Tíminn - 20.06.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 20.06.1995, Qupperneq 11
Þri&judagur 20. júní 1995 11 Styttist í aö fornmenn leggi undir sig Hafnarfjöröinn. Jóhannes Viöar Bjarnason: Stærsta víkinga- hátíö heims Dagana 6.-9. júlí nk. munu um 500 víkingar frá Dan- mörku, Svíþjób, Noregi, Finn- landi, Þýskalandi, Hollandi og Engiandi, auk íslendinga, taka þátt í alþjóölegri víkinga- hátíö: Landnám í Hafnarfiröi. Tjaldaö verbur um 80 víkinga- tjöldum á Víöistaöatúni, en þar verbur umfangsmikil dag- skrá fyrir börn og almenning. Einn af aöstandendum Land- náms, Jóhannes Viöar Bjarna- son veitingamaöur, segir há- tíöina þá staerstu sem haldin hefur verib í heiminum. Hátíöin hefst á Þingvöllum 6. júlí, meö hópreiö og göngu niö- ur Almannagjá að viðstöddum heiöursgesti hátíöarinnar, frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Þaöan veröur haldið til Hafnarfjaröar og skemmt sér viö ýmsar uppákomur næstu þrjá dagana. Miöpunktur samkomusvæðis- ins verður víkingamarkaðurinn, þar sem um 150 handverks- menn munu sýna handverk og selja muni geröa meö verklagi og úr hráefni víkingatímans. Á sýningarsvæðinu fer fram glíma, bardagar, bogaskotfimi, hestasýningar og gifting aö fornum siö. Danskir og íslenskir leikhópar munu skemmta gest- um og auk þess verða víkinga- skip til sýnis og veröur fólki jafnvel boðið að sigla með þeim um Hafnarfjarðarhöfn. Eimskip stendur fyrir víkingaskipa- keppni, íslensk hestasýning veröur í boöi og margt fleira. Á boröum veröur matur aö forn- um siö „ekki hamborgarar og franskar", að sögn Jóhannesar Bjarnasonar. í tengslum viö hátíðina mun á annan tug sérfræöinga halda erindi um víkingatímann í Nor- ræna húsinu, Hafnarborg og íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Meðal þeirra verður hinn kunni sjónvarpsmaður og rithöfundur Magnús Magnússon frá Skot- landi. Aöstandendur hátíðarinnar gera sér vonir um allt að 25.000 manns, ef vel viðrar, en veður á þó ekki aö setja stórt strik í reikninginn, heldur verður dag- skránni einfaldlega breytt ef t.d. rignir. „Þessi hátíö hefur alla burði til aö veröa stærsta vík- Abstandendur víkingahátíbarinnar í Hafnarfirbi vígreifir vib kynningu á hátíbinni. ingahátíð sem haldin hefur ver- iö," segir Jóhannes Bjarnason, veitingamaður á Fjörukránni, en hann hefur löngum haldið veislur að víkingasið. Danskir víkingar munu fjölmenna til Hafnarfjarbar íjúlí, börn og konur ekki undanskilin. Margrét Gubmundsdóttir. „Þeim birtust túngur, eins og af eldi væru, er kvísluöust og sett- ust á hvern þeirra. Þeir fylltust allir Heilögum Anda og tóku aö tala öörum tungum, eins og andinn gaf þeim aö mæla." Þarna hefir tekist vel að koma í myndformi fram boðskap hvíta- sunnunnar, sem nú er nýliðin. Punktinn yfir þetta er svo aö finna í myndinni „Á hvíta- sunnudag", sem er áhrifarík. „Myrkur um allt land" er á- hrifarík, þar sem mannssálin drúpir höfði í miðju myndar- innar. „Verið í mér" er einnig flétta forma þar sem skilaboöin um trú og kærleika koma vel fram. Sveinn Björnsson er um þetta leyti aö sýna á „Den frie" í Dan- mörku og Margrét er að fara út til Hollands með sýningu. Góö- ar heillaóskir fylgja báðum. Þess má geta aö Margrét á einnig verk á samsýningunni hinum megin Strandgötunnar, í Hafnarborg, en þar sýna um 30 listamenn á sýningu, er nefnist „Stefnumót trúar og listar — Andinn". SigurðurH. Þorsteinsson