Tíminn - 11.07.1995, Blaðsíða 2
2
Wsmimi
Þri&judagur 11. júlí 1995
Tíminn
spyr...
Á a& auka ábyrgö forstööu-
manna opinberra stofnana á
a& fara ekki me& kostnaö fram
úr fjárveitingum?
Haukur Ingibergsson, for-
stö&uma&ur Hagsýslu ríkisins
Flestir stjórnendur hjá ríkinu
gæta þess vel aö vera innan fjár-
heimilda. Er vafasamt að t.d.
sérlög um fjárhagslega ábyrgö
stjórnenda og viðurlög, ef út af
er brugðið, mundu bæta af-
komu ríkissjóðs verulega. Á síð-
ari árum hefur ábyrgð stjórn-
enda hjá ríkinu hins vegar ver-
ib aukin með ýmsum hætti, t.d.
meb auknum hlut í launaaf-
greiðslu, samningsstjórnun og
gerð verkefnavísa.
Lilja Ólafsdóttir, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur
Spurningin er kannski frem-
ur sú hvort menn bera þessa
ábyrgð ekki nú þegar og hvort
þess vegna eigi ekki ab staðfesta
þá ábyrgö enn frekar. Grund-
vallarreglan er vitaskuld sú ab
allt fólk á aö vera ábyrgt fyrir
því sem þab tekur ábyrgð á.
Gu&mundur Magnússon,
prófessor
Ég tel að það sé löngu tíma-
bært, en um leið þarf aö tryggja
ab þeir starfi samkvæmt skyn-
samlegum reglum um vel skil-
greinda starfsemi, þannig að
stjórnmálamenn geti ekki vikið
sér undan sinni ábyrgð. Hér í
háskólanum em menn til að
mynda ekki frjálsir að því að
stýra starfsemi sinni og taka
gjöld fyrir hana, þannig að þeir
hafa bundnar hendur til að
bjarga sér. Ég held líka að for-
stöðumenn opinberra stofnana
geti ekki teídð á sig aukna
ábyrgb án þess að umbun til
þeirra verði í samræmi við það.
Hótel byggt úr einingum frá Loftorku í Borgarnesi:
Tilbúið á tveimur mánuðum
„Viö byrjuðum líklega aö steypa
25. apríl, eitthvaö svoleiöis," seg-
ir Pétur Geirsson, hóteleigandi í
Borgarnesi, en síöasta steypa í ný-
yggingu viö hóteliö var steypt
föstudaginn 30. júní, þannig aö
húsiö var byggt á rúmum tveimur
mánuöum. Samkvæmt því má
segja aö um sé aö ræða hraösteypt
hótel. Þessi nýbygging er nánast
tvöföldun á gistirými viö hóteliö
í Borgarnesi.
Nýbyggingin er byggö úr for-
steyptum einingum frá Loftorku hf.
í Borgarnesi og er fjórar hæðir. Tvær
hæðanna hafa þegar veriö teknar í
notkun og segir Pétur að þaö séu
um tuttugu gistinætur seldar í ný-
byggingunni í sumar. Hann segir
mikla aukningu í gistingu útlend-
inga hjá sér, en íslendingar séu lítið
á ferðinni. Pétur vildi ekkert segja
um kostnað við nýbygginguna, en
sagði að kostnaðaráætlanir stæðust.
- TÞ, Borgamesi.
Síbasta steypa í nýbyggingu vib hótelib í Borgarnesi, sem byggb var á
rúmum tveimur mánubum. Tímamynd: TÞ, Borgamesi
Söguannáll á fimmtíu ára kaupstaöarafmœli Ólafsfjaröar:
glaður um öxl"
„Horfðu
„Þaö var hátí&legri þátturinn
hjá okkur um síðustu helgi og
seinni hlutinn verður núna
fimmtudag, föstudag og laug-
ardag," sag&i Hálfdán Krist-
jánsson, bæjarstjóri í Ólafs-
firði, í samtali viö Tímann í
gær. En nú stendur þar yfir
hátíö í tilefni af fimmtíu ára
kaupstaöarafmæli bæjarins.
