Tíminn - 07.07.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.07.1995, Blaðsíða 6
6 yfptyyTTi-flf Föstudagur 7. júlí 1995 Christian Thern og Fischer eru vel aö sér í íslendingasögunum. Christian Thern, Þýskalandi: Stærsta hátíö- in hingaö til Christian Thern frá Þýskalandi og Fischer, félagi hans, voru nýkomnir úr 28 stiga hita í heimalndi sínu og neyddust til ab viburkenna ab vibbrigbin væru mikil. „Þetta er mjög erf- itt fyrir okkur, landib ber nafn sitt meb rentu," sagbi Them og var áfjábur í ab fá ab vita hvernig veburspáin væri fram- undan. Þeir félagar búa í Slésvík og hafa haft víkingatímann ab áhugamáli og atvinnu í tíu ár. „Vib erum ekki bara ab koma á víkingahátíbina, heldur langabi okkur fyrst og fremst til ab sjá söguslóbirnar. Viö erum mjög vel aö okkur í Islendingasögunum. Eigi skal höggva," hnýtir Thern aftan í til aö rökstybja mál sitt. Þeir segja víkingahátíðina í Hafnarfiröi þá stærstu sem þeir hafa sótt, mest hafi á þeim hátíð- um sem þeir hafa sótt áður verið um 400 víkingar. Thern er járn- smiður að mennt en Fischer for- vörður og bjóða þeir báðir muni tengda víkingatímanum til sölu. Víkingahátíöin í Hafnarfiröi formlega sett í gœr: A 5 fara Í0Ö0 ár aftur í tímann Séð yfir hátibarsvœbib ígœr þegar allt var enn í fullum gangi vib undirbúning. Þab var líf og fjör á Víbistabatúni í Hafnarfirbi í gær en þá voru víkingar víbs vegar ab úr Evrópu ab koma sér endanlega fyrir, æfa bardagaatribi og ljúka skipulagn- ingu víkingahátíbarinnar sem var sett á Alþingi í gær og stend- ur fram á sunnudag. Ekki var laust við að setti að sumum ugg að sjá til víkinganna vígalegu, séstaklega jómsvíking- anna, sem voru ab æfa bardagaat- riði í fullum herklæðum þegar Tímann bar að garði. Er þeir voru teknir tali kom í ljós að um ljúf- menni var að ræða, mörgum virtist saga og menning víkingatímabils- ins ástríba og þeir voru hreyknir yf- ir að vera komnir til íslands. Þegar íslendingasögurnar bar á góma komu sumir víkinganna með fleygar tilvitnanir, m.a.s. á ís- Iensku, og báru gestirnir ljóslega mikla virbingu fyrir landi og þjóð. „Mig hefur dreymt lengi að koma til sögueyjunnar í norðri og veðrið í dag setur ofurraunsæislegan blæ á þetta allt saman. Þetta verður ná- kvæmlega eins og að fara 1000 ár aftur í tímann," sagbi hollenskur víkingur í gær. Hryssingslegt veðurfar í gær náði ekki að spilla að rábi fyrir fólki á hátíðarsvæöinu en þó er ljóst að fólkið vonaðist til að það færi batn- andi, þótt menn bæru sig vel. Jó- hannes Bjarnason, veitingamaður í Fjörukránni, sagðist „brenna öll helvítis skurbgoðin sem komin eru til Hafnarfjarðar ef veðrið fer ekki að skána." Flestir víkinganna ferðast á milli landa yfir sumartímann, sýna sig og sjá aðra, margir hafa einhvers konar vörur tengdar víkingatíma- bilinu til sölu, en þegar „vertíðinni lýkur" hverfur þetta fólk aftur í grámósku hversdagsleikans. Al- gengt virtist á viðmælendum blabs- ins að þeir kæmu úr kennara- eba handverksstétt. Hvab sem því líður hefur Hafnar- fjörður og andrúmsloftið á Víði- staðatúni tekið stakkaskiptum og er mjög forvitnilegt að kynna sér dag- skrána sem einnig býður upp á yf- irgripsmikið fræðslustarf, aballega í formi fyrirlestra. Meðal