp
svipuö staða og var áöur en til-
raunin með að veita undanþág-
ur til hundahalds hófst. Hin
leiðin er að taka miklu, miklu
harðar á brotum á reglum um
hundahald. Eitt brot á reglum
ætti að duga til að viðkomandi
missti leyfi til hundahalds.
Þannig að þab, að koma með
hund í skrúðgöngu og mann-
hafið í mibbænum á 17. júní,
væri ígildi þess að viðkomandi
afsalaði sér hundinum og leyf-
inu til ab halda hund næstu tíu
árin í það minnsta. Framkvæmd
hundahaldsundanþágunnar er
til hreinustu skammar í borg-
inni. Borgaryfirvöld og þá sér-
staklega lögregluyfirvöld veröa
hreinlega ab taka á þessu fljót-
lega, ef þau ætla ekki að missa
málið algerlega út úr höndun-
um. Hundaeigendur eru hávær
og kraftmikill þrýstihópur, eins
og kom í ljós í vetur þegar þess-
um hundamálum var lítillega
hreyft á vettvangi borgarmála.
Þeir ættu hins vegar ab fagna
hertum reglum um hundahald-
ið og ströngum viðurlögum við
því að brjóta þær. Með því móti
næst til skúrkanna sem skemma
fyrir þeim sem fara eftir settum
reglum, eru góðir við hundana
sína og hegða sér eins og menn.
Slíkir hundaeigendur hafa ekk-
ert að óttast.
Garri
Borgið skuldirnar áður en þið deyið
Ungir Islendingar em æðislega
fallegir, efnilegir, menntaðir og
ungir. Unga kynslóðin er betur af
guði gerb en en þær sem slitu
saubskinnskónum á hrjóstrum
vegleysunar og svellbólstrum
jarðbanna. Þetta vita allir og þeir
sem sækast eftir atkvæðnm
krakkanna fara mörgum fögmm
orbum um æskublómann sem
gefur svo fögur fyrirheit um eigið
framtíöarheill og þjóbarinnar,
sem forsætisráðherrann heldur
að sprangi um með skotthúfu og
rauðan skúf í peysu.
En þjóbin hefur svikið þá sem
landib erfa. Steinunn Óskars-
dóttir, formaöur þjóðhátíðar-
nefndar Reykjavíkur, flutti átak-
anlegar ásakanir um meðferðina
á unga fólkinu í votviðrinu 17.
júní sl.
Fyrst er unga fólkiö platab til
að liggja við í menntastofnunum
fram undir miðjan aldur og safna
námsskuldum. Þá er fariö að
hyggja að ívemstaö fyrir fjöl-
skyldu og bætt einhverjum
ókjömm af húsnæðislánum í
skuldasúpuna.
Þegar farib er að leita að at-
vinnu til að standa undir afborg-
unum af námslánum og affölln-
um húsbréfum kemur í Ijós að
vinna er stopul og menntunin er
engin trygg ávísun á sæmileg
laun.
Starfsævin hefst sem sagt í vol-
æði og kaupið stendur ekki undir
framfærslu, naubþurftum eins og
bílum og skuldabyrði.
Það er ekki nema von að vor-
konum íslands og sambýlis-
mönnum þeirra blöskri þegar
þær uppgötkva hvílík framtíð
þeim er búin, skuldugum upp
fyrir haus, námslánin uppurin,
húsbréfaáþjánin viðvarandi fram
á eftirlaunaaldur og skattpening-
arnir duga varla fyrir afborgun-
um og vöxtum langt fram á
næstu öld.
En þá verður líka unga fólkið
löngu hætt að vera glæsilegasta
kynslóð sögunnar og kannski
Á víöavangi
ekki einu sinni sú menntaðasta
heldur. Margt bendir til að hún
geti státab af því að vera sú skuld-
ugasta, það er ab segja ef hún eft-
irlætur ekki afkomendum sínum
það met.
Erfingjarnir
Áþjánin
Þar ofan í Iélega kaupið bætist
að framkvæmdaglabir landsfeður
og lánasjúkir stórsjóðagreifar em
búnir að vebsetja ættjörðina,
sem auðvitaö er erfðagóss unga
fólksins, um ófyrirsjánlega fram-
tíð.
Það em engin nýmæli í hátíð-
arræðum ab verið sé að safna
skuldum handa næstu kynslóð
að borga. Hitt er fátíöara að tekið
sé fram í hvað lántökunum er
varib.
Raforku- og jarövarmaver,
samgöngumannvirki af öllum
sormm og gerðum, heilbrigðis-
stofnanir og uppeldis- og
menntakerfi með tilheyrandi
mannvirkjum hafa verið reist af
mismikilli forsjálni. Efnt hefur
verib í fyrirtæki og mannabú-
staði sem ekki voru til fyrr en á
síðustu og skuldugustu tímum.
Á þetta mætti gjarnan minnast
þegar fjargviðrast er yfir því af
æskudýrkendum, sem aðallega
eru á ungum aldri, að unga fólk-
ib erfi ekkert nema skuldir.
Svo mætti aðeins hyggja ab því
hverjir erfa hlutabréfin, kvótann,
landeignirnar og fiskgeng vötn,
skuldlausu húsin og sitthvað
fleira sem er undanskilið þegar
tíunduð eru grimm örlög allra
ungmenna.
En skyldi ekki fara þarna sem
víðar ab sum ungmennin eru
jafnari en önnur og er þögnin
um það eins hávær og ab sumar
konur eru jafnari en sumir karlar
og hvílir bannhelgi á að á það sé
minnst — og hjálpi oss gub.
Hitt er hárrétt sem fram kom í
tveim hátíðarræðum ab í unga
fólkið er logið fölskum vænting-
um um fagra og átakalitla fram-
tíb. Bara ab mennta sig vel og
lengi og þá mun allt gefast. Þegar
svo framtíðin rennur upp er
skuldasúpunni ausiö yfir þá
ungu og efnilegu og grámóskan
leggst yfir framtíbardraumana og
þegar mabur er búinn að standa
sig vel, mennta sig og vinna
kosningasigra og komin upp í þá
eftirsóknarverðu tröppu að
ávarpa þjóðina frá fótstalli Jóns
Sigurðssonar á afmælisdegi hans
er umræbuefniö áhyggjur af
skuldum sem erfingjar landsins
veigra sér vib að borga, en eldri
kynslóð hælir sér af ab hafa
stofnað til.
Gamlingjarnir eiga einleik i
stöðunni: Borgið skuldirnar ábur
en þiö deyið.
Þá mun æskunni vel farnast.
OÓ