Fréttir af bókum Einstök sigurför Skjaldborg hefur sent frá sér fréttatilkynningu um útkomu smálegra bóka. Mikið er í til- kynninguna Iagt, því hún er í einum átta leturgeröum, enda tilefniö æriö. Komnar eru út tvær alveg ein- stakar bækur til gjafa — til aö eiga. Tekið er fram að nota megi þær til gjafa, sem vinargjöf, sem gjafakort. Einnig má gera ráö fyrir aö hægt sé aö lesa þær. Bækurnar eru í alveg einstök- um bókaflokki og þær sem nú eru komnar út heita Alveg ein- stök amma og Alveg einstakur sonur. Tekið er fram að bækur þessar hafi fariö sigurför um allan heim og hlotið fádæma góöar viötökur. Önnur bókin er eftir Pam Brown og hinni ritstýrir Helen Exley. Aö vísu gleymdist aö geta höfundar og ritstjóra í fréttatilkynningunni, en nöfn þeirra leynast í sjálfum bókun- um. Óskar Ingimarsson íslensk- aöi og verð hverrar bókar er 750 krónur. ■ Listhús 39 í Hafnarfiröi Listhús 39 hóf göngu sína ekki alls fyrir löngu og hefir á starfs- ferlinum sannaö þá þörf er var á slíku alhliða gallerí í Hafnar- fjaröarbæ. Listhúsiö býöur upp á sífellda sýningu listaverka og listmuna, sem er oft þægilegt aö geta gripið til og keypt vandaö- ar gjafir viö ýmis tækifæri. En Þorskurinn ekki eins heimskur og af er látiö: Veiöist síöur í dökk net en ljós Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar hafa staðfest það álit grásleppukarla aö þorskur veiöist miklu síöur í dökk net en ljós. Til aö draga úr þorsk- afla í netum grásleppukarla hefur sjávarútvegsráöuneytib því ákvebib ab banna notkun ljósra neta á næstu hrogn- kelsavertíb. Þess í staö veröur aöeins heimilt aö nota dökk eöa svört net viö veiðarnar. Guöni Þorsteinsson, fiski- fræðingur hjá Hafró, segir aö þorskurinn sjái dökku netin mun betur en þau ljósu í grunn- um sjó þar sem hrognkelsanet eru einatt lögö. Hann segir þorsk forðast net sem hann sér, og því sé ekki að ósekju sem reynt er að hafa glæra liti í þorskanetum. Hinsvegar virðist netaliturinn engu skipta fyrir sjálfar hrognkelsaveiöarnar. ■ auk þess ab vera alhliba gallerí er þarna lítill sýningarsalur, sem svo sannarlega hefir vakib óskipta athygli. Má þar nefna sýningu Sveins Björnssonar á andlitsmyndum, sem var stór- kostleg. Þá var sýningin Flæbi og fræhús mjög skemmtileg og vel unnin. Þegar þetta er skrifað, stendur yfir sýning Margrétar Guð- mundsdóttur á verkum er hún nefnir „Oröin hans". Hvort við beinlínis eigum að kalla þetta biblíumyndir, skal ég ekki kveöa uppúr um, en þær eru altjent unnar út frá trúarlegu sjónar- miöi á hinum ýmsu Biblíutext- um, sem þær túlka. Þaö er nauð- syn þess að listaverk flytji skoð- andanum boöskap og það hefir Margréti tekist. Á ýmsan hátt eru myndraðirnar tvær, nr. 2-6 „Óttast þú eigi" og 11-14 „Gjöf Heilags Anda", skemmtilegast- ar. Þessar myndraöir eru unnar meö blandaöri tækni, og þrátt fyrir sömu myndform síendur- tekin er í þeim skemmtileg fjöl- breytni, bæöi í litum og allri á- ferö. „Óttast þú eigi, héöan í frá skalt þú menn veiða" er í raun upphaf kristniboös í heimi hér. Þessum skilaboðum nær Mar- grét vel í myndformi sínu og ekki síður í litameðferð, mis- sterkri að vísu, sem getur þar með tímasett myndina á ýms- um tímum sólarhringsins. Altjent fer skoöandinn að hug- leiöa út frá myndunum. Þar meö hafa þær boöskap að flytja honum. Sama er að segja um þemað „Gjöf Heilags Anda".

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.