Tíminn - 20.06.1995, Side 10
10
ÍMtm
Þribjudagur 20. júní 1995
Thatcher gagn-
rýnir ESB-stefnu
Ihaldsflokksins
Útkoma annars bindis sjálfsævi-
sögu lafði Thatcher vakti umtal í
breskum fjölmiölum og varö til-
efni viötala viö hana. I aðalfor-
síðugrein Sunday
Times 21. maí
1995 sagði: „í
öðru bindi sjálfsævisögu sinnar
setur hún fram róttæka stefnu-
liði „til aö koma hlutunum í rétt
horf". Hún krefst stórfelldra
breytinga á stjórnarstefnunni ut-
an lands sem innan. Og er þá
efst á baugi endurheimt bresks
fullveldis í evrópskum stofnun-
um, höfnun Maastricht-samn-
ingsins, yfirlýsingu án tafar um
sjálfstæði sterlingspunds utan
sameiginlegs evrópsks gjaldmið-
ils og endurupptaka meginhug-
mynda íhaldsmanna um gildi
fjölskyldulífs og samfélags."
„Vegna árásar hennar á stefnu
Majors í Evrópumálum verður
óróa vænst víöa og á ný meðal
íhaldsmanna í sumar. ... Major
er nú á höndum að fá landsfund
íhaldsmanna í haust á sitt band,
en honum er til trafala tap
íhaldsflokksins í einum kosning-
um af öðrum, minni vinsældir í
skoðanakönnunum en nokkru
sinni áður, auk
þess sem á vitorði
flokksmanna er,
að forveri hans afneiti honum."
Samfelling gagn-
kvæmra greiðslna
evrópskra seðlabanka
„Peningastofnun Evrópu
(EMI) hefur fallist á drög ab til-
högun samfellingar gagn-
kvæmra greibslna evrópskra
seðlabanka á milli. Meb því móti
er veriö að undirbúa upptöku
eins evrópsks gjaldmiðils." Svo
sagði í European 2. júní 1995, bls.
16. „Hvernig vextir verði ákvarð-
aðir að upp teknum sameiginleg-
um gjaldmibli er enn í athugun í
EMI og á meðal sérfræðinga í
seðlabönkum." ■
VIÐSKIPTI
Ingvar Asmundsson skólameistari afhendir nemendum verblaun vib skólaslitin.
Ibnskólanum slitib
í Hallgrímskirkju
Enn breikkar bilib
Á 48. ársþingi Alþjóblegu heil-
brigðismálastofnunarinnar í
Genf í vor var lögð fram skýrsla
um stöðu heilbrigðismála,
„Bridging the Gap", Aö brúa bil-
ið. í skýrslunni segir, að meira
en fimmtungur hinna 5,6 millj-
arða jarðarbúa búi við sára fá-
tækt, nálega þriðjungur barna
heims sé vannærður og helm-
ingur jarðarbúa eigi ekki kost á
nauðsynlegum lyfjum. Árlega
deyja um 12,2 milljónir barna,
ekki ósjaldan sakir þess að þeim
býðst ekki meðferö, sem ein-
ungis kosti $ 0,20. Mislingar
valda enn dauða um milljón
barna á ári.
Vaxandi flokkadrættir í
breska íhaldsflokknum
vegna Evrópumála
í vaxandi mæli segir til
flokkadrátta í breska Ihalds-
flokknum vegna ágreinings um
Evrópusambandið (European
Union). Á landsfundi íhalds-
manna í Wales í Llangollen 10.
júní s.l. hélt Michael Portillo at-
vinnumálarábherra ræðu, sem
Sunday Times daginn eftir skýrði
svo frá á forsíöu: „í inngangi að
varnaðarorðum sínum sagöi
Portillo: „Ég vil ekki, að Bret-
land fari úr Evrópska Samfélag-
inu." Síöan gaf hann margar
glöggar ábendingar um, að úr-
sögn Bretlands mundi hann
íhuga, ef Bretland ætti í vök ab
verjast sakir ásóknar af hálfu
annarra abildarlanda: „Við lát-
um ekki teyma okkur út í vit-
leysu. Viö látum ekki berast til
Sambandsríkis Evrópu. ... Ef vib
þurfum nokkru sinni að velja á
milli, kjósum við fullveldishags-
muni Bretlands. ... Uppi er þab
óráöshjal, að um sé að ræða
hægagang eða hraðferö inn í
Sambandsríki Evrópu, um ab
taka lest eða að missa af strætis-
vagni, en ástæöulaust er að
velja um að fara hægt eða hratt
til staðar, sem við viljum ekki
fara til."
„Nánir samstarfsmenn Majors
forsætisráðherra segja," að enn
segir í þessari forsíðufrétt
Sunday Times, „að hann muni
gefa ýmsar yfirlýsingar gegn
upptöku sameiginlegs evrópsks
gjaldmiðils í anda þeirra orða
hans í síðustu viku, að aldrei
muni til þess koma, að til þess
verði ástæða. ... Sögusagnir um,
að Major hyggist koma til móts
við efasemdamenn um evrópskt
samstarf, berast um leið og vax-
andi ábendingar eru um, að
vinstri vængur íhaldsflokksins
sé að snúa við honum baki, en
innan hans vilja margir fá He-
seltine viðskiptaráðherra fyrir
flokksleiðtoga."
„Skýrasta ábendingin til þessa
um, að hægfara íhaldsmenn séu
ab láta af stuöningi vib Major,
er ab Sir Edward Heath, fyrrum
forsætisráðherra, birtir í dag í
Sunday Times gagnrýni á ríkis-
stjórnina sakir taka hennar á at-
vinnumálum, heilbrigðismál-
um, ... fræöslumálum og dóms-
málum." ■
Fyrir skömmu afhenti Rolf Jo-
hansen, ræðismabur Mexíkó á
íslandi, Landsbókasafni íslands
— Háskólabókasafni bókagjöf
frá mexíkönskum stjórnvöld-
um. Til gjafarinnar er stofnab í
tilefni af opnun safnsins í Þjób-
arbókhlööu 1. desember sl.