Hálfdán sagði að fyrst hefbi
verið komið saman til að taka á
móti forsetanum, Vigdísi Finn-
bogadóttur. Næst var hús eldri
borgara vígt. Eftir þab voru
„Þa& voru eigendurnir. Þeir
voru meö litla Suzuki tík sem
þeir rúlluöu eftir tjaldstæö-
inu," sagði Iögregluþjónn í
Borgarnesi í samtali vi& Tím-
ann í gær. En ungir menn sem
gistu á tjaldstæðinu í Borgar-
nesi um helgina lög&u bíl sín-
um á hvolfi vi& tjaldiö og
vakti þa& a& vonum athygli.
skoðabar ýmsar listasýningar,
en fjölmargar sýningar eru í
gangi í bænum: málverkasýn-
ingar, handverkssýningar, búta-
saumssýningar, safnarasýning-
ar, ljósmyndasýningar auk nátt-
úrugripasafnsins. Dagskrá dags-
ins lauk síðan með því ab
sýndur var söguannáll Ólafs-
fjarðar: Horfbu glaöur um öxl.
En það er leikrit eftir Guðmund
Ólafsson. Sagði Hálfdán að
söguannállinn hefði vakið mjög
mikla ánægju og að forsetinn,
sem var heiðursgestur, hafi ver-
„Tjaldverðirnir voru eitthvað
smeykir, en svo var þetta þeirra
eigin bíll, þannig að það varð
ekkert mál úr því. Þeir sögðust
bara hafa verib ab leika sér,
þetta hefbi bara veriö fíflagang-
ur," sagbi lögregluþjónninn, að-
spuröur um hvort einhverjir eft-
irmálar hefðu orðið.
- TÞ, Borgamesi.
ið mjög ánægður með þessa
sýningu.
Þegar fer ab líða á vikuna fer
afmælisdagskráin í gang aftur.
Hún byrjar á fimmtudeginum,
en þá koma nágrannar Ólafs-
firðinga í heimsókn og skoða
sýningarnar. Á föstudeginum
verða tónleikar í Tjarnarborg,
félagsheimilinu. Þá verður Ól-
afsfirðingafélagib komið á stað-
inn og verða sérstakir vinafund-
ir.
- Á laugardeginum byrjar dag-
skráin eftir hádegið meb Degi
dýranna við hesthúsahverfi Ól-
afsfiröinga. Einnig veröur keppt
í Tröllaskagatvíþraut, en þá er
hlaupið frá Dalvík um gamlan
fjallveg ab Reykjum og síðan
hjólað í bæinn, en til stendur að
gera Tröllaskagatvíþrautina að
árlegum viðburbi. Auk þessa eru
útimarkaöir við félagsheimilið
og blönduð dagskrá í Tjarnar-
borg ásamt ýmsu fleiru. En deg-
inum lýkur með stórdansleik.
Hálfdán gerir ráð fyrir fjölda
gesta. Hann segir ab stöbug um-
ferð hafi verið um síðustu helgi
vegna sýninganna og mikil
ánægja hafi verið með dag-
skrána. TÞ
Tjaldstœöin í Borgarnesi:
Bílnum lagt á hvolfi
Sagt var...
Veluppöldum unglingum verbur
brátt í brók
„Ef þetta hafa veriö ungir elskendur
sem vanta&i húsaskjóí einhverja
smástund heföi ég glaöur opnaö fyrir
þeim vegna þess hve kalt og blautt var
úti... Ef þetta unga fólk hefur fariö inn
og notaö rúmin eitthvaö þá hefur þaö
gengiö um þau af snyrtimennsku og
brotiö teppin vel saman. Þaö heföi
snyrtileg húsmóöir varla gert betur."
Ragnar Valdimarsson umsjónarmabur
sumarhúss Átthagafélags Strandamanna
skýrir rúðubrot á húsinu í DV í gær.
Abdáandi Van Goghs í
Þrændalögum
„Norskur hip-hoppari lét annaö eyraö í
viöskiptum sínum viö reiöan sveita-
poppara... Á hátíöinni var sveitatónlist
ein á dagskrá. En einn gesta haföi
meiri áhuga á hip- hoppi og lék þaö
tónlistarafbrigöi í síbylju af segulbandi.
