Tíminn - 20.06.1995, Side 13
Þriöjudagur 20. júní 1995
13
Keith Richard í gamalkunnri rokkstellingu í hitavímu leiksins.
Ríku risaeölurnar í fullu fjöri:
Trommuleikarinn Charlie Watts er engum líkur viö settiö og á tónleikum
er hann sá sem oft á tíöum fœr bestu viötökurnar frá áheyrendum.
Rolling
Stones í
/
OSlO TÍMANS
Ágúst Þór Árnason, Ósló
í vi&tali, sem tekib var vib Mick
Jagger fyrk þrjátíu árum, var
hann spurbur um framtíbará-
form sín. „Ég veit þab eitt,"
sagbi kappinn, „ab ég verb ekki
uppi á svibi ab syngja Satisfact-
ion þegar ég verb fimmtugur."
Mick Jagger er 52 ára og í síb-
ustu viku lagbi hann ásamt fé-
lögum sínum í The Rolling Sto-
nes upp í enn eina hljómleika-
ferbina um Evrópu. Fimmtu-
dagskvöldib 8. maí söfnubust
40.000 abdáendur Rollinganna
saman á „Valle Hovin" íþrótta-
leikvanginum í Ósló til ab fylgj-
ast meb rokksirkusnum ógur-
lega „Voodoo Lounge". Hver
veit nema þetta sé síbasta tæki-
færib til ab sjá Jagger, kyntákn-
ib ógurlega, skaka sér á svibinu
meb því sem eftir er af einni
frægustu hljómsveit sögunnar.
Evrópuferb Rolling Stones
hófst í Stokkhólmi þann 5. júní,
kvöldiö eftir skemmtu þeir Finn-
um í Helsinki og nú var komiö aö
Norömönnum og öörum þeim,
sem lagt höfbu leiö sína til Valle
Hovin til aö upplifa stemmningu
stórkonsertsins.
Norburlandapressan var á einu
máli um aö umgjöröin væri í fínu
lagi hjá Jagger og félögum. Þeir
flytja meb sér nærri 400 tonn af
tækjum og efniviöi í sviösbúnaö
sem á sér engan líka. Risavaxin
kóbraslanga, sjónvarpsskjáir á
stærö viö tennisvöll og uppblásn-
ar risadúkkur gera sitt til ab keyra
upp stuöiö. Spurningin var hvort
ríku rokkrisaeblunum (Rockens
Jurassic Park eins og norsku blöb-
in kölluöu hljómsveitina hæbnis-
laust) tækist, eftir 33 ár í bransan-
um, ab fá áheyrendur til aö
gleyma óþægindunum af biöinni,
þrengslunum, þreytunni og
blautu skónum.
Þegar átrúnaöargobin birtust
loks á sviöinu, var ljóst aö galdur-
inn var þeirra. Ótrúleg spilagleði
hljómsveitarinnar smitaöi út í á-
horfendaskarann. Um leiö og
fyrstu tónar opnunarlagsins „Not
Fade Away" böröu hljóöhimnur
viöstaddra, var byrjaö aö klappa
og stappa og syngja. Síöan kom
Þeir félagar Mick og Keith hafa œrna ástæöu til aö gleöjast þessa dagana,
því ekkert lát viröist vera á vinsældum þeirra, þrátt fyrir haröa samkeppni
frá yngri spámönnum. í ferö Rolling Stones um Evrópu flykkjast tugir þús-
unda á hverja tónleika til aö berja goöin augum og hlýöa á meistarana í
öllu sínu veldi.
„Tumbling Dicé" af Exile on
Main Street frá 1972. Jagger var
auösjáanlega í formi. Upp vib
sviöiö var stuöiö gífurlegt og virt-
ist engu skipta þó ab hljóbiö væri
illilega bjagaö.
Félagarnir í Rolling Stones ætla
seint aö öölast ró í sínum bein-
um, eins og nafngiftin á tónleika-
ferðinni, „Voodoo Lounge", gefur
til kynna. Með nafninu er átt viö
dvalarstað hinna ekki lifandi sem
fá þó ekki notið hvíldar hina
látnu. Næst kom „You Got Me
Rocking" og síðan „All Down the
Line", sem ekki hafði heyrst áður
í ferðinni.
í „Live With Me" hélt saxófón-
leikarinn Bobby Keys tónleikun-
um á floti, en ekki er gott að segja
hvernig þeir hefðu þróast, ef ekki
heföi komiö snarpur kippur í liðið
viö „I Can't Get No..." sem fylgdi
í kjölfariö á „Sparks Will Fly" af
Voodoo Lounge skífunni. En nú
fór líka að færast fjör í leikinn. Á
eftir „Let It Bleed" kom hiö guö-
dómlega „Wild Horses".
Þaö gladdi að sjálfsögðu gamla
hippaeyrað, þegar lag meistara
Dylans, „Like a Rolling Stone",
hljómaöi í norrænu kvöldhúm-
Rokkararnir í The Rolling Stones léku viö hvern sinn fingur í tónleikaferö
sinni um Noröurlönd fyrr í mánuöinum og heilluöu tónleikagesti upp úr
skónum. í Ósló komu um 40 þúsund manns til aö hlusta og sjá strákana
taka hvern smellinn á fætur öörum þar sem spilagleöin var í fyrirrúmi. Á
myndinni eru þeir Ron Wood og meistarinn sjálfur, Keith Richard, í mögn-
uöum gítarfíling.
Bassaleikarinn Darryl jones hefur
fengiö góöa dóma fyrir leik sinn á
Voodoo Lounge skífunni og hefur
sannaö getu sína á tónleikum sveit-
arinnar. En jones var valinn úr hópi
fjölda áhugasamra umsækjenda,
sem vildu óöir og uppvægir reyna
sig meö bandinu eftir aö Bill Wyman
dró sig í hlé. Þaö mun hinsvegar
hafa veriö tóneyra Charlie Watts
sem réö úrslitum um þaö val.
inu. Aftur var gefið í og nú með
aðstoð söngkonunar Lisu Fischer,
sem kyrjaði ásamt Jagger
klassíkerinn „Honky Tonk
Women". Nostalgían var við að
ná tökum á litla, yfirkeyröa aðdá-
andahjartanu þegar Jagger brá sér
aftur til ársins 1968 og dró fram
úr pússi sínu „Sympathy For the
Devil". Vá, maður!
Við máttum ekki við mikið
meiru, en þegar „Brown Sugar"
fylgdi á eftir fannst manní eins og
balliö væri rétt aö byrja. Rakett-
urnar skreyttu himininn og
„Jumping Jack Flash" hélt öllum á
iði. Svo var ævintýrið úti. Þab var
ekki hægt annað en að vera sáttur
við lífið og tilveruna eftir svona
konsert. Létt angurværð geröi
samt vart við sig og textar Jaggers
um „tímann" og hverfulleika alls
sem er leituðu á hugann, þegar á-
heyrendaskarinn mjakaöist áleiö-
is út af Valle Hovin leikvangin-
um. ■
Mick jagger lœtur ekki aö sér
hæöa frekar en fyrri daginn, og er
meö ólíkindum hvaö kappanum
tekst aö halda sér ígóöu formi ár
eftir ár. Á tónleikum á hann þaö
t.d. til aö hlaupa um allt sviöiö og
láta öllum illum látum án þess
nánast ab blása úr nös.