Bækurnar fjalla um bókmennt-
ir, listir, sögu og menningu Mex-
íkó og eru valdar í samráði við
safnið og kennara í spænsku vib
Háskóla Islands.
Einnig fylgdu gjöfinni tvær
myndbandsspólur meb fimm
heimildaþáttum undir saniheit-
inu „The Buried Mirror", sem
fjalla á ítarlegan og áhrifamikinn
hátt um samruna tveggja heima
Iðnskólanum í Reykjavík var
slitib föstudaginn 9. júní vib
hátíblega athöfn í Hallgríms-
kirkju. Á haustönn stunduðu
1865 nemendur nám vib skól-
ann, en 1758 á vorönn. Út-
skriftarnemendur skiptast á eft-
irtalinn hátt milli iðngreina:
Byggingargreinar 61 nemandi
Málmiðngreinar 37 nemendur
Rafiðngreinar 36 -
Þjónustugreinar 67 -
Starfsnám 9 -
Stúdentar 12 -
Meistaranám 37 -
Verðlaun fyrir bestan námsár-
angur á burtfararprófi hlaut Jó-
hannes Eggertsson, nemandi í
húsgagnasmíði. Verðlaun fyrir
næst besta námsárangur á burt-
fararprófi hlaut Halldór Karl Þór-
isson, nemandi í bifreiðasmíði.
Verölaun Iðnaðarmannafélags
Reykjavíkur fyrir hæstu einkunn
samanlagt í teikningu og ástund-
un hlaut Ruth Rauterberg, nem-
andi í húsgagnasmíði. Verðlaun
Samtaka iðnabarins fyrir hæstu
einkunn í:
Byggingargreinum: Jóhannes
Eggertsson, nemandi í húsgagna-
smíbi
fyrir 500 árum og hvernig sá sam-
runi mótaöi sögu og menningu
Mexíkó og tilveru þeirrar þjóbar
sem landið byggir. Þættirnir eru á
ensku og leiðsögumaöur áhorf-
enda í gegnum aldirnar er hinn
kunni mexíkanski rithöfundur,
Carlos Fuentes. Þá fylgdu einnig
fyrirheit um mexíkanska tónlist á
geisladiskum og áskrift að tímarit-
inu VUELTA, sem fjallar um bók-
menntir og listir og er ritstýrt af
rithöfundinum og Nóbelsverð-
launahafanum Octavio Paz.
Safnib metur mikils þessa
ágætu gjöf, sem stuðlar ab því að
auka með landsmönnum þekk-
ingu á Mexíkó og mexíkahskri
menningu. ■
Mexíkönsk
bókagjöf
Málmiðnaðargreinum: Halldór
Karl Þórisson, nemandi í bifreiða-
smíði
Rafiðnagreinum: Magnús Guð-
jónsson, nemandi í rafeindavirkj-
un
Þjónustugreinum: Inga Kristín
Gublaugsdóttir, nemandi í kjóla-
saumi
Á stúdentsprófi: Víkingur P. Aðal-
steinsson
Á meistaraprófi: Ágúst Jensson,
húsasmibur
í skólaslitaræðu sinni greindi
skólameistari, Ingvar Ásmunds-
son, frá altækri gæðastjórnun sem
unnið hefur verið að í skólanum.
Helstu þættir í gæðastjórnuninni
eru: Stefnumótun, gæðahandbók
og umbótastarf í gæðahópum.
Með stefnumótun er reynt að
tryggja að allir starfsmenn vinni
að sama marki í því skyni að gera
starfið markvissara og árangurs-
ríkara. Unnið hefur verið að gerð
gæðahandbókar, en hún hefur aö
geyma verklagsreglur um starf-
semina og er henni ætlað að
tryggja betri vinnubrögð og ör-
uggari, óháð því hvort starfs-
menn eru vanir eða óvanir verk-
unum. Mikið hefur verið unnið í
svokölluðum gæðahópum og
hafa verið gerðar ráöstafanir til að
efla það starf á næstunni. Um
helmingur starfsmanna hefur tek-
ib þátt í því starfi. Þá hafa verið
gerðar ýmsar kannanir á starfsem-
inni í því skyni ab mæla árangur
og fylgjast með því hvort um
framfarir er að ræða og hve mikl-
ar.
Á skólaárinu var fagnað 90 ára
afmæli skólans og í tilefni af því
var haldin afmælishátíð og sýn-
ing á starfsemi skólans. Gefið var
út veglegt afmælisrit og kynning-
arbæklingar og kynningarmynd-
band. Unnið var að ýmsum
kostnaðarsömum umbótum inn-
an húss sem utan.
Að undanförnu hafa verið tekn-
ar upp ýmsar nýjungar í skóla-
starfinu og má nefna iðnhönnun-
arbraut sem innritaö er á í fyrsta
skipti núna, lestrarátak, sumar-
nám fyrir atvinnulausa sem nú
fer í gang í þribja skipti, nýbúa-
nám og slátraranám.
í lokaorðum brýndi skólameist-
ari það fyrir útskriftarnemendum
að afköst og gæöi vinnu verði að
fara saman og hvatti nemendur
til að vinna öll störf sín vel. ■
Rolf johansen, rcebismabur Mexíkó á íslandi, Hanna C. )ónsdóttir, fulltrúi
á rœbismannsskrifstofu Mexíkó, og Einar Sigurbsson landsbókavörbur.