Tíminn - 07.07.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.07.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júlí 1995 5 Listasumar '95 virkar sem sprauta a mermingarlif Akureyrarbœjar: Listamenn sækja á Akureyri Mikil gróska hefur verib í menningarlífi Akureyrarbæj- ar meb tilkomu Giljamanna. Gilfélagiö stendur nú í þribja sinn fyrir uppákomu, sem ab þessu sinni er nefnd Listasum- ar '95. Akureyrarbær styrkir verkefnib og flestar menning- arstofnanir bæjarins koma nálægt framkvæmdinni. Ab- sókn nú í byrjun sumars hefur verib svipub og í fyrra, en þá fór aösóknin fram úr björt- ustu vonum. Aö sögn Ólafar Siguröardótt- ur, framkvæmdastjóra Lista- sumárs á Akureyri, var dagskrá- in upphaflega hugsub sem þjónusta viö feröamenn og kom hugmyndin frá atvinnumála- nefnd Akureyrarbæjar. Raunin varö hins vegar sú, ab Listasum- ariö varb álíka vinsælt meöal bæjarbúa og íslenskra ferba- manna eins og erlendra túrista. Enda segir Ólöf ekki hægt ab bjóöa feröamönnum upp á eitt- hvab sem fólkiö á staönum kunni ekki aö meta. Ætlunin hafi veriö aö gera menningu aö marktækum valkosti í feröa- þjónustu og er Listasumariö m.a. sprottiö úr því umhverfi sem hefur skapast í Listagilinu á Akureyri. Þetta var hugsaö sem leið til að virkja þá grósku, sem þar á sér stað, og nýta í ferða- þjónustu. Um leið hefur Lista- sumariö virkað sem sprauta á menningarlífið á Akureyri og hefur framboö á listamönnum og efni aukist mikiö. Ólöf segir Gilfélagið ekki beinlínis leita eftir fólki eöa standa sjálft fyrir listviðburðum, heldur virki Listasumarið fremur sem mót- tökuaðili og reyni frekar aö greiöa götu þess fólks, sem fer sjálft af staö, og fá til sín þá listamenn sem hafi hugsað sér aö fara út á land meö sýningar eöa tónleika. Þaö virðist hafa tekist býsna vel, því viöburöir á vegum Lista- sumars eru á nánast hverjum degi á tímabilinu frá 23. júní til 2. sept. Mánudaga til fimmtudaga er föst dagskrá, sem er endurtekin í hverri viku. Á mánudögum sér Már Magnússon um söngdag- skrá, á þriðjudögum og fimmtu- dögum eru söngvökur í kirkju Minjasafnsins, á miðvikudög- um er dagskrá í Davíðshúsi um Davíð Stefánsson skáld og á fimmtudögum heldur djass- klúbburinn tónleika. Af annars konar sýningum má nefna skúlptúrsýningu í listasafninu og einnig er fólki velkomið aö skoöa listamennina að störfum Frá Akureyri. Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari og C eir Rafnsson slagverksleikari eru mebalþeirra sem halda tónleika á Listasumri '95. Þau leika í Listasafni Akureyrar á sunnudagskvöld, 9. júlí. á skúlptúrverkstæði í Ketilshús- inu, sem er í eigu Kaupfélagsins og Listasumarið fékk til afnota í sumar. Kaupfélagið á einnig verslunarglugga, sem Listasum- ariö hefur fengið til að setja upp myndlistarsýningar, og stendur hver þeirra í eina viku. Ólöf seg- ir þetta hafa verið tilraun til að taka myndlist úr hefðbundnu samhengi og beinlínis út á götu. Það hafi gefist vel og þarna hafi margir ungir og sprækir lista- menn sýnt verk sín. Meðal þess, sem í vændum er hjá Listasumri '95, er gítarfesti- val sem haldið verður dagana 19.-23. júlí. Nú um helgina verða opnaðar tvær myndlistar- sýningar á verkum Birgis Andr- éssonar, önnur í verslunar- glugga á Vöruhúsi KEA og nefn- ist hún „Raunveruleg íslensk hamingja", en hin í Deiglunni þar sem viöfangsefni Birgis er lestur og skynjun og stendur hún frá 8.