Háværar deilur upphófust og lauk
þeim svo aö Þrándur vék sér snú&ugt
a& hip- hopparanum, beit af honum
hægra eyraö og át þaö."
Fregnlr af skemmtanalífl Norsara frá Císla
Kristjánssyni fyrir DV í Osló.
Brábþroska eba seinþroska?
„Ég hef alltaf verið fjarskalega pólitísk-
ur," segir þingmaðurinn og skýtur inn í
aö hann hafi meira aö segja stutt Sjálf-
stæöisflokkinn þegar hann var níu
ára."
Svavar Gestsson í viötali vib Moggann á
sunnudaginn um nýju bókina sína, Sjón-
arrönd.
Fróbleiksþorstinn allsrábandi
„Lögreglunni í Reykjavík var snemma í
gærmorgun tilkynnt um ölva&an öku-
mann á Sogavegi sem hafði ekið utan í
grindverk. Hann sat undir stýri og las
bækling þegar lögreglumenn komu
að."
Mogginn á laugardaginn.
Týndi brandarinn
„Svona geta þeir veriö grimmir og eru
enn í dag þessir arabar, en þeir trúa á
annan Guö, sem þeir kalla Alla og er
Múhameð spámaður hans." Þab er al-
veg sama hvernig maöur setur setn-
inguna fram, ekki bólar á fyndninni."
Kolfinna Baldvinsdóttir, fréttastúlka
Stö&var 2, leitar logandi Ijósi ab skop-
skyni Þorsteins Thorarensen í Mogganum
á laugardaginn.
í heita
pottinum...
í pottinum voru menn aö ræða um
ummæli sem Páll Halldórsson, for-
maður BHMR, lét falla í Tímanum um
helgina og voru eitthvað á leiö aö „allir
kjarasamningar, sem eitthvaö hafa falið
í sér, hafa fengist með hörku og átök-
um". í hjúkrunarfræöingadeilunni, sem
nú er yfirvofandi vegna breytinga á
skurðstofuvöktum á stóru spítölunum,
virtist talsmabur hjúkrunarfræðinga, El-
ín Ýr Halldórsdóttir, hafa þessa speki
Páls á hreinu og var stúlkan afar herská.
Hún á líka hægt meö að fá heilræðin
frá BHMR-formanninum, því Páll er
stóri bróðir Elínar.
•
Lundaveiðin í Vestmannaeyjum hefur
verib í einkennilegri stöbu þab sem af
er sumri, vegna veiöikortanna svo-
nefndu. Allir þeir, sem háfa hafa á lofti
og hyggjast klófesta „prófasta", eru nú
skikkabir til aö verða sér út um veiöi-
kort, en slíku eru Eyjamenn ekki hrifnir
af. Lögreglan býr sig allt eins undir ab
stöbva veiöimenn án korta og í því
sambandi kemur jafnframt upp sú
staða ab nokkrir lögregluþjónar eru
jafnframt lundakarlar. I viötali viö blað-
iö Fréttir í Eyjum segist Halldór Sveins-
son, lundakarl í Álsey, þó hafa þurft aö
brjóta odd af oflæti sínu og oröið sér út
um veiðikort, „... og því slepp ég viö
a& sekta sjálfan mig," eins og segir í
Fréttum.
•
Árni johnsen mun hafa fariö á Víkinga-
hátíðina í Hafnarfiröi um helgina og
skemmt sér vel. Hann hefur síðan talaö
mikiö um merka hringabrynju, sem fal-
boðin var af breskum víkingum og átti
að kosta 100 þúsund krónur. Ekki er
enn Ijóst hvort Árni keypti brynjuna
eöa ekki, en hann talabi mikiö um aö
þetta væri rétti klæönaöurinn fyrir
fundi fjárlaganefndar, því nú fer að líða
aö því ab beiönir um framlög steymi
þangaö inn. I pottinum höfbu menn
þaö eftir fjárlaganefndarmönnum aö
þeir teldu meiri líkur en minni á því að
Arni myndi mæta í hringabrynju á
fund meö haustinu.