fyrirlesara má nefna Magnús Magnússon út- varpsmann í Lundúnum. Vibtöl og texti: Björn Þorláksson Myndir: Pjetur Sigurbsson Eldgos á Reykjanesskaga i. Stundum kviknar umræöa um jarð- skjálfta og eldgos nálægt byggð og oftast fjarar hún jafn skjótt út. Um daginn vakti Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræðingur upp slíka umræöu meö því að minna á að skjálftar á stæröarbilinu 6-7 geta orðið á Reykjanesskaga og ennfremur aö þar geta orðiö eldgos skammt frá bæjum eöa frá 'Reykjavík. II. Árin 1929, 1933 og 1968 urbu jarb- skjálftar á Réykjanesskaga á bilinu 6,0-6,3 á Richterskvarba. Á 10., 12. og 13. öld gengu eldgosahrinur yfir á skaganum, síðast gaus þar á 14. öld. Hrinurnar urðu í þremur af fjórum eldstöövakerfum skag- ans; allar röð fremur lítilla sprungugosa. Reyndar féll töluverð gjóska úr sumum þeirra, vegna þess að þau uröu í sjó und- an Reykjanesi, og hraun náöu allvíöa, vegna þess aö eldsprungur opnuöust í skástígum og löngum reinum. Það rann m.a. til sjávar milli Krýsuvíkur og Grinda- víkur og viö Straumsvík. Núverandi byggð er sums staðar nærri eldstöðvum eða innan kerfanna, t.d. Grindavík, en annars staðar kynni hraun aö ná inn í eða að byggð, t.d. í Hafnarfiröi, Þorláks- höfn, Hveragerði og Reykjavík. Víða eru mannvirki í hættu, svo sem skíðamann- virki, vegir, stök hús, raflínur og vatns- lagnir utan byggöanna. UM- HVERFI Ari Trausti Gubmundsson jarðeblisfræbingur III. Ragnar minnti réttilega á þessi atribi og það hafa aörir jarðvísindamenn oft gert, þ.á m. höfundur pistilsins; og stundum fengiö bágt fyrir. Enginn, hvorki sérfræöingarnir né almenningur, má sýna of mikla viökvæmni í þessu efni; hún skemmir fyrir réttum við- brögðum. Auövitað er hættan ekki ekki mjög mikil, en hún er raunveruleg og eykst meb hverjum áratug sem líður frá síðasta stóra skjálfta eða síðustu gos- hrinu (sbr. 500-600 árin). Svo ber aö gæta aö því að sprungugos, sem fram- leiða 100-300 milljónir rúmmetra af gosefnum, valda seint miklu tjóni (vegna stærðar skagans) nema ef sprungur opnast mjög nálægt byggö. Því er vart svo fariö á þessum slóðum, nema ef vera skyldi næst Grindavík. Gos af umræddri stærö á Bláfjallasvæö- inu ylli væntanlega litlu sem engu tjóni í þéttbýli skagans; fyrst og fremst á mannvirkjum á 20-50 ferkílómetra svæði hið næsta gosstöðvunum, ef svo bæri undir. Skjálfti í Bláfjöllum nærri 7,0 að stærb gæti hins vegar valdiö nokkru tjóni á mannvirkjum og lögnum á miklu stærra svæöi. IV. Ummæli Ragnars er í raun enn ein óbein beiönin um að gerð veröi vönduö úttekt á vá vegna eldgosa og jarðhrær- inga á öllum Reykjanesskaga. Samhliöa þarf aö útbúa upplýsingar um viðbrögð almennings og treysta þau viðbrögð og viöbúnaö sem Almannavarnir hafa þeg- ar undirbúið á landsvæðinu. Skjálftahrinurnar á Hengils- og Hell- isheibarsvæöinu geta boöaö meiri virkni, en þó ekki endilega. Gliðnun lands er samt óhjákvæmileg þar sem og innan hinna sprungukerfanna þriggja, og kvika er í nægu magni undir skagan- um. Við megum ekki álykta annab og vera óviðbúin hristingi eða eldsumbrot- um á hálendi skagans. Nú þarf ab setja saman lag- og samhentan starfshóþ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.