-20. júlí. í kvöld kl. 21.00 verður kvöldstund með þýskum myndlistarmanni, Lud- wig Gosewitz, í Deiglunni. Hann stýrir glerlistadeild við Listaakademíuna í Múnchen og í kvöld les hann ljóð, spjallar um verk sín og sýnir litskyggn- ur. Næstkomandi sunnudag, þann 9. júlí kl. 20.30, veröa tón- leikar í Listasafninu á Akureyri meö Örnu Kristínu Einarsdóttur flautuleikara og Geir Rafnssyni slagverksleikara og notast hann við ýmis hljóðfæri, svo sem marimbu og víbrafón. Á tón- leikunum veröa spiluö verk eftir Niel DePonte, Alice Comez, Claude Debussy, André Jolivet o.fl. ■ Söfnunarklúöur Súöavíkur Hörmungar þær, er íbúar Súöa- víkur máttu þola í snjóflóöinu í vetur leið, eru öllum íslending- um enn í fersku minni. Brugðist var skjótt við og efnt til al- mennrar söfnunar, sem raunar náði út fyrir landsteinana, því frændur okkar Færeyingar gáfu til hennar rúmar tuttugu og fimm miljónir króna. Hér heima söfnuöust tvö hundruð sextíu og fimm miljónir króna. Ekki er að efa, að þeir sem gáfu til söfnunarinnar, gerðu það í þeim tilgangi, að pening- arnir kæmu því fólki að notum, sem helst hefði þörf fyrir þá. Flestir Súðvíkingar urðu fyrir tjóni, sem ekki veröur bætt með fjármunum. En heimili fólks má þó reisa úr rústum, og þá að sjálfsögðu hvar á landi sem fólk hefur vilja til. Má í því sam- bandi einu gilda, hvort fólk fýs- ir að búa áfram í Súðavík eða endurreisa heimili sín annars staðar á landinu eða jafnvel ut- an þess. Söfnunarnefndin virðist hins- vegar vera þeirrar skoöunar, ab tilgangur gefendanna hafi ekki aðeins verið sá, að rétta hjálpar- hönd fólki í neyð, heldur einnig hinn að viðhalda þeirri krummaskuðsrómantík sem kallast byggðastefna og er eink- um til þess fallin, að telja fólki trú um aö einskisnýtir smá- kóngar séu stórir karlar. Söfnunarnefndin byrjabi á því ab taka hina höföinglegu gjöf Færeyinga og eyrnamerkja hana byggingu barnaheimilis. Vitanlega þarf barnaheimili á Súðavík, fyrst menn endilega vilja endurreisa plássið. En fé til byggingar þess á ekki að taka með þessum hætti. Þessu næst ákvab söfnunar- nefndin að taka sjötíu og þrjár miljónir til viðbótar af söfnun- arfénu og afhenda það þeim Súbvíkingum, sem ætla sér ab búa áfram á staðnum. Hinir, sem af eðlilegum ástæðum treysta sér ekki til annars en að flytja á brott, geta að mati söfn- unarnefndarinnar étið það sem úti frýs, dugi þeim ekki ab deila hundrað og níutíu miljónum SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON milli sín og þeirra, sem eftir verða fyrir vestan. í spjalli mínu hér á síðum Tímans þann 27. janúar s.L, benti ég á nauðsyn þess að fólk staldraði vib eftir Súðavíkurslys- ið og færi ab huga að þéttingu byggða til samræmis við breytta atvinnuhætti til sjávar og sveita. Sérstaklega er nauðsyn- legt að leggja af þær fortíðar- byggðir, sem frá náttúrunnar hendi eru slíkar dauðagildrur sem Súðavík. Ætli menn sér til lengdar að viöhalda byggb í ör- deyðuþorpum hringinn í kring- um landið, mun það fyrr eba síðar leiöa til þess að heilu hér- uðin leggjast í auðn. Þetta er eyðistefna en ekki byggða- stefna. Með nútíma atvinnuháttum og stöðugt bættum samgöngum er létt verk ab reisa lítil og með- alstór atvinnufyrirtæki, bæði í þjónustugreinum, iðnaði og upplýsingaöflun og -dreifingu. Slík fyrirtæki þurfa ekkert endi- lega ab vera í Reykjavík. Þau geta allt eins verið t.d. á Akur- eyri, ísafirði, Selfossi eöa Egils- stöðum, svo nokkur dæmi séu tekin. Auövitað veröur þjóbin að halda áfram að draga fisk úr sjó, meðan einhverja tutlu er þaðan ab hafa. En hafið er misveitull höfbingi heim að sækja. Þjóð, sem byggir meginafkomu sína á jafn duttlungafullri undirstöðu og fiskveiðum, getur aldrei náð að skipuleggja efnahagslíf sitt til langframa. Fyrr eða síöar munu högg betlistafsins boða komu hennar á fund annarra þjóða. Og má þá einu gilda hvort við stöndum utan eða innan Evr- ópubandalagsins. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ÚTBURÐIR OG FÓSTUR Kínverjar bjóöa konum heimsins til ráðstefnu í Beijing innan skamms. Ráðstefnan hefur orðið mönnum efni til að ræða um mannréttindi og sjónir manna hafa beinst að lögum Kínverja sem banna fólki aö eignast fleiri en eitt barn. Fyrir bragðið bera Kínverjar út stúlkubörn því piltar þykja vænlegri fyrirvinnur en stúlkur í Kína. Auðvitað eru þetta skelfileg vinnubrögð og andstæð bæði guðs og manna lögum eins og við þekkj- um þau á íslandi. íslenskar konur verða margar á ráðstefnunni og íslenska sveitin er kvenna líklegust til að taka útburðar- málið í sínar hendur í Beijing. Von- andi finnast brátt lausnir á dapurlegri sjálfheldunni sem kínversku lögin hafa búið litlum stúlkubörnum í landinu og framtíðin megi blasa við þeim ekki síðuren piltunum. Mikil fátækt er í Kína og þrátt fyrir gróna menningu fer þar margt á annan veg en á íslandi. Sinn er siðurinn í landi hverju, og þó? íslensku fulltrúarnir geta vissulega sagt Kínverjum frá því hvernig ís- lenskir foreldrar eru að mestu hættir að bera út börnin sín hin síðari ár og langt er síðan rauðhærðir sveinar voru seldir í erlendar duggur til að beita fyrir hákarla. í staðinn losa for- eldrar á íslandi sig við börnin sín á viðeigandi stofnanir. Fyrsta heimili íslenskra reifabarna - er vöggustofan og síban koma leik- skólar og dagheimili ýmis konar. Þá tekur skólaskyldan vib hlutverki for- eldranna og nú ætla yfirvöld að ein- setja alla skóla svo úrskurða megi skólabörn í heils dags vistun á virk- um dögum og í heimavist um helg- ar. En ekki eru öll íslensk börn svona heppin og sumum þeirra bíða ennþá sömu örlög og meybörnum Rauða Kína. Bann íslendinga við útburði ná abeins til þeirra barna sem eru svo lánsöm að fá að fæbast á annab borð. Á hverjum degi eru tvö íslensk börn borin lifandi út úr móburkvibi samkvæmt heimild í lögum. Þab svarar til ab níuþúsund kínversk börn séu borin út daglega eba hátt á fjórbu milljón barna árlega. Hér á ís- landi eru ekki að verki illa upplýstir foreldrar austan úr kínverskri fátækt og þrúgaðir af harðneskjulegri laga- setningu um fjölda barna heldur há- menntabir læknar sem hafa svarib læknaeiðinn um að vernda líf en ekki útrýma því. Og þessi ólánsömu börn eru ekki borin út í skjóli myrkurs og upp til fjalla heldur á bestu sjúkra- húsum íslenska rfkisins um hábjartan dag. Offjölgun fólksins f landinu sligar ekki íslensku þjóðina í dag eða hitt þó heldur. Fólkspýramídinn hefur snúist við hér á landi og stendur nú á haus. Þjóðinni veitir ekki af fleira fólki að taka til hendinni og kynslóð foreldranna þarf fleiri vinnufúsar hendur til ab sjá henni fyrir eftirlaun- um í ellinni. En þab er nú önnur saga. Islenska sendinefndin á kvenna- rábstefnunni í Kína hefur því af nógu að taka þegar útburbir verða á dag- skrá austur í Beijing.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.